Tíminn - 03.07.1965, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. júlí 1965
TÍIVIINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Pulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — í
lausasöhx kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
\sz-
Ofsköttunarsteínan
Þirðin fagnar öll lausn síldveiðideilunnar. Með sam
kcd -uagi ríkisstjórnarinnar við aðila deilunnar var það
staöíest eins glöggt og frekast var unnt, að það voru
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar ásamt ólöglegum
drætti á ákvörðun síldarverðsins, sem voru frumorsök
þessarar deilu. Ríkisstjórnin hafði skapað þessa deilu
með bráðabirgðalögunum. Til þess að leysa hana varð
ríkisstjórnin að falla frá bráðabirgðalögunutn. Það gerði
hún þó ekki fyrr en stöðvunin hafði valdið þjóðinni
tugmilljóna tjóni og þingflokkar stjórnarandstöðunnar
höfðu krafizt aukafunda Alþingis um málið, og meira
en vafasamt sýndist, að bráðabirgðalögin væru studd
þingmeirihluta, þar sem þrír af þingmönnum Sjálfstæðis
fiokksins höfðu opinberlega mótmælt ákvæðum þeirra.
Þessi deila dró vel fram helztu einkenni núverandi
ríkisstjórn. Hún er haldin eins konar ofsköttunaræði og
furðulegri fjárgræðgi. Mottó hennar er: safna í sjóði
og frysta, setja á skatta og binda.
Sjómenn hófu síldveiðar óvenju snemma að þessu
sinni í trausti þess, að síldarverð myndi hækka verulega,
enda benti markaðsþróunin til þess, að veruleg hækkun
hlyti að verða á bræðslusíldarverðinu. Ennfremur mæla
lög svo fyrir um, að verðið skuli hafa verið úrskurðað
fyrir 10. júní. Stjórnin beitti áhrifum sínum til að koma
í veg fyrir, að síldarverðið yrði ákveðið fyrr en um
seint og síðir og mælti gegn samkomulagi í verðlags-
ráði og vildi fá málið til úrskurðar oddamannsins. Enn
fremur sá hún sér leik á borði um leið til að fullnægja
sterkustu hvötum sínum: leggja á nýja skatta og safna í
sjóði.
!
Safna í sjóð og frysta
Miðað við síldarvertíðina í fyrra ætlaði stjórnin sér
ab krækia í 30—40 milljónir króna með því að skatt-
leggja sjómenn og útvegsmenn. Sagðist hún ætla að nota
þetta m.a. til að bæta upp saltsíldarverðið, sem hafði
þó ekki verið ákveðið. Síðar- kom í ljós, eins og kunnugir
vissu, að engin þörf var að bæta upp saltsíldarverðið,
það var ákveðið með samkomulagi 350 kr á uppsalt-
aða tunnu, sem má teljast hagstætt. Þessar 30—40
milljónir hefðu því safnazt í sjóð, eins og ríkisstjórnin
ætlaði sér. Hinar samtaka og að vísu hörkulegu aðgerðir
sjómanna og útvegsmanna komu í veg fyrir þessi á-
form ríkisstjórnarinnar. Hún varð að hopa frá ofskött-
unarstefnu sinni í bili og falla frá bráðabirgðalögunum
illræmdu. Því miður virðist það vera það eina, sem
ríkisstjórnin skilur svo hrífi, að harkalega sé tekið á
móti ofsköttunarstefnunni, — og víst er það, að hún hef-
ur aðeins hopað í bili. Hún mun grípa fyrsta tækifæri
til að leggja . nýjan skatt á einn eða annan í einhverju
formi. Þessari ofsköttunarnáttúru ríkisstjórnarinnar
virðist ekki vera hægt að breyta. Þótt náttúran sé lamin
með> lurk, leitar hún út um síðir, segir máltækið.
Það er aðeins samtaka meirihluti kjósenda, sem hrund-
ið getur ofsköttunarstefnunni fyrir fullt og allt. Kjós-
endur munu kveða upp dóm yfir þessari ríkisstjórn í fyll-
ingu tímans. Á þeim dómi veltur, hvort ofsköttunar-
stefnan tröllríður okkar viðkvæma þjóðfélagi áfram.
