Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.07.1980, Blaðsíða 48
Símlnn á rltstjórn og skrifstofu: 10100 Síminn á afgreiðslunni er 83033 jR1«r0unbl«t>ib SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ1980 Ljósm. Kristinn Lækurinn ok sólin sjá um að verma sina. Ungi maður- inn látinn UNGI maðurinn, sem slasaðist lífs- hættulega er steinn kom inn um framrúðu bifreiðar hans á Vestur- landsvegi við Hlégarð s.l. mánudag, lézt á gjörgæzludeild Borgarspítal- ans á föstudagskvöld. Hann var 23ja ára gamall. Ekki er hægt að birta nafn hans að svo stöddu. Ólympíuleikarnir: Andvígir þátt- töku í opinber- um athöfnum ÞAR sem utanríkisráðherra var í sumarleyfi óskaði ég eftir því að ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneyt- is gerði ráðherra grein fyrir því að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i utanríkismálanefnd væru andvig- ir þvi að sendiherra tslands tæki þátt i opinberum athöfnum i tengsl- um við Ólympiuieikana i Moskvu. sagði Geir Hallgrimsson formaður Sjálfstæðisflokksins er Mbl. innti hann eftir afstöðu flokksins tii þess hvort sendiherrann ætti að vera viðstaddur opnunarathöfn leik- anna. Sagði Geir Hallgrímsson að hann hefði óskað eftir þvi að ráðherra yrði tilkynnt þessi afstaða fulltrúa flokksins í nefndinni, en þeir eru Albert Guðmundsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Geir Hallgríms- son. Ljosm. Onnar Agnarsson. Margir eru þegar byrjaðir að taka upp kartöflur. Þessar vænu kartöflur komu upp úr garði á Blönduósi. Vel horfir með kartöfluuppskeru MJÖG vel horfir með kartöfiuupp- skeru i haust. að þvf er Eðvald B. Malmquist yfirmatsmaður garðá- vaxta hefur tjáð Morgunblaðinu. Er útlit fyrir að uppskera verði með allra mesta móti og ef ekki gerir frostnætur má húast við kartoflum á markað fyrir eða um miðjan ágúst eða nær mánuði fyrr en í fyrra. Að sögn Eðvalds B. Malmquist voru settar niður í vor 12—12.500 tunnur af kartöflum hjá markaðs- kartöflubændum og 3—3.500 tunnur hjá heimilisræktendumi, sem taldir eru 15—16 þúsund að tölu á öllu landinu. Vorverk voru unnin al- mennt þremur vikum fyrr nú en í fyrra. Einu áföllin, sem orðið hafa við þessa ræktun, urðu um síðustu mánaðamót en þá gerði mikinn þurrk og storm á Suðurlandi sem eyðilagði nokkra hektara hjá 3—4 bændum í Þykkvabæ, helsta kart- öfluræktarhéraði landsins. Norðan- lands hefur tíð verið góð en þurrkar hafa tafið sprettu. í fyrra var uppskera svo til engin norðanlands og austan og eru þá meðtalin svæði við Hornarfjörð og í Öræfum, en þar hafa kartöflur verið ræktaðar fyrir markað s.l. 3—4 ár. Uppskeran á öllu landinu var 50—60 þúsund tunnur í fyrra en að sögn Eðvalds má búast við því að uppskeran í haust verði 130—150 I þúsund tunnur eða svipuð og haust- ið 1978 en þá varð uppskera með afbrigðum góð. En til að svo verði I þarf tíð að vera hagstæð áfram. ÍSLENZKA Álfélagið og Járn- blendiverksmiðjan sendu nýlega fyrirspurn til viðskiptaráðu- neytisins þess efnis hvort fyrir- tækin fengju heimild til þess að selja hluta af framleiðslu sinni til íran. Var fyrirspurnum þeirra svarað neitandi. Állmörg riki hafa sem kunnugt ákveðið að setja sóluhann á íran á allt annað en matvæli og lyf á meðan gíslamálið er óleyst. —Þetta er rétt, við heimilum ekki útflutning á áli og járnblendi til íran, sagði Þórhallur Ásgeirs- son ráðuneytisstjóri í samtali við Morgunblaðið. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Utanríkis- ráðuneytið sér um að við stöndum við alþjóðlegar skuldbindingar í þessum málum og við framkvæm- um síðan þá ákvörðun. Við höfum aldrei selt til íran nema fiskimjöl og engin slík viðskipti hafa farið fram í langan tíma. Þessi neitun hefur því engin áhrif á viðskipti okkar við íran, sem engin eru. Það er ekki fjarri lagi að hugsa sér að þetta sé tilkomið vegna þess að aðrir aðilar hafi ekki getað staðið við afgreiðslu sína vegna þessa banns og það er fráleitt að ísland fari að hlaupa í skarðið með afgreiðslu á vörum, sem það hefur aldrei selt til íran. