Morgunblaðið - 30.10.1980, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980
35
Gengisspá Privatbanken
Gjaldeyrisspá
Nýlpsa skýrði danski bank-
inn „Privatbanken“ frá væntan-
legri KenKÍsþróun mánuóina
október ok nóvember ok Kefa
örvarnar í skyn þróun eftirtal-
inna gjaldmiðla i hlutfalli vió
fimm lykil-gjaldmiöla ($, DM.
Sfr., £ ok yen):
Dollar
Verðbólgan í Bandaríkjunum
virðist nú vera í rénun og er talið
að hækkun framfærslukostnað-
ar á ársgrundvelli verði u.þ.b.
13—14%. Þess er vænst, að
viðskiptajöfnuður verði hag-
stæður um 2—3 milljarða doll-
ara. Af greindum ástæðum og
vegna þess að menn búast við
hækkandi vöxtum í Bandaríkj-
unum, er gert ráð fyrir að
alþjóðlegt verðgildi á dollar
munu hækka lítillega.
Pund
Núverandi styrkleika punds-
ins verður að miklu leyti að
þakka miklu innstreymi á fjár-
magni sökum spákaupmennsku
og stafar það einkum af háum
vöxtum. Verðbólgan er enn mik-
il. Heildsöluverð hækkaði þannig
í júlí um 16% á ársgrundvelli.
Búist er við hægfara vaxtalækk-
un og samfara því lækkandi
verðgildi á pundinu.
V-þýsk mörk (DM)
Þriggja milljóna DM halli
varð á viðskiptajöfnuði Vestur-
Þýskalands í júní sl., en það var
tvöfaldur halli maímánaðar. Yf-
ir árið í heild er búist við að
hallinn verði ca. 25 milljónir
DM. Iðnaðarframleiðslan stóð í
stað í júní, en framleiðslupant-
anir drógust saman um 2,5%.
Atvinnuleysið eykst, en er þó
ennþá frekar lítið. í júlí voru
850.000 manns atvinnulausir,
sem jafngildir 3,7% á móti 3,4%
í júní. Neysluvöruverðlag í júlí í
ár var 5,5% hærra en í júlí árið
áður, á móti 6% hækkun frá júní
árið 1979 til júnímánaðar í ár.
Væntanlega mun verðgildi á DM
verða stöðugt.
Svissneskir
frankar (Sfr.)
Halli verður á viðskiptajöfn-
uði í Sviss í ár, sem ásamt
allnokkru fjármagnsútstreymi
þýðir að ganga þarf á gjaldeyris-
forðann. Verðbólga fer vaxandi,
en er þó áfram mjög hófleg.
Heildsöluverð í júlí í ár hækkaði
um 4,8% frá sama tíma í fyrra.
Reiknað er með að gengi Sfr.
verði stöðugt.
Franskir frankar
Gert er ráð fyrr 25 milljóna fr.
halla á viðskiptajöfnuði Frakka í
ár, en hann var hagstæður um
5,1 milljón fr. árið 1979. Verð-
bólgan er áfram meiri en meðal-
talið í EBE. í júní var neyslu-
vöruverðlag 13,6% hærra en á
sama tíma í fyrra. Þegar litið er
til hinnar efnahagslegu þróunar
er þess vænst, að verðgildi
frankans fari lækkandi.
Norskar krón-
ur (Nkr.)
Halli var á norska vöruskipta-
jöfnuðinum í júlí sl., en hann var
þó aðeins tæplega 800 milljónir
nkr. Fyrstu sjö mánuði ársins
reyndist vöruskiptajöfnuðurinn
jákvæður um hálfan mia. nkr.
Atvinnuleysi jókst í júlí, en er þó
áfram tiltölulega lítið, 17.400
manneskjur eða 1% á móti 0,9%
í júní. Verðbólgan verður í ár um
10% á móti 8% í fyrra. Vegna
styrkrar undirstöðu efnahags-
lífsins er búist við að alþjóðlegt
verðgildi norsku krónunnar fari
vaxandi.
Sænskar krón-
ur (Skr.)
I Svíþjóð búast ráðamenn við
halla á vöruskiptajöfnuði upp á
ca. 10 milljónir skr. í ár, en hann
var í fyrra neikvæður um 4,6
milljónir skr. Jafnframt er búist
við að halli á viðskiptajöfnuði
verði um 20 milljónir skr. og
m.a. bendir hinn vaxandi halli
gagnvart útlöndum til að verð-
gildi sænsku krónunnar muni
fara minnkandi.
