Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980 Hellissandur: Eftirmeðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga komið á fót skipa ÁHUGAMENN um eftirmeðferð áfenKÍssjúklinKa hyggjast stofna iandssamhand i næsta mánuði. Hyggjast þeir koma á fót eftir- meðferðarheimilum á nokkrum stöðum á landinu og mun það Kolmunnaveið- ar erlendra ekki áhyggjuefni ÉG HELD nú ekki að við þurfum að óttast þessar kolmunnaveiðar. þær eru fyrir utan 200 milna mörkin og því getum við ekkert við þeim gert. enda ætti að vera nóg af kolmunna einnig fyrir islenzku skipin, sagði Jakob Jak- obsson fiskifræðingur aðspurður um veiðar nærri 200 sovézkra skipa, sem Landhelgisgæzlan taldi vera að kolmunnaveiðum norðaustur af landinu. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra var einnig spurður álits á veiðum erlendra skipa fyrir norðaustan landið og taldi hann ekki hægt að amast neitt við þeim, en kvað sorglegt hversu illa hefði gengið hjá ís- ienzku skipunum að fá afla og vonaðist til að úr því rættist fljótlega. fyrsta verða á Hellissandi. Mál þetta var kynnt á mjög fjölsótt- um fundi i Röst, Hellissandi i fyrrakvöld, sem AA samtökin stóðu að. Á þessum fundi kom fram að mikil nauðsyn er taiin á því að koma á fót slíkum heimilum, sem taka eiga við mönnum, sem hafa verið í meðferð að Silungapolli, Vífilstöðum og víðar vegna áfeng- issýki. Er ætlunin að þeir dvelji á þessum heimilum í 3—6 mánuði á meðan þeir eru að ná sér á strik aftur. Slík heimili munu vera til í Bandaríkjunum og Kanada en heimilið á Hellissandi mun vera fyrsta heimilið sinnar tegundar í Evrópu, samkvæmt því sem upp- lýst var á fundinum. Hjónin Grétar Kristjánsson og Guðný Sigfúsdóttir á Hellissandi, sem eru mjög áhugasöm um fram- gang þessa máls hafa ákveðið að ieggja fram hús sitt til starfsem- innar. Þetta er 120—30 fermetra hús á tveimur hæðum. Þar er ætlunin að 10 vistmenn dvelji og o INNLENT munu þau hjónin stjórna heimil- inu. Miklar breytingar þarf að gera á húsinu og standa vonir til þess að framlag fáist til þess úr gæzluvistarsjóði. Að öðru leyti verða breytingarnar fjármagnað- ar með frjálsum framlögum og samskotum. Hefur sú hugmynd m.a. vaknað að leita til fólks og biðja það um að gefa andvirði einnar áfengisflösku til heimilis- ins og annarra heimila, sem ætl- unin er að stofna síðar. Nú stendur yfir sundnámskeið fyrir börn i Sundhöil Reykjavíkur. þar sem Emilía tók þessa mynd á föstudaginn. Einbeitnin skín út úr svipnum og það á greinilega að vanda sig núna. Varðarferðin í dag: Búizt við 6—7 hundruð þátttakendum í ferðina UM ÞAÐ bil 500 manns höfðu i gærmorgun skráð sig til þátt- töku í sumarferð Varðar i dag, en búist var við að þátttakend- um myndi fjölga upp í 6—7 hundruð. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 8 á sunnudags- morgun, kl. 7:30 frá Sjálfstæðis- húsinu i Ilafnarfirði og kl. 7:45 frá Hamraborg 1 í Kópavogi, en allir bilar fara saman frá Val- höll kl. 8. Að þessu sinni verður farið að Hrauneyjarfossi og Sigöldu og skoðaðar virkjanir og fram- kvæmdir. Fyrst er ekið til Stokkseyrar og drukkið þar morgunkaffi, síðan haldið að þjóðveldisbænum, þar snæddur hádegisverður og flytur Geir Hallgrímsson formaður flokks- ins þar ræðu, þá ekið inn að virkjunarstöðunum og haldið til baka síðdegis. Kvöldmat er ráð- gert að snæða við Galtalæk og komið í bæinn um kl. 20. Ferðin kostar kr. 12 þúsund fyrir full- orðna og 7.500 fyrir börn að 12 ára aldri. Innifalið er matur og drykkur, nema morgunkaffi og fólki er bent á að hafa sjálft meðferðis heita drykki. Þá bend- ir ferðanefndin þátttakendum á að vera viðbúið skúraveðri. Aðaileiðsögumaður er Einar Guðjohnsen. Gullna ströndin Brottför alla laugardaga. 30. ágúst — nokkur sæti laus ,, Brottför laugaraaga Besta gistingin — Dagflug. 31. júlí — örfá sæti laus í viku 7. ágúst — uppselt 14. ágúst — aukaferð — uppselt 21. og 28. ágúst — uppselt 4. sept. — aukaferö — laus sæti 11. og 18. sept. — uppselt . . 2. október — laus sæti . i|il 30. ágúst - nokkur sæti laus Feróaskrifstofan a Costa del Sol Staðfestar pant- anir þurfa að hafa borist ÚTSÝN fyrir 1. ágúst — takmarkað pláss. Brottför: 2. október — Verö kr. 620.000 Gisting: Hótel ATALAVA PARK, MARBELLA 2 vikur með hálfu fæði. EL REMO, TORREMOLINOS 1 vika — íbúö. Austurstræti^ 17. ^ Simar 26611 og 20100. K& FARSEÐLAR Ll IVl /\L_L_AIS1 HEIM í LOFTI, LÁÐI OG LEGI SÉRFRÆÐINGAR í SÉRFARGJÖLDUM m v 25 ÁRA REYNSLA í FERÐAÞJÓNUSTU TRYGGIR RESTU KJÖRIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.