Morgunblaðið - 24.10.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1980
23
In Memoriam:
Pétur Hoffmann
Salómonsson
Ég kynntist Pétri Hoffmann
Salómonssyni um leið og ég gekk í
Myntsafnarafélag íslands, er það
var stofnað árið 1969. Ég hafði
auðvitað heyrt um Pétur áður,
sem þekktan myntsafnara og
myntsala, og hafði lesið ævisögu
hans „Þér að segja". í bókinni
segir frekar af svaðilförum Pét-
urs, slagsmálum og störfum hans
til sjós og lands. Sá Pétur Hoff-
mann sem ég kynntist, og við
myntsafnarar, var allt annar mað-
ur. Það var hinn skörulegi, ræðni
og góði gamli maður sem alltaf
sópaði að á fundum hjá okkur. Á
yngri árum hefir Pétur Hoffmann
sjálfsagt verið bæði fimur og
rammur að afli. Bróðir hans,
Gunnar Salómonsson, Ursus, var
þekktur kraftajötunn sem hélt
sýningar bæði hér og víða erlend-
is. Sá ég hann einu sinni sýna
listir sínar og þótti mikið til koma.
Bróðir hans, Lárus Salómonsson,
er þekktur íþróttamaður og skáld.
Annar bróðir Péturs, Helgi Hjörv-
ar var frægur glímumaður á
sínum tima og talaði jafnframt
sérlega fallega íslenzku. Það gerði
Pétur Hoffmann líka. Pétur kunni
held ég flestar fornsögurnar utan-
bókar og einhver ógrynni af rím-
um og kvæðum. Auk þess var
hann afar vel að sér um menn og
málefni að fornu og nýju. Var
oftlega til Péturs leitað er skýra
þurfti atriði í myntsögu íslands.
Var Pétur alltaf reiðubúinn til
hjálpar og ekki brást minnið
honum. Pétur seldi mynt í fjölda-
mörg ár, ávallt á sanngjörnu
verði. Hann lét á sínum tíma slá
pening með mynd af sér, í kopar,
silfri og gulli, Selsvaradalina, sem
eru eftirsóttir safngripir.
Pétur Hoffmann Salómonsson
var fyrsti og eini heiðursfélagi
Myntsafnarafélags íslands. Fund-
irnir í félaginu verða svipminni án
40 ára afmæli
Nesprestakalls
40 ÁRA afmæli Nesprestakalls verður minnst nk. sunnudag við
guðsþjónustu i Neskirkju. Biskup íslands, herra Sigurbjörn
Einarsson, prédikar, en sóknarprestarnir þjóna fyrir altari. Að
lokinni messugjörð verður kaffisamsæti i safnaðarheimili
kirkjunnar.
Eins og kunnugt er, var Reykjavík skipt í prestaköll árið 1940 og
voru hin nýju prestaköll auglýst til umsóknar 27. nóvember sama
ár. Eitt þessara prestakalla var Nesprestakall er „náði yfir land
Reykjavíkurbæjar vestan Reykjanesbrautar, Seltjarnarnes og
Engey." Enn þann dag í dag eru nákvæmlega sömu landfræðilegu
mörk á þessu prestakalli, en íbúum hefur fjölgað verulega.
23ja bókin um
Morgan Kane
PRENTHÚSIÐ sf. hefur gefið út
tuttugustu og þriðju vasabrots-
bókina i Ixíkaflokknum um Morg-
an Kane og heitir hún „Einvigi i
Tomhstone“.
Prenthúsið hefur einnig gefið út
tvær stórar bækur um Morgan
Kane og í lok nóvember nk. kemur
sú þriðja og heitir hún „Einfarinn
frá Texas". Þá verður einnig
haldið áfram vasabrotsbókarit-
röðinni og þar verður 24. bókin:
„Þetta er dauðinn, senor Kane“.
Al'CI.VSIV.ASIMINN KR:
22480 Qjí1
JHorfiimbletiib
Morgan
'i** Kane
louís Masterson
EINVÍGI
í TOMBSTONE
»a»tnt ebin oat takto vtt ttf wyMt Earp
hans. Orðstír hans mun þó lengi
lifa í hjörtum okkar myntsafnara,
sem kveðjum í dag hinn látna
heiðursfélaga.
Ragnar Borg.
SÍ gef ur
út bréf-
merki
SKÁKSAMBAND íslands hefur
nú gefið út bréfmerki í tilefni
þess, að liðin eru 50 ár frá því
Islendingar tóku í fyrsta sinn þátt
í Ólympíuskákmóti. Bréfmerki
jvessi eru 10 í örk með mynd
Halldórs Péturssonar „Riddara-
slagur", og er áritunin: Islend-
ingar þátttakendur á Ólympíu-
skákmótum í 50 ár, 1930 Hamborg
— 1980 Valletta. Merki þessi verða
til sölu í frímerkjaverzlunum og á
skrifstofu SÍ og kostar örkin kr.
1000.
okV^®’ 367 >er\ð 77
AUCLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA HF
Kjólar — Kjólar
Dagkjólar — Kvöldkjólar — Samkvæmiskjólar í nýju,
glæsilegu úrvali. Allar stæröir — Hagstætt verö.
Opiö í dag til kl. 7.
Laugardaga kl. 10—12.
Kjólasalan, Brautarholti 22.
Inngangur frá Nóatúni.
Nýtt Nýtt
Kjólar — Pils — Blússur - Peysur — Vesti
Glugginn,
Laugavegi 49.
Pinnaborð og stólar
í fjölbreyttu úrvali
Símar: 86080 og 86244
Húsgögn
Ármúli 8
Verö frá
kr. 246.300.
Verð frá
kr. 246.300.
Mikon^\
L FÓKUS HF
Lækjargötu 6 B
Sími 15960.