Morgunblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 Fær Sambandið að- stöðu í Kópavogi? Á FUNDI Bajarráðs Kópavotfs á þriójudaK flutti Jóhann H. Jóns- son, fulitrúi Framsóknarflokks- ins. tillögu um að bjóða forsvars- mönnum Samhands íslenzkra sam- vinnufélaKa til viðræðna um huKs- anlcga aðstíiðu fyrir rekstur þeirra í landi Fífuhvamms i Kópa- vo){i. Þessi tillaKa mætti mikilli mótspyrnu fulltrúa Alþýðuflokks- ins, en fulltrúi AlþýðubandalaKs- ins bað um vikufrest á afgreiðslu tillöKunnar. sem var veittur. Fyrr- nefndir þrír aðilar mynda meiri- hluta bæjarstjórnar í Kópavojfi. Morgunblaðið fékk þessar upp- lýsingar staðfestar hjá Richard Björgvinssyni öðrum fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í Bæjarráði Kópa- vogs. Hann var ennfremur spurður um afstöðu Sjálfstæðismanna í þessu máli og sagði, að Sjálfstæð- ismenn væru fylgjandi tillögunni, þar sem þeir hefðu mikinn áhuga áð fá aukinn atvinnurekstur inn í bæjarfélagið. Vopnafjarðarlínan tekin í notkun: MJÖG góð loðnuveiði var í fyrrinótt og er aflinn á vertiðinni nú kominn yfir 200 þúsund tonn. 27 bátar tilkynntu Loðnunefnd um afla í fyrrinótt og fram eftir degi í gær. samtals 18.010 tonn og er það mesti afli. sem tilkynnt hefur verið um á vertíðinni. I>á voru 18 skip eftir á miðunum og reiknaði Andrés Finn- hogason hjá Loðnunefnd með þvi að einhver skip ha-ttust við með full- fermi fyrir miðnætti og siðastliðna nótt. 101 milljón í Afríku- söfnunina IIEILBARUPPIIÆÐ söfnunar Rauða Kross Islands var um miðjan dag í gær komin yfir hundrað millj. kr., cða samtals 101 millj. og sjö þúsund krónur. I>ar af eru rúmar 35 millj. kr.. sem söfnuðust á hofuðhorgarsva'ðinu í síðustu viku. en lokatalan. er talningu lauk i gær. var 35 millj. 757 þús. J09 kr. Nú líður að lokum söfnunarinnar og eiga aðeins nokkrar Rauöa kross deiidir á landsbyggðinni eftir að fara í skipulagðar safnanir í sínum heimahéruðum. Rauði kross íslands minnir því á gíróreikning sinn, fyrir þá sem hafa í hyggju að leggja af mörkum í söfnunina, en hafa ein- hverra hluta vegna ekki fengið tækifæri til þess. Reikningsnúmerið er 120200. Af loðnuskipunum 52 voru þau öll byrjuð veiðar í gær að tveimur undanskildum. Þau eru Ársæll, sem er að tygja sig á loðnuveiðarnar eftir að hafa tekið sinn skammt af síldinni, og Jón Kjartansson SU 111 frá Eskifirði. Síðarnefnda skipið var í vélaskiptum í Danmörku og þegar því verki var að ljúka kom upp eldur í skipinu. Af þeim sökum tafðist Jón Kjartansson og er hann ekki væntan- legur til landsins fyrr en undir miðjan næsta mánuð. Aflahæsta skipið á vertíðinni er Óli Óskars RE, en hins vegar hefur Örn KE 13 fengið mest af kvóta sínum. Liggur nærri að skipið eigi eftir að landa um 2.000 tonnum af þeim kvóta, sem nú er miðað við, þ.e. 70% af upphaflega kvótanum. Pétur Jónsson átti í gær um 3 þúsund eftir af kvóta sínum, en þessi tvö skip voru í gær á leið til lands með fullfermi. Eftirtalin skip tilkynntu um afla til Ix)ðnunefndar á þriðjudag og þar til í gærkvöldi: Þriðjudagur: Guðmundur 800, ís- leifur 430, Skírnir 100, Súlan 780, Gísli Árni 600. Miðvikudagur: Hrafn 630, Gígja 250, Skarðsvík 620, Þórshamar 550, Huginn 550, Víkingur 1350, Óskar Halldórsson 440, Keflvíkingur 520, Gullberg 600, Örn 580, Þórður Jónas- son 490, Magnús 520, Rauðsey 570, Húnaröst 