Morgunblaðið - 30.10.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 30.10.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 Heimur augans Myndverk í 33 ár er undirtitill á þeirri geipistóru yfirlitssýn- ingu Braga Asgeirssonar, sem hann hefur efnt til í báðum solum Kjarvalsstaða og þar að auki eru gangar notaðir til hins ýtrasta. Eg man ekki eftir eins viðamikilli sýningu hér á landi frá hendi lifandi listamanns, nema ef vera skyldi yfirlitssýn- ing sú sem vinir Kjarvals héldu, er hann var fimmtugur og stað- sett var í Menntaskólanum gamla, þó þori ég ekkert að fullyrða um það. Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan. Ekki veit ég, hvort fóik yfir- leitt gerir sér grein fyrir, hvert gríðarlegt átak og vinna það er að koma sýningu á laggirnar sem þessari sýningu Braga. Margra mánaða vinna hlýtur að liggja þar að baki, og ég hef að vísu engar tölur um það fjár- magn, er til þarf, en ég yrði ekki hlessa, þótt nefna mætti góðar tíu milljónir í því sambandi. Þetta eru ágiskanir, en heidur hef ég farið varlega í áætlun en hitt. Af þessu má fá nasasjón af, hvert fyrirtæki hér er á ferð og styrkveitingar engar. Enda hef- ur Bragi sagt „það skiptir mestu máli að hugsa stórt í litlu landi.“ Þrjátíu og þrjú ár eru langur ferill í listum. Bragi Ásgeirsson er vart kominn á miðjan aldur, er hann færist í fang jafn djarft uppátæki og þessi sýning er. Það mætti segja mér, að hann tefldi hér á tvær hættur, um leið og hann hlýtur að gera verk sín aðgengileg fyrir marga þá, er ekki höfðu hugmynd um feril Braga sem listamanns fram til þessa. Auðvitað eru það elstu verkin, sem eru hvað forvitni- legust, en við skulum heldur ekki gieyma því, að frá öllum tímabil- um listamannsins koma hér fram hlutir, sem bæði skemmti- legt og fróðlegt er að hafa Myndlist eftir VALTÝ PÉTURSSON spurnir af. Þannig eru yfirlits- sýningar jafn fróðlegar fyrir listamennina sjálfa og samtíðar- fólk. Ósjaldan kemur einnig ým- islegt í leitirnar, sem stundum hefur fallið í gleymsku hjá viðkomandi höfundi. Erilsamur dagur virðist vera aldarháttur listamanna á tuttugustu öldinni. Ef athugað er, hvað margir listamenn hafa getað helgað sig eingöngu listgrein sinni í mynd- list, er ég hræddur um, að sú tala sé ekki há, þrátt fyrir velferð og allt umstang nútím- ans. Þannig má vel nefna það hér, að Bragi Ásgeirsson hefur þurft að stunda kennslu jafn- framt listastörfum, og þegar það er haft í huga, munu margir verða agndofa yfir þeim fjölda mynda, er liggur eftir Braga. Það má með sanni segja, að hann hafi tekið til hendi. Á sýningu Braga eru hvorki meira né minna en tæp tvö hundruð myndverk í sýn- ingarskrá. Þar að auki eru sýnd- ar teikningar, vatnslitamyndir, grafík og blönduð tækni. Segja mætti mér, að 300 verk væru á þessari sýningu, ef allt væri tíundað. Áf þessu má draga þá ályktun, að vart verði farið djúpt í saumana á þeim verkum, er koma hér við sögu. Þá yrðu þessar línur svo mikið lesmál, að engum kæmi í hug að lesa þær. Það er því best að benda fólki á að sækja þessa sýningu og finna þar það, sem því fellur best í geð. Fjölbreytni er mikil í þessum verkum, því að Bragi hefur unnið í mörgum stíltegundum, á mjög mismunandi hátt. Hann hefur jafnan verið með hugann þar, sem ýmislegar hreyfingar í myndlist voru á ferð, og þarna er því að finna rómantísk verk, geómetrísk og abströkt verk, expressionisma og poppmyndir, unnar í alls konar efni. Má með sanni segja, að skammturinn hjá Braga sé nokkuð