Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OltTÓBER 1980
17
Cokuð inni meira en
helming sólarhringsins
Midhúsum. Reykhólasveit. 27. okt.
Slátrun: Nýlega er slátrun lokið
í Króksfjarðarnesi og var slátrað
11221 dilk og 927 fullorðnum
kindum. Dilkarnir voru 755 færri
en í fyrra.
Meðalþungi var 16,078 kg en var
í fyrra 14,108 kg og hefur því
þyngdaraukning verið 1,97 kg að
meðaltali.
Þrátt fyrir fækkun um 755 dilka
hefur heildarkjötþungi aukist um
11457,8 kg.
Þangmjöl: Á bænum Grund í
Reykhólasveit voru kartöflur sett-
ar niður í gamlan garð í vor, en
þeir eru jafnan arfasæknir. í
sumar sást þar varla arfakló og
mun það vera hægt að rekja til
þess að þangmjöli var dreift yfir
garðinn í vor á sama hátt og þegar
tröllamjöl er notað.
Ef rétt reynist, að hér sé á
ferðinni lífrænn arfaeyðir sem er
um leið fjölþættur steinefnagjafi,
þá er hér um framfaraspor í
ræktunarmálum okkar.
Skólastjóraskipti á Reykhól-
um: í haust fóru í ársfrí skóla-
stjórahjónin, Kolbrún Ingólfsdótt-
ir sk'ólastjóri og Hermann Jó-
hannesson kennari. Þau hafa
starfað við Reykhólaskóla í 4 ár.
Við skólastjórn tók Unnar Þór
Fréttasam-
tíningur
að vestan
Böðvarsson. Tveir nýir kennarar
komu að skólanum í haust.
Árgæði til iands og sjávar:
Sjaldan hefur verið eins góð upp-
skera og sjávarafli og í ár en í'
öfugu hlutfalli við árgæsku er
afkoma atvinnuveganna.
Allir tala um gæludýr sitt,
verðbólguna, gefa henni að éta og
eru svo undrandi hve óseðjandi
hún er, en á flestum heimilium er
hún stofustáss. Ég man vart eftir
öðru en barlómi í stjórnmálum en
ég hygg að síðustu 20 árin hafi
íslensku þjóðinni aldrei liðið bet-
ur.
Rafiínan: Nú er lokið við lagn-
ingu raflínu vestur á firði, en það
er mikið mannvirki. Hins vegar
verður ekki fram hjá því gengið að
nýta hefði mátt fjármagn sem í
þetta fór miklu betur, en svo
virðist að ríkisstofnanir bauki
hver í sínu horni og algert sam-
bandsleysi sé á milli þeirra. Það
hefði verið hægt að sameina
raflögn og vegagerð bæði í Gils-
firði og Þorskafirði, ef samvinna
KJARASAMNINGARNIR, sem
undirritaðir voru í fyrrakvöld,
gefa eins og komið hefur fram
ákvæðisvinnu byggingmanna
minni hækkun en öðrum launa-
kerfum. Um leið og ákvæðis-
vinnan hækkar um 8,12% hækk-
ar viðmiðunartaxtinn um ná-
lega 17%, en þess ber þá að
gæta að við útreikning tíma-
vinnutaxtans eru teknar inn
yfirborganir og taxtinn færður
nær raunverulegu greiddu
kaupi og er þvi hlutfallshækk-
un taxtans meiri en hækkun
raunlauna.
Viðmiðunartala trésmiða var
fyrir þessa samninga 1.403,02
krónur. Hún hækkar samkvæmt
samningunum um 6%, þannig að
hún fer í 1.487,20 krónur. Við
þessa tölu bætist síðan við %
ferða- og fæðisgjalds, sem er í
tímavinnunni nú 327 krónur.
Viðbótin, sem færist sem krónu-
tala inn í taxtann er 217,65
krónur og þar til viðbótar kemur
verkfæra- og fatagjald, sem er
130,15 krónur. Þannig verður
ákvæðisvinnutalan sem slík, sem
kemur til grundvallar mælingar-
einingunum eða á hverjum 60
mínútum er 1.835 krónur á móti
tölu, sem var fyrir þessa samn-
inga 1.697,52 krónur. Því verður
hækkunin í heild nokkru meiri
en 6%, sem kemur til vegna þess
að viðmiðunartaxtinn vegna
ferða- og fæðisgjalds og verk-
færa- og fatagjalds, sem er
tímavinnutaxti, hækkar það
mikið í kjarnasamningnum, að
heildarhlutfallshækkun verður
8,12%. Viðmiðunartaxti tré-
smiða í ákvæðisvinnu er 14.
launaflokkur kjarnasamnings-
ins, sem jafnframt er lægsti
taxti trésmiða.
