Morgunblaðið - 24.10.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980
Trausti Eiríksson við nýju skreiðarpressuna. i.joKmynd mhi Knstján.
Fljótvirkasta
skreiðarpressa
heims á markað
Hluti þingfulltrúa á þingi Sjómannasambandsins. (Uósm. Kristján).
Þing sjómannasam-
bandsins hófst í gær
NÝLEGA boðaði Traust hf.
blaðamenn á sinn fund til að
kynna nýja alsjálfvirka skreið-
arpressu, sem fyrirtækið hefur
nú lokið smiði á «k sent á
markaðinn. Tækniþjónustan hef-
ur séð um rafbúnað i pressuna.
Helztu kostir hennar eru að hún
er mun fljótvirkari en aðrar eldri
pressur auk þess sem hún pakkar
skreiðinni mun þéttar og skreiðar-
pakkarnir verða því um 30% minni
en pakkar úr eldri jferðunum. Press-
an getur skilað allt að 60 pökkum af
hausum og smáskreið á klukkutíma
en fyrir tilkomu hennar tók venju-
lega heiian da« að pakka sama
magni. Af venjulegri skreið afkast-
Neituðu
RALLKAPPARNIR, sem Mbl.
skýrði frá i gær að teknir hefðu
verið á 131 km hraða og sviptir
ökuréttindum til bráðabirgða,
hafa hafnað dómsátt i sakadómi
Reykjavíkur. Máli þeirra hefur
verið vísað til ríkissaksóknara og
þeim afhent skirteinin á meðan
þau eru til meðferðar í dómskerí-
inu og geta rallkapparnir þvi
tekið þátt i næturrallinu, sem
hefst f kvöld í Reykjavik.
Vegna fréttarinnar í gær hafði
KOSNINGARNAR til hátíðar-
nefnda 1. des. nefndar i Háskóla
fslands sl. miðvikudagskvöld, hafa
vakið töluverða athygli. l>á voru i
fyrsta skipti þrir listar i framboði,
A-listi lýðræðissinnaðra stúdenta,
B-listi vinstrisinnaðra stúdenta og
D-listi kristilegra stúdenta.
Úrslit urðu þau. að B-Iisti hlaut
298 atkvæði eða 45% greiddra at-
kvæða, A-listi Vöku hlaut 271 at-
kvæði eða 41%, og D-listinn hlaut 82
atkvæði eða 12%. Kjörsókn var
einungis 20%; 662 greiddu atkvæði,
og er það Ifklega lélegasta kjörsókn
hingað til í stúdentakosningum inn-
an Háskólans.
Það sem athyglisvert þykir, er það,
að vinstri menn hafa hingað til verið
taldir hagnast á dræmri kjörsókn, og
fyrir kosningarnar var það mál
manna, að D-listi kristilegra stúd-
enta myndi einkum taka fylgi frá
Vöku. I fyrra urðu úrslit þau, að
A-listi Vöku hlaut um 40% greiddra
atkvæða en B-listi vinstri manna um
60%. En hvað segja forsvarsmenn
framboðslistanna um úrslitin?
„Stórsi>rur“
„Við lítum á úrslitin sem stórsigur
fyrir Vöku,“ sagði Gunnlaugur Sæv-
ar Gunnlaugsson, form. Vöku. „Þetta
er stærsti kosningasigur, sem Vaka
hefur unnið síðustu árin í kosningum
til hátíðarnefndar 1. des. Það er
greinilegt, að það er mikil fylgis-
aukning hjá Vöku, en fylgishrun hjá
róttæklingameirihlutanum. Fólk er
ar hún allt að 35 pökkum á klukku-
stund.
Bæði fljótvirkni pressunnar og
það að pakkarnir úr henni eru minni
er til mikils sparnaðar og má reikna
með að pressan, sem kostar 12,8
milljónir geti borgað sig upp á einu
ári.
Þegar hafa verið seldar 5 pressur
hér innanlands, en pressan hefur
einnig verið sýnd erlendis og vakið
þar mikla athygli og nú eftir
mánaðamótin er von á mönnum
hingað frá Noregi til að kynna sér
hana nánar. Traust hf. hefur sótt
um einkaleyfi á pressunni, sem að
sögn Trausta Eiríkssonar aðaleig-
anda fyrirtækisins, á sér ekkert
hliðstætt tæki í heiminum.
dómsátt
Sigurjón Harðarson stjórnarmað-
ur í Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykja-
víkur samband við blaðið. Hann
sagði að klúbburinn legði mikla
áherslu á að meðlimir hans færu í
einu og öllu eftir umferðarreglun-
um.