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér munu hafa komið fyrirspurnir erlendis frá hvort möguleiki væri á því að ísal og Járnblendiverksmiðjan gætu selt ál og járnbiendi til Iran. Var það mál athugað ekki sízt vegna þess að nú ríkir nokkur óvissa á ál- og járnblendimörkuðum vegna hins slæma efnahagsástands í Banda- ríkjunum. Guðmundur J, Guðmundsson, formaður VMSÍ: „Hvað er þetta — Hélt maðurinn, að aðeins yrðu ræddar hans kröfur?44 „VIÐ förum alls ekki til viðræðnanna við Sambandið til þess að ræða ársfrestun samn- inga.“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasamhands íslands, er Morgunblaðið spurði hann i gær um ummæli Hallgrims Sig- urðssonar, formanns Vinnu- málasamhands samvinnufélag- anna. „Það er kjarnasamning- urinn. sem á að endurskoðast á þessu ári, en ég vil minna á, að þetta er nú bara tillaga Ilall- grims. Hann lýsti sinum hug- myndum og við erum tilbúnir að mæta á fundi og ræða þær og þá að sjálfsögðu einnig okkar tillögur. Hvað er þetta. hélt maðurinn, að aðeins yrðu rædd- ar hans kröíur?“ „Þetta er bara barnaskapur," sagði Guðmundur, „við höfðum engin mótmæli uppi við þessum hugmyndum. Hins vegar bað framkvæmdastjóri ASÍ hann um að gera grein fyrir þeim. Við göngum til samninga á grund- velli okkar krafna og á þeim punktum, sem Hallgrímur minntist á. Við tökum þá ekki sem neina úrslitakosti. Hitt sýn- ist mér, að þessi afstaða Vinnu- veitendasambandsins að vilja ekki keyra áfram á fullu á þessum kjarnasamningi, veldur því, að hann er fyrir bí sem slíkur. Hann á þó eftir að koma upp aftur. Mesta verkið er þegar unnið og það hefur verið unnið vel bæði af starfsmönnum VSÍ og ASI, og það starf ber að þakka.“ Guðmundur kvað mjög slæmt, að kjarnasamningurinn við VSI væri úr sögunni í bili, þar sem sá launamismunur, sem skapast hefði milli Dagsbrúnar og Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur Dagsbrún í óhag yrði ekki leið- réttur í samningum við Vinnu- málasambandið. Sams konar mismunur væri í Vestmannaeyj- um og þar ætti VMSS engin ítök. Hins vegar myndu samningar við VMSS nýtast betur á öðrum stöðum eins og t.d. Akureyri, Höfn í Hornafirði og á öðrum smærri stöðum. Þar hins vegar gætti þessa munar ekki í sama mæli og í Reykjavík og Vest- mannaeyjum. „Ég læt það alveg ósagt," sagði Guðmundur J. Guðmundsson, er Morgunblaðið spurði, hvort hann gerði sér vonir um að samningar tækjust við Vinnu- málasambandið. Heimila ekki sölu,á áli og járnblendi til íran Pílagrímaflug Flugleiða: Tvær áttur í Nígeríuflug TVÆR DC-8 þotur Flugleiða munu annast pilagrímaflug milli Nígeríu og Jrdda á tímahilinu frá 24. september til 10. desember. Búið er að ganga frá samningum um aðra áttuna og verið er að afgreiða samninga um hina. Nær 10 áhafnir munu fylgja vélunum auk flugvirkja og annarra starfsmanna. Á þessu tímahili mun nýja Boeing 727 vélin annast Bandarikjaflug ásamt einni áttu Flugleiða. Ekki verður um annað pílagrímaflug að ræða hjá Flug- leiðum að þessu sinni þar sem flugfloti félagsins verður fullnýtt- ur með því að tvær áttur annast Nígeríuflugið. Verður flogið til Jedda frá tveimur borgum í Níg- eríu, en áður hefur félagið aðeins annazt flug frá Kanó. Þá eru þessir samningar sérstæðir að því leyti að samið er um flugtíma- fjöida, en ekki fjölda farþega, þannig að Flugieiðir þurfa ekki að taka áhættu á forföllum hjá far- þegum. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða breytir þetta verkefni áformum um fækkun starfsfólks að einhverju leyti, „því þarna er fundið verkefni," sagði Sveinn, „það hefur að undanförnu verið reynt að segja ekki upp flugliðum og í síðustu uppsögnum sem taka gildi 1. okt. eru engir flugmenn, m.a. vegna þess að von var á umræddu verkefni." Gera má ráð fyrir að um 100 starfsmenn fylgi báðum vélunum í pílagrímaflugið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.