Morgunblaðið - 07.12.1980, Page 9

Morgunblaðið - 07.12.1980, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 73 Furöulegt afrek Lúdvík Kristjánsson. SJÁVARIIÆTTIR I. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1980. Stöku sinnum hefur það komið fyrir á langri ævi, að ég hef verið svo lánsamur að vinna einhverjum öðrum gagn, og þegar ég hef fyrir framan mig hina miklu bók ís- lenskir sjávarhættir, fyrsta bindi, minnist ég með monti eins slíks óumbeðins greiða! Það mun hafa verið árið 1960, að ég sat í skrifstofu minni sem bókafulltrúi ríkisins og greip fjár- lög hins íslenzka ríkis til þess að hyggja að þeirri nauðalitlu upp- hæð, sem mér bar skylda til að úthluta til húsabóta bókasafna. Þá sá ég, að Lúðvík Kristjánssyni, sem þegar hafði ritað þriggja binda stórfróðlegt og gagnmerkt ritverk um Vestlendinga og menn- ingarleg og stjórnmálaleg afrek þeirra á fyrri hluta 19. aldar, skyldi hljóta samkvæmt fjárlög; um hvorki meira né minna en SJO ÞÚSUND KRÓNUR! Mér beinlín- is brá í brún og vélritaði í skyndi bréf til fjárveitinganefndar Al- þingis, þar sem skorað var sköru- lega á nefndina að breyta á næsta fjárlagafrumvarpi sjö þúsund krónum í tuttugu og fimm þúsund, hafði von um, að nefndin yrði svo rausnarleg að höggva ekki meira en fimm þúsund krónur af þeirri upphæð. En ekki treysti ég því, að nóg væri, að ég reri einn á báti á vit fjárveitinganefndar, og þóttist ég þó hafa ástæðu til að ætla, að þáverandi formaður hennar, Gísli Jónsson, lengi þingmaður Barð- strendinga og síðan Vestfjarða- kjördæmis — og auk þess sjómað- ur áratugum saman — mundi taka áskoruninni vel þrátt fyrir það, að við höfðum fyrir hálfum öðrum áratug elt grátt silfur. En svo var það þá Sigurvin Einarsson, sem einnig var þingmaður Vestfirð- inga, sjómaður í æsku, en síðan kennari og skólastjóri. Til hans hringdi ég og hann brá við, kom til mín, las erindið, skrifaði hiklaust undir það og tók að sér að koma því til skila. Og úrslit málsins urðu þau, að upphæðin var sam- þykkt, sem nefnd var í bréfinu. Og glaður var ég, þó að ekki væri humar eða lax þar með á borð bornir fyrir hinn mikla eljumann og stórmerka rithöfund. Þetta varð síðan upphafið að góðum kynnum okkar Lúðvíks, og sagði hann mér frá því, hvað hann mundi hafa á prjónum eitt saman, ef hann nyti til þess nauðsynlegr- ar aðstöðu. Leizt mér vel á það, sem hann tjáði mér um aðföng sín og fyrirætlanir, og annað veifið hef ég svo hugsað til þess, að nú hlyti mikil merkisbók að vera á leið til þjóðarinnar frá hans hendi. Vissi ég, að hún mundi verða vel unnin og vöxtuleg, en þegar Hrólf- ur framkvæmdastjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs snaraði Sjávar- háttum í hendur mér á Ljósvalla- götu 30, varð ég dolfallinn, enda bókin svo þung, að það lá við, að ég missti hana á gólfið. Þetta reynd- ist svo aðeins fyrsta bindi, 472 blaðsíður í feiknastóru broti, vissulega um eitt þúsund síður í því broti, sem nú er algengast á bókum, og þarna aðeins fjallað um Fjörunytjar og sjávarjurtir. Auð- vitað hringdi ég til höfundarins, og hann fræddi mig á því, að von væri á öðru bindi eftir tvö ár — og síðan því þriðja. Nei, hann hafði ekki annað og þriðja bindi tilbúin í handriti, en mestallt efnið. Svo athugaði ég í Samtíðarmönnum, hve gamall Lúðvík væri — sjötug- ur á næsta ári — og þá var að óska þess, að skaparinn gæfi það, að þessi afreksmaður, er hefur verið jafnóþreytandi sem fræðimaður og rithöfundur sem vestlenzkar kempur við árina, mætti