Sárasjaldan kæmi fyrir að
lögregla þyrfti að hafa afskipti af
félögum klúbbsins og ef einhver
sérstök mál kæmu upp væru þau
ætíð rædd á félagsfundum klú-
bbsins.
orðið leitt á þessu byltingarþvaðri
þeirra og áhugalaust. Minnkandi
kjörsókn kemur til af því, að róttækl-
ingarnir styttu verulega kjörtímann
á kvöldin og skertu þannig lýðræðis-
legan rétt stúdenta. En það er
greinilegt á öllu að Vaka er i
stórsókn. Við munum endurheimta
meirihlutann í Stúdentaráði í vor.
Það er ekkert vafamál,“ sagði for-
maður Vöku.
„Við unnum kosningarnar“
„Fyrst vil ég segja,“ sagði Stefán
Jóhann Stefánsson, formaður Stúd-
entaráðs og fulltrúi vinstri manna,
Bræla
á loðnu-
miðum
ÁTTA loðnuskip höfðu tilkynnt
afla þegar Morgunblaðið hafði
samband við Loðnunefnd síðdeg-
is í gær og var afli þeirra 5070
tonn. Heildaraflinn á vertíðinni
nálgast 165 þúsund tonn. Bræla
var komin á loðnumiðunum norð-
ur af landinu i gær, átta vindstig
og engin veiði.
Eftirtalin skip höfðu tilkynnt
afla í gær: Súlan 730, Gígja 740,
Víkurberg 570, Guðmundur 800,
Helga Guðmundsdóttir 700, Dag-
fari 480, Sigurfari 580 og Haförn
470. Á miðvikudag tilkynntu þessi
skip afla frá klukkan 16 fram til
miðnættis: Óskar Halldórsson 430,
Skírnir 450, Kap II 690 og Þórður
Jónasson 450. Alls tilkynntu 10
skip afla á miðvikudag, samtals
5220 tonn.
Loðnu hefur verið landað á
höfnum frá Vestmannaeyjum
vestur fyrir að Raufarhöfn.
Farmenn
íhuga verk-
fallsboðun
TIL athugunar er nú innan Far-
manna- og fiskimannasamhands
íslands, hvort samhandið beini þvi
til aðildarfélaga sinna, að þau
grípi til verkfallsvopnsins innan
tiðar. Þessar upplýsingar fékk
Morgunblaðið i gær hjá Ingólfi
Ingólfssyni, varaforseta FFSl.
Farmenn efndu til 2ja vikna
yfirvinnubanns á miðju sumri til
þess að leggja áherzlu á kröfur
sínar. Síðan hefur þopkað i sam-
ningaviðræðum, þótt hægt hafi far-
ið. Nú hefur hins vegár komið upp
deyfð í viðræðurnar, að sögn Ing-
ólfs, og er í athugun að hefja
aðgerðir. í dag hefur hins vegar
verið boðað til sáttafundar og reyn-
ist viðræður þá sigldar í strand,
verður verkfallsboðun til alvarlegr-
ar athugunar. Engin sérstök dags-
etning hefur verið til umræðu meðal
farmanna.
„að kjörorð okkar „Alþýðumenning
— Alþýðumenntun," hafi verið við-
kvæmt.
Ætlun okkar var m.a. að reyna að
brjóta niður þann múr, sem hefur
staðið milli háskólamenntaðs fólks
og ófaglærðra. En í þessu sambandi
hafa farið fram óformlegar viðræður
um þessi efni milli fulltrúa náms-
manna og Menningar- og fræðslu-
sambands alþýðu.
Vinstri menn voru allir sammála
um að taka þetta efni til meðferðar,
en ekki hvernig ætti að höndla það,
og því sátu þeir, held ég, sumir
ÞING Sjómannasambands ís-
lands var sett i Lindarbæ i
Reykjavik í gærmorgun og er
reiknað með að þingstörfum
ljúki á morgun eða sunnudag. 63
(ulltrúar eiga rétt til setu á
þinginu. Steingrimur Hermanns-
son, sjávarútvegsráðherra, flutti
ræðu á þinginu i gærmorgun og
fjallaði m.a. um breytingar á
oliugjaldi, sem ákveðnar voru
samhliða fiskverðsákvörðun. Það
mál verður eflaust hitamál á
þingi Sjómannasambandsins og
m.a. hefur sjávarútvegsnefnd
neðri deildar Alþingis óskað eftir
umsögn þingsins um frumvarp
um breytingar á oliugjaldi.
