Morgunblaðið - 30.10.1980, Síða 30

Morgunblaðið - 30.10.1980, Síða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 Flutningur Ráðningarstofunnar í Þverholt 15: Ekki má torvelda öldruðum og öryrkj um aðkomu að Ráðningarstofunni DaviA OddsHon EkíH Skúli InKÍbrrKsson Kristján Benediktsson — segir Hilmar Guðlaugsson Á borKarstjórnarfundi sem haldinn var fyrir nokkru var rætt um fyrirhugaóan flutninK RáÓningarstofu Rcykjavíkur- bortjar í húsnæói BorKarskipu- laKs ok flutninK BorKarskipulaKs í húsnæði RáðninKarstofunnar. Ekkert réttlætir flutninginn Fyrstur tók til máls Hilmar Guðlaugsson (S). Hilmar sagði að í sumar hefði stjórn RáðninKarstof- unnar mótmælt þessum fyrirhuK- aða flutninKÍ ok hefði stjórnin fært ýmis rök fyrir því. Meðan annars hefði stjórnin minnst á það að núverandi húsnæði væri heppileKt fyrir RáðninKarstofuna ok einnÍK væri staðsetninK hennar mjöK góð. Nú hefði meirihluti Ráðningarstof- unnar breytt áliti sínu. Hins vegar sagði Hilmar að ekkert það hefði breyst sem réttlætti þennan flutn- ing. Þessu næst vék Hilmar máli sínu að aðkomunni að Þverholti 15, þ.e.a.s. þeim stað sem Ráðningar- stofunni væri ætlaður og sagði að það væri erfitt fyrir aldraða og öryrkja að komast þar að. Fyrst væri upp útiþrep að fára og síðan 19 þrepa brattan stiga og sagðist hann efast um að það væri auðvelt öldruðum og öryrkjum, hvað þá þeim sem hreyfihamlaðir væru, að komast þar að. Hilmar sagði að á árinu 1978 hefði 91 öryrki þurft á þjónustu Ráðningarstofunnar að halda og á árinu 1979 hefðu þeir verið 62. Og þetta fólk hefði þurft að koma á hverjum einasta degi til skráningar. Hilmar sagði að ekkert mætti gera til að torvelda þessu fólki aðkomuna að Ráðningarstofunni. Þá gat hann þess jafnframt að hann hefði ekkert á móti Borgar- skipulagi og að leyst yrði úr hús- næðisvanda þeirrar stofnunar, en það mætti ekki gera á kostnað Ráðningarstofunnar. Hagræðing fyrir borgarkerfið Sigurjón Pétursson (Abl) talaði næstur. Hann kvað það rétt að uppi væru hugmyndir um að Borgar- skipulag og Ráðningarstofan víxl- uðu á húsnæði. Rökin fyrir því væru m.a. þau að stutt þyrfti að vera á milli Borgarskipulags og embættis Borgarverkfræðings. Þetta væri því hagræðing fyrir allt borgarkerfið. Sigurjón benti á að Þverholt 15 væri ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði fyrir Ráðn- ingarstofuna. Hann kvað það rétt að fara þyrfti upp tröppur þegar komið væri í Þverholt 15, en slíkt ætti einnig við um núverandi hús- næði Ráðningarstofunnar. Þá benti Sigurjón á að Þverholt 15 lægi betur við samgöngum en Borgartún 1, þar sem Ráðningarstofan væri nú til húsa. Ekki viðunandi lausn Þá tók Elín Pálmadóttir (S) til máls. Hún sagði að flutningur að Þverholti 15 væri ekki viðunandi lausn fyrir Ráðningarstofuna. Þar væri erfitt uppgöngu. Einnig væri lítið um bílastæði þar fyrir utan. N Þá kom í ræðustól Davíð Oddsson (S). Hann sagði að sjónarmið sjálf- stæðismanna kæmu fram í bókun sem gerð var á fundi borgarráðs þann 30. septemher, en á þeim fundi var fjallað um þetta mál. Bókunin er svohljóðandi: „Borgarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins telja engar forsendur hafa breytzt frá því, að stjórn Ráðningarstofu gerði sína fyrri ályktun varðandi flutning stofnun- arinnar í ótryggt húsnæði. Mikil- vægt er að stofnun sem þessi sé vel staðsett í borginni og eigi tryggan samastað, sem hinir fjölmörgu viðskiptaaðilar hennar geti gengið að vísum. Það er ljóst að mjög margir viðskiptaaðilar Ráðningarstofunn- ar eru öryrkjar og aðrir þeir sem myndu eiga mjög erfitt um aðgang að fyrirhuguðu húsnæði og yrði þar um stórlega afturför að ræða. Augljóst er, að fulltrúar meiri- hlutaflokkanna hafa beitt stjórn Ráðningarstofunnar miklum þrýst- ingi til að fallast á þann flutning, sem virðist óhjákvæmileg afleiðing af þessum samningi, sem hér er til umræðu, en áður hafði