Morgunblaðið - 30.10.1980, Page 16

Morgunblaðið - 30.10.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 Stefán Edelstein: Enn um tónlist- arfræðslumál í grein sinni „Athugasemd við athuKasemd Stefáns Edelsteins", sem birtist i Morgunbiaðinu 23. oktl. sl„ kemur Jón Ásgeirsson víða við og fer þar langt út fyrir þann ramma sem ég hafði sett mér með athugasemd minni (sem birtist i Mbl. 21. okt.). Ef menn nenna á annað borð að lesa hina upprunalegu umsögn Jóns um Tapiola-kórinn frá 9. okt. sl. og athugasemd mína frá 21. okt. nákvæmlega, þá stendur aðaiatriðið í athugasemd minni óhaggað. en það voru mótmæli og gagnröksemdir við þeim ummælum Jóns, að „tónlistarskólarnir gagnast fáum útvöldum sem hafa virtúósinn að markmiði". Annað ætlaði ég mér ekki. En nú er komið víða við sem fyrr segir, og úr því svo er, er eins gott að grípa tækifærið og ra'ða nokkur atriði sem Jón kemur inn á. Tek ég atriðin í þeirri röð sem þau eru i grein Jóns. 1. Jón minnist á „mismun á aðstöðu tónmenntakennara sem kenna við grunnskólann og tón- menntakennara, sem í raun og veru kenna sama námsefni inn- an tónlistarskólanna". Eg vona svo sannarlega, að sem minnst af slíku eigi sér stað, því það er vitanlega engin réttlæting í því að kenna námsefni grunnskóia í tónlistarskólunum. Ekki getur Jón hér átt við hljóðfæranám, hann hlýtur að eiga við það námsefni sem gefið er út á vegum Skólarannsóknadeildar Menntamálaráðuneytisins. Eg þekki engan tónlistarskóla þar sem námsefni grunnskólans er kennt óbreytt í hóptímum. Ef svo er, ber það vott um mikið úrræðaleysi kennarans og er með engu móti réttlætanlegt, því tónlistarskólinn hlýtur að b.vggja á námsefni grunnskólans og halda áfram í hinum ýmsu tónlistargreinum. (Þar með er auðvitað ekki sagt, að ekki megi sömu lögin heyrast í grunnskóla og í tónlistarskóla.) 2. Vitanlega er það rétt hjá Jóni (og væri ég síðastur manna til að neita því) að jafnrétti til náms í tónlistargreinum er skert, þar sem færri komast að en vilja og þar að auki vegna þess að þetta nám kostar pen- inga. Jafnrétti til náms í tón- mennt í grunnskólanum er því miður einnig skert, vegna þess að það varltar sérmenntaða tónmenntakennara (og mynd- og handmenntakennara og kennara í fleiri greinum og á fleiri sviðum), sérstaklega í smærri skólum víða í dreifbýli. 3. Það er ekki svo „eðlilegt" og „tíðkast ekki svo viða um heim“ eins og Jón heldur fram, að börn geti átt kost á kennslu í hljóð- færaleik og tónfræði í grunn- skólanum upp að vissu stigi. Eg er mjög sammála Jóni að gott væri ef þetta væri eðlilegt og tíðkaðist víða, því þá gætu tónlistarskólarnir byggt á hærri grunni, eftir að nemendur hefðu hlotið grundvallarþjálfun í tónlistargreinum í grunnskóla. Þessi mál eru á ýmsa vegu í hinum ýmsu löndum. I Banda- ríkjunum er víða kennt á hljóð- færi í efri hekkjum grunnskóla, en aðeins í hópkennslu, og mjög sjaldan komast allir að sem vilja. Nemendum er sem sagt mismunað, jafnréttið er skert. í Þýzkalandi er sjaldnast um reglubundið hljóöfæranám í grunnskóla að ræða. í löndum austan tjalds er öflugt kerfi tónlistarskóla sem sjá um þess kennslu (t.d. í Ungverjalandi og Póllandi). Ilvergi er tryggt að allir nemendur geti lært á hljóð- færi eða aðrar tónlistargreinar (tónfræði, hljómfræði o.fl.) í grunnskóla, nema í sérstökum úrvalsskólum þar sem mjög tak- markaður fjöldi kemst að (alltaf sama misréttið, hvort sem við búum austan tjalds eða vestan!). 