Morgunblaðið - 30.10.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980
39
stuttan tíma, en málin þróuðust
þannig næstu árin að hann settist
þar að, kvæntist Elínu Metúsal-
emsdóttur 1955 og hófu þau bú-
skap þá þegar.
Metúsalem hafði þá lengi átt við
vanheilsu að stríða, og það kom
því í hlut hinna ungu hjóna að
hefja mikið uppbyggingarstarf.
Það er haft á orði að vel sé byggt í
Vopnafirði, en að baki þeirri
staðreynd er einn leyndardómur,
sem vel má sjá dagsins ljós.
_ Samvinna bænda og húsbyggj-
enda um byggingavinnu, sérstak-
lega steypuvinnu og þök. Frum-
kvöðlar að því máli voru Friðrik
hreppstjóri, Helgi á Hrapps-
stöðum, Metúsalem á Burstarfelli
og fleiri, en þegar Einar Gunn-
laugsson keypti hrærivél með
Níels bróður sínum, komst þessi
samvinna á nýtt stig og enginn
sem naut verka hans mun nokkru
sinni gleyma þeim eldmóði og
myndarskap, sem hann hafði til
að bera. Fáa hef ég séð eins fljóta
og hann að átta sig á hlutunum,
hvort sem um var að ræða vél,
byggingu, veikt dýr eða annað.
Það var bara horft smástund eða
athugað, en síðan voru hendur
látnar standa fram úr ermum.
Sem nágrenni var hann óþreyt-
andi að hjálpa ef einhvers þurfti
með.
Við unnum báðir að stofnun
Veiðifélags Hofsár í margháttuðu
andstreymi og vorum báðir í
stjórn félagsins frá upphafi, og
þar til ég seldi Teig og hætti
afskiptum af veiðimálum. Það er
ekki ofsagt að framsýni hans við
stofnun veiðifélagsins réði úrslit-
um um að félagið komst á legg þá
og atorka hans við byggingu
veiðihússins var þungt lóð á vog-
arskálum.
Eftir að Einar lauk námi við
Laugaskóla, gerði hann ekki víð-
reist. Fyrst og síðast lifði hann
fyrir sitt heimili, sem alla tíð
hefur borið af að rausn og mynd-
arbrag, í því efni fetuðu hjónin
bæði í spor sinna foreldra, og
héldu í heiðri hina gömlu islensku
gistivináttu, en að öðru leyti
leiddu þau nýja tímann í garð á
Burstarfelli og voru samhent og
samtaka við sérhvert átak.
Gamla bæinn á Burstarfelli,
mynjar og muni genginna kyn-
slóða hafa þau verndað og sýnt
gestum og gangandi, og verður sú
varðveisla dýrmætari með hverju
árinu sem líður.
Börn þeirra Einars og Elínar
eru fimm og tengdabörn orðin tvö.
Hefur ekki í annan tíma verið
meira mannval til að selja í
hendur varðveislu þessa gamla
ættarseturs, sem engin plága lið-
inna alda megnaði að brjóta niður.
Þegar Björg, eldri dóttir Einars
og Elínar, giftist Braga Vagnssyni
kennara úr S-Þingeyjarsýslu, og
ungu hjónin hófu félagsbúskap
með foreldrum hennar, var á ný
brotið blað í sögu staðarins, og
sameinaðir unnu þeir Einar og
tengdasonur hans, ásamt yngri
bræðrunum, Gunnlaugi og Jó-
hanni Lúther, ný stórvirki í rækt-
un og byggingum. Metúsalem,
elsti sonurinn sem búsettur er í
kauptúninu á Vopnafirði, hefur
líka notað hvert tækifæri til að
koma með sína fjölskyldu heim, og
sama má segja um Birnu, yngri
systurina, sem starfar hin síðari
ár hjá útlendingaeftirlitinu hér í
Reykjavík. Hún hefur jafnan farið
heim um sauðburðinn og ekki eytt
annars staðar frítma sínum en
heima, þegar annir hafa kallað að.
Þessi eining innan fjölskyldunnar
og aðdráttaraflið, sem þetta heim-
ili hefur haft á öll þau mörgu
kaupstaðarbörn, sem þar hafa
dvalist og öðlast ómældan þroska,
segir meira en mörg orð, hvern
- árangur þau Burstarfellshjón
höfðu síns erfiðis.
