Morgunblaðið - 30.10.1980, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, um Flugleiöafrv.:
Stjórnarliðar taka ekki mark
á staðhæfingum Ólafs Ragnars
Það sýnir frumvarp ríkisstjórnarinnar
Fyrstu umræðu um stjórn-
arfrumvarp um málcfni
Flugleiða hf. lauk í efri
deild Alþinsis í gær og var
því vísað til umfjöllunar
fjárhags- og viðskipta-
nefndar deildarinnar.
Lyktir umræðunnar verða
lítillega raktar, efnislega,
hér á eftir.
Hófsemi ráðherra,
óhóf Ólafs Ragnars
Porvaldur Garðar Kristjánsson
(S) sagði fjármálaráðherra hafa
komið sér hjá að svara kjarnaatrið-
um í máli sínu á þeim forsendum,
sem réttar væru, að Flugleiðafrum-
varpið væri brýnt og koma þyrfti
því tafarlítið til nefndar. Hitt væri
verra, að hófsemi ráðherra á upp-
lýsingar til þingdeildarinnar væri
unnið fyrir gýg með maraþonræð-
um Ólafs Rágnars Grímssonar,
sem höggvið hefði á báðar hliðar,
þ.e. í efri deild og Sameinuðu þingi.
Fjórum spurningum hefði ráð-
herra þó svarað, ef svar skyldi
kalla. Spurt hefði verið, hversvegna
samþykkt ríkisstjórnarinnar um
þriggja ára aðstoð við Flugleiðir
hefði skroppið saman í eins árs
aðstoð í frumvarpinu. Afsökun
ráðherra var sú, að aðstoð Luxem-
borgar væri til eins árs. Islenzka
ríkisstjórnin hefði þurft að fara
eins að. Hefði nú ekki verið
traustvekjandi út á við, ekki sízt
gagnvart Luxemborg, að frumvarp-
ið hefði náð til þriggja ára, eins og
samþykkt stjórnarinnar stóð til?
Ónnur spurning, sem ráðherra
svaraði, var þess efnis, hvort hann
héldi, að eins árs aðstoð nægði og
ef ekki, hvort ráðherra myndi beita
sér fyrir framhaldi aðstoðar. Þess-
ari spurningu svaraði ráðherra út í
hött; að hann gæti ekki einu sinni
sagt fyrir um, hvort þessi flug-
rekstur yrði til staðar að ári liðnu.
Þó reiknaði hann ekki með að eins
árs stuðningur væri nægilegur.
Spurt var, hvort það samræmd-
ist íslenzkum hagsmunum, að að-
stoð íslenzkra stjórnvalda frá
október í ár til jafnlengdar á næsta
ári væri mun minni í reynd en
stjórnvalda í Luxemborg. Aðstoð
Luxemborgar felst í fyrsta lagi í
þriggja milljóna dala beinu fjár-
framlagi og í öðru lagi í niðurfell-
ingu lendingargjalda. Aðstoð ís-
lenzkra stjórnvalda, samkvæmt
þessu frumvarpi felst ekki í fjár-
framlagi, heldur aðeins í niðurfell-
ingu lendingargjalda. Abyrgð, sem
Spurningin um framhald eða lyktir millilandaflugs hefur verið sá möndull, sem umræða á þingi og með
þjóðinni hefur snúizt um. Þessi mynd segir okkur vonandi ekki að kvölda taki og sezt sé sól islenzkrar
flugsögu.
ef af sama toga og mörg önnur
fyrirtæki hafa fengið, væntanlega
gegn fullu veði í eignum, er svo af
öðrum toga.
Fjórða spurningin fékk hinsveg-
ar ákveðið svar: hvort ríkisstjórnin
stefndi að 20% eignarhlut í Flug-
leiðum. Þeirri spurningu svaraði
ráðherra undanbragðalaust ját-
andi. Þá vaknar óhjákvæmilega
önnur spurning hjá landsfólkinu,
er það stefna stjórnvalda að „leysa
rekstrarvanda" annarra fyrir-
tækja, sem í rekstrarerfiðleikum
kunna að vera, með eignaraðild
ríkisins?
Málgleði þing-
flokksformanns
Þá vék Þorvaldur Garðar að
málflutningi Ólafs Ragnars
Grímssonar, sem hefði, þrátt fyrir
orðgnótt, hvergi komið nálægt efn-
isatriðum frumvarpsins, sem til
umræðu væri. Meginhluti ræðu
hans í þingdeildinni hefði farið í að
rekja einar fimm, sex þingræður,
sem fluttar voru árið 1975! Síðan
hefði hann lagt út af þeim með
þeim hætti sem honum væri lagið.