4. Fjármögnunarkerfi tónlist- arskólanna er óháð fjármögnun- arkerfi grunnskólanna, hvort sem Jóni líkur betur eða verr. En sami tappinn er í báðum krön- unum ef svo má að orði komast. Ég hef enn ekki heyrt skólayf- irvöld rökstyðja skert fjármagn til tónmenntakennslu í grunn- skólum með því að tónlistarskól- arnir sjái um þessa kennslu, eins og Jón segir. Hvaða embættis- menn í skólakerfinu eða í yfir- stjórn skólamála segja þetta? Það er fulldjúpt í árinni tekið sem Jón segir, að því er ég best veit (og ég hef þar borið mig saman við námsstjórann í tón- mennt), að „kennarar í mörgum grunnskólum fá tæplega nokkuð greitt fyrir ýmis tónlistarstörf eins og t.d. kórstjórn". Kennarar fá greitt fyrir sín störf, hvort sem um er að ræða kennslu eða kórstjórn. Þó er rétt að taka það fram að fjármagn það, sem skólarnir hafa til ráðstöfunar vegna kórstarfsins, er mjög tak- markað. Er þar annaðhvort um að ræða hluta af þeirri fjárveit- ingu sem ætluð er til tónmennta- kennslu, t.d. í efstu bekkjum grunnskólans, ef hún er ekki nýtt. Ljóst er því að þessi fjárveiting nægir ekki til að greiða fyrir alla þá miklu vinnu og óhemju fyrirhöfn sem er í kringum þessa kórstarfsemi. Og það má vera að kennarar fái ekki næga umbun fyrir allt það starf sem þeir inna af hendi í kringum skemmtanir, jólahald o.fl. Ollu alvarlegri er þó sú staðreynd, að skólayfirvöld hafa ekki ennþá markað starfhæfan grundvöll fyrir kórstarfsemi skólanna í stundaskrám, námsskrá eða reglugerðum. Þess vegna getur kórstarfsemi verið duttlungum háð, ef skólastjórn sýnir lítinn eða engan áhuga. Skýrari ákvæði um fyrirkomulag og fjár- mögnun kórstarfs í skólum eru því bráðnauðsynleg og er þá spurning, hvort stuðningur eigi að koma til frá viðkomandi sveitarfélagi. í því sambandi má benda á, að tilfinnanlega vantar skýr ákvæði og samninga um hlutverkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga um fjölmargt er snýr eða mennta- og menning- armálum. Ég hef hins vegar ekki orðið þess var, að lítið væri gert úr kórstarfi grunnskólanna, eða það væri lítils metið, því margir mjög góðir barnakórar starfa hér á landi. Þeir bestu hafa náð árangri sem nálgast Tapiola- kórinn, eins og Jón segir rétti- lega. Þessum árangri hefðu þeir ekki náð ef illa væri hlúð að þessari starfsemi í reynd. 5. Sem lokaatriði í þessum athugasemdum mínum um grunnskólann og tónlistarskól- ana leyfi ég mér að benda á tvennt: a) Meðan Jón og aðrir ásaka yfirvöld um tregðu til að leggja fram fé í tónmenntakennslu í grunnskólanum og álasa. tónlist- arskólunum fyrir að draga þetta fjármagn til sín, er það stað- reynd sem ekki verður haggað, að sá „kennslukvúti“, sem hver skóli hefur til umráða fyrir tónmennt, er víða ekki nýttur til fulls í tónmenntakennslu, heldur notaður í annað. Það er stað- reynd, að kennsla í tónmennt gæti víða verið meiri í skólum en raun ber vitni, vegna þess að „kvótinn" og fjármagnið er fyrir hendi, en kennara skortir. b) Víða hefur það orðið tón- menntakennslu í grunnskólum lyftistöng að tónlistarskóli hefur verið starfandi á sama stað. Á þetta sérstaklega við utan Reykjavíkur. Ástæðan er sú, að með tilkomu tónlistarskólans skapast starfsaðstaða og starfs- skilyrði sem gerir kleift að ráða mann til starfa (ef til vill í fullt starf og vel það) við báða skólana. Sinnir kennarinn þá tónmenntakennslu i grunnskól- anum og tóniistarkennslu í tón- listarskólanum. Ef tónlistarskól- ans hefði ekki notið við, hefði ekki verið hægt að bjóða þessum kennara nema hluta úr starfi og hann senniiega ekki fengist til starfa á viðkomandi stað. 6. Næst langar mig til að snúa mér að þeim þætti greinar Jóns sem fjallar um kennaramennt- un. Það er mjög slæmt að Jón skyldi ekki lesa grein mína nákvæmar en hann gerði, áður en hann svaraði henni, því e.t.v. hefði þá verið hægt að forðast misskilning. Hann vísar til orða minna að hann (Jón) sé „í lykilaðstöðu til að bæta ástandið í tónmenntamálum þjóðarinnar á grunnskólstigi", og segir