Morgunblaðið - 20.07.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
23
geröi á sínum tíma og gerir enn hjá sumum, svo eitthvert
dæmi sé tekiö, án þess aö ég sé aö bera ykkur saman.
Ég lít ekki á sjálfan mig sem Ijóðskáld. Textarnir þjóna eingöngu
þeim tilgangi aö falla aö tónlistinni og koma þvt á framfæri sem ég
vil koma aö í þaö og þaö skiptiö. Á Megas lít ég hins vegar sem
mikiö skáld, en hann leitar víöa fanga og Ijóöin hans geta veriö
mjög torskilin og því misskilin. Ég hef stundum staöiö í því úti á
landi þar sem ég hef verið að vinna, aö útskýra fyrir fólki hvaö
maðurinn er í rauninni aö fara. Þess gerist ekki þörf með mína
texta, þeir eru mun meira „naiv“ og einfaldari að allri gerö.
Á „lsbjarnarblús“ fjallar þú mikið um líf farandverkam-
annsins og hæöist í leiöinni óspart aö „verkalýösrómantík-
inni“. En vottar ekki þarna fyrir „öfugri“ verkalýösrómantík?
Er „áhöfnin á Rosanum, sem aldrei edrú sést“ (sá texti er
reyndar eftir Tolla, bróóur Bubba) skyldari raunveruleikanum
en „Hvítir mávar... ?“
Lífiö er dramatík og þessvegna læt ég þaö eftir mér aö
„dramatísera". Frystihús eru til dæmis hundleiöinleg og ég væri
leiðinlegur, bæöi sjálfum mér og öörum, ef ég syngi um frystihús
nákvæmlega eins og þau eru. Það skaðar ekki aö skreyta svolítið.
En „menningarvitarnir“? Var þaó ekki einmitt fólkiö sem
byrjaöi aö hlusta á þig?
Ég er búinn aö heyra þetta oftar en ég hef tölu á að undanförnu
og því verður svaraö á næstu plötu.
Meöan „elliheimilisrokk", eins og Bubbi kallar það, þ.e. nýjasta
plata Rolling Stones, berst úr hljómtækjunum og enginn snerpir á
blávatninu, ræðum viö aðeins nánar um þessa næstu plötu, sem
er væntanleg í ágústlok. Hún veröur fjögurra laga og útgefandinn
aö þessu sinni er Steinar h.f. Bubbi vill ekki tjá sig um samninga
við einn eöa neinn eða hugsanlegar utanlandsferðir í tengslum viö
það, aö svo komnu máli, en.....tveir meðlima hljómsveitarinnar,
þeir Danni og Mikki, eiga ensku að móðurmáli, og ef við brygðum
okkur á þeirra heimaslóöir myndu þeir sjá um aö snara textunum
á viðunandi hátt“.
En viöfangsefnin yröu þau sömu?
Alls ekki. Eg fjalla um það sem ég er aö lifa á líöandi stund. Á
nýju plötunni eru t.d. engin lög um sjómennsku. Ég hef ekki verið
farandverkamaður í meira en ár og ég væri falskur ef ég héldi
áfram að syngja um það. Ég er ekki aö nota þaö sem ég hef
upplifað mér til persónulegs uppsláttar, heldur vil ég koma því á
framfæri sem ég hef fyrir augunum í umhverfinu sem ég hrærist í
hér og nú.
Núna er þaö þetta meö unglingana sem viö vorum aö tala um
áöan; hvernig er verið að fara meö þau af hinum ýmsu aöilum, s.s.
diskó- og tízkuiönaöinum, sem þarna hefur sinn stærsta markað
og notfærir þaö miskunnarlaust hvaö hann er móttækilegur og
óvarinn, sem ég horfi uppá og því syng ég um það. Það hefur ekki
þótt neitt sérstaklega „fínt“ aö höföa til þessa aldurshóps þótt
hann sé góöur til aö græöa á og gömlu poppararnir hafa brugðizt
gjörsamlega og framleitt handa þeim innantómt gaul í takt við
tízkubransann, enda vita þeir alveg upp á sig skömmina.
Hvernig finnst þér aö koma fram þessa dagana?
Stundum, þegar ég er á sviðinu, er ég alveg hrikalega þreyttur
og mér leiöast mörg lögin, sérstaklega þau gömlu, þ.e. af gömlu
plötunni minni. (innsk. blm.: Sú er nú reyndar ekki nema
mánaðargömul, en hjá Bubba líöur tíminn hratt).
En ... þú sagóir í viötali fyrir nokkrum mánuðum aö þér
fyndist þú fyrst vera lifandi fyrir alvöru þegar þú værir á
sviðinu.
Já, ég veit, en þaö var áður en viö vorum farnir aö þeytast svona
um og spila fjögur eða jafnvel fleiri kvöld í röð.
Tekurðu þessu kannski of geyst?
