Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 35
HVAÐ ER AD GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1980 35 _ Æ’ Haustsýning FIM á Kjarvalsstöðum Um þessar mundir stendur yfir á Kjarvalsstöðum IiaustsýninK FÍM 1980. Fimm myndlistar- menn mynda kjarna sýningar- innar: Asgerður E. Búadóttir, Guðmundur Benediktsson, Leifur Breiðfjörð, Valtýr Pétursson og Þórður Hall. Á sýninKunni eru teikningar, oliumálverk, vatns- litamyndir, pastelmyndir, gler- myndir, vefnaður, höggmyndir, grafík og myndir unnar i leir. Tæplega 70 höfundar sendu inn u.þ.b. 500 verk. Úr þeim valdi sýningarnefnd 120 verk eftir 40 höfunda. FÍM hefur látið prenta fimm póstkort eftir verkum gesta sýningarinnar, svo og kort sem gerð voru í tilefni sýningar FÍM á verkum Sigurjóns Olafssonar myndhöggvara á Listahátíð ’80. FIM hefur nú hug á að fjölga styrktarmeðlimum sínum og ligg- ur boð þ.a.l. frammi á sýningu félagsins. Annað kvöid kl. 21 verður fram- in gjörningur á sýningunni. Flytj- endur eru sex og höfundur er Akureyringurinn Orn Ingi. Nafn verksins er jarðarför verðbólg- unnar og tekur flutningur tæpan klukkutíma. TÓNLIST: Nikkuunnendur í startholunum Á MORGUN, sunnudag, kl. 15 hefst vetrarstarf Félags har- monikkuunnenda með skemmti- fundi á Hótel Borg. Verða fund- ir félagsins í vetur á sama tíma fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Veitingar verða seldar á fund- unum sem standa til kl. 17 og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Ekkert kynslóðabil hjá nikku- unnendum. Eldri og yngri kyn- slóðin sameinast i Félagi har- monikkuunnenda. Gamalkunnur nikkari. Hafsteinn Ólafsson, og Einar Melax þenja nikkurnar á skemmtifundi félagsins. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Smalmtúlkan og útlagarnir Sýningar á SMALASTÚLKUNNIOG ÚTLÖGUNUM eftir Sigurð Guð- mundsson og borgeir Þorgeirsson hefj- ast að nýju í Þjóðleikhúsinu i kvold kl. 20.00. Leikritið var frumsýnt 24. april síð- astliðinn. Leikurinn gerist á árunum 1537—1555 og hefst á sögunni af ungum elskendum sem ekki mega eigast. Strangir foreldrar stúlkunnar senda hana í klaustur, en henni tekst að sleppa þaðan og elskend- urnir flýja saman til fjalla. A fjöllum fæðist þeim sonur, en hin unga móðir deyr af barnsförum. Sonurinn elst upp með útilegumönnum og beinir leikurinn nú athygli okkar að sögu hans er hann kemst í tæri við byggðamenn — og konur. Leikstjórn er í umsjá Þórhildar Þorl- eifsdóttur. Leikmynd gerði Sigurjón Jóhannsson og lýsingu annast Kristinn Daníelsson. Með helstu hlutverkin fara: Tinna Gunnlaugsdóttir, Árni Blandon, Þráinn Karlsson, Helga Jónsdóttir, Baldvin Halldórsson, Helgi Skúlason, Rúrik Haraldsson, Gunnar Eyjólfsson, Guðrún Þ. Stephensen, Þóra Friðriks- dóttir, Arnar Jónsson, Þórhallur Sig- urðsson, Róbert Arnfinnsson og Krist- björg Kjeld. Hólmfríður Elisabrt Guðrúiv TÓNLIST: Tónleikar í Mývatns- sveit og d Húsavík SÖNGKONURNAR Elísabet Erlingsdóttir og Hólmfríður S. Benediktsdóttir halda tónleika í Skjólbrekku, Mývatnssveit, í dag kl. 15 og í Húsavíkurkirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Við hljóðfærið verður Guðrún A. Kristinsdóttir píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru einsöngs- og