Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980
Gæludýr? — Hver gaf þér
leyfi til þess?
Víkko litli er ekki lenKur i fýlu
við þÍK ok ætlar að fá að tala við
þÍK hér á eftir!
í þessu fyrirtæki erum við sem
ein haminKjusöm <>k ánægð fjöl-
skylda, og éK er þeirra ánæKð-
astur!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
COSPER
Snertu ’ann ekki, því nú er röðin komin að mér að
rassskella hann, — þú gerðir það í tvö síðustu
skiptin, — án sjáanlegs árangurs!
Ef gefa ætti spilinu í dag nafn,
þá væri við hæfi, „að gefa einn og
taka tvo“.
Suður gaf, norður og suður á
hættu.
Norður
S. DG975
H. G106
T. 84
L. D97
Vestur
S. 843
H. 93
T. ÁKDG75
L. K6
Suður
S. ÁK
H. Ák75
T. 1093
L. Á53
Suður varð sagnhafi í 4 hjörtum
eftir þessar sagnir:
Norður
2 Hjörtu
pass.
Vestur Austur
2 Tíglar pass.
aliir.
Suður
1 Hjarta
4 Hjörtu.
Ekkert sérstaklega fínar sagnir
en samningurinn var alls ekki
alveg vonlaus.
Vestur byrjaði með að spila
þrisvar tígli, ás, kóngur og síðan
drottning. Trompað var í blindum
með tíunni og austur gat þá
trompað betur með drottningunni.
En var rétt að gera það? Hann sá,
að með því gæfi hann sagnhafa
sennilega innkomu á blindan og
heldur þótti austri ósennilegt, að
vestur ætti annan ás. Austur gaf
því slaginn, lét lauf í von um að
innkomuleysi á blindan gerði
sagnhafa erfitt um vik.
Þetta reyndist rétt athugað.
Eftir þetta var vinningsvonin úti.
Og vörnin fékk slagi bæði á lauf og
tromp auk slaganna tveggja, sem
vestur fékk í upphafi. Einn niður.
Það er ástæða til að undirstrika,
að trompi austur yfir tíuna þá
fara allir möguleikar varnarinnar
um leið beint út um gluggann. Þá
verður fyrir hendi innkoma á
blindan á trompgosann og auðvelt
að nota spaðalit blinds.
Leiðarlýs-
ing Vest-
ur-Skafta-
fellssýslu
Gefinn hefur verið út ba'kling-
ur með leiðarlýsingu Vestur-
Skaftafellssýslu. Þar er að finna
upplýsingar um fjölmarga staði á
þessu svæði og l<>gð sérstök
áhersla á kynningu þeirra staða
sem eftirsóttir eru sakir náttúru-
fegurðar.
Leiðarlýsingin byrjar við sýslu-
mörk að vestan og er fylgt núm-
erakerfi vegagerðarinnar hvað
snertir merkingu þjóðvega við
Suðurlandsveg á leiðinni gegn um
sýsluna. Getið er allra sveita í
sýslunni og sagt er frá því sem
skoðunarvert er, jafnframt því
sem getið er sögulegra atburða og
merkra manna og kvenna, sem
tengjast sögu hvers staðar. Með
bæklingnum fylgir litprentað kort
af Vestur-Skaftafellssýslu og er
plasthlíf utan um kort og bækling.
Að útgáfunni stendur hópur
áhugamanna um ferðamál í Mýr-
dal. Ábyrgðarmaður er Gylfi Júlí-
LEIÐARLÝSING
VESTUR-
SKAFTAFELLSSÝSLA
usson, vegaverkstjóri í Vík, en
Helgi Magnússon cand. mag. hafði
á hendi umsjón með texta. Á
forsíðu eru litmyndir eftir Gunnar
Hannesson, Ijósmyndara. Útgáfan
er styrkt með auglýsingum frá
flestum starfandi fyrirtækjum í
Vestur-Skaftafellssýslu svo og
nokkrum öðrum aðilum. Hagprent
h.f. sá um útlit og prentun.
(Fréttatilkynning)
Austur
S. 1062
II. D82
T. 62
L. G10842
Afbökun
útvarpsins
Ég tók eftir því í Reykjavík-
urbréfi, að ég held, að til dæmis
um yfirgang hins opinbera hér á
landi var nefnt, hvernig Ríkisút-
varpið fer með forystugreinar
dagblaðanna, þegar það birtir úr
þeim útdrætti á morgnana. Minnir
mig, að þannig hafi verið að orði
komist, að þeir væru steyptir í
einhvert opinbert mót án minnsta
tillits til réttar höfundarins.
