Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 11 Krabbameinsfélagið: Yiimingar fyrir 34 millj. í happdrætti Hausthappdrætti Krabba- meinsfélagsins er nú hafið eins og kunnugt er þeim mörgu sem hafa fengið miða senda heim. Aðalvinningurinn er 5 manna fólksbifreið Volvo 345 GLS (Grand Luxe Super) af árgerð 1981. Þá eru tveir bílar að eigin vali fyrir 6,5 og 5,5 milljónir króna, fjögur Philips VCR 2020 myndsegulbandstæki og fimm 700 þúsund króna hljóm- tækjavinningar. Heildarverð- mæti þessara 12 vinninga er meira en 34 milljónir króna en hver happdrættismiði kostar 1300 krónur. Volvo bíllinn verður fyrst til sýnis í Bankastræti og síðan í Austurstræti þegar nær líður drætti. Verða miðar að venju seldir í bílnum. Jafnframt eru seldir miðar og veittar upplýs- ingar á skrifstofu happdrættis- ins í Suðurgötu 24. Dregið verður 24. desember en mjög kærkomið að heimsendir miðar séu greiddir sem fyrst. Mjólkurvika verður 3.-9. nóvember MJÓLKURDAGSNEFND hefur ákveðið að efna til sérstakrar mjólkurviku. Það verður dagana 3. til 9. nóvember. Víðtæk kynn- ing mun fara fram þessa daga á helstu mjólkurafurðum. Dagana 3.-7. nóvember verð- ur nemendum í grunnskólum utan höfuðborgarsvæðisins gef- inn kostur á að heimsækja mjólkurbúin. í Reykjavík og nágrannabyggðum hafa á vegum Mjólkursamsölunnar verið skipulagðar heimsóknir ákveð- inna bekkja í grunnskólunum. Þessar kynnisferðir í Mjólkur- samsöluna verða flesta virka daga í vetur. Nemendurnir fá nokkra fræðslu um vinnslu mjólkurinnar og starfsemi Mjólkurstöðvarinnar, þeim verð- ur sýnd kvikmynd og boðið upp á mjólkurdrykk. Dagana 6.-9. nóvember verð- ur sýning og markaður í húsi Osta- og smjörsölunnar að Bitruháísi 2 í Reykjavík. Fram- leiðsluvörur einstakra mjólkursamlaga verða sýndar og gefnar verða bragðprufur af nýjum og gömlum tegundum af ostum, jafnframt sem þessir ostar verða seldir á staðnum. Sýnikennsla verður alla dagana, þar sem leiðbeint verður um tilbúning ýmissa mjólkurrétta. Sýnikennslan verður á vegum Osta- og smjörsölunnar og Mjólkursamsölunnar. Seldar verða að minnsta kosti tvær tegundir af tertum: rjóma- ostterta og skyrterta. Þá verða einnig seldir kynningapakkar með mismunandi mjólkurvörum. Hlutavelta verður í gangi alla dagana, vinningar verða ýmsar mjólkurafurðir. Samtímis sem kynnt verður léttmjólk og óblönduð jógurt, mun fara fram nokkurs konar neytendakönnun. Kvikmyndasýningar verða alla dagana, þar sem sýndar verða stuttar fræðslumyndir um framleiðslu og vinnslu mjólkur. Aðgangur verður ókeypis. Ágóða af happdrættinu er varið til starfsemi og fram- kvæmda á vegum krabbameins- samtakanna svo sem til skipu- lagðrar krabbameinsleitar, frumurannsókna, krabba- meinsskráningar og víðtækrar fræðslu- og útgáfustarfsemi fyrir skóla og almenning. Hafa landsmenn fyrr og síðar veitt samtökunum ómissandi stuðn- ing til alls þessa með þátttöku sinni í happdrættinu. (Fréttatilkynning) Læknamafían Ný bók eftir Auði Haralds Auður Haralds LÆKNAMAFÍAN, lítil pen bók eftir Auði Haralds, er nýkomin út hjá Iðunni. Eftir Auði kom í fyrra út bókin Hvunndagshetja, þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn. Vakti sú bók veru- lega athygli og þótti nýstárleg. Læknamafían er fyrstu persónu saga og lýsir þeirri reynslu sögu- manns (sem er kona) að veikjast og þurfa að gangast undir læknisað- gerð á spítala. Þarf hún að heyja harða baráttu við læknastéttina til að fá sjálfa sig og sjúkdóm sihn tekin gild í þvt samfélagi. Það tekst að vísu að lokum og lýsir sagan sjúkrahúsvistinni og kynnum af hjúkrunarfólki og öðrum sjúkling- um. — Höfundur lætur eftirfarandi athugasemd fylgja: „Algjör tilvilj- un ræður því ef persónur bókarinn- ar líkjast lifandi eða látnu fólki, því ég hef svo sannarlega lagt mig fram við að hylma yfir uppruna þeirra.” Læknamafían er í tuttugu köfl- um, 178 blaðsíður. Steinholt hf. prentaði. Ólöf Árnadóttir sá um útlit kápu. / & Hefur þú gert þér grein fyrir þMí... að verö vöru sem liggur á lager í verslun veróurfljótt „gamalt verð“. Þegar varan síðan selst á gamla veróinu og endurnýja þarf lagerinn er nýja varan dýrari í inn- kaupi. Þannig fæst aóeins hluti nýrrar vöru fyrir andviröi þeirrar eldri. Smátt og smátt tæmist slíkur lager. Ef vió viljum þjónustu og vöru- úrval í versluninni veróa aö gilda sömu lögmál þar og annars- staöar í þjóðfélaginu. Raunvirði vöru er sjálfsagt, líka í versluninni. Búum betur að versluninni. Það er okkar hagur. viöskipti &verzlun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.