Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 3

Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 67 eftir árstímum og þekkja eyði- mörkina út og inn og færa sig milli staða eftir ákveðnum lög- málum. Bedúínarnir telja að hag þeirra verði betur borgið, ef stjórnvöld koma til móts við þá varðandi eflingu landbúnaðar og akuryrkju. Þar með gætu þeir setið sitt land í rólegheitum, ræktað og framleitt og bætt lífskjör sín. Nokkurt átak hefur einmitt verið gert í þessu efni, og það er á þeim stöðum sem bedúína-þorpin eru nú að rísa þéttust. Einnig hafa verið uppi hugmyndir um að koma á fót sérstökum starfsþjálfunarskólum á þessum svæðum, þar sem veitt yrði leiðsögn í jarðrækt. Bedúínar Jórdaníu eru sem sagt um 7 prósent íbúanna. En þeir ráða þó gríðarlega miklu land- svæði og þeir skiptast innbyrðis í nokkra ættbálka og eru þessir helstir: Bani Attiya sem komu inn í Transjórdaníu frá Hijaz og hafa sezt að í Karak-héraðinu og haft þar fasta búsetu frá 1950, að ríkisstjórnin lagði undir þá sér- stakt land. Al-Huwaitat eru taldir dæmi- gerðastir jórdanskra bedúína, enda telja þeir sig afkomendur spámannsins, komnir frá Fatimu dóttur hans. Þeir segjast einnig afkomendur hinna fornu Nabatea. Al-Isa bedúínar virðast vera afkomendur stærri ættbálks sem upphaflega bjó á bökkum Efrat. Bani-Khalid ættbálkurinn telur einnig til skyldleika við íraska bedúína og komu yfir til Jórdaníu fyrir öld eða svo. Bani Sakhr bedúínar segjast afkomendur ættbálks frá Saudi Arabíu, sem kom í Jórdaníu á 19. öld. A1 Sirhan rekur uppruna sinn til Sýrlands, þar sem þeir höfðu um hríð sjálfsstjórnarríki sem kollvarpað var af öðrum ættbálk- um sem fóru norður á bóginn frá vestari hlutum Saudi Arabíu. Mér var tjáð — það kemur þó ekki fram í skýrslunni — að bedúínakarlar taki sér gjarnan fleiri en eina eiginkonu og yfirleitt eru fjölskyldur barnmargar. For- eldrar líta á það sem öryggisvent- il, að eiga nóg af börnum. Hvort- tveggja er að dánartíðni ungbarna er mjög há og sömuleiðis vilja foreldrar með þessu tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld, þar sem það er sjálfsögð og eðlileg skylda uppkominna barna að sjá fyrir foreldrum sínum í ellinni. Það kemur fram í skýrslunni, að enn er svo að hlutskipti stúlkunn- ar er að giftast og eiga snarlega börn. Meðalaldur stúlkna við gift- ingu er um 17,8 ár og karla um 23,4 ár. Aðeins 2 prósent kvenna sem voru á miðjum aldri höfðu aldrei gengið í hjónaband. Bedúín- ar kjósa frernur að eiga drengi en stúlkur, og drengir fá langtum betri umönnun. Bedúínakonan var yfirleitt langtum staðráðnari í því en eiginmaðurinn að nauðsynlegt væri að bæta hag næstu kynslóð- ar, og ekki sízt dætranna. Bedú- ínakonur úti í eyðimörkinni virt- ust sjálfstæðari enjjær sem búa í þorpunum og er getum að því leitt að það sé vegna þess að eigin- mennirnir eru oft langtímum saman í burtu — margir eru t.d. í eyðimerkurhersveitum Husseins konungs — og þurfi þær því að axla meiri ábyrgð. Almennt eru kjör kvenna miklu lakari er karla, það þykir t.d. sjálfsagt að konur og telpur bíði með að borða unz karlpeningurinn hefur lokið sér af; þá mega þær fá leifarnar. En þar með er sýnt að þær fá minni mat og næringarminni og heilsu- far þeirra dregur dám af því. Innan bedúínasamfélagsins við- gengst veruleg kúgun kvenna á okkar mælikvarða og m.a. hefur þótt nánast óhugsandi að eyða tímum og peningum í að leyfa þeim að læra að lesa. Um 85 prósent bedúínakvenna eru ólæsar og óskrifandi og aðeins 9 prósent höfðu fengið barnaskólamenntun. Hér væri sannarlega vettvangur fyrir kvennabaráttu, en á henni bólar lítt: bedúínakonurnar líta kannski ekki lengur á hlutskipti sitt sem sjálfsagðan hlut, þær eru aðeins að byrja að rumska, en það þykir sýnt að langur tími muni líða unz þær njóta þess sem kalla mætti jafnrétti á borð við karla. Ef athugaður er lífsstaðall bedúínanna kom mér nú satt að segja einna mest á óvart að umtalsverður munur er á efna- hagslegri stöðu þeirra eftir því hvar þeir eru í landinu. Fjölskyld- ur í Badia eru fátækari en bedú- ínafjölskyldur á Austurbakkanum og áttu t.d. 71 prósent fjölskyldna á Austurbakkanum, sem voru spurðar, útvarpstæki. Örfáir áttu ísskáp og þvottavélar, en þar sem sjaldgæft er að rafmagn sé á landsvæðum bedúína nema í „þorpunum" var það naumast til að tala um. Undir tíu prósentum áttu bíl. Aftur á móti áttu 20 prósent kvenna saumavél, 28,3 prósent höfðu leitt vatn inn í hýbýli sín og tæp 20 prósent höfðu salerni. Athyglisvert var að enda þótt ljóst sé að heilsugæzla fyrir konur