lifa það, að sjá þetta ritverk komið og prentað í heild, á allan hátt prýðilega úr garði gert — og fengi síðan færi á áhyggjulausu lífi sem allra lengst, auðvitað við nýtt viðfangsefni, minna í sniðum en þetta, en ekki síður vel og vand- lega unnið. Bókin hefst á rækilegu efnisyf- irliti, síðan tekur við skrá yfir myndir og teikningar, sem eru 301, þar i nokkrar litmyndir. Næst er skrá yfir heimildir, skammstaf- anir og prentuð rit, sem höfundur hefur að einhverju leyti notað, og fylla þessar skrá svo til fimm tvídálka og smáletraðar blaðsíður. Þá eru greind handrit, sem höf- undi hafa orðið að gagni, og síðan tekur við fróðlegur Inngangur, og fer Lúðvík þar víða um lendur sögu Islands. Er inngangurinn í tveimur köflum. Sá fyrri heitir „Föðurland vort hálft er hafið“, og er tilvitnunin fengin úr kvæði eftir góðskáldið Jón heitinn Magn- ússon. Hinn kaflinn ber fyrirsögn- ina Um hcimilidir og vinnubrögð, og fer höfundurinn þar víða yfir. Svo er þá komið að mergi mál- anna, sem sé hinum rækilegu lýsingum á hinum fjölmörgu og margvíslegu fjörunytjum þjóðar- innar frá fyrstu tímum sögunnar og til þessa dags. Gerir höfundur þar fyrst grein fyrir því, hvað eru fjörunytjar, og þykir mér rétt að nefna nokkrar fyrirsagnir til þess að gefa lesendum hugmynd um, hve fákunnandi þeir hafi flestir verið í þessum efnum: Söl, Fjöru- grös og sjóarkræða, Maríukjarni, Ætiþang og ætiþari, Þang og þarfafóður, Fjörubeit, Þari og þang til eldiviðar, Fjöruáburður og Skeljar og skelfiskur. Þarna er ekki nema nokkuð nefnt, en gríp- um niður á öðrum stað: Matreki, Loðna, Fjarðveiði, Fiskhlaup og Fjöruferðir. Og enn — og nú komið að enn öðru efni: Rekavið- ur, Afmarkanir og skipting á rekum, Stólsrekar, Klausturrekar, Kirkjurekar, — hér er ég svo engan veginn enda nær ... En síðan kemur að selnum, og er þar lýst nytjum af honum og veiðiað- ferðum ýmiss konar, þar á meðal Selveiðibrellum og minnist ég þá þess, að faðir minn hafði með sér harmoniku og harmonikuleikara til selveiða, því að selurinn er forvitinn — oft sér til líftjóns. Þá er og getið sela í þjóðtrú og leikjum. Þegar sagt hefur verið frá selveiðinni og öllu því, sem þar hefur komið að notum, meðan selkjöt, seispik og selskinn þóttu afbrigða góðar búnytjar, kemur stuttur útdráttur úr hinu mikla efni á ensku. Héfur höfundur skrifað hann á islenzku, en þýð- ingin er verk Jóhanns S. Hannes- sonar. Þá tekur við ómetanleg atriðisorðaskrá. Fyllir hún smá- letruð tuttugu þrídálka blaðsíður. Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Lúðvik Kristjánsson Síðan eru skýrðar nokkrar mæli- einingar, sem ekki eru lengur í notkun og þorri manna kann lítil eða engin skil á. Tek ég hér tvö dæmi: „Gildingur, gildingsfiskur: ein alin forn milli þunnildanefja á flöttum fiski: 1 kg. harðfiskur ... Snældingur: 288 merkur mældar." Loks er eftirmáli, þar sem höfundur skýrir fyrst frá því, hvar hann fékk kveikjuna að hinu furðulega mikla og víðtæka starfi. Hann segir svo: „Ástæða er til að víkja nokkrum atriðum til viðbótar þeim, sem greind hafa verið í upphafi um tilurð þessa rits. Kveikjuna að því má rekja aftur til ársins 1928, þegar ég seytján ára gamall hafði ráðið mig á togara. Þá var það eitt sinn á trollvakt, að skipsfélagi minn einn, greindur vel og lesinn, hóf máls á því, hversu nauðsynlegt væri að bjarga frá gleymsku lýsingu á lífi og háttum þeirra fiskimanna, sem sótt hefðu sjó á árabátum, ferðast milli lands- fjórðunga og búið í verbúðum. Sjálfur hafði hann reynslu af þeirri sjómennsku. Síðar varð margt til þess, að ábending skips- félaga míns frá vordögunum 1928 blundaði með mér.