stjórnin mótmælt honum harðlega. Sjálf- sagt er að tryggja Borgarskipulagi hentugt húsnæði, en það má ekki gerast jafn harkalega á kostnað Ráðningarstofunnar. Með hliðsjón af þessu greiðum við atkvæði gegn leigusamningnum." Síðan sagði Davíð að Sigurjón Pétursson og borgarstjóri vissu að Borgarskipulag hefði getað fengið inni í Tónabæ. Miklu Iengra væri á milli Tónabæjar og Borgarverk- fræðings en á milli Þverholts 15 (núverandi húsnæðis Borgarskipu- lags) og embættis Borgarverkfræð- ings. Þá sagði Davíð að kannað hefði verið hvort Borgarskipulag gæti fengið inni á Fríkirkjuvegi 11. Þegar þetta væri athugað væri ljóst að röksemd Sigurjóns, um að stutt þyrfti að vera á milli Borgarskipu- lags og Borgarverkfræðings, ætti ekki við. „Borgarfulltrúinn talaði þarna gegn betri vitund, eins og stundum áður,“ sagði Davíð. Þessu næst talaði borgarstjóri og sagði að hann hefði haft forgöngu að því að Fríkirkjuvegur 11 ogTónabær væru kannaðir sem hugsanlegt húsnæði fyrir Borgarskipulag. Hann sagði að niðurstaða þeirrar könnunar hefði verið neikvæð. Þá talaði Kristján Benediktsson og sagði að fólk í hjólastólum kæmist hvorki að Ráðningarstof- unni, þar sem hún væri nú, né að Þverholti 15. Síðastur talaði Sigurjón Péturs- son. Hann sagði að það hefði aldrei verið höfuðröksemd að Borgar- skipulag þyrfti að vera nálægt Borgarverkfræðingi. Aðalatriðið væri það að sameina þyrfti Borg- arskipulag og Skipulagsskrifstof- una að Skúlatúni 2, sem þá væri næsta hús við Borgartún 1. Þegar umræðum var lokið var flutningur borinn undir atkvæði og samþykktur með 8 atkvæðum meirihlutans gegn 7 atkvæðum sjálfstæðismanna. - Frá borgarstjórn Hækkunarbeiðni Rafmagnsveitu Reykjavíkur: Nauðsynlegt að fá vitneskju um hag áður en hækkunarbeiðni verður samþykkt — segir Magnús L. Sveinsson Á FUNDI borgarstjórnar nýlega kom til umræðu beiðni frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur um heimild til hækkunar á gjald- skrá. Ilækkunarbeiðni þessi var tvíþætt. annars vegar var farið fram á 5% ha-kkun á gjaldskra ok hins veKar bað Rafmagnsveit- an um að fá hækkun sem leiða myndi af hækkuðu heildsóluverði frá Landsvirkjun. Nokkrar umrseður urðu um þessa beiðni Rafmagnsveitu Reykjavíkur og verða þær laus- lega raktar hér á eftir. 5—600 milljóna auknar álögur Fyrstur tók til máls Albert Guð- mundsson borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, en hann var á móti hækkunarbeiðni Rafmagnsveitunn- ar, þegar hún var afgreidd í borg- arráði. Albert sagði að afstaða sín til þessarar hækkunarbeiðnar væri sú sama nú og hingað til. Hann sagðist ekki vilja samþykkja neinar hækkunarbeiðnir opinberra fyrir- tækja, allra síst þegar fyrirtækin hefðu svo mikið afgangs, að þau gætu byggt sér lúxus byggingu fyrir eigið fé, eins og Rafmagnsveitan gerði. Albert kvaðst ekki vilja velta þunganum af of mikilli fjárfestingu fyrirtækisins á of skömmum tíma, yfir á herðar borgaranna. Þá upp- lýsti Albert það að ef umbeðin hækkun fengist fram þá myndi það þýða 5 — 600 milljóna króna auknar álögur á borgarbúa. Ekki nægjanlcg rök íyrir hækkun Næstur talaði Magnús L. Sveins- son (S). Magnús sagði það nauðsyn- legt að borgarfulltrúar fengju vitn- eskju um hag Rafmagnsveitunnar áður en þessi hækkunarbeiðni yrði samþykkt. Magnús sagðist hafa þær upplýsingar úr fjölmiðlum að tekjur Rafmagnsveitu Reykjavíkur hefðu verið meiri en hún hefði þurft á að halda. Magnús taldi ekki nægjanleg rök fram komin fyrir þessari hækk- unarbeiðni og ekki hefðu slík rök legið fyrir oft á tíðum þegar hækk- unarbeiðnir hefðu verið samþykkt- ar. Magnús sagði að svo virtist vera að borgarfulltrúar kynnu ekki ann- að en að ' samþykkja hækkunarbeiðnir, aldrei virtist vera hugsað um hvort hægt væri að lækka. í lok máls síns óskaði Magnús L. Sveinsson eftir því að málinu yrði frestað. „Frestur jafn- gildir synjun“ Þá tók til máls