Morgunblaðið - 20.07.1980, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
BUBBI MORTHENS TEKIN
„Músík er sterk sé hún notuö rétt . ..
Ef þú hefur eitthvaö aö segja . ..“
Viö sitjum yfir vatnsglösum í Vesturbænum, nánar
tiltekiö í stofunni hjá Bubba Morthens og Bubbi rennir
í gegnum nokkur lög, meöan viö bíöum þess aö vatniö
kólni. (Þetta er nefnilega ekki kaffiviötal ef einhver
hefur haldiö þaö.)
Áöur er lengra er haldiö er bezt aö gera þeim sem
ekki hafa heyrt Bubba getiö, jafnhátt undir höföi og
hinum, sem þaö hafa, meö örfáum staðreyndum um
manninn.:
Bubbi, eöa Ásbjörn Kristinsson Morthens, eins og
hann heitir fullu nafni, er 24 ára gamall, fæddur í
Reykjavík 6. júlí 1956.
Hann hefur unniö ýmis störf til sjós og lands allt frá
fyrstu unglingsárum og veriö farandverkamaöur frá
árinu 1972 allt til síðasta árs. Hann læröi á gítar átta
ára gamall, samdi fyrsta lagiö sitt níu ára en síöan ekki
söguna meir, fyrr en áriö 1974, aö hann hóf aö semja
lög og texta, þó aö biö yröi á aö þær smíöar kæmu
fram í dagsljósiö, eöa réttara sagt sviösljósiö, jafn
rækilega og nú er orðiö.
Á útmánuðum í ár stofnaði
Bubbi hljómsveitina Utan-
garðsmenn; þeir hófu fljótlega
tónleikahald víös vegar um
landið og tóku upp breiöskífu á
eigin spýtur, þ.e. án þess að
hafa neinn bakhjarl vísan. For-
lagið löunn tók síðan aö sér aö
dreifa plötunni og kom hún út í
júní s.l. og ber heitið ísbjarnar-
blús. Síðan hafa vinsældir
hljómsveitarinnar farið vaxandi
jafnt og þétt og þarf að leita
a.m.k. tíu ár aftur í tímann,
þegar hljómsveitir eins og
Hljómar og Náttúra voru upp á
sitt bezta, til að finna samjöfn-
uð hvað hljómgrunn meðal
unglinga snertir. Þetta kunna
að virðast nokkuð stór orð, en
þeir sem staddir hafa verið þar
sem hljómsveitin hefur komið
fram, s.s. í Laugardalshöllinni,
og orðið vitni að undirtektun-
um, hljóta að viðurkenna að hér
er komið fram fyrirbæri í ís-
lenzka tónlistarheiminum sem
ekki er hægt annað en að gefa
gaum að.
Eins og af framansögðu má
ráða, hefur ferill Bubba í
sviðsljósinu verið stuttur, en
framinn skjótur. Slíkt hlýtur að
koma róti á alla sem fyrir því
veröa, sérstaklega þegar að-
lögunartíminn hefur verið stutt-
ur. Viðbrögðin fara eflaust eftir
skaphöfn þess sem í hlut á, en
eins og dæmin sanna, er vel-
gengni ekki síður vandmeðfarin
en mótlæti.
Hvernig er „jarðsamband-
iör*
Þaö er allt í lagi meö þaö,
segir Bubbi, ég er ekki í neinum
stjörnuleik og læt tímabundið
tilstand ekki hafa áhrif á mig.
Ég stend með báða fætur á
jörðinni. En ég er hins vegar
alveg ofboðslega hissa, ég
bjóst alls ekki við þessu.
Ertu það? Nú hefur þú mjög
örugga framkomu og þeir sem
eitthvað hafa fylgzt með þér
undanfarin ár, a.m.k. undirr.,
hafa á tilfinningunni að vin-
sældir þínar í dag séu nokkuð
sem þú hafir unniö mjög
markvisst og meðvitað að.
Ég hef að vísu alltaf haft
ódrepandi álit á því aö ég gæti
gert þetta, ég trúði því og
stílaöi upp á þaö, labbaöi mig
inn í stúdíó og tók upp plötuna
og þar fram eftir götunum.
En ég bjóst aldrei viö þessu á
svona stuttum tíma, eftir svona
fjögur ár kannski, en ...
ÞU HEFUR Ein
HVAÐ
AÐ SEGJA... ’
Hvaða skýringu kannt þú á þeim góöu viðtökum sem þið
hafiö fengið?
Eftir að Hljómar og Náttúra dóu út og kynslóðin, sem upplifði
stemmninguna í kringum þá, eltist með þeim, seig lifandi tónlist æ
dýpra í öldudalinn og diskóið vann á. Nú er komin ný kynslóð
unglinga og hún er alin upp á gervitónlist, niðursoðinni
einhversstaðar úti í heimi, matreiddri á ópersónulegan og dauðan
hátt. Svo kom nýbylgjan og í kjölfar hennar hér á landi t.d.
hljómsveit eins og Fræbbblarnir, sem reyndar voru slappir
framanaf, en hafa nú stórbætt sig því ég held aö þeir séu farnir að
taka sig alvarlega. Þaö má alveg segja aö þeir hafi rutt brautina
fyrir okkur. En nú er þessi nýja kynslóö aö uppgötva lifandi tónlist,
auk þess sem við fjöllum um hluti sem okkur finnst aö skipti þau,
og okkur, máli, en það gera fæstir gömlu popparanna. Og ... aö
sjálfsögðu njótum við þess aö viö erum nýir.
Lítur þú á þig sem sérstakan málssvara eða fulltrúa
einhverra hópa, s.s. farandverkamanna eða íslenzkra ungl-
inga, svo eitthvað sé nefnt?
Nei, ég er ekki fulltrúi neins nema sjálfs mín. En unglingarnir
hafa verið afskiptir. Þau eru óvarin fyrir hvers kyns tízkuiðnaði sem
er byggður upp í kringum þau. Þó ég flokkist kannski undir
„tízkufyrirbæri" meöal unglinganna í dag, finnst mér það einhvers
virði að geta bent þeim á að það er veriö að hafa þau að féþúfu.
Þau eru lifibrauð margra sem gefa svo akít í þau með því að
henda í þau drasli. Viö tökum þetta fyrir á næstu plötunni okkar,
eitt lagið þar heitir t.d. „13—16“ og fjallar um þennan afskipta
aldurshóp, sem enginn virðist hafa áhuga á nema þeir sem eru aö
græða á þeim, á einn eða annan hátt.
Svo við víkjum aðeins að textunum þínum, áöur en lengra
er haldið; yfirbragð þeirra er oft nokkuð „hrátt“ og ruddalegt,
en þaö hefur ekki vakiö jafn harkaleg viðbrögð og t.d. Megas