Morgunblaðið - 20.07.1980, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
„ Múgmennskan
er á
undanhaldi“
Eítir að haía rýnt í kristalskúlu meirihluta áratugsins ákvað handaríski
íramtíðaríræðingurinn Alvin Toffler loks að glæða ofurlitlum vonarneista nokkrar
uKKvænlegri niðurstoður sínar í hókinni Framtíðaráfall (Future Shock) frá árinu 1970.
Toffler afhjúpaði öllu hugþckkari mynd af þjóðfélagi framtíðarinnar í bók, sem hann
kallar Þriðja bylgjan (The Third Wave) og út kom á árinu. Sér höfundur nú fyrir sér
mannlega sambýlishætti og stofnanir. þar sem andstæður meðal einstaklinga fá að njóta
sín í stað sammótunar sem áður var. Hvort sem er í framleiðslu. markaðssölu. fjölmiðlum,
menntun eða stjórnmálum telur Toffler að múgmennska af því tagi, sem ráðið hefur
ferðinni i Bandarikjunum hljóti að hjaðna með breyttum kröfum framtíðarþjóðfélags-
ins. í viðtali við bandaríska blaðið Business Week nýlega útskýrði Toffler frekar hvað
fælist í hugtakinu „múghjöðnun“, sem er kjarnhugtak hinnar nýju bókar. Viðtalið birtist
hér í styttum búningi.
Aðalinntak Þriðju
bylgjunnar er það sem þú
kallar „múghjöðnun*. Hvað
áttu við með hugtakinu?
Ef litið er aftur yfir síðustu þrjú
hundruð ár sögunnar má sjá
hvernig iðnvæðing Vesturlanda og
annarra heimshluta gat af sér
múgmenningu í krafti fjölda-
framleiðslu, fjöldadreifingar,
fjöldaneyzlu, fjöldaafþreyingar og
þar fram eftir götum. Það var
hefðbundin speki að náunginn sem
sent gæti frá sér eina milljón
samskonar öryggisnælna með
ódýrustum hætti væri jafnframt
farsælasti framleiðandinn.
Nú á dögum, tel ég hinsvegar að
við sjáum fyrir okkur upplausn
múgmenningar á öllum stigum. Á
vettvangi tækninnar kemur þetta
fram í sundurgreiningu fram-
leiðslunnar. Þróuðustu greinar ið-
naðarins falast eftir tækni, sem
gerir þeim kleift að bjóða upp á
margbreytni — og jafnvel að
sinna frábrugðnum viðskiptavin-
um með sízt meiri tilkostnaði en í
fjöldaframleiðslu.
Hlýtur það ekki að hafa í för
með sér aukinn kostnað?
Nei. Ég held að þetta hafi þegar
verið sannreynt í þróuðustu iðn-
greinunum. Svo dæmi sé tekið
hagnast Hewlett-Packard
verksmiðjan í Colorado Springs
um hundrað milljónir dala árlega
af smíði rafkönnunarútbúnaðar og
annarra fullkominna raftækja.
Pantanir til þeirra eru e.t.v. fimm-
tíu, eitthundrað, í mesta lagi eitt
eða tvö þúsund stykki en alls ekki
tugir eða hundruð þúsunda. Þegar
ég gáði að nánar uppgötvaði ég að
sama máli er að gegna um West-
ern Electric og Pentagon. Okkur
er tamt að líta á hergagnafram-
leiðslu sem fjöldaframleiðslu —
einkennisbúninga og byssustingja
— en í rauninni eru aðeins
smíðaðar tíu flugvélar einnar teg-
undar, teikningunni svo breytt og
smíðaðar tólf eftir henni.
Á oddi allra iðngreina gætir
meiri tillitssemi við sjónarmið
neytandands, aukinnar smáþjón-
ustu og æ fjölbreyttari fram-
leiðslu. Frá mínum bæjardyrum
séð þýðir það upplausn múgfram-
leiðslu. Það ber vitni framleiðslu-
stigi æðra því sem á undan fór.