Viðmiðunarflokkurinn í tíma-
vinnu sem slíkur hækkar um
nálega 17% borið saman við
taxta fyrir og eftir gerð kjara-
samningsins. Samkvæmt upp-
lýsingum Gunnars S. Björnsson-
ar, formanns Meistarasambands
byggingamanna verður að gæta
þess, að þegar bornir eru saman
taxtar fyrir og eftir samningana
kemur út hærri hlutfallshækk-
un, þar sem í kjarnasamningi
eru teknar inn yfirborganir í
tímavinnu og því hækkar hlut-
fallið. Grundvöllur þeirrar við-
miðunar er könnun, sem gerð
var í allmörgum fyrirtækjum,
þar sem borið var saman taxta-
kaup og raunveruleg greidd laun,
og verður niðurstaðan nokkuð
lægri kauphækkun, en ofan-
greindar tölur gefa til kynna.
hefði verið um þessi mál. Að
nokkru leyti má enn bjarga mál-
unum við í Þorskafirði ef strax er
gripið í taumana. Gilsfjarðarvit-
leysan verður ekki bætt.
Stjórnarskrármálið: Við hér
fyrir vestan höfum skoðanir á
stjórnarskrármálinu, en það verð-
ur að bíða betri tíma að fjalla um
það mál. Staðreynd er að það er
miklu erfiðara að vera þingmaður
í fámennum stórum kjördæmum
en þar sem þéttbýlið er mest. Ég
hygg að erfitt verði að gera svo
öllum líki í þessu máli sem öðrum.
Síminn: Enginn sjálfvirkur
sími er í sýslunni og „frábærlega"
léleg þjónusta. Þar á ég ekki við
starfsfólkið. Það gerir sem það
getur. Við erum sem sagt lokuð
inni meira en helming sólar-
hringsins og við getum ekki náð til
læknis eftir lokun símans. Hér er
verkefni fyrir þingmenn okkar að
leysa fljótt og vel.
Fréttaritari í 25 ár: 25 ár er
alllangt tímabil í starfsævi hvers
manns og í 25 ár hef ég sent fréttir
héðan að vestan. Ég byrjaði þetta
starf eftir beiðni Sigurðar Bjarna-
sonar, þáverandi ritstjóra Morg-
unblaðsins.
Á þessu tímabili hef ég móðgað
einhverja, sært metnað annarra
og glatt fáa, en þannig er nú þetta
starf í sjálfu sér, því að stakkur-
inn er þröngur, en það hefur verið
látið afskiptalaust þó ég hafi sett
á hann mislitar bætur.
Ég hef sett minn eigin svip á
þessar fréttir og skiptir þá litlu
hvort svipurinn er broshýr eða
ýrður. Annars getur almennt
orðalag farið fyrir brjóstið á
sumum lesendum ef þeir eru ekki
samþykkir efnisvali.
Ég get þó glatt lesendur með því
að ég hef aldrei lagt flokkspóli-
tískt mat á fréttir eða menn þá, er
ég skrifa um.
Ég vil nota þetta tækifæri til
þess að þakka starfsfólki Morgun-^
blaðsins mjög gott samstarf og
leiðbeiningar. Það er gott að koma
þar inn og finna þann góða anda
er þar ríkir.
Lesendur góðir! Kærar þakkir!
Án örvunar frá ykkur væri ég
löngu hættur þessu starfi.
Sveinn Guðmundsson
BENCO
01-600A
2x40 rásir, AM/FM. Fullur
styrkur. Sérsmíöuö fyrir ís-
land.
Verö kr. 138.600.
Toppurinn í CB
Talstöðvum í dag
BENCO
Bolholti 4, sími 2.1945
Ákvæðisvinnu-
taxti trésmiða
hækkar um 8,12%
3,6 milljarðar
endurgreiddir
ÞEIR 3,6 milljarðar króna, sem
Seðlabankinn greiðir nú útflutn-
ingsatvinnuvegunum vegna af-
urðalána, eru endurgreiðsla til
umræddra aðila úr sjóði þar
sem gengismunur er húsaður, en
þessi upphæð er það sem bar að
endurgreiða og eru þetta um 8%
af þeim peningum sem eru í
sjóði gengismunar.
L/ SKIPHOLTI7 ’
SÍMI 28720
NÝJAR VÖRUR
Fyrir herra:
Ullarfrakkar og rykfrakkar, úlpur og buxur í úrvali.
Fyrir dömur:
Ullarkápur, dragtir og pils, jakkar, margar síddir.
Buxur í úrvali.
Fyrir börn:
Drengjaföt og úlpur. Flannels-, flauels- og denimbuxur
í úrvali.
Spariö og geriö góö kaup á 1. flokks vöru á
verksmiöjuveröi.
Opiö virka daga kl. 9—18 laugardaga kl. 9—12.
Elgurhf
MEZ zOFORT
TONLEIKAR A HOTEL BORG I KVÖLD 30. OKT.
Gestur kvöldsins:
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR
— ROKKÓTEK FRÁ KL. 21.00.