Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 48
Síminn á afgreióslunni er tlT A*. jVx 83033 Pinrptlrltkp IWtriitmbUibtb HUrgimblabib Síminn á afgreióslunni er 83033 HUrgttnblAbili LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1980 < Smælki notað til víngerðar í Þykkvabæ? FYRIR um þremur árum var byrjað að ræða um möguleika á stofnun verksmiðju til fram- leiðslu áfenKÍs austur i Þykkva- bæ. HuKmyndin var að nýta smælki ok kartöfluúrKanK i þessa vinnslu ok rætt var um framleiðslu á yfir 100 vinteK- undum. Síðan þá hefur lítið gerzt í þessu máli og íbúar í Þykkvabæ eru ekki ginnkeyptir fyrir slíkri verksmiðju. Þjóðverjarnir, sem fyrst reifuðu þetta mál og hafa haldið því vakandi af og til síðan, munu vera tilbúnir að láta í té tæknikunnáttu og hafa gert frumteikningar af slíkri verk- smiðju. Ekki er talið að kostnað- ur við tæki og búnað yrði ýkja mikill og bentu Þjóðverjarnir á þann möguleika að reisa verk- smiðjuhúsnæðið á þaki kartöflu- geymslu í Þykkvabæ, en flatar- mál hennar er um 1 þúsund fermetrar. Afurðalán lækka í 75% fyrir áramót ER BIRGÐAVANDI frystihúsa var sem mestur á síðastliðnu sumri var ákveðið að hækka af- urðalán upp í allt að 85% og greiddi Seðlabankinn fyrir við- skiptabönkunum við þessa auka- lánveitingu. Um þessar mundir er verið að draga úr þessum lánveit- ingum og lánin að verða komin í 75% að nýju fyrir áramót. Akvörðun um hækkuð afurðalán var tekin í byrjun júlímánaðar og þá var einnig ákveðið að þessi skipan mála yrði meðan við birgðavandann væri að etja, en hann er nú úr sögunni. Flugleiðir: 60 millj. kr. eldsneytis- sparnaður í júní og júlí t VOR voru starfsmenn flug- rekstrarsviðs Flugleiða hvatt- ir tii þess að gæta itrasta sparnaðar á eldsneyti og var stefnt að því að spara 3% eidsneyti yfir árið eða 1,1 milljón á dag þannig að sparn- aðurinn á einu ári yrði um 100 millj. kr. Nú liggur fyrir að sparnaður i júní og júli er um 60 milljónir króna frá árinu áður. Til marks um þetta eru samanburðartölur um elds- neytisnotkun á DC-8 og Boeing 727-vélum félagsins í júní og júlí í ár og í sömu mánuðum í fyrra. Niðurstaðan er sú að á DC-8-vélunum minnkáði með- alnotkun eldsneytis um 2,2% og um 5,1% á Boeing 727-100- vélunum. Þannig spöruðust kringum 60 milljónir króna á tveimur mánuðum. „Stöðvun fiskiskipa- flotans blasir við44 - segir Kristján Ragnarsson for- maður LÍÚ, en skuldir útgerðar- innar eru nú yfir 25 milljarða „STÖÐVUN fiskiskipaflotans blasir við á næstunni,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssamhands íslenzkra útvegs- manna. i samtali við Morgunblað- ið í gær. Skuldir útgerðarinnar nema nú yfir 25 milljörðum króna og vega olíuskuldirnar þar þyngst. „Dæmið stendur nú þannig, að því er við ætlum, að olíuskuldir útgerðarinnar eru 13—14 millj- arðar króna og ofan á þær reikn- ast tæplega 5% dráttarvextir á mánuði. Að auki á síðan að greiða 20% af andvirði hverrar úttektar upp í olíuskuldina og það er enn síður mögulegt núna en þegar skuldunum var safnað. Bankarnir hafa lokað fyrir frekari lánveit- ingar og því getur útgerðin hvorki greitt olíuskuldir né keypt olíu. Því er ekki í neitt hús að venda og að því kemur, að skipin komast ekki frá landi vegna þess að menn hafa ekki peninga til að borga fyrir olíuna. Þar sem fiskvinnsla og útgerð fara saman kreppir að vegna þess að afurðalán eru að lækka og ekki verður lengur svigrúm til að