Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 19 Bergur Guðnason um takmörkun vaxtafrádráttar: Gíf urleg mismunun á aðstöðu þeirra, sem uppfylla skilyrðin, og hinna, sem gera það ekki Þau sýna tékkneska þjóðdansa á Tékkóslóvakíu-hátíð. Tékkóslóvakíu-hátíð að Hótel Loftleiðum „TILGANGUR okkar með þessu er sá, eins otí raunar setíir i tilkynningunni. að vekja athygli fólks á þvi að vaxtafrá- dráttur einstaklinga. sem ekki stunda atvinnurekstur. verður í fyrsta skipti takmarkaður nú á næsta framtali, það er árið 1981.“ — Þetta var svar Bergs Guðnasonar lögmanns. er Morgunbiaðið spurðist i gær fyrir um tilefni auglýsingar er hann hefur birt undanfarna daga til að vekja athygli á breyttum skattalúgum. „Þessi breyting er gerð með lögum númer 7 frá 1980, og þar er um að ræða endurbætur á skattalögum númer 40 frá 1978,“ sagði Bergur ennfremur. „Að mínu mati var þessu ákvæði hálfvegis laumað inn í skattalög- in, sagði Bergur, „án þess að það vekti athygli vegna þess að þetta kom ekki til framkvæmda við síðustu skattlagningu. Fyrir bragðið virðist þetta hafa farið 5 Bergur Guðnason fram hjá allri opinberri um- ræðu, en hér er um að ræða breytingu sem felur í sér gífur- legan mismun á aðstöðu þeirra annars vegar, sem uppfylla ekki- skilyrðin og hins vegar þeirra sem uppfylla þau samkvæmt hinni nýju grein skattalaganna. En í henni segir að það sem frádráttarbært sé „vaxtagjöld, afföll og gengistap, enda séu gjöld þessi vegna fasteigna- veðskulda til þriggja ára eða lengri tíma, sem sannanlega eru notaðar til öflunar íbúðarhús- næðis til eigin nota.“ — Þetta ákvæði er sem sé bundið við að um sé að ræða eigið húsnæði, er viðkomandi ætli sjálfur að búa í, ekki væri til dæmis unnt að fá frádrátt vegna íbúðar númer tvö. Sama gildir um vaxtagjöld vegna annarra skulda, sem sann- anlega er til stofnað vegna kaupa eða nýbyggingar húsnæð- is til eigin nota. Slík vaxtagjöld er þá aðeins heimilt að draga frá tekjum á næstu skattárum, talið frá og með kaupári, eða fjórum árum talið frá því ári sem bygging er hafin á. Þetta þýðir það, að menn fá að vísu að draga frá fasteigna- veðskuldavexti, sem eru til þriggja ára eða lengri tíma. Það er hins vegar alkunna, að öll vaxtaaukalán eins og þau leggja sig, þekkjast ekki til þriggja ára eða lengri tíma. Þá er þetta auk þess takmark-. að þannig þegar þessu sleppir, að frádráttur þessi má aldrei nema hærri fjárhæð en 15 hundruð þúsundum króna, en hjá hjónum helmingi hærra. Skattgreiðend- ur njóta því ekki þessa hámarks nema þeir hafi keypt fasteign á síðustu tveimur skattárum, eins og ég vék fyrr að, eða þá byggt á síðustu fjórum árum. — Þó er þess að gæta í sambandi við þetta „þak“, að ef um er að ræða fasteignaveðlán til lengri tím en 3ja ára er ekki skilyrði að viðkomandi hafi keypt eða byggt á umræddum árafjölda," sagði Bergur að lokum, og sagði rétt að vekja athygli fólks, sem hygði á fasteignaviðskipti á næstunni, að hagkvæmt væri að gera það þegar fyrir áramót. í DAG hefst „Tékkóslóvakíu- hátíðin“ í Vikingasal Hótel Loft- leiða; eins konar kynning á Tékkóslóvakíu — landi og þjóð. Að þessari kynningu standa. auk Hóteis Loftleiða, Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar og Sendiróð Tékkóslóvakíu í Reykjavík. A Tékkóslóvakíu-hátíð munu ýms tékknesk fyrirtæki og um- boðsmenn þeirra hérlendis kynna tékkneskan iðnvarning og sýna vörur í sýningarskápum hótelsins. Ennfremur verða kvikmyndasýn- ingar í ráðstefnusal. Ellefu tékkneskir listamenn eru komnir til landsins og munu þeir skemmta gestum á hátíðinni og framreiddur verður matur á tékkneska vísu. I þessum hópi eru hljómlistarmenn, dansarar, trúð- ar og töframaður; allt frægt fólk í sínu heimalandi. Hópurinn heimsækir líka stofn- anir meðan á dvölinni hérlendis stendur, þ.á m. Reykjalund og Landspítalann. Tékkóslóvakíu-hátíðin stendur fram á nk. sunnudagskvöld, 2. nóvember. Tilkynning f rá Húsafelli sf. og SkattaÞiónustunm sf^ ^ tram.aH áhö «81 sem JJ J*a ““ 30 gr laga nr. næöi á siðustu 2 nú er því rétti tíminn til aö kaupa 40/1978 meö breyt ^"LN“ skri}stofunni. ef pú ert aö hugsa um paö. uppi. Húsafell Skattaþjónustan st Abalsteinn Pgfursson fasteignaSA;.a LMhoH’Zfc'* BergurGuönasoo hdl Bæiarleibahu! mu I ° _ S. 82023. Þetta er tékkneskur töframaður. Verið ©HU viobuin MOTORS vetrinum Látið fagmenn okkar undirbúa bílinn fyrir veturinn. VETRARSKOÐUN INNIHELDUR: Skipt um kerti og platínur. Ath. kertaþræðir, kveikjulok og hamar. Athuguð forhitun og benslnsla. Þjöppumæling. Stillt reim á rafal. Loftsia athuguð. Mæld olla á vél. Mæld hleösla, bætt á rafgeymi og ath. geymaskór. Stillt kveikja og blöndungur. Stýrisgangur athugaður. Hemlar athugaðir. Kúpling stillt. Athugað hvort leki sé á kælikerfi. Mældur frostlögur, bætt á ef með þarf. Athugaðar rúðusprautur og bætt á ef meó þarf. Rúöuþurrkur athugaðar. Smurt I læsingar og lamir. Silicon sett á hurðar- og skottloksgúmml. Mælt loft I dekkjum og ath. slit á munstri. Athuguð Ijós. Ljósastilling. [hIHEKLAHF I Laugavegi 170-172 Sími 21240 VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI: Kr. 38.500 og gildir til 1. des. 1980. Innifaliö i verði: Kerti og platinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.