Pétur Sigurðsson, þingforseti,
sagði í samtali við Mbl. í gær, að
Góð sala
hjá Snorra
SNORRI Sturluson fékk mjög
hátt heildarverð fyrir afla, sem
togarinn seldi í Cuxhaven í
Þýzkalandi i gær og fyrradag.
Togarinn seldi alls 264,2 tonn og
fékk fyrir aflann 141,6 milljónir
króna. Meðalverð var 536 krónur
fyrir hvert kíló.
Þá seldi togarinn Guðsteinn
141,5 tonn í Grimsby í gærmorgun
og fékk fyrir aflann 105,5 milljón-
ir króna, meðalverð 746 krónur.
heima. Einnig voru sumir vinstri
menn svo öruggir um sigur, að þeim
fannst óþarfi að kjósa. Vaka tapaði
líka fylgi, en ég held að D-Iistinn hafi
einkum fengið fylgi frá stúdentum
innan kristilegra skólasamtaka. Við
unnum þessar kosningar og munum
því sjá um hátíðarhöld á vegum
stúdenta 1. des. sem og undanfarin
ár,“ sagði fulltrúi vinstri manna,
Stefán Jóhann Stefánsson.
„Ánægðir eítir atvikum“
„Fyrst vildi ég fá að taka þaö fram,
að það er ekki kristilega stúdenta-
sambandið sem stendur að framboði
D-listans, eins og sagt hefur verið í
blöðum, ekki formlega,“ sagði Ólafur
Jóhannsson, einn forsvarsmanna
framboðs D-Iistans. „Það eru ein-
staklingar innan Háskólans sem
standa að framboðinu. Við erum eftir
atvikum ánægðir með okkar hlut í
kosningunum. Við vissum að þeir
voru margir, annað hvort harðir
Vöku-menn eða vinstri menn, þannig
að við myndum ekki geta náð til
nema óákveöna hópsins. Og mér
finnst útkoman eftir atvikum góð,
þetta er meira fylgi en við bjuggumst
við í upphafi.
Það er af og frá að við bjóðum
fram til Stúdentaráðs, sem eru alfar-
ið pólitískar kosningar, en á hinn
bóginn getur verið að við bjóðum
aftur fram til 1. des. nefndar, þar eð
við teljum að þær kosningar eigi að
vera málefnalegar, ekki pólitiskar,“
sagði Ólafur Jóhannsson.
helztu mál þingsins yrðu vafalaust
kjara- og atvinnumál sjómanna,
en einnig trygginga- og öryggis-
mál. Um kjaramálin sagði Pétur,
að sjómönnum bæri saman um, að
kjör þeirra hefðu ekki hækkað
eins og hjá öðrum samanburðar-
stéttum. Mörg fleiri mál og mála-
flokkar eru til umræðu á þinginu.
Nefndir starfa þar fyrir hádegi í
dag, en eftir hádegi hefst þing-
fundur og mun Hjálmar Bárðar-
son, siglingamálastjóri, þá flytja
erindi.
EINSTAKUNGS-
FfíELS/ Efí
JAFNfíÉTT/
í fíEYND
HVÖT
FCIAG
S3ÁLFST ÆDISKVENN A
j RIYKJAVÍK
1975 1980
240KT0BER
Bókarmerki
Hvatar
HVÖT félag sjálfstæði.skvenna
í Reykjavik, hefur látið gera
bókarmerki í tilefni af því að 5
ár eru liðin frá kvennafridegin-
um 24. október 1975.
Á bókarmerkið er m.a. letrað
einkunnarorð Landssamtaka
sjálfstæðiskvenna í tilefni af-
mælisins: „Einstaklingsfrelsi er
jafnrétti í reynd".
Bókarmerkið verður selt á
Lækjartorgi í dag.
Frá framboðs- og kjörfundinum I hátiðarsal Háskóla íslands i
fyrrakvöld.
Tvísýnar kosningar í HÍ