Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 UfllHOItP Umsjón: Gústaf Níelsson - Tími umræðu er senn úti, aögerða er þörf Úr álitsgerö ungra sjálfstæðismanna um framboðsmál Sjálfstæöisflokksins: Undanfarin misseri hafa átt sér stað miklar umræður innan stjórnmálafiokkanna um kjördæmaskipan og kosningalöggjöf og stjórnarskrárnefnd hefur haft málið til athugunar í áraraöir, en hana skipa fulltrúar allra flokka. Þykir mörgum sem nú ætti tíma umræðu senn að Ijúka, en tími framkvæmda að taka við. í tengslum við þessa umræðu hefur jafnframt farið fram umræða um framboðsmál flokkanna sjálfra og er nú svo komið aö allir hafa þeir tekiö upp prófkosningar í einhverri mynd, sem eru þó mismunandi áhrifamiklar um röðun á framboðs- lista. Sl. vor skipaði stjórn SUS þá Jón Orm Halldórsson, Ólaf Helga Kjartansson og Pétur Rafnsson til þess að gera úttekt á framboðsmálum Sjálfstæðisflokksins. Lögðu þeir álitsgerðir sínar ffyrír stjórn SUS 25. okt. sl. Kom þar margt fram, m.a. atriði um megin kosti og galla prófkosninga, bent á leiðir til úrbóta, um hlut ungra manna á framboðslistum flokksins o.ffl. Pétur Rafntson Kostir og gallar prófkosninga í raun og sannleika hafa alltaf staðið deilur um rétt- mæti prófkosninga innan Sjálfstæðisflokksins og margir hafa ekki viljað viö- urkenna þau. Hefur þetta ástand verulega skaðaö flokkinn og er nú svo komið að bráðnauðsynlegt er aö komast að niður- stöðu um fyrirkomulag framboðsmála. Fáir munu þó vera þess fýsandi aö hverfa aftur til fyrra fyrir- komulags, þegar fámennar kjörnefndir höföu í raun uppstillingu lista í hendi sér, en í sltkum nefndum sátu oft menn, sem litu á forystu flokksins á hverjum tíma sem umbjóöanda sinn. í álitsgerð þeirra þre- menninga kemur m.a. fram að helstu kostir prófkosn- inga séu: Lýöræðisleg Otafur Haigi Kjartanston vinnubrögð, þar sem öllum flokksmönnum er gefinn kostur á aö hafa áhrif á val frambjóðenda. — Minni hætta á klofningi viö fram- boð, þar sem menn sætta sig fremur við niöurstöðu fjöldakosningar, en niður- stöðu fámennra fulltrúa- samkoma. Aftur á móti benda þeir á þaö aö prófkosningar hafa aldrei veriö haldnar í 4 af 8 kjördæmum landsins og aö reglum hafi verið breytt eöa hnikað til í hinum kjördæmunum. Þannig hafi deilur um regl- ur komiö í veg fyrir fram- kvæmd prófkosninga í ákveðnum kjördæmum og reglum veriö breytt annars staöar, að því er viröist til þess að hafa áhrif á út- komu kosninganna, en niöurstööur þeirra geta verið mjög háðar slíkum reglum. Megingallar prófkosn- Jón Ormur HaHdóruon inganna hafa því verið þessir: Skort hefur skýrar almennar reglur um fram- kvæmd þeirra og bein ákvæöi um að þær skuli alfariö notaöar viö uppstill- ingu framboðslista flokks- ins. Prófkosningar hafa í nokkrum tilfellum dregiö mjög úr þrótti flokksins til að heyja kosningabaráttu. Prófkosningar hafa ekki haft þau jákvæöu áhrif til endurnýjunar og yngingar á þingliði flokksins, sem ungir sjálfstæðismenn von- uöust eftir. Þrátt fyrir þá ágalla, sem fram hafa komið benda þeir þó á þaö aö prófkjör eigi aö vera sú grundvall- arregla, sem nota beri við val frambjóðenda. Leiðir til úrbóta í álitsgeröinni er bent á ýmsar leiöir til úrbóta og eru þessar helstar: — Setja þarf í skipulagsreglur flokksins fortakslaus ákvæöi um meöferö framboðsmála hans um land allt. Nokkurt svigrúm má veita vegna mismun- andi aöstæöna, en deilur um meginatriði þarf að útiloka með setningu al- mennra reglna, sem gilda þar til landsfundur ákveöur ööru vísi. — Að þrófkjör veröi bindandi fyrir þá sfem hljóta 50% eða meira af heildaratkvæöamagni. — Aö kosning sé bundin viö yfirlýsta frambjóðendur og sérstakur framboösfrestur settur og tala meömæl- enda fast sett viö nokkru hærra