Morgunblaðið - 20.07.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.07.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980 25 Jón Trausti. HALLA. Skáldsaga. 230 bls. Almenna bókaf. 1980. Sá má vera sljór sem unir sér ekki við að lesa Höllu. Svo mikið er lífsmagn þessarar skáldsögu að tíminn vinnur lítt á lífsanninda- gildi hennar og mannlegri skír- skotun. Halla kom fyrst út 1906, fyrsta verk Guðmundar Magnússonar undir höfundarheitinu Jón Trausti. Áður hafði hann sent frá sér fáein miðlungsverk en fengið svo hraklega dóma að hann taldi sér nauðugan kostinn að fela sig undir dulnefni. Svo vel tókst honum að leynast að ekki varð upplýst hver höfundurinn var fyrr en hann upplýsti það sjálfur eitthvað tveim, þrem árum síðar. Bragðið tókst: þeir sem áður höfðu hrakyrt Guðmund Magnússon létu Jón Trausta í friði (af því að þeir vissu ekki hver hann var) en almenningur tók Höllu afarvel. Þegar svo höfundurinn svipti aft- ur hulunni af nafni sínu, sótti brátt í sama horfið. Jón Trausti fór alltaf í taugarnar á gagnrýn- endum, líkast til vegna þess að þeir sáu ofsjónum yfir lýðhylli hans, hefur þótt hún óverðskuld- uð, einhverra hluta vegna. Halla varð meistaraverkið með- al rita Jóns Trausta. Þar sagði hann flest það sem honum lá þyngst á hjarta. Framhaldið, Heiðarbýlið, er líka magnþrung- inn skáldskapur, svo og skáldsög- urnar Leysing og Borgir. En ferskleikinn og frumkrafturinn er mestur í byrjunarverkinu. Það var ekki aðeins frumraun ungs skáld- sagnahöfundar, heldur eins konar prófraun, sprottin upp úr erfiðri lífsreynslu og vitundinni um að með þessu verki mundi hann standa eða falla. Sögusviðið var átthagar höfund- ar. Um það leyti sem Jón Trausti var í heiminn borinn varð þrengra í sveitum landsins en nokkru sinni fyrr og síðar. Þá byggðust heiða- lönd víða á Norð-Austurlandi. Leið Höllu upp í «heiðarbýlið» var því í rökréttu samræmi við byggðaþróunina á þeim tíma. Sjálfur vissi höfundurinn hvað það var að alast upp á sveit. Það var ekki aðeins þungbært í upp- vextinum heldur markaði sú niðurlæging flesta fyrir lífstíð. Fyrir slíka var nær ógerningur að komast til mannvirðinga í þjóðfé- laginu, þrátt fyrir góða hæfileika. Halla elst upp á sveit. Um tíma sýnist gæfan ætla að blasa við henni. Hún er glæsileg, dugleg, kemst í eftirsótta vist og er sjálf eftirsótt af piltunum. En hún stendur ein, á sér engan bakhjarl og kann ekki á þjóðfélagið. Hrös- un hennar stafar því hvorki af ístöðuleysi né skynsemisskorti heldur af þeim takmörkunum sem uppruninn setur henni. Hún ein- faldlega misreiknar þau tækifæri sem lífið býður henni, og hreppir því að lokum nákvæmlega þann kostinn, sem samfélagið ætlar henni — uppruna hennar sam- kvæmt. Þá er séra Halldór, gagnaðilinn, karlpersónan, sú sem veldur óláni Jón Trausti Höllu. Hvers vegna prestur? Með- al annars vegna þess að presta- ádeila hafði verið hér í tísku, allt frá uppvaxtarárum Jóns Trausta fram á ritunartíma Höllu. Raunsæisstefnan, sem Jón Trausti Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON aðhylltist fyrst, byggðist meðal annars á þróunarkenningunni og hafði í för með sér trúleysi eða að minnsta kosti efasemdir í trúar- efnum, en þó fyrst og fremst andóf gegn þeim vanabundnu siðferð- iskröfum sem kirkjan hafði ann- aðhvort mótað eða lagt blessun sína yfir. Prestaádeilan í Höllu er því af sömu rót runnin og sams konar ádeila í sögum Gests Páls- sonar og Þorgils gjallanda: stefna, tíska! En hún rennir líka stoðum undir rökrétta uppbyggingu skáld- verksins. Að giftast sjálfum prest- inum, verða maddama á staðnum þar sem hún hafði áður verið vinnukona, var fyrir sjónum sam- félagsins besti hugsanlegi kostur sem Höllu gat boðist. Halla leyfir sér ekki að hugsa svo hátt. Samt treystir hún