Morgunblaðið - 07.12.1980, Page 2
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
Sjö dagar í Jórdaníu: Lokagrein
Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
Tekst bedúínum
Jórdaníu að lifa af og
halda sérkennum sínum
- og fá einnig réttlátan skerf nútímalífsþæginda?
Gamall bedúini
Ta’knibyltinK tuttugustu
aldar hefur sett margvísleKt
mark á menninKU. siði «k al-
mennt mannlíf hverrar þjóðar,
hvort sem um er að ræða
bedúina í Jórdaniu eða búsk-
menn i Ástralíu «k allt þar á
milli. Þvi er ekki að neita, að
eftir því sem timar liða fram
«K þjóðir KÍata sérkennum sin-
um «k allt virðist miða að þvi að
allir verði sami Krautur i sömu
skál vaknar eftirsjá eftir
horfnum verðmætum ok Köml-
um hefðum. Aukist hefur sú
longun manna að reyna
að halda i heiðri
«K efla sjáfsvitund »k sérkenni
þjóða. Þar á meðal eru hedúfnar í
Jórdaníu. Raunar eru þeir
marKÍr farnir að sækjast eftir
efnaleKum Kseðum sem þeir sjá
að nútimaþjóðféiaK býður uppá.
Þeir horfa á vélvæðinKuna og
sjá hana sem framfarir, m.a.
vegna þess að þeir sjá einnig að
með þvi að taka hana í þjónustu
sina batnar afkoma þeirra.
Bedúíninn í Jórdaníu hefur
dregizt með miklum hraða inn í
nýtt lífsmunstur og þetta svo ört
að áður en langt um líður kann svo
að fara að hirðingjaættbálkar
bedúínanna í Jórdaníu verði „saga
blott". Margir líta svo á að það sé
of snögg kúvending í öliu tilliti og
ekki er síður horft á þá sérstöðu
sem Bedúínar hafa haft, ýmsar
hefðir og siðir myndu deyja út
sem væri skaði að hyrfu í
gleymsku og dá. Jórdanir velta því
fyrir sér hvernig megi samræma
þetta tvennt: að bedúínar fái sinn
sanngjarna skerf af nútímaþæg-
indum en glati samt ekki sérkenn-
um sinum.
Þegar ég var í Jórdaníu á
dögunum fékk ég lestrarefni um
land og þjóð sem myndi duga mér
vel og lengi, þar á meðal var
fróðleg skýrsla sem birti niður-
stöður könnunar um efnalega og
félagslega stöðu bedúína. Höfðu
háskólanemendur í Amman unnið
hana.
Bedúínar eru ekki fjölmennir í
Jórdaniu, 60 þúsund eða svo af 2,7
milljónum íbúa. Þó að þeir séu
minnihlutahópur hafa þeir samt
gefið landinu ákveðna ímynd út á
við, sem er aðlaðandi og jafnvel
Bedúinatjöld
spennandi og stjórnvöld hafa gert
sitt til að skíra þessa ímynd.
Bedúínar hafa reynzt dyggir þegn-
ar og sérstaklega harðskeyttir í
hernaði, svo að fáir þykja standa
þeim á sporði. Þeir eru að upplagi
stoltir og gestrisnir svo að með
afbrigðum er. Þeir eru sagðir
seinteknir og tryggir vinum sínum
Margar bedúfnakonur bera enn
blæju
og þeir eru ákaflega stoltir af því
að vera bedúínar. Listfengi þeirra
er alþekkt, þeir gera skartgripi af
sérstakri kúnst og klæðnaður
þeirra, aðallega kvenna, er með
afbrigðum skrautlegur, bróderað-
ur og stunginn, settur lituðum
glerjum eða litaglöðum steinum.
Þótt margir bedúínar haldi fast
í uppruna sinn er þó sýnt að þeir
munu á næstu árum fylgja þeirri
þróun, sem hafin er: og margir
bedúínar hafa skipt á úlföldum
sínum fyrir bíl eða dráttarvél.
Þeir hafa reist sér hús — sem við
myndum þó líklega kalla kofa-
ræksni — þar sem áður voru
tjaldborgir.
Að vísu er skylt að taka fram að
tjaldið er ekki langt undan, það
stendur venjulega við hliðina á
húsinu og þegar ég leit inn í eitt
slíkt „hverfi" í eyðimörkum Jórd-
aníu á leið frá Petra til Amman,
sátu fjölskyldurnar að snæðingi í
tjöldunum og fóru ekki inn í húsið
nema til að horfa á sjónvarpið!
Sé gluggað í þessa fróðlegu
skýrslu um bedúína Jórdaníu er
margt forvitnilegt sem kemur
fram. Meirihluti foreldra sem
spurðir voru töldu að börn þeirra
ættu að fá að lifa betra lífi en þeir
höfðu gert. Og sérstaklega var
lögð áherzla á að börnunum yrði
gefinn kostur á að hljóta nokkra
menntun. Feðurnir voru á því að
hlutskipti barna þeirra yrði því
aðeins verulega bætt, ef fjölskyld-
urnar flyttu nær borgunum, þar
sem aðstaða til menntunar og ef
til vill síðan vinnu væri öll önnur.
En þó sáu foreldrar þá vankanta
á, að þar með yrðu þeir að yfirgefa
þau svæði í landinu — Badia —
sem bedúínar hafa búið á svo
skiptir öldum. Og þar sem bedúín-
ar eru mjög átthagabundnir var
það vond tiihugsun mörgum. Það
er nefnilega mesti misskilningur,
sem ég hafði haldið og sjálfsagt
fleiri, að bedúínar eigri um eyði-
mörkina með hjarðir sínar og
tjöld nánast stefnulaust. Þvert á
móti, þeir fara ákveðnar slóðir
•- - * • • :• • ■ - • \
Með hjörðina á beit