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Eiga Kínverjar nú vísan
mikinn áhrifasigur í Vietnam?
Á BLAÐAMANNAFUNDI
um miðjan júní vitnaði John
son forseti í leynilega skýrslu,
sem honum hafði borizt frá er-
lendum manni, er hafði haft
samband við háttsettan valds
mann í Hanoi. Forsetinn ætlaði
að sannfæra þjóðina um, að
hann hefði reynt en mistekizt
að ,,fá þá til að ræða málin við
okkur“, (þ.e. Norður-Viet-
nama.)
Til fyrstu leynilegu skýrsl-
unnar var vitnað 15. febrúar,
skömmu eftir að loftárásír okk
ar hófust. Næst var vitnað í
leynilega skýrslu 7. júní, þeg
ar sprengjuárásarstefnu okkar
hafði verið fylgt fram í fjóra
mánuðí. Efni beggja skýrslanna
var hið sama. Hvorki ógnanir
um lo'ftárásir né árangur loft-
árásanna höfðu hrokkið til þess
að gera valdhafana í Hanoi til-
leiðanlega til að ræða friðar
samninga við okkur Bandaríkja
menn.
Ekki ber að draga í efa að
forsetanum hafi verið gefnar
réttar upplýsingar. Valdhafarn
ir í Hanoi eru ófáanlegir til
að ræða friðar samninga við
valdhafana í Washington af því
að þeir eru sánnfærðir um, að
Saigon-stjórnin sé þegar búin
að tapa stríðinu og við getum
ekki breytt þeirri niður:
stöðu.
EG VAR á ferð í París fyrír
nokkrum vikum og hitti Þá að
máli marga sérfræðinga í mál
um suð-austur Asíu, bæði frá
Frakkland og Víetnam. Eg
spurði þá, hvað gerðist ef
forsetinn skipaði fýrir um loft
árásir á Hanoi og Haiphong og
léti jafnframt mjög fjölmennan
her hefja innrás. •
Þeir sögðu, að þetta yrði ein-
ungis tíl þess að tryggja enn
betur en áður endanleg yfirráð
Kínverja í Víetnam. Árangur
allra okkar loftárása í norðri
og allrar okkar barátu í suðri
yrði sá einn, að leggja allt
landið í rúst svo rækilega, að
Víetnamar yrðu sjálfir alls ó-
færir um að reísa efnahagslíf
ið við. Þeir ættu því ekki ann-
arra kosta völ en að snúa sér
til Kínverja. Bandaríkin kæmu
þá ekki til með að eiga kost
á nokkurri ríkísstj., sem þau
gætu stutt, og eyðileggingin
yrði svo mikil, að austurlenzkt
einræði eitt yrði þess megnugt
að fást víð öngþveitið og hörm
ungarnar.
Reynslan hefur fyrir löngu
kennt mér að virða mikils dóm
greind þeirra manna, sem ég
ræddi við.Þeir hafa við að styðj
JOHNSON
ast langa reynslu Frakka í Indó
kína og standa auk þess í beinu
sambandi við valdhafana í
Hanoi og jafnvel forustumenn
Viet Cong, gegnum þá fjöl-
mörgu Vietnama, sem búsettir
eru í París.
Þessír menn halda fram, að
Bandaríkjamenn hafi hernað-
armátt til að eyðileggja Víet-
bijeyta ósigri Saígon-sijórnar-
innar í sigur. Þess meiri sem
eyðileggingin verði, þess víss-
ara sé, að Kínverjar gangi að
lokum með sigur af hólm
TÁKNAR þetta þá, að vegna
hins óbætanlega taps í Suður-
Víetnam heyri það fortíðinní
til, að Johnson forseti geti gert
sér vonir um að fá valdhafana
í Hanoi til þess að semja vi?
hann? Eg er hræddur um að
á því leiki enginn efi, að því
er samninga við hann sjálf-'
varðar. Eg hygg að honum sé
jafnómögulegt að ná samning
um við Viet Cong, jafnvel þó
að hann væri reiðubúinn að
semja við þá.
f " '< ''í!
