Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 69 gremju sinni lítilli, leitandi barnssál. Svo horfði hann á mig en eg gat ekki komið upp orði. Eg stóð upp, lostinn harmi og gekk til dyra. Blessaður séra Friðrik fylgdi mér út á hlað og kvaddi mig vinsamlega. Eg gat ekkert sagt. Eg var andlega lamaður. Eg gékk heim með harm í huga. Eg sá séra Friðrik aldrei aftur. Eftir þetta kynntist eg fólkinu í Reykjavíkurstúku Guðspekifé- lagsins. Og þar eignaðist eg marga trausta vini, sem studdu mig og hjálpuðu mér og reyndust mér einlægir vinir til sinna æviloka. Þessir vinir mínir gáfu mér andleg verðmæti, ekki í fræðslu heldur í sönnum mannkærleika, sem verið hefur mér veganesti og undirstaða lífs míns og mun vera það til hinzta dags. Nokkru síðar var skorin upp herör gegn Guðspeki og andatrú. III Sá, er þessar línur ritar, er nú orðinn gamall maður og kominn í þá kreppu að verða að hugsa um sig sjálfur. Það getur stundum verið dálítið erfitt, og þá er gott að eiga að góða vini. Hann hefur lifað í tveimur heimum. Fyrst í heimi fátæktar og ömurlegrar lífsbar- áttu, en nú í heimi allsnægta og þrotlausrar baráttu fyrir meiri og meiri peningum. Nú geta börn farið út í búð og keypt sér sælgæti fyrir þúsundir króna. I kjölfar velmegunar hefur allskyns sið- spilling vaxið hröðum skrefum. Það má raunar segja, að siðspill- ingin sé orðin þjóðarmein. En í öllu þessu sáldrepandi kapphlaupi um lífsgæði nútímans, sem föl eru fyrir peninga og leiða til sjúkdóma og dauða, hef eg ekki orðið annars var en að vor evangeliska lúterska kirkja sé þögul eins og gröfin. En svo gerist það, að ungur maður, af norskum ættum kemur til okkar lands með þá Guðstrú í hjarta, að trú í verki sé betri en trú í munni. Og hann fær velhugs- andi og leitandi fólk í lið með sér. Þetta fólk tekur sig saman um að láta trú sína koma fram í verki með því að meðal annars að hjálpa gamalmennum, sem erfitt eiga með að hreinsa garðinn við hús sitt eða gera eldhús sitt hreint. Og þetta unga fólk býður fram hjálp sína án endurgjalds og án áróðurs um trú sína. Eg er einn þeirra gamalmenna, sem orðið hafa að- njótandi hjálpsemi þessa kær- leiksríka fólks. Eg hef kynnst því og get borið vitni um einlægni þess og öfgalausu trú. En svo gerist það í okkar kristilega þjóðfélagi, sem svo á að heita, að framverðir okkar kristi- legu þjóðkirkju skera upp herör (enn einu sinni) í málgagni kirkj- unnar gegn þessu saklausa fólki og sigar blaðamönnum og jafnvel sjónvarpinu á þetta saklausa og varnarlausa fólk í þeim tilgangi einum að sverta það í augum almennings. Árás þessi á þetta saklausa og gæzkuríka fólk, er hjálpar þeim, sem hjálpar eru þurfi, er himinhrópandi svívirða í nútíma þjóðfélagi. Eg spyr, birtist ekki í þessu gamla trúarofstækið, sem lengi hefur loðað við hina kristnu kirkju? Hvað táknar þetta? Er þetta tákn um deyjandi kirkju? Þjóðkirkjan íslenzka og trúarflokkar þeir, er henni fylgja, hafa oft skorið upp herör gegn hreyfingum, sem þeir hafa talið sér hættulega, en alltaf tapað. Eg dirfist að segja, að okkar lúterska þjóðkirkja þjáist af innanmeini. Meinið er háskólaguðfræðin. Ef hin kristna kirkja okkar á að lifa í heimi samkeppninnar og rótleys- isins, þá verður að fjarlægja þetta mein. Það verður ekki gert nema með róttækri skurðaðgerð. Það gæti vissulega orðið sársaukafullt fyrir einhverjar frumur í kerfinu, en um það þýðir ekki að fárast. Þá gæti risið upp ný og öflug kirkja Krists. Og yfir dyrum hennar gæti staðið: „Gangið inn allir þér sem hrjáðir eru og þunga hlaðnir, og þér munuð heilir verða og öðlast frið í hjarta." Jónas Hallgrímsson og Fjölnir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason ítarlegasta ævisaga Jónasar Hallgríms- sonar sem við hingað til höfum eignast. Sýnir skáldið í nýju og miklu skýrara ljósi en við höfum átt að venjast. í þessari nýju bók um Jónas Hallgrímsson er hófsamlega og hispurslaust sögð saga hans — umfram allt sönn og ítarleg. Þetta er saga af afburðagáfum og góðum verkum og af nokkrum veilum, sem oft er dregin fjöður yfir. „Saga Jónasar Hall- grímssonar er um margt glæsileg saga, kannski hins mikilhæfasta mannsefnis síns tíma í lífi lista og fræða en líka saga um mann í brotum og vanhirðu," eins og höfundurinn, Vilhjálmur Þ. Gíslason kemst að orði í inngangi bókarinnar. Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, Kóp., sími 73055. IMOUN TING , EXCiTEMEh SHffNAfATTDN HQUmcXXATt cmoH MQiHm OlM W 20 ORIGtNAL HiTS 20 ORIGINAÍ STARS 1. Mountng Excitement Ýmsir flytj. 'I i ih {31 \U .1 iS jgAl J ,\l »S 1 i’■ r'* ..."■^ðB| Hlómplötuþjónusta Heimilistækja h/f gefur þér kost á því að panta allar nýjustu plöturnar ísíma eða bréflega. Merktu við plöturnar sem þú villt fá, og við sendum þær til þín um hæl í póstkröfu. Þú getur líka hraðpantað símleiðis. Síminn er 20455. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. 2. Urban Cowboy Ýmsir flytj. 3. Double Fantasy John Lennon og Yoko 5. Making Movies Dire Straits 6. Land of Gold Goombay Dance Band 4. The Beatles Ballads The Beatles Nafn Pöntunarseðill Heimilisfang Póstnúmer Já takk Sendiö mér eftir | | |g p~~*,| farandi plotur mqfl'. [ ~ r—1 r——i póstkröfu: L_J4.LJ5.LJ 6. Sendu pöntunarseðilinn strax i dag til: Heimilistæki hf Sætuni 8 105 Reykjavik Staður DIRE STRAITS MAKING MOVIES Við sendum þér nýjustu plöturnar hvert á land sem er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.