Danskar krón-
ur (Dkr.)
Viðskiptajöfnuður Dana var
neikvæður um rúmlega 10 millj-
ónir dkr. fyrstu sex mánuði
ársins. Nettó vaxtagjöld þjóðar-
innar eru talin vera 4,7 milljónir
dkr., miðað við 3,2 milljónir dkr.
í fyrra. Neysluvöruverðlag apríl-
mánaðar reyndist 14,3% hærra
en í sama mánuði í fyrra.
Hækkunin í júlí reyndist hins
vegar ekki nema 12,8% á árs-
grundvelli. Framleiðslupantanir
í iðnaði dragast sífellt saman og
samhliða því er við vaxandi
atvinnuleysi að stríða. Talið er,
að verðgildi dönsku krónunnar
muni fara lækkandi.
Þrengingar fyrirsjáanlegar
í vestur-þýzku efnahagslífi
Efnahagssérfræðingar gera tillögu um lækkun gengis marksins
SAMKVÆMT niðurstöð-
um athugunar fimm virt-
ustu efnahagsstofnana
Vestur-Þýzkalands mun
verða stöðnun í vestur-
þýzku efnahagslífi á næsta
ári, hagvöxtur mun standa
í stað, þjóðarframleiðsla
eykst nánast ekkert, og
verðbólga mun aukast eitt-
hvað. Þá er það samdóma
álit stofnana, að jafnvel
þurfi að grípa til gengis-
lækkunar vestur-þýzka
marksins, sem hefur verið
allra gjaldmiðla sterkast-
ur að undanförnu, til að
sporna við þessari óheilla-
þróun efnahagslífsins.
I niðurstöðum athugunarinn-
ar segir, að fyrstu sex mánuði
ársins 1981 megi búast við um
1% samdrætti, en síðar muni
eitthvað úr rætast á seinni
helmingi ársins, þannig að út-
koman verði nálægt núllinu.
Gert er að tillögu, að gengi
vestur-þýzka marksins verði
lækkað til að bæta samkeppnis-
aðstöðu vestur-þýzkra iðnfyrir-
tækja, sem hafa farið nokkuð
halloka að undanförnu vegna
óhagstæðrar gengisþróunar.
Þá gera efnahagsstofnanirnar
það að tillögu sinni, að vextir
verði lækkaðir frá því sem nú er,
en þær telja vexti vera of háa í
dag, séu reyndar fyrst og fremst
miðaðir við, að laða að erlent
fjármagn, en miðist ekki við
þarfir innanlandsmarkaðarins.
Gert er ráð fyrir því, að
neytendaverð hækki um tæplega
4% á næsta ári samanbprið við
um 5,5% á þessu ári. Á sama
tíma er gert ráð fyrir því að
neytendaverð í Bandaríkjunum
og Bretlandi hækki um 11%,
18% á ítaliu og um 5% í Japan.
Norbert Walter, forstöðumað-
ur efnahagsstofnunar Kielar-
háskóla, sagði á fundi með
fréttamönnum, að þótt það væri
álit hagfræðinganna, að lækka
bæri gengi vestur-þýzka marks-
ins, þá væru þeir vissir um, að
það myndi ná fyrri styrkleika
þegar á árinu 1982, ef rétt væri
á málum haldið, en þessi athug-
un fór einmitt fram, að frum-
kvæði ríkisstjórnar Helmuts
Schmidts, sem hefur sagt muni
nota niðurstöðurnar til hliðsjón-
ar við efnahagsráðstafanir á
komandi mánuðum.
Fréttir frá Noregi...
ÚTFLUTNINGUR á timbri jókst um nærri 9% á fyrstu
sex mánuðum þessa árs í Noregi. Rúmlega 258 þúsund
rúmmetrum timburs var skipað út frá Noregi, en það er að
verðmæti liðlega 230 milljóna norskra króna, eða sem
næst 25,5 milljörðum íslenzkra króna.
IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA jókst um tæplega 5,7% fyrstu
níu mánuði ársins í Noregi, en hafði aukizt um nærri 4,5%
á sama tíma í fyrra. Framleiðsla í samkeppnisiðngreinum
dróst hins vegar saman um tæplega 1,4% á fyrstu níu
mánuðunum, en hafði aukist um 0,9% á sama tíma í fyrra.
