Morgunblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 13 hríð (Lýðræðis-Kamputsea). Þar kom glögglega í ljós, hvaða afleið- ingar ofsóknarbrjálæði kommún- ista getur haft. Það skal ekki tíundað hér, en óneitanlega kemur á óvart, að til skuli vera íslenskir menn, sem halda uppi vörnum fyrir þessa fjarlægu morðingja. Benda má á að Rauðir Kmerar voru samherjar og lærisveinar Viet Cong, og á þessum hreyfing- um var aðeins stigsmunur, en ekki eðlismunur. Pol Pot vildi ekki una hlutverki sínu sem leppur Hanoi og það varð honum að falli. LAOS Þess eru fá dæmi, að sjálfstæð þjóð hafi verið hernumin og undir- okuð jafn rækilega og jafnframt svo hljóðlega og Laos. íbúarnir hafa ekki streist verulega á móti, heldur flýja nú í svo miklum mæli að þeir verða allir horfnir úr landi á þessum áratug ef fram fer sem nú horfir. Fjölmiðlar Meðferð fjölmiðla á stríðinu er kapítuli út af fyrir sig og þar um mætti skrifa margar bækur. Bar- átta Hanoi-manna á þessum vettvangi var glæsileg pg sigur þeirra alger. Þeir höfðu farið í smiðju til Göbbels heitins, og notfærðu sér allar helstu reglur hans, t.d.: „Lygum verður trúað ef þær eru nógu stórar og ef þær eru VILHJÁLMUR EYÞÓRSSON endurteknar nægilega oft.“ Þessir menn frá „hinu lýðræðissinnaða lýðveldi alþýðunnar, Vietnam" (People’s Democratic Republic of Vietnam) höfðu mjög á lofti orð eins og „lýðræði", „frelsi", „al- þýða“, „þjóðfrelsisbarátta", gegn „yfirgangi" og „árásarstríði" bandarísku „hernaðarsinnanna“ gagnvart „víetnömsku þjóðinni" (þeim sjálfum). Þeir halda því stíft fram enn í dag, að enginn n-víetnamskur hermaður hafi farið út fyrir landamærin síðan 1954. Margir trúðu þessu, einkum þeir, sem eru haldnir þess konar óraunsærri óskhyggju sem er grundvöllur vinstristefnu. Ar- mæðuhöfundar og vandræðaskáld Norðurlanda fengu Hróa Hattar- komplexa og Svíar snéru aðdáun þeirri, sem þeir hafa á berrössuðu fólki og öllum þeim, sem vondir menn kalla einu nafni „aumingja", yfir á Viet Cong. Að lokum: Norður-Víetnam hóf styrjöldina og hélt henni gangandi allan tímann. Það var því á þeirra valdi einna að stöðva hana. Starf „stríðsandstæðinga" var því ekki unnið til þess að stöðva stríðið, heldur tii þess að Hanoi-menn næðu fram markmiðum sínum. Aldrei var skorað á „þjóðfrelsis- herinn“ að hætta manndrápum. Það er engin ástæða til þess, fyrir íslendinga, að vingast við blóði drifnustu harðstjórn nú á dögum, stjórn, sem viðheldur alræði sínu í skjóli sífelldra styrjalda. Nýtt fyrirtæki með íslenzkan f atnað í Los Angeles Frá Sigurjóni Sighvatssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Los Angeles. Flestir kannast sjálfsagt við hjónin Dorette og Arna Egils- son, sem hafa verið búsett í Los Angeles undanfarin 10 ár. Hingað til hafa nöfn þeirra fremur tengst listum og menn- ingarmálum en viðskiptum. En nú hafa þau hjónin víkkað út atvinnu- og áhugasvið sín og hafið verslun með íslenskan uil- arfatnað í Bandaríkjunum. Starfsemin hófst fyrir u.þ.b. ári síðan. Fyrirtækið nefnist „The Icelander" (íslendingurinn) og er umboðsaðili fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga á ull- arvarningi í Bandaríkjunum. Aðalstöðvarnar eru í Los Angel- es en auk þess tekur fyrirtækið þátt í yfir tuttugu fata- og tískusýningum víðsvegar um Bandaríkin. Fram að þessu hefur starf- semin gengið vonum framar. Margir mundu ætla að íslenska ullin væri of heit fyrir Kaliforn- íubúa, en það er það markaðs- svæði sem The Icelander hefur einbeitt sér að fyrst og fremst, en svo er ekki. Séreinkenni ullarinnar og hátískusnið fatn- aðarins, einkum á karlmanna- peysum og jökkum, fellur vel í kramið hjá fólki hér vestra. Og þótt fyrirtækið hafi ekki starfað nema þennan stutta tíma, hafa stærstu og þekktustu stórversl- Ný bók: „Dalur dýranna“ IÐUNN hefur í samvinnu við Frank Fehmers Produktions gefið út bókina Dalur dýranna — Ein- skisdalur. Þessi bók fjallar einkum um Villa vængstyrk, en það er „fiðrildi sem segir sex“. — Bók þessi fjallar með tvenns konar móti um útdauðar dýrategundir. Megin- efnið er frásögn í gamansömu söguformi um dýrin. Söguna samdi Imme Dros í samvinnu við Harrie Geelen, en Michael Jupp gerði myndirnar. Aðgreindir frá sögunni eru fræðitextar ásamt myndum af hinum útdauðu dýrategundum. Myndirnar gerði Cécile Curtis, en Roy Curtis var henni til aðstoðar. — Bók þessi er gerð í þeim tilgangi að vekja athygli umheimsins á örlögum dýrategunda sem útrýmt hefur verið og hvetja til verndunar hins villta lífríkis náttúrunnar. Hagnaður af sölu bókarinnar renn- ur að nokkru leyti til Alþjóða náttúruverndarstofnunarinnar (World Wildiife Fund) og forseti þeirrar stofnunar, Peter Scott, rit- ar formála. Myndir í bókinni eru í litum. Þýðingu meginmáls bókar- innar annaðist Þrándur Thorodd: sen, en Örnólfur Thorlacius þýddi fræðitexta og hafði umsjón með íslensku útgáfunni. Bókin er 75 blaðsíður í stóru broti, prentuð á myndapappír. Hún var sett í Odda en prentuð í Hollandi. anir í Bandaríkjunum vöruna þegar á boðstólum. Það er augljóst að fyrirtæki sem þetta aflar töluverðs gjald- eyris fyrir íslensku þjóðina. En það er einnig ýmiss annar óbeinn hagnaður af slíkri starf- semi og er þar landkynningin sjálfsagt þyngst á metunum. Flestir sem kaupa þennan fatn- að vita lítið sem ekkert um Island, en fatnaðurinn vekur áhuga þeirra og forvitni um landið og fólkið sem byggir það. Það má benda á það í þessu sambandi að Dorette sem er framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, notar eingöngu Islendinga til að kynna og selja vöruna og tengir það fatnaðinn betur við þjóðina sem framleiðir hann. Það hefur stundum viljað brenna við að íslenskar vörur hafi ekki verið kynntar sem skyldi erlendis og að þeir er- lendu aðilar sem hafa haft með markaðsöflun að gera hafi ekki staðið sig nógu vel í þeim efnum. Það er því sannarlega gleðiefni þegar aðilar eins og Dorette og Árni, sem bera hag lands og þjóðar fyrst og fremst fyrir brjósti, fara út í slíka starfsemi. Dórette Egilsson. framkvæmdastjóri The Icelander. önnum kafin við sölustörf. Viðskiptavinur skoðar íslenskan fatnað í hinum vistlegu húsakynnum The Icelander í Los Angeles. NÆST SÍÐASTA UTSYNARHÁTÍÐIN Á AFMÆLISÁRINU í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 2. nóvember. í skemmtanalífi Reykvíkinga jafnast ekkert á við Útsýnarkvöld. Þar fá á gestir góðan mat fyrir hagstætt verð og þar er ávallt boðið upp á beztu skemmtiatriðin. Bingó- og happdrættisvinningar á Útsýnarkvöldum eru ^ ekki af verri endanum — þar gefst möguleiki á að vinna 3—5 ^ Útsýnarferðir til sólarlanda að verömæti allt að 2 milljónum króna. í Útsýnarkvöld eru því örugg skemmtun, ódýr — en fyrsta flokks. Kl. 19.00 Húsið opnaö. Sala bingóspjalda og afhending ókeypis happdrættismiöa, þar sem m.a. er glæsileg Útsýnarferö í vinning. Kr. 19.30 Veizlan hefst stundvíslega undir léttri og fjörugri tónlist. Gigot D’Agneau Citronelle — Verð aðeins kr. 7.600- Skemmtiatriði: ★ Á risa sjónvarpsskermi verða nýar kvikmyndir frá sumrinu í gangi allt kvöldið. ítalía, Júgóslavía, Torremolinos, Marbella, Mexico. ★ Meistarakeppni í einstaklingsdansi 1980: Þátttakendur í Disco- danskeppni Klúbbsins og^ EMI koma og sýna ; discodans ★ Tízku- 'sýning: Model 79 sýna af sinni alkunnu snilld glæsilegan tízku- fatnað. ★ „Barber-shop“ kvartett Fóstbræðra sýngur létt og skemmtileg lög. ★ Ungfrú ÚTSVN 1981 - Forkeppni — þátttakendur í Ijósmyndafyrirsætu keppni Útsýnar 1981 valdar úr hópi gesta. ★ Spurningakeppni: Spennandi spurninga- keppni með þátttakendum úr sal. Fyrstu verðlaun glæsileg Útsýnarferð. Muniö aö panta borð hjá yfir- þjóni í dag eftir kl. 16.00 í símum 20221 og 25017. ★ Dans. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar endurnýjuð af krafti og fjöri ásamt hinum sívinsæla Þorgeiri Ástvaldssyni halda uppi geysi-fjöri til kl. 01.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.