Morgunblaðið - 30.10.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980
21
Lárus Jónsson alþingismaður:
Til umhugsunar í f lóði
verðhækkana á benzíni
Enn ein benzínhækkunin hefur orðið nýverið. í
kjölfar hækkandi innflutningsverðs á benzíni hafa
álögur ríkissjóðs á þennan nauðsynlega orkugjafa
hækkað á föstu verðlagi (1980) um 10—11 milljarða
króna síðan 1978. Á sama tíma hafa heildarframlög
ríkissjóðs og vegasjóðs minnkað um 1 milljarð króna að
raungildi skv. núgildandi vegaáætlun, en hún var
skorin niður um 3 milljarða á síðasta Alþingi. Þessi
fáránlega stefna í skatta- og vegamálum, sem vinstri
stjórn Olafs Jóhannessonar og núverandi ríkisstjórn
bera ábyrgð á og sá meirihluti á Alþingi, sem þær hafa
stuðst við og styðjast við, kemur greinilega fram á
súluritum, sem Vegagerð ríkisins hefur gert að minni
ósk.
Meiri lántökur í ár
en nokkru sinni fyrr
Á meðfylgjandi súluriti A kem-
ur fram að benzínskattar hafa
hækkað úr 19.562 millj króna árið
1978 í 29.500 millj. króna, skv.
gildandi vegaáætlun á yfirstand-
andi ári og er þá miðað við verðlag
í báðum tilvikum 1980, þ.e.a.s.
verðlag fjárlaga í ár. Sé raunveru-
legt verðlag lagt til grundvallar
1980 er þessi skattahækkun um
10—11 milljarðar króna á föstu
verðlagi. Á sama tíma hefur
heildarframlag ríkissjóðs (endur-
greiðsla á benzíngjaldi, beinar
fjárveitingar og afborganir og
vextir lána vegna vegagerðar)
lækkað á föstu verðlagi um rúm-
lega 1 milljarð króna, eins og
glöggt kemur fram í súluriti B.
Aftur á móti eru lántökur í ár til
vegamála meiri en nokkru sinni
fyrr og 3 milljörðum meiri en í
fyrra. Vegaframkvæmdir hafa því
verið auknar í ár miðað við 1979
en einvörðungu með því að taka
lán. Vegaframkvæmdir í ár eru þó
ekki meiri en svo, að heita má að
þær séu hliðstæðar meðalfram-
kvæmdum áranna 1974—78, þegar
skattar á benzín voru 10—11
milljörðum minni.
Fáránleg stefna
Þetta hlýtur að teljast fáránleg
stefna í skattlagningu á benzín og
í vegamálum, þegar haft er í huga
hversu stórfelld verkefni og arð-
bær bíða okkar íslendinga í vega-
málum, bæði að því er varðar
lagningu bundins slitlags og gerð
betri vetrarvega. Margoft hefur
verið vakin athygli á því að hér er
um að ræða hvort tveggja í senn,
eitt arðbærasta verkefni í opin-
berum framkvæmdum, sem bíður
þjóðarinnar og jafnframt eitt þýð-
ingarmesta félagslega átak, sem
hægt er að ráðast í. Talið er
arðbært að leggja bundið slitlag á
2500 km af þjóðvegum landsins, en
um áramót var lokið við 270 km og
í ár er talið að takist að ljúka við
rúma 90 km í viðbót. Svo arðbært
er talið að leggja bundið slitlag á
vegi með 1000 ársbíla umferð að
kostnaður við olíumalarslitlag
borgi sig í viðhaldi á 6—7 árum.
Auk þess sparnaðar er talið að slit
bifreiðar á malarvegi sé 63%
meira en á vegi með bundnu
slitlagi.
Gott dæmi um
óstjórn í
ríkisfjármálum
Þessi þróun sem hér hefur verið
sýnd í skattlagningu á benzín og
stórfellda aukna lántöku á sama
tíma til þess að hjakka í sama
farinu í framkvæmdum á sviði
vegamála er því miður ekkert
einsdæmi í stjórn ríkisfjármála
hin síðari ár. Auk þess að ríkis-
sjóður hefur seilzt í tekjustofna í
stórum stíl, sem eiga að fara til
ákveðinna þarfa í þjóðfélaginu
skv. lögum, hafa framkvæmdalög
úr ríkissjóði á mörgum sviðum
verið skorin niður, en fjár til
þeirra oftast aflað að nokkru eða
öllu leyti með auknum lántökum.
Þessi stefna þrengir auðvitað að
atvinnufyrirtækjum á lánsfjár-
markaðinum og er ein ástæðan
fyrir þeirri öfugþróun í efna-
hagsmálum sem nú rikir.
