Morgunblaðið - 30.10.1980, Side 48
AKAI HLJÓMTÆKI GRUPDIG
LITTÆKI
100.000 kr. staögr afsláttur
eða 300.000 kr. útborgun
f flestum samstæðum
AKAI er hégnAa merki á góöu veröi.
100.000 kr. staögr. afsláttur
eöa 300.000 kr. útborgun.
Gildir um öll littæki
GRUNDIG vegna gaeöanna.
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980
Dánarbú Helgu Jónsdóttur og
Sigurliða Kristjánssonar:
30—40 þús. rúm-
metra húsnæði
selt í þágu lista
EINS ok sagt hefur verið frá í
Moruunhlaðinu malti erfðaskrá
þeirra hjóna. Helgu Jónsdóttur
ok SÍKurlióa Kristjánssonar, svo
fyrir aó miklir fjármunir skyldu
renna til ákveóinna Kreina i
listalífi þjoóarinnar. leiklistar.
tónlistar ok myndlistar ok mun
féð áa-tlaó til upphyKKÍnKar hjá
I.eikfélaKÍ Reykjavíkur, íslenzkri
óperu ok listasöfnum.
Hér er um að ræða 3—4 millj-
arða króna sem bundið er í
fasteignum og verða þessar fast-
eignir auglýstar til sölu á næst-
unni.
Hér er um að ræða 5—6 kunn
hús í borginni og er Glæsibær
lang stærst þeirra eða um 30 þús.
rúmmetrar. Þá er m.a. um að ræða
húsið við Laugaveg 82 sem er
íbúða- og verzlunarhúsnæði, verzl-
unarhúsnæði við Háteigsveg 2,
Ásgarð 24 og Hringbraut 49. Alls
eru þessar húseignir að stærð
milli 30—40 þús. rúmmetrar.
Yenið hefur hækkað
um 54% á 7 mánuðum
VERÐ á hverjum Handarikjadollar
hefur ha-kkaó um 39.30% frá ára-
mótum. eða úr 395,40 krónum í
550,80 krónur. en verð á hverju
vestur-þýzku marki hefur hækkað
mun minna. eða liðlega 26.5% á
sama tíma.
Frá 31. marz sl., þegar ríkis-
stjórnin felldi gengi íslenzku krón-
unnar, hefur verð á Bandaríkjadoll-
ar hækkað um 28,18%, en verð á
vestur-þýzku marki hins vegar um
32,52%. Bandaríkjadollar kostaði
31. marz sl. 429,70 krónur, en
vestur-þýzkt mark hins vegar 221,32
krónur.
Frá gengisfellingunni hefur
hækkunin -orðið langmest á jap-
anska yeninu, eða um 54,38%', úr
167,20 krónum í 258,14 krónur.
Afleiðingar þessarar miklu hækk-
unar yensins sjá Islendingar helzt í
mjög hækkuðu verði japanskra bíla,
sem hafa verið bíla vinsælastir hér
á landi, m.a. vegna hins lága verðs,
sem verið hefur á þeim.
Framan af ágústmánuði var gengi
Bandaríkjadollars haldið mjög stöð-
ugu, eða hver dollar kostaði lengi
vel í kringum 496 krónur. 21. ágúst
fór svo gengið að síga og frá þeim
tíma hefur hver Bandaríkjadollar
hækkað um tæplega 1% í verði, eða
úr 496,60 krónum í 550,80 krónur. Á
sama tíma hefur vestur-þýzka
markið hækkað úr 275,7 krónum í
293,29 krónur, eða sem næst 6,38%.
Japanska yenið hefur hins vegar
hækkað um 16,4% á þessu sama
tímabili, eða úr 221,75 krónum í
258,14 krónur.
Aí örygKÍ lætur
hann hjúlhestinn
prjóna. en öruggara
er nú eflaust að
láta ha-ði hjolin
snúast.
Rotterdam-
markaðurinn:
Enn hækkar
svartolían
ENN hafa orðið hækkanir á
svartolíu á Rotterdammarkaðn-
um.
Samkvæmt nýjustu skráningum
er hvert tonn svartolíu selt á 213
dollara eða nær 70 dollara meira
en þegar gasolíu- og bensínverð
var sem hæst á Rotterdammark-
aðnum. Síðan þá hefur svartolíu-
notkun stóraukist hér á landi,
einkum hjá skipaflotanum.
Skráð bensínverð í Rotterdam
er nú 346,50 dollarar hvert tonn og
gasolíuverð er 309 dollarar hvert
tonn.
Ófært um Ólafs-
víkurenni vegna
grjóthruns
ÝMSIR, sem leið áttu um Ólafs-
víkurenni í gærkvöldi lentu í
hinum mestu erfiðleikum vegna
skriðufalla og grjóthruns. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem Mbl.
fékk hjá lögreglunni í Ólafsvík í
gærkvöldi höfðu ekki borizt til-
kynningar um tjón, en vegurinn
var orðinn ófær af þessum sökum.
Mjög hvasst var í Ólafsvík í gær
og um kvöldið gerði úrhellisrign-
ingu.
