Morgunblaðið - 20.07.1980, Síða 7

Morgunblaðið - 20.07.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1980 7 Umsjónarmaður Gísli Jónssnn 58. þáttur Gísli Guðmundsson í Reykjavik átti nokkuð ósagt, þegar síðast var frá horfið, og hann er ekki með neinn hémulluskap í orðum. Hon- um þótti rangt að amast við mállýskumun, og framhaldið er svo: „Nei, það er allt annað sem við, og þá fyrst og fremst þið íslenskukennarar, eigum að herja á miskunnarlaust. Það er tafsið, þvoglumæli, lat- mæli, varaframburður, flaustur og ekki má gleyma hinum hvumleiða ósið, sem virðist næstum í tísku, að vera stöðugt að fáta við talfærin á meðan talað er, með hendi á koki, vörum, nefi og einn góður málakenn- ari með fingur á munnviki. Ég skora á alla málakenn- ara, sér í lagi íslenskukenn- ara, að hefja heilagt stríð gegn þessum ósóma og hreinsa okkar talmál af þess- um hörmungum, rassbögum, sem á það sækja.“ í framhaldi af þessum skeleggu ummælum segist Gísli ekki geta annað en hlegið að þeirri hugmynd að rassbaga hefði ef til vill áður verið rasbaga og hvað ég hafi tekið vel í, að svo kynni að hafa verið. Þetta þykir nafna mínum ámóta fráleitt og hin fræga tilraun, að gera hrútspunga að kviðsviðum. „Það næsta er víst það, að við förum að gera þetta eða hitt með „rashendinni", bætir hann við. Þetta með kviðsviðin er ofurlítið annars eðlis að mín- um dómi en vangavelturnar um orðið rassbaga. Það er efni í langt mál og bíður að sinni. En Gísli Guðmundsson lýkur máli sínu svo: „Vel líst mér á uppástungu Tryggva (Helgasonar) um orðið ekja, og mér þótti vænt um að fá skýringu á ro-ro- skipi. Ég vil koma með við- aukatillögu, að nota þetta orð í staðinn fyrir hið hvum- leiða orð „aftanívagn" og hafa það í samsetningum, t.d. ekjuskip. Úr því að ég er farinn að tala um flutningatæki, ætla ég að hnjóða í orð sem mér er meinilla við, en það er orðið gámur. Þetta er ljótt og óþjált orð, einkum í samsetn- ingum, og það hefur ætíð legið heldur neikvæð merk- ing í því. Skömminni skárra væri að gera það að kven- kynsorði, gáma. En ég er með uppástungu um annað, ágætt íslenskt orð, sem þar að auki er nú orðið lítið notað í sinni venjulegu merkingu. Það er orðið byrða sem er stutt og þjált í samsetningum, meira að segja væri hægt að búa til sögn úr því: að byrða þetta.“ Eg geri ekki frekari athugasemdir við bréf nafna míns að sinni, en vek athygli á því, hversu viðbragðsfljótir Morgunblaðsmenn voru að innleiða nýyrði Tryggva Helgasonar, þeysa, í staðinn fyrir rally. Freyja Jónsdóttir á Akur- eyri, komin frá Ólafsfirði, þekkir mæta vel sögnina að dolviðrast og í sömu merkingu og Baldur á Tjörn- um gat um. Aftur á móti þekkir Hlíf Gestsdóttir í Reykjavík, Svarfdælingur, heiman úr Svarfaðardal myndina do(f)vérast yfir eitthvað. Það merkti þá, að ekkert varð úr því, t.d. ein- hverju sem átti að gera. Það do(f)véraðist yfir það. Við Hlíf vitum ekki hvernig við eigum að stafsetja þetta, og nú þyrfti að gera á þessu nýja rannsókn, eins og Sig- urður Breiðfjörð gerði á Njálubók á sínum tíma. Þá er það vísan um mállýti Eyfirðinga, eins og Anna Snorradóttir í Reykjavík (frá Akureyri) kann hana: Svartfuglu i sandinum ég leit, sú ég ætli ad verið hafi feit. Ég hefði drepið hana skulað þá. hefði hún ekki flogið burt mér frá. Munur þessarar gerðar og þeirrar, sem ég lærði, er óverulegur. í bili staðnæmist ég við sagnmyndina ætli (framsöguháttur, nútíð), enda segir Anna í bréfi sínu: „Föðursystur mína á Dalvík heyrði ég segja: Ég þjóni nú fjórum mönnum.