Tíminn - 03.07.1965, Qupperneq 13
liAUGARDAGUR 3. júlí 1965
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Hvað skeður á mánudagskvöld?
— þá mætast ísland og Danmörk í landsleik í knattspyrnu í 8. sinn. Leikurinn
verSur á Laugardalsvelli og hefst kl. 20.30.
Hvað skeður á mánudags-
kvöld, þegar ísland og Dan-
mörk leiða saman hesta sína
í landsleiknum í knattspyrnu?
Enginn getur svarað þessari
spurningu, því að allt getur
gerzt. Óneitanlega eru Danir
sigurstranglegri, en það þarf
ekki að þýða, að þeir séu bún-
ir að vinna leikinn fyrirfram.
íslenzka liðið hefur mögu-
leika, en þá verða líka pilt-
arnir okkar að taka á, og
mega ekki slaka á eina ein-
ustu mínútu.
i Því er ekki að leyna, að vörnin
! er veikari hluti íslenzka liðsins,
| og það veltur á miklu, hvernig
j henni tekst upp. Áhorfendur á
Laugardalsvellinum ættu að geta
S veitt liðinu mikilsverðan stuðn-
ling með hvatningarhrópum, — og
hér með er skorað bæði á leik-
menn og áhorfendur að sameinast
í átaki, sem færir okkur sigur
gegn dönsku landsliði í knatt-
spyrnu.
f íslenzka liðinu eru þrír nýlið
ar, Baldvin Baldvinsson. KR, sem
fyrir nokkrum dögum varð 22
ára gamall, Magnús Jónatansson,
Akureyri, 22 ára, og Sigurvin Ól-
afsson, sem einnig er 22 ára. Ann
ars er liðið skipað nokkuð reynd
um leikmönnum. Aldursforseti
þess er Árni Njálsson, 29 ára gam
all, en yngsti leikmaður þess ei
Eyleifur Hafsteinsson, 18 ára gam
all. Fyrirliði íslenzka liðsins er
Ellert Sohram, og er þetta í annað
sinn, ,sem hann stýrir íslenzka lið
inu.
Leikurinn á mánudagskvöld
hefst stundvíslega kl. 20.30. Dóm
ari verður Wharton frá Skotlandi,
og línuverðir Magnús Pétursson
og Hannes Þ. Sigurðsson. — Þess
má geta, að forsala aðgöngumiða
er hafin fyrir framan Útvegsbank
ann.
Landsmótið hefst í dag
— búizt viS góðu veðri á Laugarvatni meðan mótið stendur.
Baldvin Baldvinsson, KR, einn þriggja nýliða í ísl. landsliðinu. Myndin
var tekin á landsliðsæfingu í fyrrakvöld.
Alf—Reykjavík. — Um helgina
verður Iialdin mikil íþróttahátíð
að Laugarvatni, 12. landsmót
UMFÍ sem dregur að sér þúsund
ir manna. Þegar þetta er skrif
að, er all stór hópur kominn að
Laugarvatni og hefur reist tjald
búiðir, en búast má við aðalstraum
Tók eiginkonuna
með á skákmótið
— þegar Friðrik Ólafsson gat ekki komið því við.
Á simnudaginn hófst í Júgó-
slavíu tíu skáka einvígi þeirra
Bent Larsen og Boris Ivkov frá
Júgóslavíu í sambandi við heims
meistarakeppnina í skák og er
teflt í Bled. Jafnhliða tefla þar
Tal, Sovétríkjunum, og Portisch,
Ungverjalandi, og sigurvegarar í
þessum einvígum mun síðan tefla
um réttinn til að mæta Spassky,
Sovétríkjunum, sem þegar hefur
sigrað þá Keres og Geller í hinum
riðli keppninna.
Fyrsta ská'k þeirra Larsen og
Ivkov fór í bið — og stendur Lar-
sen mun betur eða „ég er næstum
öruggur með að vinna þá skák“
eins og hann segir sjálfur. önnur
skák þeirra var friðsöm, og tókst
Larsen að ná uppskiptum. Jafn-
tefli var samið eftir 31. leik.
Tal sigraði í sinni skák og var
það dæmigerð Talskák. Hann fórn
aði hrók og náði sterkri sókn.
Portisch fór úr jafnvægi, lék illa
af sér, og gaf skákina eftir 27
leiki. Tal áleit sjálfur, að með
beztu vörn hefði Portisch átt að
geta haldið jafntefli.
Á sunnudaginn birtist skemmti
legt viðtal við Larsen í Berlingske
Tidende, og fyrirsögnin er „Eg
reíkna með að verða heimsmeist-
ari“. Þar segir: „Með tvær ferða
töskur fullar af skákbókum og eig
inkonu sína sem fararstjóra hélt
hinn danski stórmeistari, Bent
Larsen, til Júgóslavíu til að færast
skrefi nær hinu mikla takmarkí
sínu: heimsmeistari í skák, og
hann reiknar sjálfur með að
vinna. Það er ekkert merkilegt
með bækurnar, en hins vegar mun
Það vekja athygli í Júgóslavíu að
Larsen kemur með konu sína sem
sinn eina fararstjóra.
