Morgunblaðið - 30.10.1980, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980
33
legu bústaðar.na áhrærir, hefur
staðsetningu þeirra verið breytt í
samræmi við óskir framkvæmda-
stjórans, atriði sem hann telur
lítilfjörleg og augljós.
Framkvæmdastjórinn færir þau
rök fyrir synjun Náttúruverndar-
ráðs, að gefa umsögn sína, að
óvissa ríki um það, hvort rétt
byggingaryfirvöld leyfi nokkrar
byggingar á tilteknu svæði, þ.e. í
þessu tilviki að Hellnum.
Ég vil minna framkvæmda-
stjórann á það, að félagsmála-
ráðuneytið, æðsta vald í bygginga-
málum, hefur með ráðherra-
úrskurði leyft byggingu 5 sumar-
bústaða á neðra svæðinu. Þótt
framkvæmdastjórinn eða aðrir
aðilar hafi sínar skoðanir á rétt-
mæti þessa úrskurðar, verður
honum ekki hnekkt nema með
dómi. Þangað til er Náttúruvernd-
arráði og öðrum aöilum óheimilt
og ólögmætt að virða hann að
vettugi og jafnframt að neita að
gefa umsagnir sínar, eins og þeim
ber samkvæmt lögum.
I grein sinni lýsir framkvæmda-
stjórinn samskiptum okkar eins
og hann orðar það, sem persónu-
legum viðtölum um augljós atriði,
sem taka þurfi tillit til við fyrir-
komulag sumarhúsanna, ef leyfi
fengist, fyrirvari sem fram-
kvæmdastjórinn nefndi aldrei.
Telur framkvæmdastjórinn það
dæmalausa smekkleysu af mér að
vera að nota persónulegar upplýs-
ingar hans til að gera lítið úr
Náttúruverndarráði með því að
tína til lítilfjörleg atriði og hár-
toga þau að vild, eins og fram-
kvæmdastjórinn orðar það. Hver
voru þau atriði, sem tínd voru út
og hártoguð og hver eru þau
atriði, sem ekki var sagt frá og
ekki hártoguð?
Það er rétt hjá honum að við
höfum átt nokkur samtöl saman
vegna fyrirhugaðra bygginga
sumarbústaðanna um þann þátt
málsins, er snýr að Náttúruvernd-
arráði. Ég vil taka það skýrt fram,
að ég, starfsmaður LÍÚ, ræddi við
hann sem opinberan embætt-
ismann, framkvæmdastjóra Nátt-
úruverndarráðs og tók mark á
honum sem slíkum, enda farið í
einu og öllu eftir hans fyrirmæl-
um, svo auðnast mætti einhvern
tímann að fá samþykki Náttúru-
verndarráðs á staðsetningu
sumarbústaðanna.
Á hinn bóginn verður ekki
annað ráðið af ummælum fram-
kvæmdastjórans, en að hann hafi
litið svo á, að samtöl okkar um
— þessi mál væru samtöl tveggja
einstaklinga um einkamál, þar
sem hann er að benda mér á
nokkur augljós atriði, sem taka
í þessu vetrarmyrkri á vegum
æskunnar bærast biómyndir,
birtast klámrit, árásarmenn,
byssuberar, áflogaseggir og af-
vegaleiðendur. Én allt verkar
þetta lokkandi til aðdáunar og
fylgdar.
Állt skal frjálst og ekki nema
til aðhláturs ef bent er á vofur
þessar grímulausar. Um að gera
að taka öllu með kulda og
kæruleysi. I slíkum draugagangi
getur foreldrahlutverk orðið erf-
itt, vetrarmyrkrin svört.
Og samt er oft svo, að öll
slysin og ógæfan á vegum þessa
tízkuvetrar og þar til heyrandi
ógnum, á að vera þeim að kenna.
Þau eru þá oft angistarfuli og
ráðvillt foreldrarnir, sem and-
varpa á löngum andvökunóttum.
Á framtíðarbrautum barnanna
ráða félagar þúsund sinnum
meira en foreldrar, það er ein-
kenni nútímans.
Því hvað hjálpa öll heimsins
gæði nútímamanna á Vestur-
löndum, tækni og tildur, ef vofur
og draugar gervigleðinnar varða
veginn og valda tjónum og slys- «
um í myrkrum glaums og hraða.
„I^áttu nú Ijósð þitt
lýsa inn í hjarta mitt,“
var einu sinnu ávarp til Krists í
vetrarmyrkrum íslands.
Væri ekki rétt að rifja upp
þessa örstuttu bæn í vetrar-
myrkrum komandi daga.
Reykjavík, 30. sept. 1980.
Þyngsti dilkur-
þurfti tillit til og álasar mér nú
fyrir að segja opinberlega frá.
Hélt ég þó að okkar samskipti um
þessi mál þyldu að sjá dagsins Ijós
og hvorugur að skammast sín
fyrir.
Hafi ummæli og afskipti fram-
kvæmdastjórans af þessu máli átt
að vera persónulegar ráðleggingar
hans um augljós atriði sem áhuga-
manns um náttúruvernd og stað-
setningu sumarbústaða, þá hefði
hann átt að taka það skýrt fram í
upphafi, þannig að menn teldu sér
ekki skylt að fara eftir þeim
ábendingum, heldur gætu ráðið
því sjálfir.
Tvennt er það í málflutningi
framkvæmdastjórans, sem ég hef
enn ekki náð að skilja.