tvísöngslög eftir innlenda og erlenda höfunda. LEIKLIST: Óvitar aftur á fjalirn- ar í Þjóðleikhúsinu Barnaleikrit Þjóðleikhúss- ins, ÓVITAR, eftir Guðrúnu Helgadóttur kemur aftur á fjalirnar nú næstkomandi sunnudag 5. október kl. 15.00. Leikritið var sýnt alls 46 sinnum á síðasta leikári og voru áhorfendur orðnir rúm- lega 23 þúsund talsins er sýningum lauk í vor. Er ætlun- in að sýna ÓVITA í október og nóvember. Sýningin á ÓVITUM hefur þótt stórgóð fjölskylduskemmt- un þar eð fullorðnir jafnt og börnin geta dregið lærdóm af sögunni um strákinn Finn sem hyggst leysa vanda heimilisins með því að láta sig hverfa. Þá gefur það líka efni leiksins nýstárlegt sjónarhorn að börn leika fpllorðna fólkið og full- orðnir leikarar leika börn. ÓVITAR eru í' leikstjórn Brynju Benediktsdóttur, en Gylfi Gíslason gerði leikmynd- ina og Kristinn Daníelsson sá um lýsingu. Með helstu hlut- verkin fara Sigurður Skúlason, Randver Þorláksson, Saga Jónsdóttir, Halldóra Geir- harðsdóttir, Hreiðar Ingi Júlí- usson, Margrét Örnólfsdóttir, Hermann Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Guðrún Glódís Gunnarsdóttir og Bene- dikt Erlingsson. GALLERÍ LANGBRÓK: Rúna sýnir leirmynd- ir og teikningar RÚNA, Sigrún Guðjónsdóttir, sýnir um þessar mundir verk sín í Gallerí Langbrók í Land- læknishúsinu á Bernhöfts- torfu. Á sýningunni eru leirmyndir og teikningar sem hún hefur unnið á þessu ári. Flestar mynd- anna eru unnar út frá hugmynd- um um landslag. Sýning Rúnu er sú fyrsta, sem sett er upp í sýningarstofu Langbrókanna á Bernhöftstorfu og er hún opin á venjulegum opnunartíma gallerísins, frá kl. 12—18. Sýningin stendur til 17. þ.m. Sigrún Guðjónsdóttir við tvö verk sinna á sýningunni i Gallerí Langbrók. LEIKFELAG KÓPAVOGS: Sgningar hefjast d ng á Þorláki þregtta LEIKFÉLAG Kópavogs mun hefja leikár sitt með sýningum á gamanleiknum „Þorláki þreytta" og verður fyrsta sýningin í kvöld og hefst kl. 20.30. Leikstjóri er Guðrún Þ. Stephensen og ljósamaður Lárus Björnsson. Leikið verður eins og áður í félagsheimilinu í Kópavogi. Með aðalhlutverkin fara Magnús Olafsson sem leikur Þorlák og Sólrún Yngvadóttir sem leikur Ágústu Dormar eiginkonu hans. Sjónvarpið hefur tekið upp kafla úr leiknum. FÍM-salurinn: Grafik, vatns- litamyndir og veggteppi UM ÞESSAR mundir stendur yfir I FÍM-salnum, Laugarnesvegi 112. sýning sænska myndlista- mannsins Lars Hofsjö. Á sýning- unni eru. auk teikninga af stórum veggskreytingum. vatnslita- myndir, grafik og nokkur vegg- teppi. Lars Hofsjö er fæddur í Stokk- hólmi 1931. Hann stundaði nám í Konstfack-skólanum ’52— ’56 og síðan við Listaháskólann í Stokk- hólmi. Hann starfar að mestu leyti sjálfstætt, en vinnur þó nokkuð með arkitektum við skreytingar á húsum og eru nokkrar teikningar af tillögum hans á því sviði á sýningunni. Lars Hofsjö hefur haldið fjölda einkasýninga í landi sínu, auk þess sem hann hefur sýnt annars staðar á Norðurlöndum og víðar. Hann var formaður Norræna myndlistarbandalagsins um árabil, allt til ársins 1979. Sýningin í FÍM-salnum er þakklætisvottur fé- taga í FÍM fyrir vel unnin störf Lars Hofsjö að félagsmálum norr- ænna myndlistarmanna, en henni lýkur 12. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.