unga prestinum (svo mótsagnakennt sem það nú kann að virðast) á sama hátt og hún treystir kirkjunni og lætur því tælast af honum, nánast hugsun- arlaust. Þegar hún svo trúir hon- um fyrir að barn sé í vændum, blasir við ólánið — ólán hennar og ólán hans — nema hún hlífi honum og leyni faðerninu. Það gerir hún og hvort heldur sína leið: «Hún til kvenlegrar stór- mennsku í þrautum og mannraun- um, fátækt og fyrirlitningu — sem er hlutskipti svo margra alþýðu- manna á íslandi. Hann til kennimannlegrar lítil- mennsku, — til yfirskins og augnaþjónustu, bæði upp á við og niður á við í embættisstarfi sínu — til lífs, sem var stöðugt leit eftir nautnum og munaði, til að reyna að fylla upp hið innra tóm, og jafnframt stöðug undanbrögð, stöðugur flótti undan ábyrgð og óþægindum.* Þannig endar Halla. Langdregin þótti hún. Og sitthvað mátti að stílnum finna. Eigi að síður felast slíkir töfrar í frásögninni að lesandinn hefur einhvern veginn á tilfinningunni að hann megi af engu orði missa. Það var því ekki að furða að Jón Trausti skyldi með þessari sögu verða einn allra vinsælasti skáldsagnahöfundur sem uppi hefur verið með þjóðinni. Almenningur tók sögum hans opnum örmum. Menntamenn tóku þeim sumir illa, nema meðan höfundurinn naut skjóls af dul- nefni. Og svo fyrst á eftir. Þegar metist er á um raunverulegan orðstír höfundar hefur mennta- mannahópurinn oftast betur. Stundum er lesendahylli jafnvel reiknuð höfundi til frádráttar. Nema hvað viðvék skáldheiðri Jóns Trausta. Svo fór að lokum að álit hins almenna lesanda varð ofan á svo nú véfengir enginn að hann sé meðal alsnjöllustu skáld- sagnahöfunda íslendinga í ger- vallri sögu bókmenntanna. Það er því verðugt að Almenna bókafé- lagið skuli nú minnast afmælis síns með því meðal annars að gefa enn á ný út höfuðverk hans, Höllu. En þar sem hún er aðeins fyrsti hlutinn af samstæðum skáld- sagnaflokki, er þess að vænta að framhaldið, Heiðarbýlissögurnar, verði einnig gefnar út áður en langt um líður. Skáldverk sem varir I.jAsm. Mbl. Ól. K. M. lega nýjar aðferðir við stjórn efnahagsmála. Það er eðli slíkra nefnda hálf- og alpólitíkusa að sjá þau ráð ein, sem auka íhlutunar- vald stjórnmálamannanna. Þær taka ekkert tillit til hagfræðilegra lögmála og vilja sem minnst af þeim vita, þar sem þau eru haldbest, er mæla fyrir um sem minnsta íhlutun stjórnmála- manna. Herma fregnir, að nýja nefndin sjái það helst til ráða, að allt verði látið reka á reiðanum eins lengi og kostur er, síðan komist mál í svo mikinn hnút á haustdögum, til dæmis skömmu fyrir Alþýðusambandsþing, að lögbii.ding kaupgjalds þyki sjálf- sögð og eftir ASÍ-þingið verði síðan gengið fellt um tugi pró- senta og reynt að nota gjaldmið- ilsbreytinguna um áramótin til að breiða yfir áhrif hinnar stórfelldu gengisfellingar. Til þess að skapa forsendur fyrir lögbindingu kaup- gjalds og einhverju krukki í vísi- töluna yrði það ekki verra að dómi einhverra nefndarmanna að minnsta kosti, að til dálítils at- vinnuleysis kæmi. Hræðsla fólks við útbreiðslu þess myndi gera verkalýðsrekendum kommúnista auðveldara með að leggja blessun sína yfir óhjákvæmilega kaup- skerðingu. Þetta er óhugnanleg lýsing en rökin fyrir því, að eitthvað slíkt kunni að vera á prjónunum hjá efnahagsmálanefndinni, aukast þegar litið er á áform hennar um að auka niðurgreiðslurnar. Hlýtur ríkisstjórninni að þykja mikið til hugmyndaauðgi nefndarmanna koma, þegar hún kynnist viðhorf- um þeirra í niðurgreiðslumálum. Sérstaklega hljóta auknar niður- greiðslur að vera mikið gleðiefni fyrir Gunnar Thoroddsen, forsæt- isráðherra, sem sagði í þingræðu um stefnu stjórnar Ólafs Jóhann- essonar 19. október 1978: „Stór- auknar niðurgreiðslur stefna því ekki að auknu félagslegu réttlæti eða jöfnun lífskjara, því