vel útilátinn, og einhverjir munu komast þannig að orði, að sjússinn sé bæði sterkur og stór. Sumir munu einnig halda því fram, að Bragi hefði komið sterkari fyrir sjónir, ef meir hefði verið grisjað og betur valið. Að mínum dómi er þetta einkamál Braga, og ræði ég það ekki frekar hér. Það er áberandi á þessari sýningu, hve mörg af hinum eldri verkum, allt frá skólatíð Braga, eru þrungin einbeitingu og lífskrafti. Það er engu líkara en að lífskrafturinn og vinnu- gleðin neisti af mörgu frá þess- um árum, og það má finna sömu einbeitni í öllum ferli Braga allt til líðandi stundar. Ekki vil ég ræða hér einstaka verk, en ég bendi á nokkur þeirra, sem hápunkt í listsköpun Braga að mínum dómi, no. 15, 54, 62, 68, 79, 98, 113, 119,122, 141, 145,153, 160,163,170 og 176. Þetta er löng runa, en hvergi samt nægjanleg til að koma öllu til skila. Það eru vissulega reglulegar perlur hér og þar á þessari sýningu, og auðvelt er að gera sér grein fyrir stöðu Braga Ásgeirssonar í myndlist okkar í dag. Hann Sjálfsmynd hefur sannað áþreifanlega hver sú staða er með þessari sýningu, og mikið skal til mikils vinna eins og þar stendur. Myndarleg sýningarskrá fylg- ir sýningu Braga, litprentuð með formála eftir Rainer Maria Rilke og kvæði eftir Kipling. Plakat hefur Bragi einnig látið gera, ásamt grafík og póstkorti. Allt þetta er falt gegn vægu verði, og mikið af verkum á sjálfri sýn- ingunni er til sölu. Eg vona, að sem flestir noti þetta tækifæri að kynnast verk- um Braga Ásgeirssonar í 33 ár. Það er ekki að vita, hvort slíkt tækifæri bjóðist á næstunni. Bragi tileinkar látnum föður sínum þessa sýningu, Ásgeiri Ásgeirssyni frá Fróðá. Hann tilgreinir í sýningarskrá hvers vegna, og er honum sómi að. Eins er sýning þessi sómi fyrir' Braga og gott vitni um elju og ástundun, þrátt fyrir daglega önn og þær frátafir, er henni fylgja. Að lokum vil ég færa Braga árnaðaróskir með þessa miklu sýningu, og vonast til að fólk kunni að meta framtakið. Cargolux orðið annað stærsta vöruflugfélag í heimi: „Tiltölulega bjart- sýnir að venju,“ „ÞAÐ EIÍ nóg að gera og staðan g(>ð, en kostnaður all- ur er farinn til fjandans. eldsneytishækkanir og vextir og sveiflurnar á fjármagns- sviðinu hafa geysileg áhrif á okkur,“ sagði Einar Ólafsson forstjóri Cargolux í samtali við Mbl., „en við erum tiltölu- lega bjartsýnir að venju enda nýbúnir að fá nýja Boeing 747-breiðþotu. t>að er alltaf samdráttur í júlí og ágúst í vöruflutningaflugi vegna þess að framleiðslugeta í Evr- Einar Ólafsson forstjóri. — segir Einar Ólafsson forstjóri í samtali við Morgunblaðið ópu dregst svo saman yfir sumarið. en það er ekkert óeðlilegt. í septemberbyrjun fara vöruflutningarnir hins vegar af stað aftur og fram- Jóhannes Einarsson fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs. undan eru ein til þrjár ferðir á viku til Austurlanda, Afr- íku og Ameríku. Einar nefndi sem dæmi um áhrif vaxtahækkana og sveiflna á því sviði að 1% vaxtahækkun á mánuði þýddi 40 þús. dollara á einni vél, reiknað hefði verið með 14—15% vöxtum en þeir hefðu farið upp í 24%. Þá gat hann þess að stór hluti af eldsneytishækkun- inni næðist upp á markaðinum en hins vegar næðust ýmsar hækkan- ir ekki. Hjá Cargolux starfa nú 500 manns í Luxemborg og þar af eru Gunnar Björgvinsson fram- kvæmdastjóri viðhalds- og véla- deildar. íslendingarnir þrír í yfirstjórninni, Gunnar, Einar forstjóri og Jóhannes. LjÚKmynd Mbl. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.