mark en var viö síöasta prófkjör. — Aö samræma aðgang fram- bjóöenda aö félagaskrám og öörum gögnum. Enn- fremur kemur til álita aö fastsetja aö prófkjör fari fram eigi síöar en t.d. þrem árum eftir síðustu Alþing- iskosningar, bæöi til þess aö draga úr líkum á próf- kosningabaráttu samfara kosningabaráttu og enn- fremur til þess aö gefa tíma til aö græöa hugsan- leg sár aöila eöa afla innan flokksins, sem undir kunna aö verða. Prófkjör inn í kjörklefana Annar möguleiki sem nefndur er í álitsgerðinni er sá aö færa prófkjör inn í kjörklefana meö stjórn- arskrárbreytingu um leið og breytingar veröa geröar á kjördæmaskipan og kosningalöggjöf. Er m.a. bent á þann möguleika aö stilla upp lista á gamla mátann eöa meö bundnum kosningum í kjördæmis- ráöum úti á landi og í fulltrúaráöi í Reykjavík. Þannig gætu á annað þús- und flokksmanna í Reykja- vík tekiö þátt í uppstillingu listans á lokuðum fundi, sem hægt væri aö efna til með mun skjótari hætti en prófkjörs. Listi þessi væri þó engan veginn bindandi fyrir kjósendur og þeir beinlínis hvattir til aö breyta rööun listans, ef þeir teldu aðra rööun heppilegri. Þannig fengi flokkurinn öll þau atriöi, sem lista hans væru greidd og þingmannatölu í sam- ræmi viö þaö, en einstakl- ingar gætu færst verulega til á lista. Víöast mun þetta kerfi ekki leiöa til innbyröis deilna milli frambjóðenda, heldur þvert á móti hvetja menn mjög til dáöa í kosn- ingabaráttu. Kerfi sem þetta felur í sér alla kosti prófkjörs og er laust viö tvo af þeim megingöllum, sem aö framan voru taldir. Hlutur ungra manna á framboðslistum flokksins í samanburöi viö aöra flokka í landinu má meö sanni segja aö hlutur ungra manna á framboðslistum flokksins sé í rýrara lagi, a.m.k. hvaö varðar kosn- ingar til Alþingis, og munu fáar raddir uppi um þaö, aö núverandi þingflokkur Sjálfstæöisflokksins sé blómi flokksins, hvaö varö- ar atgervi eöa yfirleitt nokkuö þaö annaö er máli skiptir. Flestir munu raunar þeirrar skoöunar aö heldur hafi sigiö á ógæfuhliöina á seinni árum. Viö kosningarnar 1971 var yngsti frambjóðandi Sjálfstæöisflokksins í væntanlegu þingsæti 31 árs og sá næst yngsti 39 ára og sá þriöji yngsti 40 ára aö aldri. Viö kosn- ingarnar 1974 var sá yngsti í vinnanlegu þingsæti 35 ára og var einn innan við fertugsaldurinn. Viö kosn- ingarnar 1978 var sá yngsti 35 ára og annar var 39 ára. Viö ^osningarnar áriö eftir, 1979, var sá yngsti 36 ára og annar fertugur. Aörir „ungir“ frambjóöendur voru teknir aö hallast aö fimmtugu. Aldur er aö sjálfsögöu ekki einhlítur mælikvaröi á dug eöa ferskieika manna en greinilegt er, aö hér hefur illa tekist til og er Sjálfstæðisflokkurinn nú nánast sér á báti hvaö þetta varðar. Eru þessar staöreyndir sérstaklega at- hyglisveröar, m.a. fyrir þá sök, aö u.þ.b. helmingur kjósenda í landinu er 40 ára og yngri. G.N. Kynning á ís- lenzkum listíðnaði að Hafnarstræti 3 liRZLIININ ísienzkur heim- iðnaður, Hafnarstræti 3, fur ákveðið að gangast fyrir nninífu á íslenzkum listiðn- aði eftir hjónin Katrínu Ág- ústsdóttur og Stefán Hall- dórsson. Eru það kjólar, svuntur, dúkar o.fl. Kynning þessi mun hefjast með tízku- sýningu í verzluninni kl. 19 í dag og á morgun, föstudag, á sama tíma. yviyvTi Norræna húsið í kvöld: Lifnaðarhætt- ir starans FUGLAVERNDARFÉLAG íslands byrjar vetrarstarf sitt með fundi í Norræna húsinu í kvöld, fimmtu- dag, en þar sýnir Skarphéðinn Þórisson litskyggnur og segir frá lifnaðarháttum starans, sem nam hér land fyrir nokkrum árum. Fundurinn hefst kl. 20.30, en í vetur mun félagið hafa á sama hátt og undanfarin ár, að efna til fræðslufunda með áhugamönnum og sérfræðingum í fuglavernd einu sinni í mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.