Tíminn - 03.07.1965, Page 12

Tíminn - 03.07.1965, Page 12
12 LAUGARDAGUR 3. júlí 1965 GRÓÐUR OG GARÐAR Gullregn að Mtklubraut 15. — Myndin er tekin 21. iúní s. I. Ljómi gullregnsins Glóa þínir gulu skúfar gullregn móti sól, eins og laust um herðar hrynji hár á faldasól. Suðrænt er þitt ættaróðal — Alpa sveipað glóð — Gestur kær og garðaprýði glæst á norðurslóð. Ég var á leið í bæinn með strætó innan úr Bústaðahverfi 17. júní og á horni Miklubraut- ar og Rauðarárstígs blasti við allaufgað fjalla-gullregn, sem beinlínis lýsti upp umhverfið með hinum fagurgulu, hang- andi blómskúfum sínum! Þetta tré var óvenju snemma á ferð- inni, en nú um mánaðamótin júní—júlí sýna æ fleiri gull- regn slegið „gullhár" sitt víðs vegar um borgina. Það þrífst sæmilega í görðum á íslandi, þótt komið sé að um langan veg ofan úr fjöllum Suður- Evrópu. Gullregn er afburða fagurt í blóma, sérstaklega nýt- ur það sín vel, þar sem rúmt er um það, t.d. í brekku eða hangandi út yfir veggbrún garðsins. Rótin er ekki mjög greinótt, en gengur alldjúpt í jörð og þolir tréð vel þurran jarðveg og nokkurn næðing. Óþrif sækja lítið á það. Blöð gullregnsins eru þrífingruð, gljáandi græn að ofan og er tréð auðþekkt blómlaust á grænleitum berki og „smára- blöðum“ sínum. „En galli er á gjöf Njarðar." Tréð er eitrað, einkum þó ald- inbelgirnir og fræin. Það ber stundum fræ hér á landi á góð- um vaxtarstöðum svo gæta verð ur fullrar varúðar. Ef aldin- belgur eða fáein fræ eru nög- uð eða etin, getur það valdið hættulegri eitfun. Gullregni er aðallega fjölgað með fræsán- ingu, sem venjulega lánast vel. Stærstu gullregn í Reykjavík eru . um. j „metrar■. á .-hæð og). vöxtuleg);. er það einnig á Ak,- ureyri og víðar. Tegundin fjallagullregn (Laburnum alp- inum) er harðgerð urt á norð- ur slóðum. Til er afbrigði eða bastarður L. Watereri, sem sjaldan ber fræ en blómgast samt fagurlega. Þetta tré er hættuminna og fer ræktun þess þess vegna vaxandi erlendis og ætti að reyna það hér. Ekki veit ég hvort hið fræga Adams gullregn getur þrifizt á íslandi. Þetta gullregn ber tvenns kon- ar blóm, þ.e. gul og rauðleit. Adam nokkur í París hafði grætt saman tvær tegundir — gullregn og Cytisus — árið 1825. Við þetta myndaðist hjúp græðlingur, það er „kjarninn" er gullregn hjúpaður húð af Cytisus! Þessu undarlega tré hefur síðan verið fjölgað með græðlingum og er nú ræktað í grasgörðum og víðar í flest- um löndum. Horfið á gullregn- ið ykkur til unaðar, en snertið ekki aldin þess! HLJOMSVEITARSTJORl Kramhald a' 9. síðn Tilraunin í Podoisk vakti mikinn áhuga hjá rússneska sálfræðingnum Leontiev. sem ritað hefur margar greinar um hina ungu nemendur Kravets í sovézk og útlend uopeldis- málatímarit. Búlgarski tónlist arkennarinn Bojan Nikoltjev er einn af áköfustu farsvars- mönnum „Kravets-kerfisins". Og til Podolsk kom nýlega í prófessorinn Bronfenbrenner, sem var ekki í rónni fyrr en hann komst í kynni við hina kornungu tónlistarnemendur og kennara þeirra. NEITA SUÐUR-AFRÍKU K'yiiii.ald al síðu esburg, Brian Brooke, sagði nýlega í viðtali við Sunday Tim es í London, að honum tækist ekki að útvega nema lítinn hluta þess fjölda leikrita eftir nútímahöfunda sem sialfsag' væri til að leikhúsin í