Morgunblaðið - 30.10.1980, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 30. OKTÓBER 1980
Vilhjálmur Eyþórsson:
Vandræðaleg þögn vinstri-
manna um Víetnam-stríðið hefur
verið rofin. Stofnað hefur verið
vináttufélag við Hanoi-stjórnina.
Vegna þessa finnst mér tilvalið að
rifja upp í stuttu máli nokkur
helstu atriði Indó-Kína-styrjald-
arinnar, sem þessir nýju vinir
okkar hafa haldið gangandi und-
anfarna áratugi, reyna að skilja,
hvers vegna svo margir hafa orðið
að deyja á hrísgrjónaekrum Suð-
austur-Asíu:
VINIR
VORIR
„Þjóðfrelsis-
hreyfingar“
Snemma á sjötta áratugnum
komst til valda í Norður-Víetnam
einræðisherra nokkur, Ho-Chi-
Minh að nafni og stuðnngsmenn
hans. Ho þessi hafði í æsku
sannfærst um ágæti efnahags-
kerfis, sem soðið er saman af
Marx, Lenín o.fl. Skömmu eftir að
hann hafði komið kerfi þessu á hjá
sér, með alræði því, fangabúðum
og fólksflótta (um ein milljón),
sem einkenna slík þjóðfélög, hóf
hann að boða nágrannalöndunum
trú sína.
Kommúnistar ætluðu sér frá
upphafi að ná völdum í öllu
Indó-Kína, en íbúarnir voru hins
vegar flestir á öðru máli, enda
ýmist búddistar eða kaþólskir.
Þjóðernissinnasamtökin Viet
Minh höfðu haft verulegt fylgi í
baráttunni gegn Frökkum, og hafa
kommúnistar ætíð látið svo, sem
þetta væru stuðningsmenn þeirra.
Alþýða manna í löndunum var
með öllu ókunnug fræðum „herra
Marx Leníns", sem hún kallaði
svo. Var því gripið til þess ráðs, að
koma upp morðsveitum, Viet
Cong, Pathet Lao og Rauðum
Kmerum, sem kommúnistar
nefndu með dæmigerðri og dæma-
lausri ósvífni „þjóðfrelsishreyf-
ingar".
Hlutverk þjóðfr^sismanna var,
í stuttu máli, að neyða íbúa
iandanna til stuðnings við sig eða
drepa þá ella. Ég vil undirstrika
þetta, því þó það virðist augljóst,
hefur vafist fyrir ýmsum að skilja.
Viet Cong (FNL) höfðu það hlut-
verk að drepa fólk, sem ekki vildi
vera kommúnistar.
Þeir voru alltaf fáir, og höfðu
mikinn meirihluta íbúanna á móti
sér, sem fólksflóttinn til borganna
sannar, en með því að vega alltaf
úr launsátri tókst þeim að valda
ógn og skelfingu sem dró úr
mótstöðuafli og baráttuvilja íbú-
anna.
Til þess að skýra betur hvers
eðlis „hernaður" kommúnista var,
má hugsa sér hliðstæðu: Austur-
Þjóðverjar héldu úti hryðjuverka-
mönnum (frelsissveitum), sem
færu sprengjandi og myrðandi
(barátta gegn kúgun alþýðunnar)
um borgir og sveitir Vestur-
Þýskalands til þess að þvinga
menn til sameiningar við „lýðræð-
islýðveldið" í austri.
Hætt er við að fátt yrði um
varnir, a.m.k. ef marka má reynsl-
una af baráttunni gegn Baader-
Meinhof-flokknum.
Bandaríkjamenn
Því skal ekki á móti mælt, að
afskipti Bandaríkjamanna af
stríðinu urðu til ills eins enda fór
þar saman léleg herstjórn og hin
mesta óráðsía í flestum hlutum.
Menn mega þó ekki missa sjónir á
því, að Bandaríkjamenn hófu
þátttöku í stríðinu í því skyni að
stöðva útþenslu Norður-Víetnama
og hindra þá þróun mála sem nú
er orðin. Markmið þeirra var fyrst
og fremst að reyna að halda
Norður-Víetnömum innan landa-
mæra sinna. Þetta hlaut að mis-
takast. Ástæðan er einföld: Þó að
kjarni Víetnamstríðsins vær inn-
rás Norður-Víetnams í öll ná-
grannalönd sín á skaganum, vildu
Bandaríkjamenn ekki svara í
sömu mynt með innrás í Norður-
Víetnam.
Þessu svipar til að Bandamenn
hefðu ætlað sér að sigra Hitler án
þess að ráðast á Þýskaland sjálft.
“Barátta“
Þótt útþensla ríkis síns og trúar
væri aðalmarkmið Hanoi-manna,
kom þó fleira til, t.d. sú áhersla,
sem kommúnistar leggja jafnan á
„baráttu" ýmiss konar, en þetta er
í rauninni kænlega dulbúinn
ofbeldisáróður og hliðstæður rausi
Hitlers (Mein Kampf).
Miklu hefur einnig vafalaust
ráðið þörfin fyrir óvin til þess að
þjappa þjóðinni saman, blóra-
böggul, sem menn gætu sameinast
gegn, á sama hátt og t.d. þýska,
rússneska og nú síðast íranska
þjóðin sameinuðust um Hitler,
Stalín og Khomeini. Bandaríkja-
menn fullnægðu þessari þörf að-
dáanlega. Eftir að þeir hófu þátt-
töku í stríðinu varð auðveldara að
fá fólk til að trúa því að þjóðfrels-
isherirnir berðust hinni góðu bar-
áttu gegn erlendum „heimsvalda-
sinnum".
Síðan 1975 hafa ýmsir minni-
hlutahópar í landinu, einkum Kin-
verjar, tekið við hlutverki því, sem
gyðingar gegndu hjá Hitler (innri
óvinur). Með styrjöld í Kambódíu
er fullnægt þörfinni fyrir „bar-
áttu“ (ytri óvinur).
Allt minnir þetta á hina ágætu
bók Orwells, 1984.
„Lýðræðis-
Kamputsea“
í Kambodíu fengu fáráns- eða
skegg-vinstrimenn völdin skamma