Ég vil að síðustu senda Elínu,
börnum hennar, tengdabörnum og
barnabörnum, innilegar samúð-
arkveðjur frá okkur Sólveigu og
börnum okkar, ennfremur öldnum
föður hans og fornvini mínum,
Gunnlaugi frá Felli, börnum hans
og þeirra nánustu.
Þið hafið misst svo mikið, að
allir sem unna Vopnafirði eiga nú
um sárt að binda.
Gunnar Valdimarsson
Félagsfundur
Félag íslenskra stórkaupmanna heldur almennan
félagsfund í Kristalsal Hótel Loftleiöa n.k. fimmtudag
30. október kl.12.
Fundarefni: Þróun og afkoma heildverslunar og
áhrif veröbólgu á fjárhagsstööu og þjónustumögu-
leika heildverslunar.
Frummælandi Ólafur Davíösson, forstjóri Þjóö-
hagsstofnunar.
Félagsmenn eru hvattir til aö fjölmenna og tilkynna
þátttöku sína í síma 10650 eöa 27066 á skrifstofu FÍS
Tjarnargötu 14. st/ómír,.
ScUm*U
reidhjólin
vestur-þýzku
:
Veröiö gott, útlit og gæöi fyrsta
flokks. Óskum eftir dreifingar-
aöilum um allt land. Einn
stærsti þáttur hjólreiöaöldunn-
ar sem nú er framundan, er góö
varahluta- og viögeröarþjón-
usta. Þaulreyndur viögeröar-
maöur mun sjá um viöhalds-
þjónustu Schauff-hjólanna.
Þeir, sem áhuga hafa á aö taka aö
sér dreifingu á Schauff-reiðhjólunum
geta fengiö 10 gíra og önnur hjól úr
sendingu sem kemur um næstu
mánaöamót. Pantiö sem fyrst, sími
78167.
Umboðssali, Efnakaup h.f. heildv.
P.O. Box 9012, 109 Reykjavík.
Ný sérverzlun að Gnoðavogi 44 í Reykja-
vík mun annast sölu og þjónustu Schauff-
hjólanna.
Hagsýnir kaupa reiöhjólin í sér-
verzlun meö góöri viögeröarþjónustu.
Ódýru og fallegu
VALD. POULSENf
Suðurlandsbraut 10,
sími 86499.
Bókfærsla I
Stjórnunarfélag íslands efnir til nám-
skeiðs um bókfærslu í fyrirlestrasal
félagsins að Síöumúla 23, dagana
3.-6. nóvember nk., kl. 13.00—19.00
hvern dag.
Fjallað verður um sjóöbókafærslur,
dagbókafærslur og færslur í viö-
skiptamannabækur. Sýnt veröur upp-
gjör fyrirtækja og ræddi ýmis ákvæöi
bókhaldslaganna.
Námskeiðiö er sniðiö fyrir einstaklinga sem:
— hafa litla eöa enga bókhaldsmenntun,
— vilja annast bókhald smærri fyrirtækja,
— hyggja á eða hafa meö höndum eigin atvinnurekst-
ur.
Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar fást hjá
ASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SfMI 82930
10. leikvika — leikir 25. okt. 1980
Vinningsröö: X 2 1 — 1 X1-X22-1 1 1
1. vinningur: 12 réttir — kr. 980.000.-
4867 34370(4/11)
36869 (4/11) (Keflavík) 31040 (4/11) (Hólmavík)
36684+(4/11) 42444(6/11)
2. vinningur: 11 réttir — kr. 25.400.-
262 6965+ 11726 32603 34860 40086 41693+
281* 7347+ 12415+ 32272” 35067 40567 41696+
657+ 7858+ 12504+ 32774 35133 40577+ 42145+
792 8019 12507+ 33214 35258 40591 42280
1755 8953+ 30327 33359 35828 40594 42350
1887 8954+ 30345 33930 35847 40813 42465
3244 10426 31147 34114 36528 40931 42942+
3276 10702 31174 34508 36683+ 40960
3797 11142 31352 34580" 36870 40980
5337+ 11254 31423 34860 36871 41344
6361 11617 32165+ 35033” 37076 41386+
* =(3/11) * * =(2/11)
Kærufrestur er til 10. nóvember kl. 12 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöö fást hjá
umboðsmönnum og á aöalskrifstofunni. Vinnings-
upphæöir geta lækkaö, ef kærur veröa teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa
stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um
nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR — íþróttamiöstööinni — REYKJAVÍK