630, Dagfari 530, Hákon 820, Hilmir II 560, Grindvíkingur 950, Sigurður 1350, Bjarni Ólafsson 1000, Jón Finnsson 600, Pétur Jónsson 800, Sæbjörg 580, Nátt/ari 530, Sigurfari 870, Haförn 690, Seley 430. Grænlendingarnir austur fyrir Fjall FORSÆTISRÁÐIIERRA Græn lands og sendinefndin. sem með honum kom á mánudaginn í boði utanríkisráðuneytisins, fór í gær í kynnisferð austur fyrir Fjall. Var þá komið við í orkuverunum við Sogn. Iládegisverður var snaddur í Irafossstöðinni. En síðdegis lá leiðin til Selfoss og var þá komið við i Flóamannabú- inu og síðan i Garðyrkjuskóla ríkisins. Forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, hefur óskað eftir því að fá tækifæri til að ræða við Jonathan Motzfeldt og græn- lensku sendinefndina. Munu nefndarmenn ganga á fund Gunn- ars á föstudagsmorgun. Ásamt þeim Jonathan Motzfeldt forsætisráðherra og Lars Emil Johansen atvinnumálaráðherra í grænlensku heimastjórninni eru með þeim þeir Gunnar Martens ráðuneytisstjóri og Emil Abelsen lögfræðingur. I dag munu hinir grænlensku gestir kynna sér að nokkru fisk- iðnaðinn og hefur sjávarútvegs- ráðuneytið skipulagt kynnisíerð þeirra til stofnana og fyrirtækja. Þeir munu einnig í dag heimsækja aðalstöðvar Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Andrés Finnbogason hafði í nógu að snúast í ga>r. en samtals var þá tiikynnt um rösklega 18 þúsund tonn til Loðnunefndar. (Ljósm. Em- ilía). Mikill sparnaður og aukið öryggi Útför Stefáns Jóhanns Stefánssonar fyrrverandi forsætisráðherra tslands var gerð í gær frá Dómkirkjunni i Reykjavík. Myndin var tekin er kista hins látna var borin úr kirkju. Ljónm. Mbi. RAX. Góð loðnuveiði og afl- inn yfir 200 þús. tonn VOPNAFJARÐARLÍNA verður formlega tekin í notkun á laugar- dag, en hún hefur verið notuð siðan 16. þessa mánaðar. Er þarna um mikinn áfanga að ra'ða i raforkumálum Austfirðinga, en með þessu komast Vopnfirðingar inn á landskerfið, en fram til þessa hafa þeir verið háðir disel- rafstöðvum. Auk mikins sparnað- ar eykur nýja línan öryggi i raforkumálum á Vopnafirði. Línan er frá Lagarfossi um Búr á Hellisheiði til Vopnafjarðar, alls tæpir 60 kílómetrar. Línan er 66 kílówatta og byggð fyrir mikla flutningsgetu. Þar sem línan ligg- ur hæst er hún í 580 metra hæð, en alls eru staurastæðurnar liðlega 300. Byggingartími línunnar var tvö ár og sáu verktakafyrirtæki Guðjóns Sveinssonar og Unnars Elíssonar á Egilsstöðum um að reisa staurana, en flokkur frá RARIK á Austurlandi annaðist sjálfa línulögnina. Kostnaður við rafmagnsfram- leiðslu með díselvélum á Vopna- firði kostaði um 50 milljónir krónur á mánuði, en tekjur af orkusölu voru í kringum 20 millj- ónir króna. Kostnaður við orku með tilkomu hinnar nýju línu er hins vegar 8—10 milljónir króna, en fjármagnskostnaður er þá ekki talinn með. V innumálasambandið samþykkti samningana VINNUMÁLASAMBAND sam vinnufélaganna undirritaði í fyrrakvöld kjarasamninga við Alþýðusamband íslands og eru samningarnir að öllu leyti hinir sömu og um samdist milli ASÍ og VSÍ. Aðeins eitt félag fór í verkfall í gær, 29. október, Málarafélag Reykjavíkur, en með verkfallinu vildu málarar sérstaklega lýsa óánægju sinni með þá meðferð, sem reiknitala byggingamanna fékk í kjarasamningum milli ASÍ og VSÍ. Þá hefur Félag fram- reiðslumanna, sem er eitt þeirra félaga, sem