“ Þetta tal: ég ætli, ég þjóni, ég voni, ég elski, í framsögu- hætti, hét að hneigja upp á i og varð víst aldrei svo al- gengt um heimaslóðir mínar, að ekki væri til þess tekið. Nú er þetta næstum útdautt, sem betur fer, að því er mér þykir. Á máli fræðanna heitir þetta, að veikar sagnir eftir fyrsta flokki (8-sagnir) hafi orðið fyrir áhrifsbreytingu frá veikum sögnum eftir þriðja flokki (ia-sagnir), en þar endar framsöguháttur nútíðar í 1. persónu að réttu lagi á i, en ekki a. Dæmi: ég eyði, ég skíri, ég dæmi, ég geri o.s.frv. En einn sveitungi minn var svo harðsnúinn að hneigja upp á i, að í munn honum lögðu gárungarnir: „Svo labbi ég heim og loki bænum, hátti og sofni, vakni eldsnemma morguninn eftir, arki út á tún og raki og slæ og andskotist." RS-100 ofanáliggjandi Þessum hátalara er auðvelt að koma fyrir í alla bíla. Garður fyrir: 8 Wött (max). Tíðnisvið: 100-15.000 rið. ísetning á staðnum. Sendum í póstkröfu. Verd 4.700.- VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI Það hefur verið svo mikil hamingja fyrir mig að fá allar þessar hlýju hugsanir og upplífg- andi óskir. Ég sendi innilegar þakkir til allra sem hafa hugsað til mín. „ Gagga Innilegar þakkir til ykkar allra, sem glödduð mig á nírœðisafmœlinu mínu 28. júní, með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum. Guð blessi ykkur öll. ____________Björg Þórðardóttir Heydal. Bestu þakkir færi ég öllum, skyldfólki og vinum, er minntust mín á sjötugsafmælinu 5. júlí sl. Sérstaklega þakka ég stjórn og starfsfólki Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna fyrir höfðinglegar gjafir. Lifið heil. Ólafur Kristjánsson, Barmahlíð U7. a nœstunni Urvalsferðir 1980 25. júlí Mallorca 1. ágúst Mallorca 15. ágúst íbiza 22. ágúst Mallorca 5. sept. Ibiza 1 og 2 vikur laus sæti 2 og 3 vikur laus sæti fullbókað fullbókað 3 vikur laus sæti London alla laugardaga FERDASKRIFSTOFAN ^.1 ^ URVAL^UJr 'STURVÖLL SÍMI 26900 VIÐ AUSTURVÖLL ÞAÐ SEM KOMA SKAL. ( stað þess að múra húsið að utan, bera á það þéttiefni og mála það siðan 2-3 sinnum, getur húsbyggjandi unnið sjálfur, eða fengið aðra til að kústa, sprauta eða rúlla THOROSEAL á veggina, utan sem innan, ofan jarðar sem neðan. Og er hann þá í senn, búinn að vatnsþétta, múrhúða og lita. THOROSEAL endist eins lengi og steinntinn, sem það er sett á, það flagnar ekki, er áferðarfallegt og ,,andar“ án þess að hleypa vatni i gegn, sem sagt varanlegt efni. Og það sem er ekki minna um vert, það stórlækkar byggingakostnað. Leitið nánari upplýsinga. ■S steinprýði , B V/STÓRHÓFOA SÍMI83340 <>

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.