Við höfum enn gagn af
fjöldaframleiðslu — á rafskipti-
tækjum símfyrirtækja, til dæmis
— en einungis af því að slíkt
samlagast þörfum neytandans.
Bilaiðnaðurinn væri
e.t.v. annað dæmi?
Já. Bifreiðar eru iðulega sam-
settar eftir pöntun úr stöðluðum
frumpörtum. í þessu efni á ná-
kvæmlega hið sama við og í öðrum
greinum þjóðlífsins. Á vettvangi
fjölmiðla getur til dæmis að líta æ
fleiri sértímarit fyrir afmarkaðan
hóp lesenda. Hliðstæða þessa í
sjónvarpi eru aukarásir, mynd-
segulbönd og einkastöðvar sem
sjónvarpa um gerfihnetti.
Það sama er að gerast í fjöl-
skyldulífinu. Við erum að snúa
baki við fjölskyldufyrirkomulagi,
sem helgast af viðtekinni frum-
mynd kjarnafjölskyldunnar og í
þann mund að taka upp lífshætti,
sem gera ráð fyrir ólíkum félags:
lega ásættanlegum valkostum. I
stjómmálalífinu gegnir enn því
sama, þar sem einhljóða þagnar-
samþykki múgsins er að bresta.
Múghjöðnunarstefið á hljóm-
grunn í menningarlífinu gervöllu.
Hver er orsök
þessarar stefnubreytingar?
Margir þættir fléttast saman. í
fyrsta lagi hefur aukin velmegun í
för með sér að fólk verður ólíkara
hvert öðru en áður. í snauðu
þjóðfélagi þurfa allir á brauði að
halda, þurfa þak yfir höfuð og
klæði — frumþarfir eru nokkurn
veginn þær sömu. Jafnskjótt og
þeim hefur verið svalað byrjar
fólk að greinast sundur.
í öðru lagi vek ég athygli á
útbreiddri langskólamenntun, sem
styrkir einstaklingskennd með
fólki. í þriðja lagi má svo nefna
alla þá tækni, sem gerir múg-
hjöðnun mögulega. Fyrr á tímum
var ótrúlega dýrt að innleiða nýja
verkmennt í starfsgrein. Með að-
stoð tölvu og tölmerkinga kostar
nú sífellt minna að brydda upp á
nýjungum. Þannig má sjá að
félagslegir og tæknilegir þættir
fléttast saman.
Sumir myndu eflaust halda
því fram að fjölbreytni í
framleiðslu væri aðeins
bragð til að pranga vörum
inn á fólk
Sum fyrirtæki fitja upp á hé-
gómlegri nýbreytni og gagnrýni
manna á slíka „falsfjölbreytni" er
réttmæt. En margbreytni í fram-
leiðslu ristir miklu dýpra en svo
að varði sölumennsku eina saman.
Hún endurspeglar breytingar á
neyzluháttum, breytingar á óskum
fólks.
Það, sem vekur forvitni mína, er
sú staðreynd að iðnaðurinn bregst
skjótar og betur við marggrein-
ingu neytendaþarfa en stjórnvöld
gera.
En breytingar af þessu
tagi verða ekki á einni nóttu
Að sjálfsögðu ekki. Múghjöðnun
mun taka nokkra áratugi og hún á
eftir að móta þjóðfélagið frá
grunni. Hún á einnig eftir að
leggja drápsklyfjar á stofnanir og
fyrirtæki, sem enn halda í starfs-
hætti annarrar bylgjunnar.
Má þá búast við að
múghjöðnun verði hæggerð
og stigbundin breyting?