I niðurlagi greinar sinnar telur
hann að klunnaleg framkoma, þá
væntanlega mín framkoma við
hann, með því að segja frá okkar
samskiptum, hafi komið LÍÚ-
mönnum út úr húsi hjá ná-
grönnum okkar að Hellnum.
Er framkvæmdastjórinn að
meina með þessu, að með því að
segja eitthvað í dag, sem honum
mislíkar, sé viðkomandi þar með
búinn að klúðra öilu heila málinu
gagnvart öllum öðrum og það tvö
ár aftur í tímann, eða er hann ef
til vill með þessum orðum sínum
að gefa í skyn, að náið samband sé
milli hans og nágranna okkar
undir Jökli? Með því að styggja
hann sé LIÚ þar með komið út úr
húsi hjá nágrönnum okkar, eða á
þetta aðeins við um Náttúru-
verndarráð? Er það rétt hjá lög-
manni Hellnamanna, að Náttúru-
verndarráð og framkvæmdastjór-
inn hafi mælt gegn staðsetningu
bústaðanna?
Þriðja skýringin er líka til, að
framkvæmdastjórinn hafi fengið
einhvers staðar upplýsingar um
yfirgang og klunnalega framkomu
LÍÚ-manna í þessum málum
gegnum árin. Ef svo er ætti hann
að segja frá heimildum sínum og
heimildarmönnum. Hvað á fram-
kvæmdastjórinn svo við í grein
sinni, þegar hann segir að LÍÚ
hafi samþykkt friðlýsinguna að
Hellnum án nokkurra undan-
bragða? Er framkvæmdastjórinn
aðeins með þessum orðum sínum
að hæla sér af því, að LÍÚ hafi
ekki komist upp með neinn moð-
reyk í viðskiptum sinum við hann,
eða er hann að halda því blákalt
fram að LÍÚ hafi beitt undan-
brögðum til þess að komast hjá
lögum og reglum í tilraunum
sínum gegnum árin til að fá að
byggja 5 sumarbústaði að Helln-
um?
Ég hef tvær spurningar til
framkvæmdastjórans, sem fróð-
legt væri að fá svar við. Fyrri
spurningin er almenns eðlis. Hver
hafa afskipti Náttúruverndarráðs
verið af staðsetningu og byggingu
sumarbústaða. utan friðlýstra
svæða?
í öðru lagi langar mig að spyrja,
hvort hægt væri að fá einhverjar
upplýsingar um það, hvaða smá-
atriði það séu frekar um fyrir-
komulag sumarbústaða LÍÚ, sem
framkvæmdastjórinn telur ótíma-
bært að leggja vinnu í að gefa
umsögn um. Væri gott að fá
einhverjar ábendingar um það,
sem gæti þá flýtt fyrir fram-
kvæmdum, enda hefur verið tekið
fullt tillit til þeirra athugasemda,
sem hingað til hafa verið gerðar.
Sé það hins vegar ætlunin að
fara að skipta sér af smáatriðum,
svo sem af vali á lit gluggatjald-
anna og velja einhvern lit, sem
ekki sker í augu ferðamanna og
fellur eins og flís við rass við
náttúrulegt umhverfi húsanna, þá
segi ég bara strax: Hingað og ekki
lengra.
inn vó
Fiskrútefirði. 28. október.
SAUÐFJÁRSLÁTRUN lauk 22.
október, en hún hófst 29. sept-
ember. Slátrað var 5503 dilkum,
sem er heldur minna en á
síðasta hausti. Einnig var í
haust slátrað 67 nautgripum hjá
sláturhúsi Kaupfélags Fá-
skrúðsfirðinga. Meðalfallþungi
23 kíló
dilka var 14,2 kg. Mesti meðal-
þungi hjá einstaka bónda var
15,7 kg, en nokkrir bæir voru
rétt í kringum þennan meðal-
þunga.
Þyngsti dilkurinn vó 23
kíló og var eigandi hans Bjarni
Björnsson á Ljósavatni.
— Albert.
Utsolustaöir Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Giæsibæ — Epliö Akranesi — Epliö Isatiröi \
Alfholl Siglufiröi — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafiröi — Eytabær Vestmannaeytum |
LITASJÓNVÖRP
14”-18"-20”-50”
með j- —
„Linytron Plus“f— ,^J_|
myndlampa erl U
japönsk tækni
l^jl KARNABÆR
Arkltektastotan s.f., Ormar Þór Guömundsson, ðrnólfur Hall, Ármúla 11
GRUNNMYND
Framleiö' \r - ,,a.; r jtne'-ni'=--in urr '
EININGAHÚS
FRÁ BYGGINGARIÐJUNNI HF
Einbýlishús og raöhús meö
nýstárlegu útliti
Vwntanlegir kaupendur sjá um að steypa sökkla undir útveggi.
en Byggingariðjan h.f. framleiöir og selur
1) einangraðar útveggjaeiningar úr steinsteypu, tilbúnar undir
málningu aö utan og innanverðu.
2) lofteiningar úr steinsteypu, sléttar aö neðanverðu, tilbúnar
undir málningu og spenna þær á milli útveggja þvert yfir
húsið.
Einingar þessar mé reisa é 1—2 dögum en aö því loknu sér
kaupandi um gerð þaks og léttra innveggja, en staösetningu
þeirra mé breyta eftir óskum kaupenda.
Fyrirliggjandi eru teikningar húsa af ýmsum stærðum og gerðum.
BYGGINGARIÐJAN HF
SÍMI 36660, PÓSTHÓLF 4032
BREIÐHÖFÐI 10, 124 REYKJAVÍK
Hagkvæmur
byggingarmáti
— íslenzkur iönaöur