skömmu síðar að þetta séu dylgjur, ég viti vel hvernig þessi mál standa í dag og að hann einn geti ekki séð um menntun tón- menntakennara sem þurfi stór- án hóp kennara til að fram- kvæma. Það sé óheiðarlegt af mér að segja þetta. Ef Jón hefði lesið nákvæmar hefði hann rekið sig á þessi orð: „Jón hefur lengi kennt tónmennt við Kennaraháskóla íslands (KHÍ) og hefur þar möguleika til að mennta almenna kennara i tónmennt á markvissan hátt og efla skilning þeirra á nauðsyn þessa vanrækta þáttar menntun- arinnar í almennu skólastarfi." Það er því langt í frá að ég ætlaðist til þess að Jón mennti túnmenntakennara einn og óstuddur í KHÍ, þar þarf sannar- lega fleiri til. En hann hefur góðan möguleika til að efla skilning almennra kennara á greininni tónmcnnt og veita þessum kennurum lágmarks- menntun í þessari grein.Það er að vísu rétt, að tvær vikustundir í einn vetur í þessari grein er allt of lítið og nánast hneyksli, og hefði fyrir löngu verið nauðsyn- legt að taka það mál upp sér- staklega og fá þessum tímum fjölgað og kenna þessa grein a.m.k. í 2 ár. Það hefði verið verðugt baráttumál og sennilega hlotið stuðning allra þeirra sem hlut eiga að máli. 7. Ég er mjög sammála Jóni, að gera þarf stórátak til að fjölga kennurum í tónmennt. Þar er fyrsta boðorðið gott og farsælt samstarf milli KHÍ og Tónlistarskólans i Reykjavík sem fram að þessu hefur mennt- að og útskrifað tónmenntakenn- ara. Þessi þáttur, þ.e. kennara- menntunin, er flókinn og marg- slunginn og honum verða engan veginn gerð skil hér. Við Jón vitum báðir hver þessi vandamál eru og ég efast ekki um að við höfum báðir jafnmikinn áhuga á að leysa þau mál á farsælan hátt, þannig að gæði menntunar- innar sitji í fyrirrúmi. Reyndar koma margir aðrir aðilar við sögu í þessu kennaramenntun- armáli, en ég vona, og þykist þess reyndar fullviss, að við Jón eigum eftir að vinna töluvert saman að þessu máli. 8. Það er einnig staðföst trú mín, að þessi mál eigi að ræða fyrir opnum tjöldum, þegar búið er að vinna eitthvað í þeim og þegar menn hafa eitthvað fram að færa. Ég er ekki mjög trúaður á að rétt sé að byrja opinberar umræður áður en nokkur stefna hefur verið mótuð. Ég segi þetta vegna lokaathugasemdar Jóns í minn garð, þar sem hann ræðir um „að betra sé að fjalla um þessi mál fyrir opnum tjöldum en að pukra með þau í nefndum, sem að mestu eru skipaðar hagsmunaaðilum tónlistarskól- anna“. Mér finnst þetta svolítið skemmtilegt hjá Jóni, vegna þess að við „pukruðumst" báðir ásamt fjórum öðrum tónlistar- mönnum í nefnd á sínum tíma. Verk þeirrar nefndar var að endurskoða kennslu og námsefni í tónmennt á barna- og gagn- fræðastigi. Þetta var einkar ánægjulegt samstarf og út úr því kom sá grundvöllur sem nú er unnið eftir í tónmennt í grunnskólunum. Okkur þótti ágætt að móta okkar tillögur, ræða þær og rökstyðja áður en stofnað var til opinberrar um- ræðu. Sú „pukurnefnd", sem Jón er að minnast á, er starfshópur, eða öllu heldur tveir starfshópar, sem nýlega hafa verið skipaðir af menntamáiaráðherra. Verk- svið þessara starfshópa er mjög umfangsmikið og eiga nefnd- armenn að gera tillögur um ýmislegt varðandi tónlistar- fræðslu, t.d. láta vinna að sam- ræmdri námsskrá fyrir tónlist- arskólana, fjalla um tengsl tón- listarskóla við grunnskúla og framhaldsskóla, gera tillögur um kennaramenntun og endur- menntun o.s.frv. í þessum tveim starfshópum eru 7 manns alls, þar af situr einn maður í þeim báðum, en það er námsstjóri í tónmennt á grunnskólastigi. Þessum tveim starfshópum er ætlað að setja fram tillögur um endurskipulagningu tónlistar.