Tíminn - 03.07.1965, Síða 16

Tíminn - 03.07.1965, Síða 16
Nýtt hótel í smíð- um / HornafírÍi Aætlað að það kosti 9 milljónir króna FB—Reykjavík, föstudag. Hafin er smíði hótels á Horna- firði og er getrt ráð fyrir, að það verði að miklu leyti tilbúið til starfrækslu næsta sumar. f kostn aðaráætlun er búizt við, að hótel ið muni kosta um 9 milljónir kr. fullgert. Hlutafélag stendur fyrir bygigingu hótelsins, framkvæmda stjóri fyrir verkitnu er Ámi Kristj ánsson, vélstjóri hjá Rafmagns- veitu ríkisins. Hótelið mun rísa rétt innan við þorpið í Höfn í Homafirði, á mjög fallegum stað, að sögn Þór- halls Kristjánssonar, sem blaðið hafði samband við í dag. Fram- kvæmdir hófust fyrir rúmum mán- uði, og er nú verið að ljúka við grunninn. Rúmmál hótelsins er 4358 rúmmetrar, og flatarmál 563 fermetrar. SKÝRSLUR TEKNAR I HVALFJARD- ARMÁLINU AK-Rvík- föstudag. Blaðið hafði tal af Bimi Ingvarssyni, lögreglustjóra á Keflavíkurflugveili í kvöld og spurði hann um rann- sókn kærumáls þess, sem risið er á hcndur vamarliðs mönnum í Hvalfirði vegna yfirgangs við bændur. Kvaðst Bjöm hafa unnið að rannsókn málsins í dag og hafa farið upp í HvaÞ fjörð. Hefði verið tekin skýrsla af hreppstjóranum, Gísla Búasyni á Ferstiklu, og manni þeim, sem var með honum, er hann fór að varn arliðsstöðinni á sunnudaginn og atburðir þeir gerðust, sem kært er yfir. Myndi rannsókn málsins verða haldið áfram næstu daga. í Morgunblaðinu kemur fram í gær og er haft eftir talsmanni Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna hér, að varðmaðurinn, sem hótaði hreppstjóranum og kvaðst mundi skjóta hann, að sögn hreppstjórans, hafi verið vopnlaus með öllu. Hótunin er jöfn fyrir því og á eng- an hátt afsakanleg. Verður að krefjast þess, að mál þetta sé rannsakað til hlít- ar, pg réttmæt hegning lát- in koma fram, ef sök reyn- ist sönn, svo að það stuðli að því, að slíkt endurtaki sig ekki. Húsið verður í tveimur álmum og í annarri álmunni verður mat- salurinn og allt, sem honum til- heyrir auk inngangs, en þessi álma verður á tveimur hæðum. Hin álman. verður á þremur hæð- um, og verða þar gistiherbergin, um fjörutíu talsins, eins og tveggja manna, en alls verður gistirými fyrir 64 gesti. Áætlað er Framhaid a l** siðu Umferðartafir vegna viðgerða á fjórum brúm NH-Hofsósi, föstudag. Að undanförnu hefur vegurinn milli Sauðárkróks og Hofsóss ver- ið lokaður vegna viðgerðar á fjór- um trébrújn yfir svokallaða Vaðla. Þetta er mesti annatíminn hérna, og mikið um ferðir fólks og er því mikil gremja hjá fólki, að þessu skuli ekki vera kippt í lag, sér- staklega að ekki skuli vera unnið að þessu verki á öðrum tíma árs, sérstaklega þar sem ekki er nauð- synlegt að steypa neitt, og veður þyrftu ekki að koma í veg fyrir vinnu við lagfæringu. Þetta er að- alsamgönguleiðin milli austur- og vesturhluta Skagafjarðar, og nú þarf að fara fram í Skagafjörð til þess að hægt sé að komast til Sauðárkróks, og er það mikið úr leið. Hefði verið betra, að verkið hefði verið unnið að vetrarlagi, \ þegar umferð er minni. Leikflokkur Sumarleikhússins, sem flytur tvö leikrit, „Gullbrúðkaupiö1' og „Tertuna" eftir Jökul Jakobs son, á 50 stöðum um land allt: Kristbjörg Kjeld, Nína Sveinsdóttir, Bryndís Schram, Gísli Halldórsson leikstjóri og Þorsteinn Gunnarsson lelkmyndasmiður. Sumarleikhúsið með 50 sýningar úti á landi GB—Reykjavík, föstudag. Sumarleikhúsið leggur upp í leikför kringum land n. k. sunnudag, flytur tvö stutt leik rit eftir Jökul Jakobsson, ,,Gull brúðkaup“ og ,,Tertuna“. og verður höfundur sjálfur við- staddur frumsýninguna, sem fer fram í Sindrabæ Höfn í Hornafirði á þriðjudagskvöld. Leikstjóri er Gísli Halldórs son, sem stofnaði Sumarleik- húsið fyrir réttum tíu árum, og sjálfur meðal leikenda, en hinir eru Nína Sveinsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Bryndís Schram og Þorsteinn Gunnars son, sem og hefur gert leik myndírnar fyrir þessa sýningu. Hann hefur ekki sést hér á leiksviði í nokkur ár, en