Vegir án slitlags kosta þjóðina ómælda fjármuni í ofaníburði,
sem vindar og væta bera á brott, í auknum vigerðarkostnaði og
styttri endingu ökutækja — og síðast en ekki sízt i mun meiri
benzíneyðslu.
Ríkisskattar
í benzínverdi
hafa hækkad
um 10 til
11 milljaröa
króna
sídan 1978
Af þessari
hækkun
gengur í raun
ekkert
til vegamála
ALÞJÓÐASAMTÖKIN Amn-
esty International hafa valið
eftirtalda samvizkufanga
októbermánaðar:
• Ulrick Desire. Gustave Colas,
Emmanuel Noel og Robert Jac-
ques Thelusma eru allir fangar
á Haiti, afplána þar níu ára
fangelsisdóma. Þeir voru dæmd-
ir í ágúst í sumar í fyrstu
opinberu pólitísku réttarhöldun-
um sem haldin eru á Haiti í
tuttugu ár. Áður höfðu þeir setið
fangelsaðir í hálft annað ár án
þess að koma fyrir rétt. Þeir
voru sakaðir um að hafa brotið
gegn öryggi ríkisins, átt aðild að
samsæri um að steypa stjórn
landsins af stóli. Allir neituðu
þeir sakargiftum og verjendur
þeirra höfðu ýmislegt við réttar-
höldin að athuga, bæði skipan
dómsins og mat sönnunargagna.
Samtökin Amnesty Internation-
al líta svo á að menn þessir hafi
verið dæmdir fyrir pólitískar
skoðanir sínar. Vinsamlegast
skrifið og biðjið um að þeir verði
látnir lausir. Skrifa ber til:
Son Excellence Jean- Claude
Duvalier, President a Vie, Port
au Prince, Ilaiti.
• Joseph Vermond Tchendo er
35 ára fyrrverandi blaðamaður,
sem handtekinn var í október
1979 vegna stuðnings við einn
helzta andstæðing núverandi
forseta Mið-Afríkulýðveldisins,
David Dacko. Tchendo var raun-
ar fyrst handtekinn árið 1970 í
stjórnartíð Bokassa keisara og
fluttist eftir það úr landi, til
Belgíu, þar sem fjölskylda hans
er enn búsett. Eftir að Bokassa
hafði verið komið frá völdum fór
Tchendo aftur til Mið-Afríkulýð-
veldisins sem blaðamaður og
stuðningsmaður Ange Patasse,
leiðtoga Mouvement de liberat-
ion du peuple centrafricain,
MLPC — og það leiddi til
handtöku hans fyrir réttu ári.
Hann var sakaður um að hafa
sent ósannar fregnir úr landi, en
sleppt innan viku í það sinnið.
Aftur var hann handtekinn, og
sleppt, enn handtekinn og nú
sendur í „útlegð" til herbúðanna
Yalinga um 700 km norðaustur
af höfuðborginni, Bangui. Síðan
þangað kom hefur heilsu hans
hrakað stöðugt og næringar-
skortur hrjáir hann.
Vinsamlega skrifið kurteisleg
bréf, helzt á frönsku, ella ensku,
og biðjið um að hann verði
látinn laus. Skrifa ber til:
Son Excellence, Monsieur
Dacko, President de la Repub-
lique. Palais de la renaissance,
Bangui, Central African Repub-
lic.
• Viktoras Petkus er 52 ára
Lithái, einn af stofnendum
Helsinki-eftirlitsnefndar í Lit-
hauen 1976. Níu mánuðum eftir
að nefndin var sett á laggirnar
var hann handtekinn og kærður
fyrir andsovézkan áróður og
undirróðursstarfsemi. Hann var
dæmdur í-Vilnius í júlí 1978 í tíu
ára fangelsi og fimm ára útlegð.
Hann er nú í Chistopol fangels-
inu í Tatar-lýðveldinu og sætir
þar stöðugri vannæringu, þrælk-
unarvinnu og fær ónóga lækn-
ismeðferð. Petkus er einn af 34
Helsinki-nefndarmönnum í Sov-
étríkjunum, sem eru í fangelsum
eða útlegð og vinnur Amnesty
International að málum þeirra
allra. Vinsamlegast skrifið og
biðjið um að honum verði sleppt
þegar í stað. Skrifa ber til:
The Director oí Chistopol Pris-
on, Colonel Malofeyev, SSR g.
Moskva p/ya 5110/1 — UE,
Polkovniku Malofeyevu og til
The Procuratior of the USSR.
R.A. Rudenko, SSR g.
MOSKVA ul. Pushkinskaya
15a, Prokuratura SSSR. Genr-
alnomu Prokuroru, RUDENKO
R:A.