Morgunblaðið - 30.10.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 30.10.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR30. OKTÓBER 1980 3 Bogi Sigurbjörnsson. Skipaður skatt- stjóri í Norður- landsumdæmi vestra BOGI SÍKurbjörnsson á Siglufirði hefur verið settur skattstjóri Norðurlandsumdæmis vestra í eitt ár frá ok með 28. október að tclja. Starfið var auglýst til umsóknar í sumar og þegar umsóknarfrestur rann út hafði ein umsókn borizt, þ.e. frá Boga. Þá var umsóknar- frestur framlengdur, en fleiri um- sóknir bárust ekki og var Boga veitt starfið í gær. Bogi hefur verið starfsmaður skattstjóraembættis- ins. greinir nefndin sem fræðslu um innihald kristinnar trú- ar svo þekking barns aukist og skilningur þess dýpki, samfélag með jafnöldrum og öðrum í söfnuðinum svo að það styrkist í trúnni, til- beiðslu bæði með þátttöku í sameiginlegri guðsþjónustu og í fræðslustundum og kall til þjónustu í söfnuðinum með áþreifanlegum verkefn- um. I máli nefndarmanna sem eru þeir sr. Þorvaldur Karl Helgason, sr. Bernharður Guðmundsson, sr. Heimir Steinsson og sr. Ingólfur Guðmundsson, sem er ritari nefndarinnar, kom það fram að nefndin leggur ekki fram neinar endanlegar tillögur um tilhögun fermingar- starfanna. Nefndin leggur til að þau byggist á sífelldu endurmati með hliðsjón af þjóðfélagsaðstæðum og fleiru en samt í fullri trúmennsku við kenningu Krists. Tillagan var lögð fyrir þingnefnd en í máli þeirra þingmanna sem létu í ljósi álit sitt í gær kom fram ánægja með störf nefndar- innar og tillöguna. Kirkjuþing: Tillaga um breytingar á fermingarundirbúningi Kirkjufræðslunefnd lagði í gær fram greinargerð fyrir kirkjuþingið sem nú starf- ar í Ilallgrímskirkju í Reykjavík. I greinargerð- inni leggur nefndin fram tillögu um breytingar á fermingarundirbúningn- um, fermingarstörfunum eins og nefndin kallar hann, bæði á skipulagi og tilhögun undirbúningsins. Tillagan er svohljóðandi: 1. í framhaldi af starfi nefndarinnar verði skipuð sérstök fastanefnd til að hafa umsjón með ferming- arstörfum innan þjóðkirkj- unnar. Starf hennar yrði: 1. Öflun upplýsinga hérlendis. 2. Aðild að norrænu og alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði og miðlun upplýsinga út á við og innan kirkjunnar hér. 3. Umsjón með gerð útgáfuefnis vegna ferm- ingarstarfa. 4. Funda- og námskeiðahald fyrir þá sem vinna að fermingarstörfum. Fermingarnefndin hafi fastan starfsmann á Biskupsstofu (æskulýðs- fulltrúa) og vinni með lið- veislu hans í nánu samstarfi við þá aðila sem sinna fræðslumálum innan kirkj- unnar. 2. Kirkjufræðslunefnd starfi áfram á grundvelli ályktunar kirkjuþings 1978.“ Fermingarstörfin skil- Fyrsta f lokks hönnun og nýjasta tækni eru þau viðbrögð sem þarf, þegar bensínverð fer stöðugt hækkandi Vinsældir smærri bila hafa farið ört vaxandi, eftir því sem orkukreppan hefur þrengt að fjárhag manna við hækkandi benslnverð. Þetta hefur haft það I för með sér að menn hafa talið nauðsynlegt aö fórna rými, krafti og þægindum, til að spara bensln. Þetta hefur ekki þótt nema eölilegt. En hjá Mazda líta menn öðruvfsi á. Framleiðendur Mazda telja ekki að menn eigi að hugsa smátt þó að þeir vinni að