Morgunblaðið - 30.10.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980
31
Nú er
sterka ryksugan
ennþá sterkari.
Nýr súper-mótor:
áður óþekktur
sogkraftur.
Ný sogstilling:
auðvelt að
tempra kraftinn
Nýr ennþá stærri
pappírspoki með
hraðfestingu.
Ný kraftaukandi
keiluslanga með
nýrri festingu.
Nýr vagn sameinar
kosti hjóla
og sleða.
Auðlosaður í stigum
Meistarinn
Sýninfcarstaður: Gamla bíó
Leikstjóri: Franco Zeffirelli
Músik: Dave Grusin
Kvikmyndun: Fred J.
Koenekamp
Nafn á frummáli: The Champ
Italski leikstjórinn Franco
Zeffirelli er þekktur fyrir áferð-
arfallegar myndir svo sem Róm-
eó og Júlíu sem hann stýrði ’68
og stórmyndina Jesús frá Naz-
aret sem mig minnir hann hafi
gert ’77. Það kemur því ekki á
óvart að nýjasta mynd hans
Meistarinn sé falleg mynd og
hugljúf. Það sem gerir þessa
Kvlkmyndir
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
mynd svo ljúfa er fyrst og
fremst mildur litblær, má þar
glöggt merkja hinn ítalska upp-
runa leikstjórans. Þannig eru
viss atriði myndarinnar, til
dæmis á fyrstu mínútunum, er
flamingóarnir hefja sig til flugs,
líkt og sprottin beint úr mál-
verkum feneysku meistaranna
Tiepolo og Pellegrini. Er ekki
óhugsandi að borinn og barn-
fæddur Ameríkani velji þvílíkt
litróf? Einhvern veginn finnst
manni litskyn þeirrar þjóðar
nær frumstæðum mönnum sem
vilja sterka æpandi liti. Sér-
staklega virðist þessi litagleði
ríkjandi á vesturströndinni.
Hver skýringin er verður látið
liggja á milli hluta en gæti ekki
hugsast að auglýsingaiðnaður-
inn spili hér inní. í rándýrum
auglýsingum þar sem sjón-
varpsmínútan getur farið allt
upp í 150.000 dollara duga ekki
mildir litir til að fanga athygl-
ina. En fleira er að finna í
þessari kvikmynd sem vekur
ljúfar kenndir, sérstaklega litli
strákurinn sem leikur T.J., hann
er fullur af lífsgleði, leikgleði og
augun blá af sakleysi. Reyndar
er mótleikari hans Jon Voight,
„meistarinn" með sama augna-
lit, sem þrátt fyrir næturlanga
drykkju leikarans og spilavítis-
dvöl fölnar ei. Fay Dunaway er
hins vegar heimskona með
eldskörp, reynslumikil augu, sem
eru dálítið farin að láta á sjá
vegna fitufellinga sem gera
þessa glæsikonu ofurlítið kell-
ingarlega. Raunar fjallar þessi
mynd um baráttu þessara
þriggja einstaklinga, drengsins
sem er alinn upp hjá föður
sínum .fyrrum heimsmeistara í
boxi —/ skilningsríkum manni
með vægar heilaskemmdir er vill
syni sínum allt hið besta en á
erfitt með að keppa við móður-
ina (Fay Dunaway) sem birtist
eftir 7 ára fjarvist og vill
drenginn aftur, ef ekki með góðu
þá með peningum. Faðirinn
finnur vanmátt sinn sérlega á
efnalega sviðinu og hyggst bæta
sér tapið með því að vinna aftur
„boxtitilinn". Ef dæma á af
undirtektum bíógesta var þetta
atriði myndarinnar hápunktur-
inn. Um leikslok verður ekki
fullyrt, en á þeirri stundu rudd-
ust ýmsir út úr Gamla bíói með
undarlegum hlátrasköllum. Má
sjá að hér er hreinræktuð vasa-
klútamynd á ferð. Menn mega
ekki skilja orð mín svo að sorg
og sút sé inntak myndarinnar,
þvert á móti, hún er yfirfull af
fögru fólki, fallegum bílum,
stífkembdum veðhlaupahestum,
drifhvítum lystisnekkjum,
pálmatrjám og sól. Vasa-
klútaatriðin eru bara krydd á
þessa saklausu fegurð. Hér er
sem sagt „mynd fyrir alla fjöl-
skylduna" nema þau allra
minnstu, til þess er atburðarásin
of flókin. Hins vegar skilur
amma vel þessa hluti, nefnilega
að peningar geta ekki keypt þér
ást.
SOGGETA I SÉRFLOKKI
F.inslakur niótor. cfnisgicði, niark-
visst byggingarlag, afbragðs sog-
slykki já. hvcrl smáatriói sluðlar
að soggctu i sérflokki. fullkominni
orkunýtingu. fyllsta
notagildi og
dæmalausri cndingu.
GERIÐ SAMANBURÐ:
Sjáið t.d. hvcrnig stærð. lögun og
staðsctning nvja
Nilfisk-risapokans
tryggiróskert sogafl
þótt í hann safnisf.
GÆÐI BORGA SIG:
Nilfisk er vönduð og tæknilega
ósvikin. gerð til að vinna sitt verk
fljótt og vel. ár eftir ár. með lág-
marks truflunum og tilkostnaði.
Varanleg: til lengdar ódýrust.
Afborgunarskilmálar.
Traust þjónusta.
11 I méF heimsins besta ryksuga
■■IT Stór orð, sem reynslan réttlætir.
FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX
/rönix
HÁTÚNI — SÍMI 24420
Hreinsar tennur
Styrkir tannhold
Tandhygiejnisk
tyggegummi
V6 fæst aðeins í apótekum.
Inniheldur brintoverilte sem er
sótthreinsandi.
V6 er sykurlaust og án litar-
efna.
Hiö frískandi bragö endist
lengi.
Nýjungí
tannvernd
Umboö
LYF s.f.
Al't.l.VSINCASIMtVN KR:
22410
JH»rflunbl«btt>
Pharmacia
75stk.
NÝ NILFISK