KAUPSKIPAFLOTI Norðmanna hefur stöðugt verið að
minnka undanfarin ár, og á fyrstu sex mánuðum þessa árs
minnkaði hann um sem svarar 300 þúsund GWT og er
heildarfjöldi skipa eftir þessa minnkun 1711.
/ Aurrwr hnmul
Ióunn
Ný bók:
Meðganga
og fæðing
Út er komin á vegum Iðunnar
bókin Meðganga og fæðing. svör
við spurningum verðandi móður,
eftir Laurence Pernoud. Sigurður
Thorlacius læknir þýddi. — Höf-
undur bókarinnar er Svisslending-
ur að uppruna en búsett í París og
samdi bókina á frönsku. Hefur
hún komið út í mörgum útgáfum
og verið þýdd á mörg tungumál. í
íslensku þýðingunni hefur efni
bókarinnar verið staðfært þar sem
við á. Guðjón Guðnason, yfirlækn-
ir við Mæðradeild Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur og Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur, ritar
formála að bókinni og er þar
meðal annars að finna yfirlit um
sögu mæðraverndar á íslandi.
Þýðing bókarinnar er gerð með
hliðsjón af enskri þýðingu sem
nokkuð er breytt frá frumútgáfu.
Meðganga og fæðing skiptist í
níu aðalkafla. Þeir heita: Er ég
barnshafandi?, Heilsufar þitt, Út-
lit þitt, Barnið þitt fram að
fæðingu, Stóru spurningarnar
þrjár, Fæðingin, Barnið þitt er
fætt, Þú og maki þinn og Hagnýt-
ar ráðleggingar. Hver aðalkafli
greinist í marga undirkafla og
greinar þar sem svarað er fjöl-
mörgum spurningum sem verð-
andi mæðrum liggur á hjarta. í
bókinni eru allmargar skýr-
ingarmyndir. Hún er 285 blaðsíð-
ur, aftast skrá um atriðisorð. Oddi
prentaði.
Nóvember-
kvöld MÍR
63 ÁRA afmælis Októberbylt-
ingarinnar í Rússlandi og 100 ára
afmælis rússneska byltingar-
skáldsins Alexanders Blok verður
minnst á Nóvemberkvöldi MÍR,
Menningartengsla tslands og Ráð-
stjórnarríkjanna. í veitingahúsinu
Snorrabæ miðvikudagskvöldið 5.
nóvember kl. 20.30.
Þar flytja ávörp í tilefni bylt-
ingarafmælisins þeir Nikolaj
Streltsov sendiherra Sovétríkjanna
á íslandi og Eyjólfur Friðgeirsson
fiskifræðingur og tveir ungir
hljómlistarmenn, Einar Einarsson
og Hróðmar Sigurbjörnsson, flytja
gítartónlist. Þá les Baldvin Hall-
dórsson leikari upp úr þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar á kvæðinu
„Tólfmenningarnir" eftir Alexand-
er Blok, en hinn 16. nóvember nk.
verða 100 ár liðin frá fæðingu
skáldsins. Alexander Blok er talinn
í hópi bestu Ijóðskálda Rússa eftir
daga Púskins og Lérmontovs og
hann er oft nefndur einn af 3—4
helstu brautryðjendum sovéskrar
ljóðagerðar. Utan Sovétríkjanna
mun Blok kunnastur fyrir kvæða-
flokkinn „Tólfmenningarnir" sem
Magnús Ásgeirsson þýddi á sínum
tíma.
Á Nóvemberkvöldi MÍR liggja
frammi til sýnis allmörg auglýs-
ingaspjöld (plaköt) eftir eistneska
myndlistarmenn. Efnt verður til
skyndihappdrættis og kaffiveit-
ingar verða að dagskráratriðum
loknum.
Aðgangur að Nóvemberkvöldi
MÍR í Snorrabæ 5. nóv. er ókeypis
og öllum heimill meðan húsrúm
leyfir. (Fréttatilkynning frá MÍR)
GRAM
FRYSTIKISTUR
FYRSTA FLOKKS FRÁ
FÖNIX
HÁTÚNI 6A,SÍMI 24420
í Kuupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
MYNDAMÓTHF.
PRENTMYNDAGIRÐ
AÐALSTRETI • SlMAR: 17152- 17355