Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1980 + Móöursystir mín, SIGRÍOUR BENEDIKTSDÓTTIR, lézt aö Hrafnistu í Hafnarfiröi 18. júlí. Jaröarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Sigríöur A. Jónsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar. tengdafaöir og afi, KENNETH BREIDFJÖRÐ, fyrrum verkstjóri, Réttarholtsvegi 89, er andaöist 14. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 22. júlí kl. 15.00. Sigfrió Breiðfjörð, Grétar Breiðfjörð, Ævar Breiðfjörö, Áata Guöjónsdóttir, Ragnar Breiðfjörö, Jóna Kristinsdóttir, Dorothy Breiöfjörð, Óskar Breiðfjörö, Margrét Breiðfjörö, Kristín Breiöfjörð og barnabörn. + Útför móöur okkar tengdamóður, ömmu og langömmu, FANNEYJAR PÉTURSDÓTTUR, Efstalandí, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 22. júlí kl. 10.30 f.h. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu, láti líknarstofnanir njóta þess. Jakobina Ámundadóttir, Pétur Ámundason, Þóróur Ámundason, Georg Ámundason, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Gréta Ámundadóttir, Árni Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUDRUNAR EYJÓLFSDÓTTUR Vesturbraut 7, Hafnarfiröi Benedikt Viggó Jónsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Viö þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, VALGERDAR GÍSLADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Elliheimilinu Grund. Gestur Einarsson, Margrét Einarsdóttir, Ármann Jónsson, og barnabörn. + Viö þökkum innilega alla þá samúö og vináttu sem okkur hefur verið sýnd viö andlát og útför JÓFRÍÐAR GUDMUNDSDOTTUR fré Helgavatni. Anna Einarsdóttir, Halldór Jónsson, Einar Halldórsson, Jón 8. Halldórsson, Gunnar Þ. Halldórsson, Fríöur M. Halldórsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför STEFANÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Bólstaóahlíð 46. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild C-5 Landspítalanum. Valdimar Daníelsson, Dýrfinna Valdimarsdóttir, Guömundur Axelsson, Stefén Valdimarsson, Hulda Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þökkum viö öllum þeim mörgu er sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall og jaröarför MARÍU JÓNSDÓTTUR, fré Reykjanesi, Guðrúnargötu 1. Jakob Jónasson, börn, barnabörn og tengdabörn. Haukur Jónsson hœstaréttarlög- maður - Kveðjuorð Þegar ég kom að sjúkrabeði vinar míns og gamals bekkjar- bróður, Hauks Jónssonar hæsta- réttarlögmanns, 16. júni síðastlið- inn, mátti ljóst vera að hverju dró. Síðan barst mér helfregnin til Noregs, en Haukur hafði andazt 29. júní. Var þá lokið stuttu, en erfiðu helstríði við þann sjúkdóm, sem reynzt hefur mannkyni örð- ugur um langa hríð. Og hér lauk um leið allt of skammvinnri ævi góðs drengs. En „eitt sinn skal hverr deyja“ kvað Þórir jökull á Sturlungaöld, og það eru vissulega ævarandi sannindi. Engu að síður erum við, dauðlegir menn, oftast vanbúnir, þegar kallið kemur, og finnst það á stundum bæði ótíma- bært og harkalegt. Svo fór fyrir mér, þegar ég heyrði lát fornvinar míns, enda var hann aðeins 58 ára, er stundaglas hans tæmdist. Það telst ekki hár aldur nú á dögum. Eins og fram kom hér í upphafi, var ég erlendis, þegar Haukur Jónsson lézt og gat af þeim sökum ekki fylgt honum síðasta spölinn „að líkstaða tjaldstað", eins og Bjarni Thorarensen orðaði það í erfiljóði um látinn vin. Þess vegna langar mig alveg sérstaklega til að minnast Hauks með fáeinum orð- um hér í Morgunblaðinu, enda þótt aðrir hafi vissulega mælt eftir hann, svo sem hann átti bezt skilið. Haukur Jónsson var fæddur á Hafrafelli í Skutulsfirði 29. des. 1921. Um ætt hans og uppruna spurði ég aldrei, enda með öllu ókunnur á æskuslóðum hans og sá þær fyrst fyrir nokkrum árum. Hitt vissi ég, að hann var sonur búandi hjóna á Hafrafelli, Krist- ínar Guðmundsdóttur og Jóns Guðmundssonar, en þau eru bæði látin. Var hann í miðið þriggja systkina. Ekki man ég lengur, hvenær fundum okkar Hauks bar fyrst saman, en báðir lásum við utan- skóla undir gagnfræðapróf hið minna, sem svo var nefnt, þar eð þau urðu tvö við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1938, vegna breyt- ingar, sem þá varð á reglugerð skólans. Sóttum við ásamt mörg- um öðrum utanskólanemendum ýmsa aukatíma hjá kennurum skólans til að bæta okkur upp það, sem kennt hafði verið í fyrsta og öðrum bekk og við farið á mis við að einhverju leyti. Trúlegt er, að við Haukur höfum þá sézt í fyrsta sinni. Báðir lukum við prófi um vorið og náðum svokallaðri fram- haldseinkunn, sem veitti okkur rétt til að setjast í þriðja bekk skólans haustið eftir. Haukur hélt svo vestur til átthaga sinna til að vinna við bú foreldra sinna. Líklegt má telja, að það hafi nokkuð dregið okkur Hauk saman um haustið, þegar setzt var í III. bekk B, að við vorum algerir utanskólamenn og þekktum því fáa skólanemendur. Svo fór líka, að við urðum sessunautar og það næstu fjóra vetur. Er mér bæði ljúft og skylt nú að leiðarlokum að þakka honum samverustundir okkar á þessum árum. Vissulega var það ærið sundurleitur hópur, sem settist í III. B haustið 1938, enda fóru í þann bekk þeir, sem komið höfðu úr ýmsum áttum. En ótrúlega fljótt hristist hópurinn Fáeinir Lada Sport til afgreiðslu fljótlega á sérstaklega hagstæðu verði. Kynnið ykkur greiðsluskilmála. Verö aöeins ca. kr. 6.100 • 4 hjóla drif • Fjórsídrif • 4. cyl. 86 ha. • Hátt og lágt drif. • 16“ felgur. • Þriggja dyra. • Lituö framrúöa. • Hituö afturrúöa • Hliöarlistar. • Vindskeiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.