Ég er einn margra útvarps-
hlustenda, sem bæði viljandi og
óviljandi hlýði á lestur forystu-
greinanna á morgnana og satt að
segja hafði ég ekki leitt að því
hugann, fyrr en ég las ofangreinda
ábendingu, með hvaða hætti út-
varpið kynnir hlustendum sínum
þetta efni. Ég ákvað því að athuga
sjálfur málið og bera saman mér
til fróðleiks hinn skrifaða texta í
blaðinu og útdráttinn í útvarpinu.
Að loknum þeim samanburði skil
ég vel, að þeir, sem gjörkunnugir
eru efni forystugreinanna verði
oft undrandi, er þeir hlusta á
útgáfu útvarpsins. Máli mínu til
staðfestingar ætla ég að nefna tvö
dæmi.
Laugardaginn 12. júlí sl. birtir
Morgunblaðið forystugrein undir
fyrirsögninni: „Þ.Þ. þakkað".
Fyrirsögnin ber það með sér, hvað
höfundur forystugreinarinnar vill
draga sérstaklega fram. í útgáfu
útvarpsins kom þetta alls ekki
fram, því að þeim þökkum, sem
komið var á framfæri var sleppt í
hinum opinbera texta. Síðara
dæmið er frá því í dag, föstudag-
inn 18. júlí, og eftir að ég heyrði
það, gat ég ekki lengur orða
bundist. í forystugrein Morgun-
blaðsins eru teknir kaflar úr ræðu,
sem Geir Hallgrímsson flutti í
Bolungarvík, og lagt út af þeim
orðum hans, er snerta hættuna af
of miklum áhrifum sósíalista á
íslandi. I hinni opinberu útgáfu
útvarpsins kom hvergi fram, að í
forystugreininni væri vitnað til
orða Geirs Hallgrímssonar. Sá,
sem aðeins hlustaði á útdráttinn í
útvarpinu fékk því enga hugmynd
um það, hvert var raunverulegt
tilefni þess, að viðkomandi mál-
efni var tekið til umræðu.
Mér finnast þessi dæmi svo skýr
um það, hvernig útvarpið gjör-
breytir framsetningu blaðsins
sjálfs, að þau eiga erindi til allra
þeirra, sem á þetta útvarpsefni
hlusta. Ef til vill er óvinnandi
vegur að útbúa þetta efni þannig,
að öll sjónarmið höfundarins komi
til greina. En þá á að taka mið af
því og viðurkenna, að þeir starfs-
hættir, sem tíðkast við þetta séu
óviðunandi. Af slíkri viðurkenn-
ingu leiddi tvennt, að þessari
ófullnægjandi starfsemi yrði hætt
Helgi P. Briem:
Leiðbeiningabók
fyrir kjörræðismenn
FYRIR skömmu barst mér ný-
útkomin Leiðbeiningab<'>k fyrir
kjörræðismenn íslands, á ensku.
sem Pétur Thorsteinsson
ambassador hefur ritað og séð
um útgáfu á (Manual for Honor-
ary Consuls of Iceland).
Er það mikið fagnaðarefni að fá
þessa bók, vel prentaða og vel
bundna svo hún er íslendingum til
sóma.
Þó er enn meira virði að þarna
er mikill og nauðsynlegur fróð-
leikur fyrir ræðismenn okkar víðs-
vegar um heim, enda eru þeir nú
um 150 talsins í 50 löndum en á
sjálfsagt eftir að fjölga, því marg-
ir sækjast eftir að verða ræðis-
menn þó þeir séu ekki alltaf
jafnfúsir til að vinna fyrir land
það, sem veitt hefir þennan sóma.
En sómi er það því talinn þar sem
bæði það land, sem hann starfar
fyrir, og það land, sem hann
starfar í, hafi rannsakað feril
hans og þarf því ekki frekari
upplýsingar um hann í verslun og
viðskiptum.
Þá er kafli um starfssvið kons-
úla og hverja aðstoð þeir geti veitt
Islandi og íslenskum sjómönnum,
flugmönnum og öðrum borgurum,
en síðar er kafli með margvís-
legum upplýsingum um ísland,
landhelgina, lofthelgina, rétt út-
lendinga á íslandi og starfsemi
þeirra þar.
í lokakafla er stjórnarskrá ís-
lands og fjöldi annarra laga og
samninga er gagn og gildi hafa
fyrir starf ræðismannanna, og
síðast allskonar formálar fyrir
vottorð og margskonar skírteini.
Alls er bókin um 400 síður og
undrast maður hvernig maður
hefir komist af án bókarinnar til
þessa. Á ég erfitt með að hugsa
mér nokkurt það mál, sem bókin
veitir ekki svar við, og er bókin til
sóma fyrir landið, utanríkisráðu-
neytið og þó sérstaklega Pétur
Thorsteinsson.
Helgi P. Briem.