Sigurjón Péturs- son (Abl). Hann sagði það skynsam- legt að borgarfyrirtæki reyndu að komast í eigið húsnæði, eins og Rafmagnsveitan væri að gera. Síðan sagði Sigurjón að bygging hússins miðaðist við jafngóðan fjárhag Raf- magnsveitunnar, en synjun á hækk- unarbeiðni myndi ekki stuðla að því. Sigurjón sagði að hér væri um hógværa beiðni að ræða, en sagðist jafnframt skilja að borgarfulltrúar vildu kynna sér þetta mál betur. Síðan sagði Sigurjón að nú væri síðasti möguleikinn að samþykkja þessa beiðni Rafmagnsveitunnar, því að hækkunin ætti að taka gildi 1. Magnús L. Sveinsson Albert Guðmundsson nóvember. Því væri of seint að fjalla um þetta mál á næsta fundi borgar- stjórnar og því myndi frestunar- beiðni Magnúsar L. Sveinssonar valda því að Rafmagnsveitan fengi ekki umbeðna hækkun. „Frestun jafngildir synjun," sagi Sigurjón. Borgarstofnanir framkvæmdaglaðar Næstur kom í ræðustól Albert Guðmundsson (S). Hann sagði að ýmsar borgarstofnanir væru fram- kvæmdaglaðar, þar væri eyðsla á öllum sviðum. Nefndi Albert síðan dæmi um slíka framkvæmdagleði. Albert sagði að tími væri kominn til þess að borgarfufltrúar færu að gera sér ljóst að stofnanir og fyrirtæki borgarinnar ætti að reka sem næst núlli, þannig að ekki þurfi sífellt að leggja hækkanir á herðar borgaranna. Hann sagði að svo virtist sem fólkið mætti ekki njóta þess ef að fyrirtækin væru vel rekin. Albert sagðist að lokum styðja frestunartillögu Magnúsar L. Sveinssonar og sagðist vona að hún yrði samþykkt. Ríður varla R.R. að fullu Síðan talaði Magnus L. Sveinsson (S). Hann sagði að borgarbúar ættu það inni aö fá ekki þessa hækkun frá Rafmagnsveitunni yfir sig. Hann sagðist vilja að málinu yrði frestað um þrjá mánuði. Sagði Magnús að það riði Rafmagnsveit- unum varla að fullu. Að máli Magnúsar loknu talaði Kristján Benediktsson (F). Hann sagði að sú beiðni Rafmagnsveit- unnar sem nú væri til skoðunar væri hófsöm og minnti Kristján borgarfulltrúa á þá tíma þegar Rafmagnsveitan þurfti að bjarga sér á erlendum lánum. Kristján sagði það ekki til skammar þó að fyrirtæki fólksins væri í eigin hús- næði. Hann sagði sig á móti því að opinber fyrirtæki byggju við kot- búskap. Kvað Kristján rétt að koma Rafmagnsveitunum í eigið húsnæði. Að lokum sagði Kristján að gjald- skrár ýmissa opinberra fyrirtækja hefðu ekki hækkað til jafns við verðlag. Er Kristján hafði lokið máli sínu kom Albert Guðmundsson í pontu og sagði m.a. að opinber fyrirtæki ætti ekki að reka eins og einkafyr- irtæki, þ.e. ekki með gróða fyrir augum. Á ábyrgð meirihlutans Þá talaði Davíð Oddsson (S). Hann vakti athygli á því að þarna væri um tvennskonar hækkunar- beiðni að ræða. Hann spurðist fyrir um það hvort ekki væri hægt að bera þessar hækkunarbeiðnir upp, sitt í hvoru lagi! Davíð sagði að ekki væri hægt að Rafmagnsveitan bæri hækkun á heildsöluverði frá Lands- virkjun óbætta. Hvað sig varðaði sagðist Davíð ekki treysta sér til þess að greiða atkvæði gegn þeirri hækkunarbeiðni. Hins vegar sagði hann að þetta mál allt væri alfarið á ábyrgð meirihluta borgarstjórnar, þeir bæru á þessu ábyrgðina hvern- ig sem málin færu. Síðastur talaði Magnús L. Sveinsson (S). Hann sagðist bera upp tillögu í þessu máli og las hann síðan upp tillöguna. Hún var svo- hljóðandi: — Borgarstjórn samþykkir að sótt verði um heimild fyrir gjald- skrárhækkun frá 1. nóvember 1980, sem leiðir af hækkun á heildsölu- verði frá Landsvirkjun.— Ekki tóku fleiri til má!s við þessa umræðu og var síðan tillaga Magn- úsar borin undir atkvæði og svo og hækkunarbeiðni Rafmagnsveitunn- ar. Fyrst var borin upp hækkunar- beiðnin og hlaut hún fimm atkvæði og því ekki stuðning. Þá var borin upp tillaga Magnúsar L. Sveinsson- ar og var hún samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. -ój <---------------------------

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.