Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 4
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 I Það mun hafa verið árið 1878 sem heimssýning var haldin í hinni heimsfrægu borg, París. Á opnunardag sýningar þessarar hélt skáidjöfurinn Victor Hugo ræðu fyrir fullu húsi áheyrenda. Hann talaði um baráttu Voltaires fyrir rétti lítilmagnans í miskunn- arlausu þjóðfélagi, er stjórnað var af samvizkulausri valdastétt og guðlausu klerkavaldi. Til þess að gefa íslenzkum lesendum hug- mynd um ástandið er ríkti á dögum Voltaires í andlegum mái- um í þessu hákristilega kaþólska landi, Frakklandi, langar mig að þýða kafla úr hinni kyngimögnuðu ræðu Hugos, er vakti heimsat- hygli. Hann hóf ræðu sína á þessa leið: „í dag fyrir hundrað árum dó maður. Hann dó ódauðlegur. Hann dó saddur lifdaga, hlaðinn störf- um, hlaðinn þunga hinnar glæsi- legu og geigvænlegu ábyrgðar, ábyrgðar mannlegrar samvizku, upplýstrar og göfgaðrar. Hann hvarf héðan bannsunginn og blessaður, bannsunginn af fortíð- inni, blessaður af framtíðinni. Þetta, áheyrendur góðir, eru tvær hinar stórbrotnustu myndir heið- ursins. Við banabeð sinn hafði hann, annarsvegar aðdáun sam- tíðar sinnar og ættingja, hinsveg- ar hatur og hæðnisóp óbilgjarnrar fortíðar, er þannig launar öllum þeim, er árætt hafa að bjóða henni byrginn. Voltaire var meira en maður. Hann var öld. Hann hafði gegnt hlutverki sínu og lokið köllun sinni. Hinn guðlegi vilji, er birtist jafn áþreifanlega í lögmál- um forlaganna sem í lögmálum náttúrunnar, hafði eflaust valið hann í hlutverk þetta. Þau áttatíu og fjögur ár, er maður þessi lifði, markaði tíma- bilið, sem aðskilur konungdóminn á hátindi sínum og árdagsroða byltingarinnar. Þegar hann fædd- ist sat Loðvík XIV að völdum. Þegar hann lézt var Loðvík XVI seztur í valdastólinn. Vagga hans leit því hinn fölnandi ljóma hins mikla hásætis, líkkista hans fyrsta bjarmann úr hinu mikla hyldýpi. Áður en vér höldum lengra, áheyrendur góðir, skulum vér gera oss grein fyrir orðinu hyldýpi. Til eru góð hyldýpi. Slík eru hyldýpi þau, er svelgja hið illa. Áheyrendur góðir, úr því að eg er kominn út fyrir efnið, skal eg með yðar leyfi hugsa hugsunina tii enda. Hér munu engin óviðeigandi eða ósönn orð verða sögð. Vér erum hér til þess að framkvæma menningarathöfn. Vér erum hér til þess að bera framförunum vitni, til þess að heiðra heimspek- inga í nafni heimspekinnar, til þess að færa átjándu öldinni vitnisburð hinnar nítjándu, til þess að heiðra hugdjarfa baráttu- menn og góða þegna, til þess að fagna yfir hinu lofsverða. fram- taki einstaklinganna, iðnaðarins, vísindanna, hinni hugrökku sókn fram á við, viðleitninnj til þess að fryggja sátt og samíyndi meðal manna; í fáum orðum sagt til að lofsyngja friðinn, þessa háleitu ósk alls mannkyns. Friður er dyggð menningar, stríð er glæpur hennar. Vér erum hér samankom- in á þessu mikilvæga augnabliki, á þessari hátíðlegu stund til þess að beygja oss í auðmýkt frammi fyrir siðalögmálunum og segja við heiminn, er hlustar á Frakkland: Til er aðeins eitt vald, samvizkan í þjónustu réttlætisins, og til ér aðeins einn dásamieiki: Afburða- maðurinn í þjónustu sannleikans. Að svo mæltu vík eg aftur að efninu. Fyrir byltinguna var þjóðfélagið á þessa leið: Á lægstu skör, alþýðan. Fyrir ofan alþýðuna, fulltrúar kirkjunnar, klerkastéttin. Við hiiðina á kirkjunni, full- trúar réttvísinnar, dómsvaldið. En hvað var alþýðan á þessu tímabili mannlegs þjóðfélags? Hún var fáfræðin