„Eg hef aldrei lagt mikið upp
úr aðstoðarmönnum, segir Larsen.
Danska Skáksambandið hafði þó
boðið mér, að fá íslendinginn
Friðrik Ólafsson með mér Hann
er snjall strákur, og okkur kemur
vel saman, en þar sem hann gat
Framhald á 12. síðu
inum þangað í dag. MikiII við-
búnaður er í sambamdi við mótið
aukin umferðargæzla á vegum til
Laugarvatns og eftir hádegið í
dag verður tekinn upp einstefnu
akstur að staðnum frá vegamótun
um við Svínavatn i Grímsnesi og
enn fremur við Lyngdalsheiði
frá Þingvallavatni.
Veðurguðirnir virðast ætla að
verða hinní ungu íþróttaæsku, sem
áir- að Laúgarvátni, hliðhollir, þvi
spáð er góðu veðri yfir helgina.
Mótið hefst kl. 9 f. h. í dag
og ganga þá keppendur fylktu liði
inn á nýja leikvanglnn, sem verð
ur vígður af menntamálaráðherra,
Gylfa Þ. Gíslasyni. Á undan vígsi
unni flytur Árni Guðmundsson,
skólastjóri íþróttakennaraskólans,
ávarp. Setningarræðu flytur sr.
Eiríkur J. Eiríks, en að því búnu
hefst keppni í hinum ýmsu grein
um og verður keppt fram eftir
degi, en um kvöldið verður kvöld
vaka og síðan stiginn dans.
Afrekaskrá
Skarphéðins
Út er komin afrekaskrá Skarp-
héðins í súndi og frjálsíþróttum,
hið vandaðasta rit í skemmtilegu
broti, sem nær yfir beztu afrek
HSK frá 1910 allt til ársins 1965.
Ólafur Unnsteinsson, hinn kunni
frjálsíþróttamaður, hefur haft veg
og vanda af útkomu ritsins, en út-
gefandi er Héraðssambandið
Skarphéðinn.
Þess má geta, að afrekaskráin
verður seld á .-landsmótinu á
Laugarvatní.
VÍKÍNGUR
GEGN HERIEV
Á sunnudagskvöld, þ.e. annað
kvöld, leikur danska unglingalið-
íð, frá Herlev, sem hér dvelst á
vegum Víkings, sinn síðasta leik
i förinni hingað og mætir þá gest
gjöfum sínum. Leikurinn fer fram
á Melavellinum og hefst kl. 20.30
í fyrrakvöld léku dönsku piltarnir
gegn íþróttabandalagi Vestmanna
eyja, 2 aldursflokkí, og sigruðu
3:2. Búast má við skemmtilegum
leik milli Herlev og Víkings ann
að kvöld.
Mótið heldur svo áfram strax á
sunnudagsmorguninn og verður
keppt allan daginn og mótinu síð
an slitið um kvöldið. Nánar er
sagt frá mótinu á útsíðu.
Vandað blað
um lands-
leikinn
í dag kemur út vandað
blað í sambandi við lands-
leik fslands og Danmerkur
i knattspyrnu, sem verður á
mánudaginn. Blaðið er i dag
blaðsformi og ber heitið
„ALLT UM LANDSLEIK-
INN“. í blaðinu, sem er 12
síður, er að finna margs
konar fróðleik um fyrri
landsleiki okkar gegn Dön
um og kennir margra grasa.
T. d. vita víst fáir, að einn
leikmanna ísl. liðsins lék rif
beinsbrotinn heilan lands-
leik gegn Dönum — og einn
landsliðsmanna skoraði
mark í lanösleik án þess að
sjá það.
Þetta kemur fram í viðtöl
um við fyrrverandi leik-
menn. f blaðinu er t. d. rætt
við Albert Guðmundsson,
sem lék fyrsta landsleik fs-
lands, einnig Brand Bryn-
jólfsson, sem var fyrirliði
íslenzka liðsins í fjTSta
leiknum. Þá er rætt við
Svein Teitsson, Halldór
Halldórsson, Sæmund Gísla-
son ,Svein Helgason, Hörð
Felixson o. fl. o. fl.
Þá er auðvitað að finna
í blaðinu allar upplýsingar
um landsleikinn, sem verður
á mánudaginn. myndir af
Ieikmönnum og upplýsingar
um þá. Til hægðarauka er
svo liðunum stillt upp. Þá
má geta þess, að nokkrir
þekktir borgarar spá um
úrslit og líklega mun spá-
dómur Svavars Gests koma
mörgum á óvart.
Blaðið verður selt á göt
um borgarinnar í dag og
alveg fram að landsleiknum.