Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1980 GrjótaþorD 1980 U mdeild skipulagstillaga „Auðveldari og ódýrari í framkvæmd en allar skipulagstillögur sem áður hafa komið fram,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. * „Meginhugmynd skipulagstillögunn- ar er út í bláinn og hún er í of litlum tengslum við hagsmuni lóðaeigenda til að verða nokkurn tíma að veruleika,“ segir Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt. Svo sem kunnugt er hefur verið lögð fram skipulagstil- laga að Grjótaþorpi sem miðar að því að halda byggð og umhverfi þar í sama horfi og nú er. Þó á jáfnframt að þétta byggðina samkvæmt tillögunni og reisa þarna ný hús í stíl við þau gömlu. Þá skal gera nokkrar breytingar á gatnakerfi þorpsins, götur verða steinlagðar og frágangur hinn vandaðasti á öllum opinberum svæðum innan þess. Miðað er við að nær öll húsin í Grjótaþorpi muni standa þar áfram, — og þar með öll þau hús sem standa við Aðalstræti. Þar á samkvæmt skipulagstillögunni að byggja ný hús á auðum lóðum í samræmi við hin og mynda þannig eins samræmda og upprunalega götumynd við Aðalstræti og kostur er. Skipulagstillaga þessi var kynnt í meginatriðum hér í Morgunblaðinu 18. september síðastliðinn og verður því ekki farið náið út í einstök atriði hennar hér. Höfundar þessarar skipulagstillögu eru Hjörleifur Stefánsson arkítekt og Peter Ottosson þjóðháttafræðingur, og gerðu þeir tillöguna samkvæmt ákvörðun borgarráðs en hana skyldi vinna í samræmi við stefnumörkun skipulagsnefndar um framtíð Grjótaþorps. Síðustu fimmtíu árin hafa ýmsar hugmyndir komið fram um skipulag Grjótaþorps og verið öllum sameiginlegt að húsin þar hlytu aö hverfa og ný hús myndu rísa í staðinn. Lengst af var gert ráð fyrir tiltölulega hárri byggð þarna og út frá þeirri hugmynd var bygging Morgunblaðshússins leyfð en það var byggt árið 1949. En þrátt fyrir margar skipulagstiliögur um endurnýjun byggðar í Grjótaþorpi hefur ekki orðið af framkvæmdum enn. í rúmlega hálfa öld hefur ákvörðun um niðurrif húsanna verið á næstu grösum og hafa eigendur þeirra því ekki haldið þeim við, — sem skiljanlegt er því ekki hefur annað verið fyrirsjáanlegt en þau yrðu rifin. Þegar um 1937 voru húsin í slíkri niðurníðslu að þá þegar var talið að þau væru ónýt og ekki lægi annað fyrir en rífa þau. Síðan hefur þeim hrakaö jafnt og þétt og eru nú sennilega flest mun verr á sig komin en þá. Borgarsjóður hefur á síðustu áratugum eignast nokkur hús í Grjótaþorpi, einkum hús, sem skipulagshugmyndir gerðu ráð fyrir að hyrfu. Sú skipulagstillaga um byggðatilhögun í Grjótaþorpi sem nú er komin fram, markar tímamót í tilraunum manna til að skipuleggja þennan borgarhluta. Þar kemur í fyrsta sinn fram vilji til að viðhalda þorpinu í sinni upprunalegu mynd °R byggja á þeim verðmætum sem þar eru til staðar. Því fer fjarri að menn séu einhuga um þessa nýju skipulagstillögu. Hún hefur þegar verið kynnt úá fundi fyrii þeim aðilum sem hagsmuna eiga að gæta en nokkrir þeirra sem eiga fasteignir þarna lýstu því yfir að þeir myndu ekki mæta á fundinn, sem þeir ekki gerðu. Þá hefur komið fram sú skoðun að skipulagstillagan sé gloppótt og sneiði hjá því að fást við þann vanda sem hún á að leysa, — og falli því um sjálfa sig. Jákvæðar undirtekt- ir við skipu- lagstillögunni Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Hjörleif Stefánsson arkítekt, um skipulagstillöguna og var hann fyrst spurður hverjar viðtökur hún hefði fengið á fund- inum með húseigendum og íbúm í Grjótaþorpi. „Undirtektir þeirra sem mætt hafa á þessum fundum hafa þegar á heildina er litið verið mjög jákvæðar að mínu rnati", sagði Hjörleifur. „Þessi tillaga er líka tiltölulega hagstæð fyrir meiri- hluta húseigenda þarna, þar sem hún gerir ráð fyrir um fimm þúsund fermetra meiri heildar- nýtingu lóða en var samkvæmt skipulaginu frá 1967. Þá hafa komið fram fjölmargar ábend- ingar frá bæði húseigendum og íbúum þarna, — t.d. hefur verið bent á að byggðin sé of þétt samkvæmt