- fræðslunnar í landinu og ráða ýmsa aðila úr tónlistarskólum og almennum skólum til að vinna að því verki. Þar að auki er starfshópnum skylt að hafa samráð við helstu hagsmunaað- ila tónlistarmála, samkvæmt er- indisbréfinu. Erindisbréfið ásamt fylgibréfi var sent til helstu hagsmunaaðila áður en nefndin hóf störf. Þessi aðilar voru Tónmenntakennarafélgið, Kennaradeild FÍH, Félag tónlistarkennara, Samtök tónlistarskóiastjóra og Kenn- araháskóli íslands. Það eru því hæg heimatökin fyrir Jón að glugga í erindisbréfið, og getur hann kallað þetta pukur ef honum sýnist svo. 9. í Morgunblaðinu 25. októ- ber skrifar Egill R. Friðleifsson grein sem hann nefnir „Enn um Tapiola-kórinn". Er sú grein rituð af hógværð og prúð- mennsku eins og hans er von og vísa. Flest af því sem Egill segir get ég undirskrifað með glöðu geði og er hjartanlega sammála. Samt langar mig til að fjalla um örfá atriði, sem Egill kemur inn á. Egill bendir (réttilega) á að ég hafi einungis sagt háifa söguna þegar ég sagði að meðlimir Tapiola-kórsins væru allir í hljóðfæranámi í (ríkisstyrktum) tónlistarskóla og bendir á, að þeir fá grunnmenntun sína í túnlist í svokölluðum tónlistar- bekkjum (Musikklasser), þar sem grundvallar leiknigreinar tónlistarinnar ásamt söng eru kenndar í 4 kennslustundum vikulega. Síðan bendir Egill á að hugmyndin að þessum tónlistar- bekkjum sé sótt til Ungverja- lands. Gott og vel, því meira, því betra, það segi ég einnig, enda dáðist ég í hálft ár að því sem Ungverjarnir gera á þessu sviði, þegar ég dvaldi þar við fram- haldsnám. En hver var nú eiginlega upphafsforsenda umræðna okkar? Var það ekki að gera öllum kleift að stunda tón- mennta- og tónlistarnám? Að þarna ríkti jafnrétti til náms? Ég vil leyfa mér að halda því fram að í þessum skólum með tónlistarbekkjunum ríki ekkert jafnrétti. Jafnlítið jafnrétti og í tónlistarskólunum. Það er mjög erfitt að komast í þessa túnlist- arbekki í Svíþjóð og Finnlandi. Og það er afar erfitt að komast í þá í Ungverjalandi. Þar eru 135 skólar af 6000 með tónlistar- bekki í nokkrum árgöngum, og ekki nema tveir skólar sem eru alfarið með þetta kerfi. Það gefur því auga leið að færri komast að en vilja. Hins vegar er ljóst, að þessir tónlistarbekkir eru geysileg lyftistöng fyrir kórstarfsemi, og tími kominn til að fræðsluyfir- völd leyfi slíka tilraun hér á landi (vitandi það að þeir mis- muni nemendum). Agli mun e.t.v. vera nokkur huggun í því að hinum nýskip- uðu starfshópum er sérstaklega falið að fjalla um og gera tillögur að samstarfi milli tón- listarskóla og grunnskóla hvað varðar tónmenntamálin. Þessar tillögur eiga að fjalla um innra starf, sem og skipulagshætti. Orð eru til alls fyrst, og vonandi verða hér breytingar til bóta þegar fram líða stundir. 10. í lokin vil ég segja, að ég fagna því að þessi mál séu rædd á opinberum vettvangi, svo lengi sem málefnaleg sjónarmið eru í fyrirrúmi. Hressileg umræða um öll þessi mál er nauðs.vnleg, en við höfum ekki ráð á sundrung og ósamlyndi. Framlog hins opinbera til lista- og menningar- starfsemi eru allt of lág í þessu landi, og reyndar grunar mig að raungildi þeirrar sneiðar af þjóðarkökunni, sem rennur til þessara mála, fari sífellt minnk- andi, þrátt f.vrir fögur fyrirheit allra ríkisstjórna, samanber fróðlegt fréttabréf frá mennta- málaráðuneyti í maí sl. Það er nauðsynlegt að þeir aðilar, sem vinna að tónmennta- og tónlist- armálum, snúi bökum saman og vinni með samhentu átaki að sameiginlegum markmiðum, þ.e. bættri tónmennt þjóðarinnar. Þar með er umræðu um þessi mál sem andsvar við greinum Jóns og Egils lokið af minni hálfu. Hins vegar myndi ég fagna áframhaldandi málefna- legri umræðu um tónlistar- fræðslumál almennt, og skora á fleiri aðila að stinga niður penna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.