borga olíuna þar sem staðan er það slæm fyrir. I sjálfu sér er það ekki óeðlilegt að bankarnir stöðvi sína fyrirgreiðslu því ekki er endalaust hægt að lána mönnum í taprekst- urinn, það getur ekki verið hlut- verk neinnar lánastofnunar. Því verða menn að horfast í augu við það, að sé vilji fyrir því að útgerðin gangi áfram verður að gera eitthvað raunhæft," sagði Kristján Ragnarsson. Auk 13—14 milljarða króna olíuskuldar eru vanskilaskuldir útgerðarinnar 7,3 milljarðar í Fiskveiðasjóði, 3 milljarðar í Byggðasjóði og 1,2 milljarðar í Ríkisábyrgðasjóði. Auk þessa eru skuldir útgerðarinnar við veiðar- færasala og viðgerðaraðila veru- legar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru vanskila- skuldir útgerðarinnar við Fisk- veiðasjóð um 10% af höfuðstóli lána fiskiskipa við sjóðinn, en höfuðstóllin mun vera rúmlega 70 milljarðar króna. Einkum eru vanskil vegna nýrri togara og nótaveiðiskipa. Gísli Arni drckkhlaðinn kiA af ~miðimunirfl hafn fyrr í vikunni. Á er Gíslt Árni**!______ hátt i 3 þusund tonn. óskars er aflahæsta ; nteðutnt &300 tonn. ' JFnmas Helgatiun/. »•5 STORMUR var á miðum loðnuskipanna i gær og þvi ekki um annað að gera fyrir skipin. sem voru á miðunum, en að halda undan veðrinu. Aflinn á vertiðinni er nú orðinn um 76 þúsund tonn og mestan afla hefur ÓIi óskars fengið eða um 3.300 tonn, en Grindvikingur og Örn KE eru einnig komnir með yfir 3 þúsund tonn. Loðnuskipin mega veiða upp i ákveðinn kvóta. sem er frá 10 þúsund og upp i 20 þúsund tonn eftir stærð skipanna. Ekkert skip hafði tilkynnt afla þegar Mbl. hafði siðast spurnir af í gær, en siðdegis á fimmtudag tilkynntu eftirtalin skip afla: Súlan 450, Svanur 360, Skarðsvik 300, Albert 380, Helga Guðmundsdóttir 300, Gígja 300, Örn 360, Skirnir 300 og Bergur 50. Kjaradeila ASÍ og VSÍ: Ekki forsendur fyr- ir viðræðum í bili Enginn nýr sáttafundur boðaður SÁTTAFUNDUR hefur ekki verið boðaður í kjara- deilu Alþýðusambands ís- lands og Vinnuveitenda- sambands íslands, en ár- angurslaus sáttafundur var boðaður milli viðræðu- nefnda aðila í gær og stóð hann í hálfa þriðju klukkustund. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri grundvöllur til að kalla viðræðunefndirn- ar saman. þar sem for- sendur væru ekki fyrir frekari viðræðum í bili. Kvað hann þar helzt í veginum óleysta kjara- deilu bókagerðarmanna og Félags íslenzka prentiðnaðarins. Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að staða samningamálanna væri slæm. „Það er harla tilgangslítið að hittast og fá ávallt sama svarið: Nei, nei, nei, við viljum ekki ræða kaup- og vísitölumál," sagði Ás- mundur og bætti við, að vinnuveit- endur bæru fyrir sig að ekki hefði fengizt lausn á kjaradeilu bóka- gerðarmanna. Fyrir allnokkru lýstu fujltrúar Vinnuveitendasam- bands íslands yfir því, að þeir myndu ekki hefja viðræður um þessa tvo liði, fyrr en allar sér- kröfur væru fullræddar, þ.á m. sérkröfur bókagerðarmanna. Er raunar einnig ágreiningur milli aðila um hvort sérkröfur VMSÍ og hyggingamanna séu fullræddar. Fundur bókagerðarmanna, sem hófst í fyrradag, stóð til klukkan 05 í fyrrinótt og voru deiluaðilar aftur boðaðir á sáttafund klukkan 18 í gær. Var fyrirhugað að sá fundur stæði í nótt, þar sem freista átti þess að koma málum fram. Voru deiluaðilar, eftir því sem. Morgunblaðið komst næst, alllangt frá samkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.