Þingflokksformaðurinn hefði
hlaðið forystumenn Flugleiða
margs konar aðfinnslum, sem
hefðu verið þess eðlis, að ekki ætti
að vera „heil brú í stjórnun fyrir-
Fyrirspurn á Alþingi:
Hyggst ríkisstjórn-
in endurskoða gjald-
miðilsbreytinguna?
FRAM er komin á Álþingi fyrir-
spurn til viðskiptaráðherra
varðandi breytt verðgildi ís-
lenzks gjaldmiðils.
Fyrirspurnin fjallar um, hvort
„ríkisstjórnin vilji taka til endur-
skoðunar fyrirætlanir um breytt
verðgildi íslenzks gjaldmiðils,
með tilliti til þess, að sú aðgerð sé
ekki liður i víðtækri stefnumótun
og framkvæmd til að ráða bót á
verðbólgunni og koma á stöðug-
leika í efnahagslífi þjóðarinnar“.
Þar sem breytingin tengist ekki
slíku markmiði geti hún aukið á
upplausn og vantrú manna á
gjaldmiðlinum í stað þess að
treysta hann.
Fyrirspyrjandi er Þorvaldur
Garðar Kristjánsspn. Viðskipta-
ráðherra, Tómas Árnason, mun
væntanlega svara f.h. ríkisstjórn-
arinnar áður en langur tími líðnr.
tækisins". Hjá þeim hefði hann
ekki fundið neitt jákvætt, ekki
agnarögn. Ef einhver fótur er fyrir
því, sem þingmaðurinn staðhæfir
hversvegna er þá ríkisstjórn, sem
Ólafur Ragnar telst styðja, að
flytja þetta frumvarp til aðstoðar
Flugleiðum og stjórnendum þess?
Er þá nokkuð vit í þeirri stjórn-
argjörð? Ég hlýt að skilja háttvirta
ríkisstjórn á þá leið, að hún sýni,
með frumvarpsflutningnum, trú á
það, að ekki sé vonlaust verk að
styðja Flugleiðir, jafnvel endur-
reisa Atlantshafsflugið.
Þá gagnrýndi Þorvaldur Garðar,
ef skilja mætti orð Ólafs Ragnars
sem formanns fjárhags- og við-
skiptanefndar þingdeildarinnar á
þann veg, að hann myndi með
fyrirspurnaaðferð tefja framgang
stjórnarfrumvarpsins í þingnefnd.
Eðlilegt væri að þingnefnd fengi
nauðsynlegar upplýsingar, en það
sé hinsvegar hvorki nefndarinnar
né formanns hennar að kveða upp
úr um, hvort upplýsingar eru
nægar, heldur þingdeildarinnar.
Formaður nefndarinnar getur ekki
gert sig að litlum Stalín í þessu
máli, enda eru í þingnefndinni
ýmsir, s.s. forsætisráðherra þeirrar
stjórnar er frumvarpið ber fram, er
væntanlega láta ekki bjóða sér
slíka starfshætti.
Þorvaldur sagði að 5. gr. frum-
varpsins, sem fjallaði um hugsan-
leg skilyrði fyrir aðstoðinni, væri
ekki nógu upplýsandi. Þingdeildin
ætti kröfu á því að ríkisstjórnin
gerði henni grein fyrir því í hverju
þessi skilyrði myndu fólgin.
Að lokum gerði ÞGKr grein fyrir
samþykkt þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins þetta mál varðandi og
ítrekaði, að ef boðuð aðstoð ætti að
koma í tæka tíð þyrfti hún að
berast hið allra fyrsta.
Ónógar upplýsingar,
rangar upplýsingar
ólafur Ragnar Grimsson (Abl)
sagði þá ásökun hafa komið fram í
Sameinuðu þingi að það væri rangt
að leggja þetta stjórnarfrumvarp
fram í efri deild, enda líklegt, að
málið gengi ekki eðlilegan gang í
fjárhags- og viðskiptanefnd deild-
arinnar. Spurði hann Þorvald
Garðar, hvort hann hefði sama álit
á efri deild og kæmi fram í þessum
getgátum. Þá sagði Ólafur að fáir
þingmenn hefðu verið viðstaddir
Vaxandi rekstrar-
halli ríkisútvarps:
Aðflutn-
ingsgjöld af
sjónvarps-
tekjum til út-
varps á ný
Breytingartillaga
Þorvaldar Garðars
ÞORVALDUR Garðar
Kristjánsson (S) hefur flutt
beytingartillögu við frum-
varp Eiðs Guðnasonar um
tekjur ríkisútvarps'. Breyt-
ingartillaga Þorvalds Garð-
ars felur það í sér að að
tekjur af aðflutningsgjöld-
um af sjónvarpstækjum og
hlutum í þau skulu vera
viðvarandi tekjustofn og
ganga til stofnkostnaðar
sjónvarpsins. Frumvarp
Eiðs fól það í sér að þessi
tekjustofn. sem útvarpið
hafði á árahilinu 1968 til
1976, renni til þess á ný
næstu þrjú árin.