Nei. Ég er alls ekki svo viss um
að hún verði hægfara. Hún er
þegar komin á skrið á fjölmörgum
sviðum samtímis. í stjórnmálum
eru einstefnuhópar teknir að gera
rótgrónum flokkspólitíkusum
skráveifu og kerfið er ráðþrota um
hvernig bregðast skuli við. Svona
sundurleitni veldur okkur stór-
kostlegum erfiðleikum og einnig
hættu. Greina má múghjöðnun að
verki í framsækni héraða- og
aðskilnaðarhreyfinga svo sem í
Quebec, á Korsíku og Bretagne-
skaga, sem gæti allt eins haft í för
með sér ofbeldi og borgarastyrj-
aldir.
Ég álít að það sem er að gerast í
efnahagsmálum sé hliðstætt þess-
ari þjóðernishyggju. Ein af ástæð-
unum fyrir því að stjórnvöld í
Washington — og París, Lundún-
um, Moskvu og Tókýó — eiga í
brösum með efnahagslífið er sú,
að þeim hættir hverjum um sig til
að líta á efnahag sinn í einhliða
þjóðarsamhengi.
Telur þú að
Bandaríkjunum stafi
alvarleg hætta af þessu?
Þegar lögmál múghjöðnunnar
hafa einu sinni verið skilin er
auðvelt að gera sér í hugarlund
nokkur hinna djúpstæðustu
vandamála, sem þjóðfélagið stend-
ur frammi fyrir. Það er félagslegt,
pólitískt og efnahagslegt hyldýpi á
milli annars vegar þeirra sem
vilja múghjöðnun og hins vegar
þeirra sem vilja múgstöðnun, milli
þeirra, sem hörfa vilja aftur til
múgmennskunnar og láta einskis
ófreistað til að steypa alla í sama
mótið, og hinna, sem losna vilja úr
viðjum. Þetta trúi ég að eigi eftir
að leiða til meiriháttar árekstra.
Hvað viltu segja um
múghjöðnun á
verzlunarmarkaði?
Á markaðnum hófst hún fyrir
tíu til fimmtán árum með hug-
myndinni að markaðshólfun. Þessi
hugmynd hefur fágast með ótrú-
legum hætti í seinni tíð og er
einkar athyglisvert hvernig fé-
lagslegar breytingar setja mark
sitt á efnahagslífið. í byrjun
höfðum við stórmarkaðskerfi:
verzlanasamsteypur og stórverzl-
anir með risafjölmiðla að bak-
hjarli. Á sjöunda áratugnum tóku
að stinga upp kollinum smábúðir,
sem við tóku af sérþörfum. Því
næst fylgdumst við með því er
smábúðirnar tóku að sameinast
undir eitt pottlok: Stórverzlanir
hafa nú smábúðir innan sinna
vébanda. Næst ryður hugmyndin
sér til rúms í hraðsölu eins og hjá
McDonald’s.
Ég geri ráð fyrir að þér
sé kunnugt um að í útgáfu-
heiminum er í æ rikari mæli
reynt að koma til móts við
staðbundin áhugamál ibúa
Vitanlega. Það er einmitt það,
sem ég hef verið að ræða — mjög
fullkomna tækni til þess að ná til
smámarkaða innan allsherjar-
markaðarins.
Eiga dagblöðin eftir að
fara inn á sömu brautir?
Það sem stórblöðin hafa kapp-
kostað er að gera öllum til hæfis.
Gott dæmi um þetta er The New
York Times, sem eyðir fleiri orð-
um á ólífur í matardálki en á
aðalfréttina á forsíðu blaðsins.
Það sem þeir eru að reyna er að
vera almennt tímarit í dagblaðs-
búningi, sem á erindi við alla.
„... upplausn „... aukin „.. .iðnaður „.. .prófskirteini „... vinnustaðir
múgmenn tUlitssemi bregst standa menntun faerðir til
ingar á við sjónarmið við skjótar en fyrir heimilanna...“
öllum stigum“ neytandans.. stjórnvöld...“ þrifum...“