holdi klædd. Hvað var kirkjan? Hún var mis- kunnarleysi. Og hvað var réttvís- in? Hún var ranglæti. Tek eg of djúpt í árinni? Þér skuluð dæma. Eg skal aðeins tilfæra tvær staðreyndir, er taka af skarið. Þann 13. október 1761 fannst á neðri hæð í húsi einu í Toulouse ungur maður hengdur. Múgurinn safnaðist saman, klerkarnir ógnuðu og yfirvöldin rannsökuðu. Þetta var sjálfsmorð. Þau gerðu úr því morð. I þágu hvers? I þágu trúarinnar. Og hver var ákærður? Faðirinn. Hann var mótmælenda- trúar, og hann vildi hindra son sinn í því að gerast kaþólskur. Hér var um algerlega óhugsandi sið- ferðislegan afskræmishátt að ræða, en það skipti engu! Faðirinn hafði myrt son sinn. Þessi aldur- hnigni maður hafði hengt hinn unga mann. Réttvísin átti annríkt, og árangurinn var þessi: I marz- mánuði 1762 var farið með aldrað- an mann, hvítan fyrir hærum, út á torg eitt. Það var Jean Calas. Þar var hann flettur klæðum, lagður endilangur á píningarhjól með höfuð hangandi. Þrír menn standa á aftökupallinum, yfirvald að nafni David, sem falið var að hafa eftirlit með aftökunni, kaþólskur prestur, er heldur á róðukrossi, og böðullinn, sem heldur á þungri járnstöng. Bandinginn, agndofa af skelfingu, virðir ekki klerkinn viðlits; hann einblínir á böðulinn. Böðullinn lyftir járnstönginni og brýtur annan handlegginn á manninum. Fórnardýrið rekur upp kválaóp og fellur í öngvit. Yfirvaldið gengur fram; hinn dauðadæmdi er látinn lykta af salti. Hann rankar við. Áftur er jámstöngin reidd til höggs; annað kvalaóp. Calas missir meðvitund; þeir Iífga hann við, og böðullinn byrjar á nýjan leik, og þar sem hver limur þarf tvö högg til að brotna á tveimur stöðum, þá gerir þetta alls átta refsihögg. Þegar liðið hefur yfir bandingjann í áttunda skiptið, réttir presturinn að honum róðukrossinn til að kyssa; Calas snýr andlitinu undan, og böðullinn veitir honum coup de grace, þ.e. náðarhöggið, það er molar brjóstið á bandingjanum með gildari enda járnstangarinn- ar. Þannig dó Jean Calas. Þetta stóð yfir í tvær stundir. Eftir andlát Jean Calas sannaðist að um sjálfsmorð hafði verið að ræða. En morð hafði verið framið. Af hverjum? Dómurunum. Önnur staðreynd. Fyrst var það Voltaire gamalmenni, svo var það ung- menni. Þremur árum síðar (1765) fannst liggjandi á brú einni í Abbeville fúinn og ormétinn trékross, sem hangið hafði við brúarhandrið í þrjár aldir. Hver hafði framið slík helgispjöll? Það vissi enginn. Ef til vill einhver, er fram hjá hafði gengið. Ef til vill vindurinn? Hver er hinn seki? Biskupinn af Amiens gefur út monitoire. Takið eftir hvað moni- toir var. Það var tilskipun til allra trúaðra, að viðlögðum kvölum helvítis, að segja það, er þeir vissu eða töldu sig vita um einn eða annan glæpsamlegan verknað. Þetta var glæpsamleg tilskipun, þegar trúarofstækið beindi henni til fáfræðinnar. Þetta monitoir biskupsins af Amiens hefur sín áhrif. Gróusögurnar í bænum fara að líkjast hinum umrædda glæp. Réttvísin kemst á snoðir um, eða heldur að hún hafi komist á snoðir um, að nóttina, er krossinn féll niður, hafi tveir menn, tveir liðs- foringjar, annar að nafni La Barre, hinn að nafni D’Etallonde, farið yfir brúna í Abbeville, að þeir hafi verið ölvaðir og að þeir hafi sungið varðhússöng. Landfóg- etarétturinn í Abbeville jafngilti bæjarfulltrúarréttinum í Toul- ouse. Og hann var ekki síður réttsýnn! Tvær varðhaldsskipanir voru gefnar út. D’Etallonde komst undan. La Barre var tekinn fastur. Hann var yfirheyrður. Hann