Suður- Afríku gætu haldið uppi eðli- legri starfsemi. Einnig hefur spurzt til annarra leikhúsfor- ystumanna, sem hafa verið á ferð í New York og London og neyðzt til að h'alda heimleiðis með nauðaómerkileg leikrit í töskunni; annað gátu þeir ekki fengið af nýjum verkum. Biaöburðarfólk óskast á Vesturgötu. Hringið í síma 1 23 23. Bankastræti 7. Sciglýsing i Timanum kemur dlaglega fyrir augu vandlátra Maða- iesenda um allf land. BJARNl BEINTEINSSON LÖGFRÆÐINGUR AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI & VALDI) SlMI 13536 SKATTHEIMTA •-ranUiala al a síðu „reglubundin sjónarmið", og „eðl isrökrétt sjónarmið". Fundurinn telur það mjög alvar legt fyrir réttarfarið í þjóðfélag inu að eigi reyndist _unnt fyrir 1 íetesta dómstól þjóða'rinnat a irenna sterkári stoðum undir dóm í veigamiklu máli, þar sem 'dtn- að verði til beinna ákvæða í við- komandi löggjöf 3. Að málalok þessi hljóti að verða sterk hvatning til tjænda- stéttarinnar um að efla samstöðu sína, svo að hún geti á hverjum tíma hrundið óréttmætum aðgerð um af hálfu stjórnarvalda og stofnana, er um mál hennar fjalla. Stöðu sína í þjóðíélaginu verði bændastéttin að treysta með eig in samstöðu." Tillagan var samþykkt s„m- nljóða. ingostsstræti B Stm> I9443 Gunnar Jón Vilhjálmsson Útför Gunnars Jóns Vilhjálms- sonar frá Gerði, Suðursveit, var gerð laugardaginn 19. júní s.l. Andlát hans bar að með mjög sviplegum hætti, er hann fórst við silungsveiðar skammt frá heim ili sínu, föstudaginn 11. júní s.l. Gunnar var fæddur 20. júní 1931, og eru foreldrar hans heið urshjónin Guðný Jónsdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson, bóndi á Gerði. Eftirlifandi systkini eru Halldór sem býr með foreldrum sínum á Gerði, Sigurður, sem býr með frændfólki sínu í Flatey á Mýr- um, Sigríður, gift Jóni bónda á Nýpugörðum, Heiður, gift Kristni sjómanni, Höfn Hornafirði og Guð, björg gift Einari starfsmanni við radarstöðina á Stokksnesi. Gunnar ólst upp í föðurhúsum og var mestan hluta ævinnar stoð og stytta bús foreldra sinna ásamt Halldóri bróður sínum. Kynni okkar Gunnars hófust fyr ir nokkrum árum, skömmu eftir að sonur minn fór að dvelja á heimili foreldra hans sumarlangt þá aðeins 7 ára gamall. Gunnar var gæddur slíkum mannkostum, að ég trúi því, að engan skugga t hefði getað borið á okkar kunn-: ingsskap, þó að hann hefði orðið margfalt lengri. Við hjónin og börn okkar áttum, þvi láni að fagna að njóta sam- j veru Gunnars fyrri hluta þessa I SKQÐUNARFERÐIN Framhald af 2. síðu Á fimmtudögum verður svo far- ið hringinn , Dettifoss—Ásbyrgi— Tjörnes—Húsavík. í heimleiðinni verða hverirnir í Reykjahverfi skoðaðir og byggðasafnið að Grenj aðarstað. í allar þessar ferðir verður not- uð traust fjallabifreið, þar sem margar af héiðunum eru ekki fær ar venjulegum fólksbifreiðum. í ferðum þessum er því tilvalið tæki færi fyrir þá mörgu, sem leggja leið sína í Mývatnssveit í sumar- féyfinú áð notfæra sér ferðir þess- ar á þeim leiðum sem þeir kom- ast ekki á eigin bilum. Og fyrir þá, sem ekki hafa eig- in bifreiðir til að komast til Mý- vatnssveitar má minna á, að dag- legar ferðir eru frá Akureýri til Mývatnssveitar frá Ferðaskrifstof unni, Akureyri. Er þá ferðazt í þægilegum langferðabifreiðum og komið við á leiðinni við Goðafoss í Skjálfandafljóti. Nánari upplýsingar um allar þessar ferðir eru fáanlegar á öll- um ferðaskrifstofum og hótelum. ÍÞRÓTTIR Hramnair (U 13 síðu ekki komið sökum anna, er ég ánægður með, að éiginkona mín fer með mér. Hún annast um mig og hvetur míg og það er þýðing armest. Þetta er 10 skáka einvígi og sá sem sigrar mætir annað hvort Tal eða Portisch einnig í Bled í júlí — en undanúrslitin við Spassky verða í september.