Fjármagnsþörf Flugleiða:
„Ekkert á móti því að senda
beiðni til Landsbankans“
-segir Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra
Jötunn borar
í Bjarnarflagi
Bjork. Mývatnssveit. 29. október.
BÚIÐ er að flytja gufuborinn
Jötunn frá Kröflu og setja hann
upp í Bjarnarflagi. Borun hefst
þar í kvöld. Boruð verður ein hola
og ef allt gengur samkvæmt
áætlun ætti því verki að vera
lokið í byrjun desember. Þessi
hola er staðsett austan við aðal-
sprungusvæðið í Bjarnarflagi, en
nokkru sunnar er síðasta hola,
sem boruð var þar og hefur hún
reynzt mjög vel. - Kristján
Mosfellssveit:
Felldu
útsvör
HREPPSNEFND Mosfellshrepps
samþykkti einróma á fundi í gær
að fella niður útsvör á þau börn i
hreppnum. sem skattlógð voru
nýverið cins og önnur 14 — 16 ára
börn i landinu.
Salome Þorkelsdóttir alþ.m. og
varaoddviti hreppsins tjáði Mbl. í
„ÚT AF fyrir sig held ég að
beiðni Flugleiða um peninga-
fyrirgreiðsiu nú þegar sé borft-
liggjandi með frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar sem allir flokkar
segjast styðja og ég hef rætt við
Landshankann um þetta mál.
en formleg ósk Flugleiða um
það að ríkisstjórnin heindi því
til Landshankans að hlaupa
undir bagga nú þegar. barst
mér í byrjun vikunnar og það
mál verður raút á ríkisstjórn-
arfundi á morgun,“ sagði
Steingrímur Hermannsson sam-
gönguráðherra í samtali við
Mhl. í gærkvöldi um heiðni
Flugleiða.
niður
á börn
gærkvöldi að um væri að ræða 42
börn í hreppnum og næmu álögð
útsvör á þau 837 þúsund krónum.
Sagði Salome að hreppsnefndin
hefði talið rétt að fella útsvörin
niður þar sem álagningin væri svo
seint á ferðinni og hún hefði komið
börnunum og foreldrum þeirra
algerlega í opna skjö.ldu.
í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Sigurður Helgason
forstjóri Flugleiða að samkvæmt
þeim svörum sem þeir hefðu
fengið frá Landsbankanum sæi
bankinn sér ekki fært að afgreiða
málið fyrr en beiðni kemur um
það frá ríkisstjórninni, en hann
kvað mikla þörf á skjótri lausn.
„Ég hef ekkert á móti því að
senda beiðni til Landsbankans
vegna þessa máls,“ sagði Stein-
grímur, „en ég held að Lands-
bankinn hafi eins miklar upplýs-
ingar og við þótt við vitum ekki
matið ennþá. Það er hins vegar
von á því um helgina, en munn-
lega er ég búinn að mælast til
þess að Landsbankinn kanni
málið til þess að afgreiða það.“
Jón Helgason um kjaraskerðingaráform
rikisstjórnarinnar:
Kaupmáttur rýrni ekki
frá því sem núna er
JÓN Ilelgason, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar á
Akureyri, sagði í samtali við
Morgunblaðið. að sér væri ekki
kunnugt um fyrirhugaða vísi-
töluskerðingu ríkisstjórnarinn-
ar, „en auðvitað reynir maður
að grennslast fyrir um. hvort
eitthvað slikt sé í bígerð og
hvort þær liggi að baki þvi. að
svo skyndilega var stigið þetta
skref til samninga. Maður get-
ur vart trúað þvi að menn ætli
að taka kauphækkunina strax,
og að þar séu einhverjir bak-
samningar.“
„Ég hefi ekki mótað mér skoð-
un um það, hvort gera eigi kröfu
til þess að þessar tillögur verði
lagðar fram. Hitt er svo annað
mál, að ef einhverjar aðgerðir eru
í bígerð, sem verkalýðshreyfingin
getur haft áhrif á, þá hefur það
alltaf verið mín skoðun, að verka-
lýðshreyfingin eigi að vera til-
búin til að skoða slíkt."
Að lokum var Jón Helgason
spurður að því, hvort hann myndi
berjast gegn kjaraskerðingar-
áformum stjórnvalda á sama hátt
og 1978. Hann svaraði: „Þ^ið er
mér höfuðmál, að sá kaupmáttur,
sem við höfum rýrni ekki frá því
sem hann er og við hljótum að
standa á því að hann fari ekki
neðar. Alla vega a.m.k. að kaup-
máttur þess fólks, sem ég er
umbjóðandi fyrir verði ekki
skertur. Ég tel það sem gert hafi
verið fyrir lægst launaða fólkið sé
í algjöru lágmarki og það hefðu
betur verið farnar aðrar leiðir til
þess að tryggja kaupmátt þess.
En úr því sem komið var, var ekki
um annað að ræða en reyna að
minnka eitthvað bilið milli al-
mennra launþega og opinberra
starfsmanna. Þar vantar enn
mikið á og eru lífeyrismálin þar
algjör forsmán."