að öllu þessu fé mætti koma betur til skila hinum efnaminni og lágt launuðu til góðs með öðrum hætti, t.d. með fjölskyldubótum tií barnafólks, með sérstökum bótum til þeirra sem sjúkir eru, öryrkjar eða aldurhnignir." Engin tæpitunga Þegar Svavar Gestsson tíundaði litlu og stóru loforðin í fyrstu stefnumótandi ráðherraræðu sinni á Alþingi í október 1978, sagði hann meðal annars þetta: „Eg vænti þess fastlega, að sá mikli styrkur, sem verkalýðshreyfingin sýndi sl. vor í glímunni við fjandsamlega ríkisstjórn, sé einn- ig til marks um hæfni hreyfingar- innar til þess að ráða fram úr þeim vandamálum sem nú er við að glíma. Verkalýðshreyfingin á íslandi hefur öðlast mikið vald. Flokkur hennar, Alþýðubandalag- ið, er nú stærri en nokkru sinni fyrr. Spurningin er sú, hvernig tekst að beita þessu afli til þess að hafa varanleg áhrif á íslenska þjóðfélagið í þágu launafólksins og íslensks þjóðfrelsis." Hér er ekki töluð nein tæpi- tunga. Berum orðum er viður- kenndur þáttur verkalýðshreyf- ingarinnar í kosningasigri Ál- þýðubandalagsins undir kjörorð- inu „samningana í gildi" og ríkis- stjórnir dregnar í dilka eftir því hvort þær eru „fjandsamlegar" verkalýðshreyfingunni eða ekki. Alþýðubandalagið er gert að flokkspólitískum armi hreyfingar- innar. Eina vandamálið er, hvort veralýðshreyfingin hafi „hæfni" til að ráða fram úr vandanum, sem við var að etja 1978 um haustið. Fróðlegt væri að sjá svar Svavars Gestssonar nú við þeirri spurningu, sem hann varpar fram í lok hinna tilvitnuðu orða. Hefur aflinu verið beitt í þágu launa- fólksins og íslensks þjóðfrelsis? Þessari spurningu er vísað til umhugsunar lesendum, um leið og á það er minnt, að „hæfni" verka- lýðshreyfingarinnar, sem lýtur pólitískri forsjá Alþýðubandalags- ins, hefur leitt til þess, að í rúmlega hálft ár hefur ASÍ enga samninga haft í gildi og BSRB ekki í rúmt ár. Pólitískir forystu- sauðir hreyfingarinnar hafa sýnt ótrúlega þýlund gagnvart ráðandi öflum í „gáfumannahópi" Alþýðu- bandalagsins. Breytingar í þjóð- félaginu hafa allar orðið á þann veginn, að hagur launþega hefur versnað og atvinnuöryggi minnk- að. Gervimennska ráðherra Al- þýðubandalagsins liggur ljós fyrir hverjum sem hana vilja sjá og gjaldþrota stefna þeirra hefur valdið ómældu tjóni. Ohugnanlegur samanburdur Slíkt skipbrot flokks, sem bygg- ir á marxískri kennisetningu um, að úr því hann hafi einu sinni komist til valda, megi hann aldrei iáta þau aftur af hendi, hefur haft í för með sér hinar hörmulegustu afleiðingar fyrir mörg þjóðlönd. Nýjasta dæmið er frá Áfganistan. í nýlegu yfirliti Alþjóðahermála- stofnunarinnar í London um þró- un alþjóðamála á árinu 1979 er lýst aðdraganda innrásarinnar í Áfganistan. Þar er áhersla á það lögð að kommúnistaflokkurinn, sem fór með völdin í landinu hafi gert sér algjörlega rangar hug- myndir um þjóðfélagið og undir- strauma þess. Þar af leiðandi hafi allar aðgerðir hans til umbreyt- inga á því mætt harðri andstöðu. Flokkurinn hafi orðið fangi eigin hugmyndafræði og byggt stefnu sína á tilbúnum kenningum um lénsskipulagið, fremur en þekk- ingu á þeim margflóknu efnahags- legu, félagslegu og pólitísku þátt- um, sem mynduðu afganska stjórnarfyrirkomulagið. Með þess- ari afstöðu hafi flokkurinn dæmt sjálfan sig til að byggja um ófyrirsjáanlega framtíð á vald- beitingu til að halda velli. Segja má, að Alþýðubandalagið sé í svipaðri aðstöðu. Allar kenn- ingar þess um íslenska þjóðfélagið og umbreytingu þess eru rugl. Flokkurinn hefur sem betur fer ekki hervald til að styðjast við í valdabrölti sínu, en svo lengi sem hann hefur innanborðs þýlynda verkalýðsrekendur, getur hann notað þá til að komast til valda og halda þeim hvað sem það kostar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.