“ Hvernig fer keppnin við Ivkov? ,,Eg býst ekkí við að úrslit fáist fyrr en í síðustu skákinni. Ivkov og aðstoðarmaður hans þekkja mig og vita að ég mun finna upp á einhverju til að vinna. Þeir munu bíða og sjá — ég álit að helmingur skákanna verði jafn- tefli. En ég mun nota sömu taktik — ég hef rannsakað um 300 Ivkov skákir að undanförnu“. árs, þegar hann fékk sér vinnu í Reykjavík og bjó hjá okkur. Minn inguna um þessar samverustundir munum við geyma sem dýrgrip. Það vai mikil hamingja að vera samvistum við Gunnar og kynnast honum svo náið. Hann var óvana- lega ljúfur í umgengni, hreinskil- inn, glaður og skemmtilegur. Á þessum stutta tíma í Reykjavík eignaðist hann ótrúlega marga vini sem margir hverjir komu á okkar heimili. og eru þær minning ar allar kærar. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og annarra vina Gunnars sendi ég ættingjum hans einlægai samúðar kveðjur. Guðmundur Snorrason. 30 hryssur og hestar 9 hérna eru til. Helminginn ég hef í stíu, hitt ég selja vil. 7 reiðhesta selja vildi, saman 3, ef kostur er, fullorðna í fullu gildi, en fola meira temja ber. Bjarni Guðmundsson, Hörgsholti. Iðnaðarbankahúsinu IV. hæð. Vilhjálmur Arnason. Tómas Árnason og MINNING Framhald af 7. iíðu skoða bæinn, og alla þá gömlu muni, sem þar eru í eigu Methú- salems. Yfir sumarið má heita, að þar sé stöðugur straumur ferðafólks. Margt af þessu fólki þiggur góð- gerðir. Allt var þetta veitt af mik illi rausn og án endurgjalds, því hjónin voru bæði mjög gestrisin og góðgerðasöm. Má geta nærri, hvílíkt feikna erfiði Jakobína hef ur lagt á sig til að halda uppi þess- ari risnu, auk annarra húsmóður- starfa, og halda þessum stóra bæ hreinum og snyrtilegum, að ætíð væri sómi að því að sýna hann, þrátt fyrir mikinn umgang, og ekki sízt, þegar athugað er, að kvennalið var alltaf af skornum skammti, eins og yfirleitt er nú í sveitum landsins. Á seinni árum hefur Elín dóttir hennar aðstoðað hana mjög mikið og önn dagsins af eðlilegum ástæðum hvílt mikið á henni. Jakobína var heilsuveil á seinni árum, en hún bar sig eins og hetja og lét ekki á neinu bera, þar til ekki varð hjá því komizt. Hún var veitandi til síðustu stundar, og sannaðist hér, að þar sem gott hjartaþel er, þar er nóg húsrúm. Eg veit, að allir, sem komið hafa í Bustarfell geyma góðar og hlýjar endurminningar um hjónin þar og alla þá miklu rausn. sem þau hafa sýnt gestum og þannig haldið uppi heiðri sveitarinnar Að síðustu vil ég, kæra Jakob- ína, flytja þér beztu þakkir fyrir alla ánægjuna og tryggðina við okkar heimili. Megi blessun guð:- fylgja þér yfir á eilífðarlandið og sömuleiðis þínum eftirlifand, eig inmanni og öllum þínum afkom- endum. Friðrik Sigurjónsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.