MAO
Einmitt þegar svona þung-
lega horfir stafar forsetanum
ógn heima fyrir af pólitísku
herbragði Republikana og Þá
ógn á hann erfitt með að um-
flýja. Þeir Laird og Ford sögðu
honum um daginn, að ef mark
míð hans væri ekki annað eða
meira en friðarsamningar, þá
legði hann í hættu allt of
marga bandaríska hermenn.
Þetta er mjög snjallt her-
bragð, Fari svo, að forsetinn
haldi fast við fyrri stefnu sína
um þátttöku æ fjölmennaii
landhers tíl þess eins að koma
á þrátefli, verður hann sakað
ur um að fóma lífi fjölmargra
Bandaríkjamanna til einskis.
Laird og Ford munu á hinn
bóginn ganga fram fyrir þjóð
ina og segja, að ef forsetinn
hefði þorað að gera loftárásir
á Hanoí og Haiphong, hefðu
Bandaríkjamenn unnið sigur
án þess að þurfa að bíða mann
tjón í hernaði á landi. Það
væri að vísu ósatt, þar sem öll
reynsla bendir til að ekki sé
unnt að sigra í stríði með loft
árásum einum saman. En full
yrðingin yrðí engu að síður
áhrifamikil til lýðæsinga.
FORSETINN er í alvarlegri
klípu af því að hin takmarkaða
stefna hans hefir mistekizt, en
víðtækari aðgerðir hefðu í
för með sér meiri iíkur á
umfangsmiklu stríði en hann
hefði nokkra heímild til að
hætta á.
Stund sannleikans nálgast
óðum, sú stund, þegar forset-
inn verður að spyrja sjálfan
sig, hvort einhver annar geti
náð samningum við valdhafana
í Hanoi, úr Því að hann geti
það ekki. Á næstu mánuðum
verður hann að hugleiða, hvort
sú ein leíð sé nú orðin fær,
að hvetja Víetnama til þess
að semja sín í milli, þ.e. vald
hafana í Hanoi og Saigon og
Viet Cong.
Geti þessir aðilar komist að
samkomulagi sín í milli sýnir
það afdráttarlaust, að áhrif okk
ar Bandaríkjamanna í Víetnam
séu orðjn ákaflega lítil, nema
hvað okkur tækist að ná ein-
hverju af þeim aftur með þvi
að aðstoða við enduruppbygg
ingu landsins. En nokkur hugg
un kann að vera að þeirri stað
reynd, að samkomulag mílli
Vietnama sjálfra gæti skapað
grundvöll fyrir sjálfstæði Víetn
am, vissulega sjálfstæði gagn-
vart Bandaríkjamönnum og
einnig að einhverju leyti sjálf-
stæði gagnvart Kína.
Oréttlát skattheimta
Bændafundur á Egilsstöðum
samþykkti nýlega svohljóðandi
tillögu;
„Með tilvísun til hæstaréttar-
dóms um 1% búvörugjald til
Stofnlánadeildar landbúnaðarins
ályktar aðalfundur Búnaðarsam-
bands Austurlands, haldinn að
Hallormsstað 12. og 13. júni 1965:
1. Að dómsorð Hæstaréttar
haggi eigi þeirri staðreynd, að
skatturinn til Stofnlánadeilc’ar
landbúnaðarins er lagður á eftir
öðrum leiðum og bændum óhag-
stæðari en gjöld þau, sem inn-
heimt eru fyrir stofnlánastarfsemi
annarra atvinnugreina Skatt-
heimtan er því óréttlát begar
af þeirri ástæðu, auk þess sem
hún skerðir tekjur þeirrar svttar
sem endurteknir útreikningar Hag
stofu íslands sýna, að er tekju-
lægst allra starfsstétta þjóðfélags
ins og hefur ekki á löngu árabili
hlotið meðaltekjur til jafns við
þær stéttir sem tekjur hennar
skulu miðast við að lögum.
2. Að ýmsar þær forsendur,
sem Hæstiréttur byggir dómsorð
sitt á, séu næsta veikar, sbr. um
mælin: „hefðhelgaður réttur“.
Framihaid á 12. síðu
*