Rekstrarhalli Ríkisút-
varps-Sjónvarps var 358,5
milíjónir krona 1979 en
rekstrarhalli 1980 stefnir í
tvöfalt hærri upphæð.
umræður í Sameinuðu þingi, jafn-
vel ekki þeir sem mest töluðu um
áhuga sinn á Flugleiðamálinu. Ef
Þorvaldur Garðar hefði hlýtt á
umræður þar hefði hann fengið
svör við ýmsu því, sem hann hefur
spurt um nú. Samgönguráðherra
hefði t.d. skýrt, hversvegna Iscargo
hefði fengið farþegaflugsleyfi á
Holland. Þar hefði glöggt komið í
ljós, að ríkisstjórnin hefði síður en
svo tafið Flugleiðamálið, heldur
verið snögg í snúningum borið
saman við ríkisstjórnina 1975.
Hann sagði gagnrýni sína á stjórn-
endur F’lugleiða nánast hafa verið
til staðfestingar á orðum Eiðs
Guðnasonar, sem hann hefði látið
falla í þeirra garð hér í þinginu. Þá
hefði samgönguráðherra tjáð þing-
inu að svör Flugleiða hefðu verið á
ýmsa lund ófullnægjandi — og
ókomin enn, varðandi mikilvægar
spurningar. Þannig væri enn ekki
komin umbeðin endurskoðuð
rekstraráætlun eða endurskoðuð
áætlun um Atlantshafsflugið.
Það er svör við þessum grund-
vallaratriðum og fleiri hliðstæðum
sem ég sem formaður fjárhags-
nefndar vil að séu til staðar.
Hér getur verið
um klukkustunda-
spursmál að ræða
Karl Steinar Guðnason (A)
sagði vanda flugrekstrar á íslandi
hluta af fjölþjóðlegum vanda, sem
rætur ætti í gjörbreyttum rekstr-
araðstæðum. Sjálfsagt mætti tí-
unda sitthvað, sem betur hefði
mátt fara á heimavettvangi en
menn skyldu þó gæta hófs í hvers-
konar aðför að flugrekstrinum við
ríkjandi aðstæður. Hann sagði Al-
þýðuflokkinn myndu styðja frum-
varpið, þó fyrirvari væri við ein-
stök atriði, einkum 5. grein, þ.e.
óskilgreind skilyrði, en um það mál
þyrfti að takast á í þingnefnd.
Hundruð manna hafa misst at-
vinnu sína í þessari atvinnugrein.
Það getur verið klukkustunda-
spursmál, hvort allir hinir, sem við
þennan rekstur starfa, og starf-
semi tengda honum, missi líka sína
atvinnu. Þess vegna þarf skjót
viðbrögð á Alþingi. Ég skora á
fjárhags- og viðskiptanefnd deild-
arinnar, að taka rögg á sig ög skila
málinu eins fljótt og kostur er.
Ef málið dregst á langinn getur
það valdið skaða, sem verður meiri
en svo, að upp verði unninn.
Þar með lauk fyrstu umræðu.
Var málinu síðan vísað, sem venja
er, til fjárhags- og viðskiptanefnd-
ar.
Efri deildin
allra best
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) sagðist ekki ætla að orðlengja
um það, hversvegna fáliðað hefði
verið í Sameinuðu þingi daginn
áður, er Ólafur Ragnar hélt ræðu
sína þar, en þar hefði verið vant
fleiri þingmanna en úr Sjálfstæðis-
flokki. En þó hafi verið fylgst með
ræðunni og að því er sér hefði verið
tjáð hefði fátt nýtt komið fram í
henni. Spurningu Ólafs Ragnars v
um, hvort efri deild væri góður
vettvangur til að flytja mál, svar-
aði Þorvaldur á þá leið, að þrátt
fyrir allt væri efri deild beztur
vettvangur til þess arna. Hann
kvaðst heldur ekki trúa því að
Ólafur Ragnar tefði jafn þýð-
ingarmikið mál og hér um ræddi,
flutt af hans eigin stjórn, í fjár-
hagsnefnd. Þeirri spurningu, hvort
veiting samgönguráðherra á flug-
leyfi til handa Iscargo til Hollands
styrkti eða veikti Flugleiðir, gæti
hver og einn svarað fyrir sig.