gerð smærri bíla. Árum saman hefur Mazda verið þekkt fyrir nýjungar I allri gerð bllla, af hvaða stærð sem þeir eru. Eitt merkasta dæmið um þetta er Wankelvélin, sem er I RX- 7 sportbilnum, sem er bylting í smlði bdvéla og engum öðrum en Mazda hefur tekist að hafa I framleiðslu að staðaldri. Og nú kynnir Mazda nýja árgerð af 323, að þessu sinni með framhjóladrifi, bil sem er nýr frá grunni og nýtir alla nýjustu tækni, sem tiltæk er. Þessi bill er ekki aðeins nýr, heldur er hann afleiðing þeirrar stefnu Mazda, að nýta allt þaö sem nýjast og hagkvæmast er. Til að tryggja bæði sparneytni og aukiö rými þurfti blliinn að vera bæði stærri og léttari, sem að jafnaði fer ekki saman. Lausnir á þvi fundust með nýjum efnum, léttari málmblöndum og framhjóladrifi, sem tekur minna rúm i bilnum. Það er ekki vandalaust að létta bílinn um 10 kfló og lengja jafnframt farþegarými um 17 sentimetra. Önnur leið til að nýta rými sem best er að gera farangursrýmiö sveiganlegt. Hægt er aö leggja niður hálft aftursætiö eða allt, eftir þörfum, og undir gólfinu i farangursgeymslunni er lokað geymsluhólf. Rúmgóöur bill, sem er ekki stór, er ekki mótsögn, þegar hann er smlðaóur af Mazda. Og kraftmikill bíll, sem eyðir litlu benslni er heldur ekki mótsögn, þegar öllum nýjustu aðferðum er beitt. Nokkrar mlnútur undir stýri f nýja Mazda 323 sannfæra þig um það. Mazda hefði getaö notað gamla vél og lagaö hana að framdrifi, en verkfræöingar fyrirtækisins voru sannfæröir um að allt þyrfti að vera nýtt frá grunni, til að árangur næðist. Vélin sem kom af teikniborði þeirra er allt i senn, kraftmeiri, léttari minni fyrirferöar og umfram allt eyðir minna benslni. Straumlinulagað útlit er heldur ekki tilviljun. Billinn er hannaður með það i huga að draga sem mest úr loftmótstöðu, til að eyðsla verði sem minnst. Og eins og oftast fer, leiðir ein góð hugmynd fleira en eitt gott af sér. Lögun bílsins veldur þvi að hann er nú miklu stöðugri í hliðarvindi og sviptivindum. En það þarf fleira en sparneytni og fallegt útlit til að búa til Mazda bil. Hann þarf líka að hafa frábæra aksturseiginleika. Með endurbættu stýriskerfi hefur tekist aó koma i veg fyrir að menn finni að billinn er með framhjóladrif og stýri er mun léttara en fyrr. Girskipting er léttari en í öðrum framdrifsbilum, því að verkfræðingar leystu vanda, sem öðrum hafði ekki tekist að leysa. Nýi Mazda 323 er árangur framsýnnar hugsunar kunnáttumsamra verkfræðinga, sem ráóa yfir allri nýjustu tækni. Hann er byggöur á þeirri grundvallarhugsun, að framfarir eigi að halda áfram, þrátt fyrir hækkandi bensinverð. Með þvi að nýta tæknina til fulls megi áfram ætlast til meira rýmis, meiri vélarorku, meiri þæginda og jafnframt minni eyðslu. Þetta er bill sem er hugsaður frá sjónarmióum næsta áratugs, en ekki þess sem var að líða. Það er engin ástæða til að gefast upp fyrir orkukreppunni. Þetta eru allt hlutir, sem hver maður getur gengið úr skugga um sjálfur, með þvi aó bera nýja Mazda 323 saman við hliöstæða bila. Þetta er fyrsti bíllinn, sem tekst að ná öllum þessum markmióum. Sættu þig ekki við neitt minna. BILABORG HF. Smiöshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.