tillögunni, að fram- lenging Mjóstrætis út í Vestur- götu ylli óþarfa umferð um hverf- ið, að gangstétt við Bröttugötu ætti ekki að vera þeim megin götunnar sem gert er ráð fyrir í tillögunni, heldur hins vegar o.fl. Það er rétt að taka fram að leigjendur í Grjótaþorpi óttast að þeir muni hrekjast þaðan burt ef tillagan nær fram að ganga, — að þetta yrði þá nokkurs konar snobbhverfi þar sem aðeins efnað fólk hefði efni á að búa. Við höfum hins vegar bent á, í ritinu Grjóta- þorp 1980 þar sem skipulagstillag- an er kynnt, að Reykjavíkurborg gæti tryggt íbúunum áframhald- andi búsetu með því að gefa þeim kost á að flytja innan þorpsins. Borgarsjóður á allstóran hluta íbúða í Grjótaþorpi og gæti því án mikils tilkostnaðar tryggt núver- andi íbúum í húseignum borgar- innar áframhaldandi búsetu eftir að viðgerð á húsunum Iíkur." Nú mun hílastæðum íækka verulega i Grjótaþorpi sam- kvæmt þessari skipulagstillögu en nú þegar eru mjög mikil þrengsli á bílastæðum þar — hafið þið kosið að horfa framhjá þessum vanda við gerð tillögunn- ar? „Bílastæðaskorturinn í miðbæn- um er ægilegt vandamál en það er engin sanngirni að ætlast til að það verði leyst í Grjótaþorpi. Lang flestir þeirra bíla sem lagt er í Grjótaþorpi um annatíma eru bílar fólks sem á erindi annað en þangað, en samkvæmt ákvæðum borgarráðs og skipulagsnefndar skulu bilastæði þarna miðast við íbúa hverfisins. Veruleg fjölgun bílastæða umfram það sem sýnt er í skipulagstillögunni getur aðeins orðið á kostnað þeirra umhverfis- verðmæta sem henni er ætlað að vernda nema gert sé ráð fyrir neðanjarðarbílastæðum sem eru geysilega dýr.“ Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. Ljúsm. Ól. K.M. En hvað er að segja um kostn- aðinn sem myndi hljótast af framkvæmd þessarar skipulags- tillögu — er hún ekki allt of dýr í framkvæmd til að verða nokkurn tíma að raunveruleika? „Það er hægt að setja kostnað- ardæmið upp á margan hátt. Að svo komnu máli er ekki hægt að reikna út hvað það myndi kosta að koma byggðinni þarna í það horf sem tillagan gerir ráð fyrir. Það er heldur ekki ljóst hverjar bruna- tæknilegar ráðstafanir þyrfti að gera svo hún yrði framkvæman- leg. Ég held að mönnum hætti til að ýkja viðgerðarkostnað á göml- um húsum. Byggingardeild borg- arverkfræðings gerði til dæmis kostnaðaráætlun um viðgerð Landlæknishússins gamla við Amtmannsstíg 1 fyrir fáum árum. Niðurstaðan var sú að kostnaður- inn við viðgerð hússins yrði tvö- falt hærri en kostnaður við bygg- ingu húss af sömu stærð, enda var miðað við ströngustu kröfur um efnisval og útfærslu. Nýlega fór fram viðgerð á þessu húsi á vegum Torfusamtakanna og varð viðgerð- arkostnaðurinn um fimmtíu pró- sent af kostnaðinum sem hlotist hefði af því að byggja nýtt hús af sömu stærð, kröfur til úrfærslu voru ekki þær sömu en fyllilega viðunandi. I þessu tilviki er aug- ljóst að viðgerðarkostnaðurinn hefur verið áætlaður of hár. Ef vilji er fyrir hendi er þessi skipulagstillaga vel framkvæm- anleg og það er trú mín að hún sé alls ekki svo dýr í framkvæmd að hún sé ekki framkvæmanleg þess vegna, — hún er bæði auðveldari og ódýrari í framkvæmd en allar þær skipulagstillögur sem áður hafa komið fram. — Þeir sem eru andvígir þessari skipulagshug- mynd nota gjarnan orðið „byggða- safn“ um skipulagstillöguna. Það er regin firra. Húsin þarna verða hagkvæm og góð hús þegar þau hafa verið gerð upp, — og skiiyrð- ið er aðeins að nýju húsin, sem byggð verða, lúti sömu lögmálum um form og stærðir og húsin sem fyrir eru. — Það liggur í augum uppi að um skipulagstillögu um þetta svæði verða menn ekki alveg á eitt sáttir — það hefur verið reynt að komast að samkomulagi um skipulagið þarna í hálfa öld án þess að það hafi tekist. Ég vona af heilum hug að þessi skipulagstil- laga hljóti ekki sömu örlög og hinar fyrri," sagði Hjörleifur að lokum. n QEEBEBH3SB 1 fflS m Götumynd Aðalstrætis (>ins og hún á að verða samkvæmt skipulaKstillöjíunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.