Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1980 Patrick Gervasoni: Eg er á móti W Ri ! JHLJi * Uf V Ljósmynd Mbl. Kristján „Étí er kominn af verka- mannafjolskyldu í Suður- Frakklandi, en strax i bcrnsku var mér komið fyrir á upptöku- heimili ve>;na fata ktar foreldra minna ok þar var ég til 18 ára aldurs að ég strauk þaðan. Ék var óánægður með þá frelsis- sviptintíu. sem þar rikti ok stafaði af því að þarna voru einnin afbrotaunKlinKar. Við vorum skikkuð til að læra eitthvað, sem þeim þóknaðist ok síðan látin vinna við það án þess að fá nema hluta af því kaupi. sem við unnum fyrir. Þarna áttum við að vera til 21 árs aldur. að við yrðum Iök- ráða, þar til vorum við undir umsjón dómara sem tók allar ákvarðanir um framtíð okkar án tillits til óska okkar,“ sagði Patrick Gervasoni, er blaða- maður Mbl. ra ddi við hann á heimili hér í bæ. „Eftir strokið reyndi ég að lifa eðlilegu lífi og ég hafði mikinn áhuga á lærdómi og bjó því í námunda við háskóla þar sem ég vann við það sem til féll og reyndi svo að stunda sjálfsnám. Þegar ég varð tvítugur var ég kvaddur í herinn án þess þó að vita það, því kvaðningin kom á upptökuheimilið. Frönsk lög eru þannig að hafi maður ekki gefið sig fram samkvæmt herkvaðn- ingu innan 15 daga telst maður hafa brotið lög fyrir að óhlýðn- ast kvaðningunni og þá er lög- reglan send að leita manns. Refsing við þessu er 2 mánuðir á friðartímum en ég var dæmdur í eins árs fangelsi, og veit ekki hvers vegna ég fékk svona þunga refsingu. Eftir þetta var mjög erfitt fyrir mig að lifa eðlilegu lífi því ég hafði ekki fengið skilríki þegar ég var á upptöku- heimilinu. Hefði ég reynt að afla þeirra eftir að ég strauk, hefði ég verið sendur beint til baka og eftir að kvaðningin kom, gat ég enn síður aflað þeirra vegna þess að þá hefði ég strax verið látinn afplána dóminn. Tók virkan þátt í andstöðunni gegn hernum Frá 1972 tók ég virkan þátt í andstöðunni gegn hernum, en fór huldu höfði þar til 1974, en þá voru forsetakosningar í Frakklandi og Giscard D’Esta- ing, sem þá varð forseti, hafði í kosningabaráttunni lofað þeim sem neituðu að gegna herþjón- ustu og verið dæmdir fyrir það náðun gegn því að þeir gegndu herskyldu. í júlí það ár mót- mælti ég opinberlega með aðstoð félaga míns. Við fórum upp í kirkjuturn í borg nokkurri með stóran borða sem á voru rituð mótmæli gegn hvers kyns herj- um og herþjónustu og krafizt var náðunar fyrir alla þá sem neitað höfðu að gegna henni. Fyrir vikið vorum við handteknir og ég dæmdur í 45 daga fangelsi og til þess að vera undir eftirliti í sama tíma. En eftir fangelsun- ina var ég fenginn herlögregl- unni, sem er ólöglegt, því þessir aðiljar eiga ekki að vinna saman. Eftir fangelsunina átti að sleppa mér lausum og láta síðan her- lögregluna um að hafa upp á mér. Strauk úr herfangelsinu Þá var farið með mig til Marseille og ég settur þar í fangabúðir, en áður en ég yrði leiddur fyrir herdómstól, tókst mér að strjúka og var þannig orðinn liðhlaupi. Ég var dæmdur fyrir það 1976, en veit ekki hvaða dóm ég hlaut, en refsingin fyrir liðhlaup á friðartíma er frá 6 mánuðum upp í 3 ár. Ég komst svo til annarrar borgar, þar sem ég hélt baráttunni áfram og í maí 1975 fór ég í hungurverkfali í kirkju í þeirri borg, ásamt 26 aðstoðarmönnum mínum. Þetta olli miklu uppþoti og lögreglan handtók allan hópinn. Er á lögreglustöðina var komið, sögð- ust allir heita Patrick og síðan tókst að valda slíkri ringulreið að mér tókst að sleppa. Eftir þetta fór ég í leynum til Parísar þar sem ég lifði í felum til 1979, reyndi að lifa eðlilegu lífi og hætti öllum opinberum mótmælum. Eftir að hafa reynt að lifa þannig i 3 ár undir stöðugum ótta við handtöku og fangelsun ákvað ég að hverfa úr landi og reyna að komast eitt- hvað, þar sem ég gæti lifað eðlilegu og óttalausu lífi. Ég fór þvi um Belgíu og Holland til Danmerkur og óskaði þá eftir því við franska sendiráðið í Kaupmannahöfn að fá persónu- skilríki, en því var synjað. Þá leitaði ég skriflega eftir því við íslenzka sendiráðið að fá hæli á íslandi, en