Morgunblaðið - 30.10.1980, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980
Ást er ...
... aÖ vera hjá
henni þegar allt er
komiö í s teik.
TM Reg U.S Pat Otf — all riflhts reserve<J
® 1979 Los Angetes Times Syndicate
»
I>ú moð þinar eilííu veiðar!
£2
I>ú verður að fara að safna
eldivið. við verðum að ei^a
nÓK í allar jólakveðjurnar!
COSPER
A—M—H—X—N—C—C
Hér sjáum við
sönnun fyrirþróun
Finnur Lárusson ok Ilaraldur
ólafsson skrifa:
„Tilefni greinarstúfs þessa eru
skrif konu nokkurrar, Sóleyjar
Jónsdóttur frá Akureyri, í Morg-
unblaðinu fimmtudaginn 23. okt.
sl. Þar hefur frúin fundið hjá sér
hvöt til að úthúða þróunarkenn-
ingunni og hinum ágæta þætti
Davids Attenboroughs, Lífinu á
jörðunni, með svo fáránlegum
rökleysum að við getum ekki orða
bundist. Hún virðist ennþá lifa í
miðaaldamyrkri kirkjunnar, og
taka gildar gagnrýnis- og umhugs-
unarlaust, úreltar kenningar og
skýringar mörg þúsund ára gam-
als trúarrits, fram yfir niðurstöð-
ur 2 alda rannsókna hæfustu
vísindamanna, sem ruddu braut
frjálsrar hugsunar.
Vísbending um þróun
Orðrétt í grein sinni segir frú
Sóley: „Einnig kom fram að tím-
inn, sem margt á að framkvæma
skv. kenningum þróunarsinna, er
ekki mikils megnugur." Eftir
þessu að dæma virðist sem Sóley
hafi ekki glögglega fylgst með
umræddum þætti, því þar var
greinilega sýnt fram á, hvernig
steingerðar tegundir verða sífellt
fleiri og margbreytilegri, eftir því
sem ofar dregur í samfelldum
jarðlagastöflum. Þetta gefur
hverjum heilvita manni vísbend-
ingu um, að með tímanum þróist
tegundirnar til aukinnar fjöl-
breytni og einstaklingarnir verði
sífellt flóknari að innri gerð. Það
sýnir sig líka, að háþróaðar lífver-
ur eins og apar og menn hafa
aðeins verið uppi nokkrar síðustu
milljónir ára hinnar 3.500 millj-
óna ára löngu sögu lífsins á
jörðunni.
Ofur eðlilejíur og nátt-
úrulegur hlutur
Frú Sóley telur það einnig
mikilvægan þátt í ímyndaðri „af-
sönnun" sinni á þróunarkenning-
unni, að menn skuli ekki vera allir
eins, og kallar það „mikinn leynd-
ardóm erfðafræðinnar". Hér er
um að ræða útúrsnúning, því
fjölbreytileiki einstaklinganna er
ekki til umræðu, heldur fjölbreyti-
Ieiki tegundanna. Fjölbreytileiki
einstaklinganna hefur lítið með
þróun að gera, heldur stafar hann
engar líkur eru til þess að þau
blandist eins í tvö skipti, en gen
stjórna m.a. þroskun fóstursins,
og ganga í erfðir frá foreldrum til
afkvæmis. Tekur nú fyrst út yfir
allan þjófabálk, þegar frú Sóley
ætlar að fara að kenna þennan
ofur eðlilega og náttúrulega hlut
við einhvern „máttugan og alvitr-
an skapara".
IIví eru Eskimóar svo
gjörólíkir negrum?
Því næst víkur hún að aðlögun
tegunda að staðháttum og aðstæð-
um og telur hana enga sönnun um
þróun, heldur um umhyggju og
visku áðurnefnds „skapara", og
nefnir sem dæmi íslenska hestinn
í vetrarhörkum. Þetta er alrangt.
