Morgunblaðið - 20.07.1980, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 1980
39
saman, og nú kveður Haukur þetta
jarðlíf, fyrstur B-bekkinga.
Af sjálfu sér leiðir, að margs er
að minnast frá menntaskólaárum,
þeim árum, sem æskan er að baki,
og lífið sjálft, fullt af vonum og
eftirvæntingu, fram undan. Hér
verða engar slíkar minningar rifj-
aðar upp, enda peráonulegar og
eiga lítt erindi í stutt kveðjuorð.
Þær ylja aðeins þeim, sem minn-
ast.
Á þessum árum hófst heims-
styrjöldin síðari, og setti hún
fljótt nokkurt mark á líf okkar
allra. Og í miðjum hildarleiknum
— eða 1942 — brautskráðumst við
42 úr Menntaskólanum í Reykja-
vík. Var það óvenjufámennur ár-
gangur á þeim dögum. Fram að
þessu hafði einungis einn kvatt
stúdentahópinn, og nú hefur
Haukur lagt út á djúpið í hinztu
för sína.
í skóla var Haukur farsæll
námsmaður, enda nákvæmur og
samvizkusamur í öllum verkum
sínum. Var hann nokkuð jafnvígur
í flestum greinum, en að ég ætla
einkum hneigður fyrir málanám.
Man ég vel, að hann las á
námsárum okkar enskar bækur
sér til fróðleiks og hugarhægðar.
Það var glaðvær og hress stúd-
entahópur, sem brautskráðist úr
Menntaskólanum í Reykjavík 12.
júní 1942. Eins og áður segir, var
heimsstyrjöldin síðari þá í al-
gleymingi. Af því leiddi, að megin-
land Evrópu var lokaður heimur
til háskólanáms. Varð því að leita
annaðhvort til Englands eða Am-
eríku — og lítt fýsilegt, eins og á
stóð. Þar er því vafalaust að leita
þeirrar skýringar, að óvenjumarg-
ir úr árgangi okkar settust í
lagadeild Háskóla íslands haustið
1942. Var Haukur einn í þeim hópi
og lauk þaðan prófi vorið 1948 með
góðri fyrstu einkunn.
Að prófi loknu vann Haukur við
lögfræðistörf og allar götur síðan,
meðan stætt var. Fyrstu árin var
hann á málflutningsskrifstofu
Sigurðar Ólasonar og hlaut þar
örugglega góða þjálfun, en frá
1954 rak hann eigin skrifstofu.
Héraðsdómslögmaður varð hann
árið 1950 og hæstaréttarlögmaður
1961. Af þeim, sem gerst máttu
vita, er mér tjáð, að hann hafi
verið frábær lögfræðingur, enda
hafði hann alltaf næg verkefni
fyrir höndum.
Allt frá því, er Haukur lauk
prófi, vann hann hálfan dag sem
lögfræðingur við togaraútgerð
Tryggva Ófeigssonar. Eru það
mikil meðmæli, því að mér er sagt,
að Tryggvi sé strangur húsbóndi
og vilji röð og reglu í hvívetna.
Hefur hann einnig minnzt lög-
fræðings síns á þann veg nú að
leiðarlokum, að ljóst er, að vel var
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast i
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hiiðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunbiaðsins. Ilandrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.
Legsteinner
varanlegt
minnismerki
Framleiðum ótai
tegundir legsteina.
Aliskonar stærðir og
gerðir. Veitum fúslega
uppiýsingar og ráðgjöf
um gerð og val
legsteina.
IB S.HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
■ SKEMMUVB31 48 SlMI 76677
t
Innilegar þakkir tyrlr auösýnda samúö og vináttu viö andlát og
útför
ÓLAFS STEPHENSEN,
lasknis.
Guörún Theodóra Siguröardóttir,
Sigrfóur Steinunn Stephensen, Eiríkur Stephensen,
Siguröur Sverrir Stephensen, Sigrföur Guömundsdóttir,
Gyóa Stephensen, Steinunn R. Stephensen,
Aslaug og Jón Haraldsson,
Guömunda og Finnur Stephensen.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
unnið og samvizkusamlega, meðan
dagur entist. Kemur mér þetta
engan veginn á óvart af þeim nánu
kynnum, sem ég hafði af Hauki á
námsárum okkar.
Þar sem ég valdi aðra leið í
háskólanámi en minn góði vinur
og við fórum hvor í sína átt,
fækkaði eðlilega nánum samskipt-
um, er frá leið. Alltaf vissum við
þó vel hvor af öðrum, og handtak
hans var jafnhlýtt og áður, þegar
hitzt var, og brosið milt og nokkuð
kankvíslegt. Og á fimm ára fresti
hittist stúdentahópurinn reglu-
lega og gladdist saman dagsstund
yfir góðum veigum og rifjaði upp
gömul kynni. Úr þessu er auðvitað
allra veðra von fyrir hópinn og
hætt við, að einn og einn fari að
heltast úr lestinni. Ekki tjóar um
að fást, en þá er um leið ánægju-
legt að minnast góðra skólafélaga
og elskulegra vina. Þetta finna
menn bezt, þegar aldur færist yfir
og tóm er til að hugsa um annað
en hin vanabundnu störf. Ég veit,
að við erum öll sama sinnis úr
stúdentahópnum 1942, þegar við
kveðjum Hauk Jónsson.
Ekki verður svo skilið við þessi
kveðjuorð, að ekki sé minnzt
fjölskyldu Hauks. Hann kvæntist
árið 1952 Lilju Þórólfsdóttur, sem
ættuð er úr Strandasýslu. Eignuð-
ust þau þrjá sonu: Heimi, sem er
tölvufræðingur, Ragnar, sem les
íslenzk fræði við Háskóla íslands
og Jón Hauk, sem er við dýralækn-
inganám í Skotlandi. Því miður
hefur Lilja búið við vanheilsu um
mörg ár, en þegar svo virðist sem
farið sé heldur að rofa til í þeim
efnum, er eiginmaðurinn hrifinn
burt. Þetta er vissulega sárt, en
huggun er það harmi gegn, að
minning mæt lifir um góðan og
vammlausan dreng.
Um leið og ég þakka Hauki alla
vináttu á liðinni tíð, sendi ég
fjölskyldu hans og öðru skylduliði
samúðarkveðjur mínar og fjöl-
skyldu minnar.
Jón Aðalsteinn Jónsson.
Á alla
fiölskvlduna
Fisfatnaðurinn
loftræsti er vindþéttur
og vatnsfráhrindandi.
Laufléttur og lipur.
Litir:
Rauöur, appelsínugulur.
brúnn, blár og grænn.
• Síkkanlegur faldur á jakka.
• Innfeld hetta í kraga.
• Rennilás á buxnaskálmum.
Einnig hentugur
klæðnaður
fyrir hestamenn.
Vatnsþéttur
meö
loftræstingu.
SEXTHJ OG SEX NORÐUR
SJOKLÆÐAGERÐIN hf.
Skúlagata 51, Reykjavík, sími 11520 og 12200.
Allir út að mála!
CUPRINOL
a tréverk í garði og húsi.CUPRINOL viðarvörn
sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa.
GW) S/ippfé/agið /Reykjavíkhf
Málningarverksmiöjan Dugguvogi
Símar 33433og 33414