neit- aði að hafa farið yfir brúna en játaði að hafa sungið lag. Land- Hugo fógetarétturinn í Abbeville dæmdi hann sekan um spellvirki. La Barre áfrýjaði dóminum til hæstaréttar í Parísarborg. Farið var með La Barre til Parísar. Hæstiréttur ályktaði að dómurinn væri réttlátur og staðfesti hann. Farið var með La Barre aftur til Abbeville í hlekkjum. Eg hleyp yfir. Fyrst var Chevalier de La Barre píndur, bæði með hinum algengu og óalgengu pyndingarað- ferðum til þess að fá hann til að ljóstra upp um þá, er væru honum samsekir. Samsekir um hvað? Um það, að hafa gengið yfir brú og sungið lag. Þegar verið var að pynda La Barre brotnaði annar fóturinn á honum um hnéð. Það leið yfir skriftaprestinn, er hann heyrði beinið bresta. Daginn eftir, 5. júní 1766, var La Barre dreginn niður á aðaltorgið í Abbeville. Þar var tendrað refsibál. Dómurinn var lesinn yfir La Barre; svo hjuggu þeir af honum aðra hend- ina; því næst rifu þeir úr honum tunguna með járntöng, og svo, náðarsamlegast, var höfuðið höggvið af honum og varpað á bálið. Þannig dó Chevalier de La Barre. Hann var aðeins nítján ára að aldri. En þá, ó Voltaire, hófst þú upp raust þína af hryílingi, og það verður þér til ævarandi dýrðar." Hér látum við staðar numið í ræðu Victors Hugo. Hún er löng, en stórbrotnari og áhrifameiri ræða hefur aldrei flutt verið. En þeir atburðir, sem hér er sagt frá, gerðust í kristnu þjóðfélagi þar sem klerkastéttin hafði bæði tögl og hagldir. Við sjáum hér trúar- ofstækið í sinni grimmustu mynd. Hvað veldur að hin háleita kær- leikskenning Krists skuli ekki hafa náð meiri festu í hjörtum manna en raun ber vitni. Máski er þetta heimspekileg spurning, sem ekki verður svarað. II Þegar eg var barn var mér kennt Faðirvorið og erindi úr Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar. Gamla fólkið í gamla daga var bænrækið, þrátt fyrir fátækt- ina eða ef til vill vegna fátæktar- innar. Þegar eg stálpaðist fór eg að sækja fundi í KFUM. Og eg sótti þá nokkuð reglulega, og einkum sótti eg í að heyra séra Friðrik lesa framhaldssögu, er hann var að þýða. Kæmi það fyrir að maður ætti 10 aura í vasa þá freistaðist maður til að fara í bíó frekar en á kristilegan fund. En það kom ekki oft fyrir. Séra Friðrik, sá mikli barnavinur, var ávallt góður við mig og klappaði mér oft á kollinn. Mér þótti vænt um hann. Eg hlustaði á sönginn og allt það, er sagt var. En eg verð að játa, að eg gat ekki meðtekið kenninguna um krossfestan Krist sem frelsara allra manna. Eg skildi þetta ekki. Og lifandi Krist- ur var mér ávallt óljós og fjarlæg- ur. Eg var leitandi drengur. Svo kom það fyrir að eg las bók, sem var ekki guðfræðileg. í henni var talað um meistarann Krist og þá fannst mér tendrast ljós í vitund minni. Mér fannst eg skilja í björtu ljósi líf Krists og tilgang. Eg varð barnslega glaður. Og mér fannst eg yrði að fara til séra Friðriks og segja honum frá gleði minni. Og eg fór til hans. Hann tók mér vel. Er eg hafði sagt honum frá gleði minni, spurði hann mig hvaða bók það var, sem eg hafði lesið. Eg sagði honum að það hafi verið bók um guðspeki. Eg var ekki fyrr búinn að segja þetta en hann umturnast. Hann hellir úr skálum reiði sinnar yfir þessa Satans menn, þessa erlendu forsprakka Guðspekihreyfingar- innar. Eg sat undir þessum reiði- lestri gersamlega lamaður. Eg gat ekki tungu hrært og hjartað í mér var komið upp í háls. Þessi blessaði guðsmaður gleymdi í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.