marg ir munu minnast lei!ks hans á: Herranótt Menntaskólans og í Iðnó áður en hann fór utan til náms. „Gullbrúðkaupið" hefur aldrei fyrr verið leikíð á sviði, en tvívegis hefur það verið flutt hér í Ríkisútvarpinu, einn ig í sænska útvarpinu og enn fleiri lönd vílja fá það til út- varpsflutnings, Finnland, Dan mörk og Vestur-Þýzkaland, og stendur meira að segja til að þýða það á hebresku, að Því er höfundur tjáði fréttamönn um í dag. „Tertan“ er gaman leikur, nánast farsi á köflum, glænýr frá höfundar hendi, sagði Gíslí leikstjóri, og tert- an, sem gegnir miklu hlutverki í leiknum, kemur glóðvolg úr bökunarofni Sumarleikhússins á hverju kvöldi. Gísli sagði, að eínn leikenda mundi koma heim úr ferðinni með kaup ið sitt óskert, a.m.k. gæti hann sparað sér fæðispeninga, þv: það kæmi í hans hlut að éta tertuna eins og hún legði sig á hverri sýningu., en þær verða alls um fimmtíu. Hin fyrsta á Hornafirði, sem áður segir, en síðan haldið landleiðina austur, norður og vestur, heimsótt bæði stór byggðarlög og smá, en síð ast verða sýningar hér sunnan lands, undir haustið. 100 kr. brottfararskattur lagður á innan skamms JHM-Reykjavík, föstudag. Nú er ríkisstjórnin að undirbúa enn einn skattinn fyrir landsmenn sem um leið lendir á ferðamönn- um, sem leggja leið sína til fs- lands. Blaðið hefur það eftir mjög góðum heimildum, að fljótlega eigi hver sem fer úr landi að greiða krónur eitt hundrað i svo- kallaðan brottfararskatt. Sam. göngumálaráðuneytið er búið að tilkynna viðkomandi aðilum, þar á meðal flugfélögunum ,að þessi Fékk níu tonn afýsu NH—Hofsósi, fimmtudag. 4 bátar hafa stundað dragnóta veiðar héðan í vor. Fyrst framan af var reitings afli, en svo til ein- göngu koli. En í fyrradag skipti um, og fékk þá t.d. einn báturinn, Haraldur Ólafsson, 9 tonn af ýsu og hinir eitthvað minna, einnig af ýsu. Nú er fimmti báturinn að búa sig af stað á þessar veiðar. í dag er slæmt veiðiveður, bræla á miðunum. skattur verði settur á mjög bráð- lega. Búast má við að brottfararskatt- urinn verði tilkynntur opinber- lega eftir aðeins mjög stuttan tíma. Það má segja, að ríkisstjórn- in sé hér að stuðla að auknum ferðamannastraumi til landsins, eða hitt þó heldur. ísland er að verða svo dýrt ferðamannaland, að þeir, sem vinna að ferðamálum segja að öll kostnaðaraukning verði aðeins til að_ draga úr tölu erlendra gesta til fslands. Blaðið sneri sér til nokkurra manna, sem starfa að ferðamál- um og spurði þá um álit þeirra á þessum nýja skatti. Þeir sögðu allir, að hann væri mjög bagaleg- ur og vanhugsaður. Nokkrir bentu á, að það væri nógu slæmt að út- lendir ferðamenn þyrftu að borga Eldur / Skálabergi IH—SeyðisfirSi, föstudag. Um kaffileytið í gærdag, kom upp eldur í síldarskipinu Skála berg, þar sem það lá við bryggju hér á Seyðisfirði. 'Fyrr um dag- inn hafði verið unnlð að logsuðu niður j vélarrúmi skipsins, og mun neisti hafa leynzt þar, eftir að menn voru farnir frá borði. Raflagnir í vélarrúmi stórskemmdust, og hefur verið unnið að því í allan dag að lagfæra þær, og ekkl er búizt vlð, að skipið komist á veiðar fyrr en i fyrsta lagi á morgun. J sig inn á veitingahúsin á kvöldin til þess eins að borða. Það er furðulegt, að stjómin skuli ætla að koma með þennan brottfararskatt, þegar henni er vel kunnugt um að verið er að reyna að byggja upp meiri ferða- mannastraum til landsins, sem gengur ekkert alltof vel vegna þess, hve fsland er dýrt fyrir út- lendinga, hvað þá fyrir landsmenn sjálfa. Fyrir utan það, að skatta- bagginn er orðinn nógu þungur fyrir almenning. Ný verksmiðja NH—Hofsósi, fimmtudag. Nýstofnað er hlutafélag, sem er að hefja byggingu á 600 fermetra verksmiðjuhúsi, og hyggst félag- ið framleiða þarna hljóðdeyfa fyr- ir vélar. Hlutafélagið heitir Berg stjórnarformaður er Fjólmundur Karlsson. Hyggst félagið hefja framleiðslu á hljóðdeyfum til að byrja með, en síðar fara úi i ein- hverja aðra framleiðslu samhliða.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.