eftir er að semja við, boðað eins dags verkfall hinn 8. nóvember næstkomandi. í gær voru sáttafundir í kjara- deilu prentara, bakara og enn- fremur sátu á sáttafundum Félag leiðsögumanna og matreiðslu- menn á farskipum. í dag hefur verið boðaður sáttafundur í kjara- deilu mjólkurfræðinga. í stuttu máli Gufurafstöð í Bjarn- arflagi gangsett á ný Hjork. Mývatnssveit 29. október. NÚ ER búið að setja gufurafstöð- ina í Bjarnarflagi í gang á ný, en sem kunnugt er hefur hún ekki verið starfrækt um alllangt skeið. Hún var á sínum tíma tekin í notkun vegna gufuskorts. Þessi rafstöð á að geta framleitt þrjú megavött og munar um minna. — Kristján. Gjaldskrárnefnd skilar áliti í dag Gjaldskrárnefnd hefur verið á daglegum fundum að undanförnu og metið hækkunarþarfir opin- berra fyrirtækja, sem sótt hafa um hækkanir. en sem kunnugt er eiga opinberar hækkanir að taka gildi um þessi mánaðamót verði þær heimilaðar. Georg Ólafsson verðlagsstjóri, formaður nefndarinnar, sagði í gær að nefndarmenn væru að leggja lokahönd á verk sitt. Kvaðs;t hann búast við því að nefndin myndi skila áliti til við- komandi ráðuneyta í dag, fimmtu- dag. Samráðsfundur for- sætisráðherra í dag GUNNAR Thoroddsen, forsæt- isráðherra, efnir til samráðs- fundar í Ráðherrabústaðnum i dag klukkan 16. Á fund þennan hafa verið boðaðir fulltrúar ASÍ, VSÍ, Vinnumálasambands samvinnu- félaga, Farmanna- og fiski- mannasambandsins, BSRB, BHM, Sambands ísl. banka- manna, Stéttarsambands bænda og Sambands ísl. sveitarfélaga. Auk forsætisráðherra verða á fundinum Jón Ormur Halldórs- son, formaður Efnahagsmála- nefndar ríkisstjórnarinnar, og Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, en þjóðhagsáætl- un verður til umræðu á fundin- um. Samningarnir sam- þykktir í Keflavík Á sameiginlegum félagsfundi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkakvennafélags Keílavikur og Njarðvíkur, sem haldinn var i Keflavik siðastliðið þriðjudags- kvöid voru nýgerðir kjarasamn- ingar samþykktir samhljóða. ennfremur eftirfarandi ályktun: „Félagsfundur VSFK og VKFKN fagnar því að nú hafa tekizt kjarasamningar, sem bæta að nokkru þá hrikalegu kjara- skerðingu, sem átt hefur sér stað að undanförnu. Fundurinn álítur að gerðir kjarasamningar hafi enga þýðingu og verði markleysa ein ef stjórnvöld hleypa umsömd- um kauphækkunum út í verðlag og þjónustu, sem í raun magnar verðbólguna og skilur þá lægst launuðu eftir ennþá verr stadda en áður. Fundurinn skorar á Alþýðusambandið og aðildarfélög þess að beita öllum hugsanlegum ráðum til að veita stjórnvöldum aðhald svo samningarnir haldi raungildi sínu.“ Lærbrotnaði FJÓRTÁN ára drengur lær- brotnaði í umferðarslysi á Hringbraut í hádeginu i gær. Drengurinn var á reiðhjóli á Hringbraut austan Birkimels þegar hann varð fyrir leigubif- reið. Atburður þessi varð um klukkan 12.40. Það er ósk slysa- rannsóknadeildar lögreglunnar í Reykjavík að vitni að slysinu gefi sig fram við lögregluna hið fyrsta. Jóhannes á Gríms- stöðum er látinn lijnrk. Mývatnssveit 29. október. NÝLÁTINN er á sjúkrahúsi á Húsavík Jóhannes Sigfinngson á Grímsstöðum, 84 ára. Jóhannes var á sínum tíma fréttaritari Morgunblaðsins í Mývatnssveit. Útför hans verður gerð næstkom- andi laugardag frá Reykjahlíð- arkirkju. — Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.