sé mjög af skornum skammti, þær búi við rýrari mat með minna næringargildi en karlmenn, voru þær ívið langlífari og kvörtuðu sjaldnar um að hafa orðið veikar um dagana en karlar — og skyldi það ekki koma heim við það sem þekkist víðar? Svo mætti áfram halda. Bedúín- ar Jórdaníu eru komnir í sviðsljós- ið og þótti sumum tími til kominn. Þeir eru „in“. Ríkisstjórn Jórdaníu gerir sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að þeir fái að halda sérkennum sínum og sérstöðu og það sé ekki rétt að neyða þá til að flytjast til borganna, heldur sé skynsamlegra þegar til lengri tíma er litið að koma til þeirra út í eyðimörkina, bæta aðstöðu þeirra þar, svo að þeir verði um kyrrt á fornum slóðum. Þessi könnun háskólanemanna vakti mikla athygli og nú er verið að gera drög að áætlunum um fram- tíðarplön bedúínum til hagsbóta sem dregur lærdóm af niðurstöð- um þessarar könnunar. Því er vonandi að bedúínar fái aðlagast nýjum og betri heimi án þess að þurfa að segja skilið við sinn sérstæða og óvenjulega heim eyði- merkurinnar. Ung og ástfangin Evi Bögenæs Kitta og Sveinn Andrés Kristjánsson þýddi IÐUNN Reykjavík 1980 Tvær Kittubækur hafa áður komið út hjá Iðunni og hefi ég getið þeirra beggja lítillega auk þess að segja aðeins frá Evi Bögenæs og rithöfundarferli hennar. En hún er norsk að ætt og fædd í Osló 1906. Kitta og Sveinn er síðasta bókin af þremur um það unga fólk. Bernsku- og æskuár þeirra liðu við hinar ólíkustu aðstæður, en ástin sameinaði allt sem ólíkt virtist í fari þeirra og hjálpaði þeim yfir ýmis vandamál sem utan að steðj- uðu inn í þeirra unga hjúskaparlíf. Þau byrjuðu búskap á bernsku- heimili Sveins er var einkasonur og gekk því 'inn í heimilið að foreldrum sínum látnum. Þrátt fyrir mikla hamingju í hjónaband- inu var hugsun Kittu um heimilið á þessa leið: „Heimilið var alltof stórt fyrir nýgift hjón og ofhlaðið stórum, dýrum og þungum hús- munum." Sveinn er kominn í þriðja hluta læknisnámsins og hafði nóg að gera, Kitta var hætt á barnaheim- ilinu til þess að sjá um sitt eigið stóra heimili og hafði líka nóg að gera. Stríðið stóð enn og setti svip sinn á kjör og afkomu fólksins. Lífsnauðsynjar sinar fékk það út á skömmtunarseðla og sumum reyndist erfitt að láta þá duga. Kitta hafði næmar tilfinningar gagnvart þeim sem bágast áttu og vildi bæta úr því sem hún gat.“ ... Þetta var annars alveg ófært. Hún var víst heldur meyrlynd ekki gæti hún hjálpað öllum sem áttu bágt...“ Ungu hjónin voru ákveðin í því Bókmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR að stofna ekki til barneigna strax. Óvissir tímar og lítil laun. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Kitta varð barnshafandi og gleði þeirra og ástúð óx samfara fóstr- inu. Óvænt atvik greip inn í heimil- islíf þeira. Borgaryfirvöld tóku eitt herbergið á heimili hinna ungu hjóna og settu þar inn unga stúlku sem leigjanda. Kitta átti bágt með að ssetta sig við þetta og sýndi stúlkunni afskiptaleysi og kulda. Þetta breyttist þó og brátt varð Helgi námsfélagi Sveins hrif- inn af hinni ungu stúlku. Veikur punktur sýndist mér það, að upp frá því virðist sagan snúast meira um hið unga verð- andi par, en þau hjónin og heimili þeirra. Orsakanna til þess má kannski leita í því að saga þessi er rituð í anda hinna rómantísku skáldsagna fyrr á tíð og ber með sér mörg einkenni þeirra. En þar þótti lítið í frásögur færandi eftir að elskendur höfðu náð saman í hamingjusömu hjónabandi. Bókin Kitta og Sveinn er fyrst og fremst hugljúf og kærleiksrík saga og raunveruleg andstæða þeirra bókmennta sem upphefjast af græðgi til mannlegra kennda og djúpstæðu virðingarleysi fyrir andlegu innihaldi þeirra. Þeim sem þegar hafa ofmettast af lestri slíkra bóka sér til afþrey- ingar er hér með bent á þessa bók. Þýðing er vönduð. & Danskur jólamatur á veisluborði í dag, sunnudag í hádegi og í kvöld bjóöum viö úrvals jólarétti aö dönskum hætti á hlaöboröi. Veislumatur eins og hann gerist bestur. Steikt svínasíöa meö eplamauki Steikt svínalæri meö rauðkáli Steikt jólagæs meö appelsínusósu Kalt roastbeef meö kartöflusalati Köld jólaskinka meö grænmeti Reyktur danskur áll Blandaðar áleggspylsur meö salati Djúpsteiktur fiskur Síldarréttir Síldarsalöt Ostabakki, brauöbar og salatbar Eplakökur aö dönskum hætti. Kaldur hrísgrjónabúöingur m/þeyttum rjóma. Jólasveinninn kemur í heimsókn í hádeginu. Þá mun kór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar syngja jólalög. Munið barnahornið vinsæla. ni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.