fékk ekkert svar. Ég vissi að ég gæti ekki fengið að vera í Danmörku og þegar ég var farinn að óttast að danska lög- reglan hefði hendur í hári mínu og að ég yrði framseldur, tók ég þá ákvörðun að láta slag standa og fara til íslands og freista þess að fá hæli. Herinn fyrst og fremst ætlaður til ihlutunar innan- lands Hvers vegna neitaðir þú að gegna herþjónustu? Ég hef alltaf verið á móti herþjónustu og neitað að gegna henni, fullkomlega meðvitaður um afleiðingarnar. Ég er á móti herþjónustunni af pólitískum ástæðum og lít á herinn og herþjónustuna sem tamninga- stöð, þar sem einstaklingurinn er brotinn niður og honum innrætt hlýðni við yfirvöld og herinn reynir að villa um fyrir mönnum, hvað það er sem þeir eigi að verja. Hermaðurinn er sviptur öllum séreinkennum sín- um og hann þannig gerður að auðsveipara verkfæri í þágu hersins, þegar svo vill verða. Hermönnum eru bönnuð öll stjórnmálaafskipti, en á sama tíma bannar herinn öll dagblöð, sem ekki styðja ríkisstjórnina. Herinn gegnir ekki því hlutverki að verja landið utanaðkomandi hættum, heldur er hann notaður til íhlutunar innanlands í þágu stjórnarinnar og þjálfaður í því að snúast gegn borgarastyrjöld. Ég er á móti öllum herjum, her gætir aðeins hagsmuna fárra manna, en hins vegar gæti ég hugsað mér annars konar samfélag, þar sem fólkið sjálft annnaðist varnir sínar og í slíkum vörnum tæki ég fúslega þátt. Lög frá 1963 heim- ila undanþágu frá herþjónustu vegna trúar- og heim- spekiskoðana Hvernig geta menn losnað undan herskyldu í Frakklandi? Það eru til lög frá 1963 sem heimila mönnum að neita að gegna herþjónustu af samvizku- ástæðum, það er heimspeki- og trúarástæðum, en stjórnmála- legar ástæður eru ekki þar með taldar. Þessi lög má hins vegar ekki birta og hver sá sem uppvís verður að því getur orðið að sæta refsingu. Ég álít að þarna sé verið að brjóta í bága við stjórnarskrána vegna þess að samkvæmt henni skulu öll lög birt og öllum á að vera kunnugt um þau, enginn getur skotið sér undan refsingu með því að segj- ast ekki hafa þekkt lögin. Vegna þessa er mörgum, sérstaklega lægri þjóðfélagshópum, ókunn- ugt um þessi undanþágulög og mér var til dæmis alveg ókunn- ugt um þau, en það hefði ekki skipt neinu máli fyrir mig vegna þess að stjórnmálaskoðanir nægja ekki til undanþágu. Þeir sem hafa notfært sér þessi lög hafa verið látnir gegna þegnskyiduvinnu í tvö ár og á þeim tíma njóta þeir mjög skertra félagslegra réttinda og fá lítið kaup. Efast um að frönsk yfirvöld geti krafizt fram- sals Hvers vegna hafa Frakkar ekki krafizt þess að þú verðir framseldur? Mér er ekki kunnugt um það, en ég held að það sé vegna þess að afbrot mitt er annars eðlis en glæpir og því sé það mjög erfitt fyrir frönsk yfirvöld að krefjast framsals og ég efast um að þau geti það. Ég held að þeim sé mjög illa stætt á því að krefjast framsals vegna neitunar her- skyldu. Eina afbrotið, sem ég hef raunverulega framið, er fölsun skilríkja og það getur varla verið nóg til að krefjast framsals. Annars veit ég þetta ekki með neinni vissu og vel getur verið að síðar verði þess krafizt. Framtíð mín er í höndum íslenzkra stjórnvalda Hvað bíður þín ef þú verður sendur úr landi? Verði ég sendur til Frakklands bíður mín fangelsun í 2 til 3 ár og síðan verð ég undir eftirliti í 5 ár eða meira. Mín bíður dómur vegna óhlýðni, liðhlaups, þátt- töku í mótmælum og fölsun persónuskilríkja. Hvort þetta verður, er í höndum íslenzkra yfirvalda. Ég hef þegar fengið loforð um vinnu, en bíð eftir atvinnuleyf- inu, ég hef engin réttindi fengið til þess að lifa eðlilegu lífi enn sem komið er, en vona að svo verði sem fyrst. Ég vil fá að lifa sjálfstæðu lífi eins og venjulegt fólk og bjarga mér sjáifur. Þegar ég kom hingað var ég fullur bjartsýni og vonar. Það var því mikið áfall þegar ég var hand- tekinn og til stóð að mér yrði samstundis vísað úr landi, en svo fann ég fyrir stuðningi fjölda fólks, sem var fúst til að liðsinna mér og nú hef ég öðlazt vonina að nýju. - HG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.