Nei nei, ég hef alveg þrek í þetta og stend við það sem ég hef
áður sagt. Ég bý að þjálfun minni í íþróttunum, þar lærir maður að
virkja líkamann á réttan hátt til að standast streitu og ég þarf ekki
á neinum örvandi lyfjum aö halda til að halda mér gangandi.
En þaö er hluti af goösögninni um rokkheiminn og það fólk sem
í honum hrærist, að sukk sé óaðskiljanlegur hluti af þessu
öllusaman. Þeir sem hafa lifaö samkvæmt þessari formúlu hafa
endaö sem útbrunnar manneskjur.
Framtíöin?
Ég hef engar áhyggjur af henni hvaö sjálfan mig snertir. Ég geri
mér fulla grein fyrir því aö þó aö einhver vilji sjá mig og heyra í
dag, þarf ekki svo aö vera á morgun, þá gætu vinsældir mínar
þess vegna veriö flognar út um gluggann og því treysti ég mér
fullkomlega til aö taka.
Lífiö býöur upp á svo margt og ég myndi ekki eyða tímanum í aö
gráta gamlar vinsældir. Ég lifi fyrir ánægjuna af því sem ég er aö
gera í dag, og kannski á morgun, en þetta er ekki eilífðin.
Viötal: Hildur Helga S.
Ljósm. Kristinn Ólafsson.
ES. Bubbi vildi koma á framfæri athugasemd við ummæli sem
höfö hafa veriö eftir Stefáni Runólfssyni í blöðum nýlega í
tengslum viö atburði sem áttu ser staö í Vestmannaeyjum á
dögunum, þegar verkafólk tók verbúö í sínar hendur aö næturlagi.
En Stefán mun hafa haldiö því fram aö þarna hafi verið á feröinni
„liö“ á vegum Utangarðsmanna sem hafi staðiö fyrir ólátum. „Við
vorum að vísu aö spila í Eyjum þessa helgi, en þaö var enginn í för
meö okkur. Viö komum, spiluöum, gistum um nóttina og fórum
síðan meö Herjólfi kl. 7 næsta morgun, þannig aö þetta er alger
markleysa," sagöi Bubbi. Afturámóti var hópur farandverkafólks,
sem hugðist halda fund um málefni sín morguninn eftir, samskipa
okkur til Eyja og hefðum við vitaö af fundinum, hefðum við tekiö
þátt í honum.“
N TALI
/’TIGFk
GARÐÞYRLAN
hreinsar gras og ill-
gresi á þeim stöö-
um sem sláttuvélin
kemst ekki að.
Klippir:
Kringum tré. Meöfram
giröingu. Snyrtir kanta
undir runnum á stétt-
um, þar sem gras og
illgresi vex upp.
5 m. nælonþráður, sem
auðvelt er aó skipta um.
Engin rafmagnssnúra.
Hleðslutæki. Hleðslu-
tími 24 klst., gengur í 50
mín.
Umboðsmenn:
Akurvík Akureyri,
Málningarþjónustan Akranesi,
Stapafell Keflavík,
Fell Egilaatóóum,
Póllinn íaafirói,
Veral. Brimnea Veatmannaeyjum,
Veral. Baldvina Kriatjánaa. Patrekafirói,
G.Á. Böóvaraaon Selfoaai,
Bókaveral. Þórarina Stefánaaonar Húaavík,
K.F. Húnvetninga Blönduóai,
Veral. Kriatall, Höfn Hornafirói,
K.F. Rangwmga Hvolavellt,
Veral. Björna Bjarnasonar Neakaupataó.
Veral. Lmkjarkot Hafnarfirói,
Veral. Málmur Hafnarfirói,
Veral. Jóna Friógeira Einaraaonar Bolungarvík,
Veral. Valberg Ólafafirói,
BYKO Kópavogur,
Blómaval Sigtúni,
Alaska Breióholti,
Veral. O. Ellingaen Ananaustum Granda,
B.B. Byggingarvörur Suóurlandabraut
Rörvark iaafirói
Handtó Laugavegi
unnai
Suöurlsndtbraut 16
105 Rsykjavík. Sími 91-35200.
4
Á
Philips
Ástæöur fyrir
kaui
eldavel
eee
Philips bakarofna er hægt að fá sjálfhreinsandi, með
klukku, tímarofa, grillelementi og snúningsteini.
Verð á Philips bakarofnum er frá kr. 172.790
3*
4.
Á Philips 4ra hellna borðum eru tvær sjálfvirkar
hellur, gaumljós og stjórnborð til hægri.
Verð á Philips helluborði er frá kr. 150.380
Viöhaldsþjónusta sem þú getur treyst.
Þú kaupir Philips fyrir framtíðina.
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 —15655
iVéV*VéV4VéV4V*WéV*VéV/*VéVéyéVéV/é,é,éV#V«VéVéVéV*VéVéVéVéVéV/éVéV*V*V4V*VFö’*Yé'K#'#,4