Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1980 Málefnasamningur meirihlutans: Kristján upplýsti ekki hvað endurskoðun liði DAVlÐ Oddsson. horKarfulltrúi Sjálfsta'Oisflokksins, spurúist fyrir um það í umræðum i borgarstjórn á fimmtudaKskvold. hvað liði endurskoðun málefna- samninKs borKarstjórnarmeiri- hlutans. en framsóknarmenn kröfðust þeirrar endurskoðunar eftir fall sameÍKnarsamninKsins um Landsvirkjun fyrir u.þ.b. ári. Davíð spurði hvort og hvernig því mikla verki miðaði, en sam- komulag þetta mun vera tæp ein og hálf vélrituð síða að stærð, eftir því sem Guðrún Helgadóttir upp- lýsti á fundinum. Miðað við þann seinagang, sem Davíð taldi vera á þessu verki, áleit hann ljóst að áhöld væru um hvort niðurstaða fengist fyrir lok þessa kjörtímabils. Hvatti Davíð Kristján Benediktsson í lok ræðu sinnar til að upplýsa hvað endur- skoðuninni miðaði. Kristján Benediktsson, eini borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins og sá eini sem hefði getað upplýst þetta mál, svaraði ekki spurningum Davíðs. Seljaprestur settur í embætti á morgun Á MORGUN, sunnudaginn 5. október, fer fram fyrsta guðs- þjónustan í hinu nýja Selja- prestakalli. Hefst messan kl. 4 siðdegis i samkomusalnum fyrir ofan verzianirnar að Seljabraut 01 í bridge: íslenzka liðið í miðjum hópi í sínum riðli AÐ loknum þrettán umferðum á Ólympíumótinu i bridge i Hol- landi er islenzka liðið i 17. sæti í sínum riðli en 29 þjóðir spila i hvorum riðli. í tólftu umferð spilaði islenzka sveitin gegn Kól- umbíu ok sÍKraði í leiknum 12—8 <>K í þrettándu umferð Kerði sveitin jafntefli við Suður-Afriku 10-10. Helgi Jónsson og Helgi Sigurðs- son spiluðu báða leikina en Jón Ásbjörnsson og Símon Símonar- son fyrri leikinn og Guðlaugur Jóhannsson og Örn Arnþórsson síðari leikinn. íslenzka liðið hefir fengið 128,5 stig en í skeyti frá þeim segir að þeir vonist til að hala inn fleiri stig í seinni hluta mótsins enda við „auðveldari" andstæðinga að etja. Margir leikir íslenzka liðsins hafa endað með jafntefli eða þtí sem næst, en þess ber að geta að hver leikur er aðeins 20 spil. 54, en þar verða Kuðsþjónustur safnaðarins til að byrja með. Dómprófasturinn í Reykjavík, séra Ólafur Skúlason, setur séra Valgeir Ástráðsson, hinn nýja prest Seljasóknar, inn í embætti, og mun séra Valgeir prédika. Dómprófasti til aðstoðar verða prestarnir séra Hreinn Hjartar- son og séra Lárus Halldórsson, en Seljasókn var áður hluti af Breið- holtsprestakalli. Organisti verður Daníei Jónasson og stjórnar hann einnig Breiðholtskórnum, sem syngur við messuna. I hinni nýju sókn skortir flest það, sem nauðsynlegt þykir við kirkjulegt starf, annað en fólkið og þörfina. En áhuginn er mikill hjá hinni nýkjörnu sóknarnefnd að starfa ötullega við hlið prests síns að þeim mörgu málum, sem sinna þarf. (Frá dómprófasti) Japanir kvikmynda Island VON er á 16 manna hópi Jap- anskra sjónvarpsmanna til lands- ins í næstu viku til mánaðardvalar en japanska sjónvarpið Asahi hyggst taka heimildarkvikmyndir um ísland. Að sögn Sveins Sæ- mundssonar blaðafulltrúa Flug- leiða hefur undirbúningur að þess- ari ferð staðið í nokkurn tíma. Kópavogur: Muninsfélagar selja perur FÉLAGAR i Lionsklúbbnum Muninn munu nú á næstu dögum knýja dyra hjá Kópavogsbúum og bjóða þeim pakka af ljósaper- um til sölu. Ágóða af perusölunni verður varið til áframhaldandi uppbyggingar Hjúkrunarheimil- is aldraðra í Kópavogi. sem nú er verið að reisa. Stefnt er að að gera húsið fokhelt á þessu ári. Um leið og Muninsfélagar vilja þakka Kópavogsbúum góðar mót- tökur á undanförnum árum vænt- um við þess að þeir taki enn á ný vel á móti okkur þegar við knýjum dyra. Á þessu 10. starfsári Lionsklúbbsins Munins er Þorgeir P. Runólfsson formaður en félagar eru 32. Formaður fiáröflunarnefndar, Sturla Snorrason, albúinn að selja perupakka. I baksýn má sjá uppslátt að veggjum Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi en ágóði af perusölunni rennur til þess. Hluti fundarmanna. Ljósm. Björn Pálsson. Geir Hallgrímsson Garðabær: Geir Hallgrímsson gestur á fyrsta fundi vetrarins - kröftugt vetrarstarf hjá Sjálfstæðisfélaginu FJÖLMENNI var á fyrsta fundi Sjálfstæðisfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps á þessum vetri. en hann var haldinn i hinu nýja safnaðarheimili á Hofsstaðarhæð á fimmtudags- kvöld i fyrri viku. Geir Ilall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, var gestur fundarins og flutti hann framsöguerindi og svaraði fyrirspurnum fund- armanna. Fundarstjóri var Sveinn Ólafsson. Fundinn sátu einnig, auk fjölmargra félaga og áhugamanna, þingmennirnir Ólafur G. Einarsson og Salome Þorkelsdóttir. Sjálfstæðisfélagið í Garðabæ og Bessastaðahreppi undirbýr nú kröftugt vetrarstarf. Fyrir- hugað er að halda árshátíð fyrir áramót og þá hefur blaðið Garð- ar verið gefið út á ný eftir nokkurt hlé og stjórnar sérstök blaðstjórn útgáfunni. Formaður blaðstjórnar er Arthur Farest- veit. Bragi Benediktsson félagsmálastjóri flytur ræðu í tilefni af opnun gæzluvallarins. Nýr gæzluvöllur við Smyrlahraun í Haf narfirði OPNAÐUR hefur verið við Smyrlahraun i Hafnarfirði nýr gæzluvöllur sem hlotið hefur nafnið Smyrlaberg. Á þessum stað hefur reyndar verið starf- ræktur gæzluvöllur um nokkurt skeið en nú hafa verið gerðar gagngerar breytingar þar á. Þarna er hin ágætasta aðstaða innanhúss til föndurs og leikja og gert ráð fyrir að 35 börn geti verið á vellinum samtímis. Félagsmálaráð Hafnarfjarðar, sem fer með dagvistunarmál í bænum, hefur lýst yfir áhuga á að fest verði nokkurt rými á Smyrla- bergi til reynslu sem leikskóla- rými. Forstöðumaður á Smyrlabergi er Hildur Baldursdóttir fóstra og aðrir starfsmenn eru þrír að tölu. Á myndinni sér yfir hluta gæzluvallarins Smyrlabergs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.