Teljum við að frúin ætti að kynna
sér betur þróunarkenninguna og
líffræði almennt, áður en hún
setur fram svo tilhæfulausar stað-
hæfingar. Þróunarkenningin segir
einmitt að áunnir eiginleikar
gangi ekki að erfðum. Það er úrval
náttúrunnar (sem frú Sóley
reyndar afneitar), sem veldur því
að þeir einstaklingar, sem hæfast-
ir eru til aðlögunar að umhverfi
sínu, mynda tegundina (og fjölgar
mest), því það eru einfaldlega ekki
skilyrði fyrir aðra og veikbyggðari
einstaklinga tegundarinnar. Hví
heldur frú Sóley, að Eskimóar séu
svo gjörólíkir negrum, en þó segir
hún þá báða kynflokka komna af
einum manni, nefnilega honum
Adam gamla?
Rök í stað rökleysa
I lok greinar sinnar segir frúin:
„Nú spyr ég: Hvar sjáum við
sönnun fyrir þróun? Enn hefur
engin sönnun fundist fyrir því að
ein tegund hafi breyst í aðra. Það
er ekki mögulegt að taka á móti
þróunarkenninguni sem vísinda-
lega sannaðri staðreynd, meðan
ekki finnast neinar sannanir." Um
þessar fáránlegu og órökstuddu
fullyrðingar munum við ekki
fjalla sérstaklega, enda teljum við
okkur hafa fært fram sæmilega
haldbær rök fyrir algeru staðleysi
þeirra.
Nú líður að lokum þessarar
greinar. Fjölmargt er enn ósagt
um þetta yfirgripsmikla efni, og
vonum við að fleiri tækifæri gefist
til skoðanaskipta um það við frú
Sóleyju Jónsdóttur á Akureyri eða
aðra, og væntum við þar raka í
stað rökleysa. Með þökk fyrir
birtinguna."
Finnur Lárusson og Haraldur Olafsson.
Hugvitsamleg stefna
hjá niðurrifsöflunum
Gunnar Snorrason, formaður
Kaupmannasamtaka íslands,
skrifar:
„I Velvakanda Morgunblaðsins í
dag, 29. október, er grein með
yfirskriftinni „í klemmu", undir
stórri mynd af leiðara úr Vísi með
mynd af viðskiptaráðherra og
undirrituðum. Myndin var tekin í
upphafi þings er ráðherra var
afhent táknræn ábending um
stöðu verzlunar á íslandi í dag.
Bréfritari er H.G. Vestmannaeyj-
um.
Það er kannski vert að vekja
sérstaklega athygli á þessum
skrifum, af því þau staðfesta það
sem verzlunarstéttin hefur haldið
fram um háværan minnihlutahóp
í landinu, sem notar hvert tæki-
færi til að reyna að gera við-
skiptalífið tortryggilegt. Það er
auðvitað ástæðulaust að svara
barnalegum ávirðingum af því
tagi sem þarna birtust, en það er
annað sem er brýnt að almenning-
ur átti sig á: Til skamms tíma
komu árásir og dylgjur af þessu
tagi beint úr smiðjunni — það er
að segja Þjóðviljanum. Menn vissu
þá hverjir héldu á penna og að þar
voru á ferðinni aðilar sem höfðu
að markmiði að koma hér á
þjóðfélagi þar sem ekki væri neinn
einkarekstur.
Nú hefur verið breytt um verk-
lag og Þjóðviljinn sparaður meira,
en þess í stað skrifuð lesendabréf í
þau blöð sem venjulega eru kennd
við borgaraleg lífsviðhorf. Síðdeg-
isblöðin hafa óspart verið notuð í
þessu skyni og nú Velvakandi
Morgunblaðsins.
Þó lesendabréf séu vitanlega
alveg óháð stefnu blaða, lesa menn
sum blöð með öðru hugarfari en
önnur. Svo segja þeir kannski:
„Það var verið að hneykslast á
kaupmönnum í Morgunblaðinu."
Þetta er hugvitsamleg stefna hjá
niðurrifsöflunum og því hvet ég
menn til að vera vakandi fyrir því
sem hér er á ferðinni.
Hvað H.G. Vestmannaeyjum
snertir, þá vona ég bara að hann
losni sem fyrst úr þeirri sálarlegu
klemmu sem hann er bersýnilega
í u