“ Það eina, sem ég hef saknað við lestur bókarinnar, er nafn þessa skipsfélaga, svo að „þúfan hans týndist ekki“. Annars getur Lúð- vík þess, að hinir sívökulu og alkunnu fræðimenn, Bjarni Sæm- undsson, uppalinn í Grindavík, og Árni Friðriksson, borinn og barn- fæddur í Arnarfirði, hvöttu hann mjög til „að leggja alúð við söfnun íslenzkra sjávarhátta". Kveðst hann hafa fengið fyrsta fjárstuðn- inginn fyrir þeirra atbeina. Hann rekur síðan sögu þess, hvernig honum mátti reynast fært að helga sig til fulls „tilurð" ritsins, og segir hann Má Elísson fiski- „ málastjóra hafa útvegað fé hjá öllum þessum aðilum: Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Fiskifélagi íslands, Fiskimála- sjóði, Landssambandi íslenzkra útvegsmanna, Síldarútvegsnefnd, SIS, Sjómannasambandi Islands, Skreiðarsamlaginu, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sölusam- bandi íslenzkra fiskframleiðenda. Lúðvík getur þess í lok þessarar upptalningar, að fé þetta hafi verið varðveitt hjá Fiskifélaginu, sem jafnframt hafi annazt allar greiðslur. Hann bætir því svo við, að áður hafi komið styrkur frá Fiskveiðasjóði íslands og að stjórn Þjóðhátíðarsjóðs hafi veitt styrk vegna kostnaðar við hönnun verksins. Það er auðsætt, að bæði er Lúðvík þakklátur fyrir allt, sem hann hefur til verksins þegið, og svo vandaður, að hann vill tryggja, að engum detti í hug að hann hafi farið illa með fé! Hann þakkar og öllum, sem hafa liðsinnt að meira eða minna leyti við útáfu þessa rits — þar á meðal auðvitað Menningarsjóði og Hrólfi Hall- dórssyni, framkvæmdastjóra bókaútgáfunnar. Skyldi svo nokkur treysta sér til að væna afreksmanninn um eitt eða neitt misjafnt! Ég hef þegar lesið ritið nokkuð vandlega, en það er síður en svo, að ég telji mig geta um það skrifað eins og vert væri, og hef ég svo kosið að láta sitja við þá kynn- ingu, sem þetta greinarkorn felur í sér. En ekki hygg ég, að einn eða neinn geti gerzt til að vanþakka höfundinum, en hins vegar sjái Már Elísson og Menningarsjóður um það, að ekki verði búnaður enn óprentaðra binda lakari en þessa. Þess ber svo loks að geta, að prentsmiðjan Oddi hefur sett og prentað bókina og Sveinabókband- ið heft hana og bundið. Höfundur hefur helgað hana minningu ís- lenzkra sjómanna, og er hún hverjum steini og stólpa hæfari varði á þeirra leiði. Rennur blóðið til skyldunnar Guðmundur Jakobsson: Skip- stjóra- og stýrimannatal, A — O. Ægisútgáfan. Prentsmiðjan Oddi. Rvík. 1979-1980 Guðmundur Jakobsson er Bol- víkingur, og snemma fór hann að stunda sjóinn, varð og formaður á vélbáti tyítugur og var það í tíu ár. Hann var síðan um árabil kaup- maður og útgerðarmaður, en heilsan brast og hann varð að dvelja alllengi á sjúkrahúsi. Hann fluttist 1952 til Reykjavíkur með fjölskyldu sína, stofnaði svo fljót- lega Ægisútgáfuna og hefur síðan gefið út fjölda bóka. Árið 1971 kom út bókin Skip- stjórar og skip, eftir Jón Eiríks- son, sem í áratugi var farsæll skipstjóri hjá Eimskipafélagi ís- lands. Hún hefur að geyma nöfn og ágrip æviferils íslenzkra skip- stjóra á kaupskipum og varðskip- um, forspjall um siglingar íslend- inga í fornöld og á miðöldum og sitthvað fleira, sem fróðlegt er hverjum þeim, sem lætur sig varða úrbætur íslendinga úr þeim vanda, sem endur fyrir löngu mun hafa að miklu leyti ráðið því, að Island komst undir Noreg og átti um langar og strangar nauðaaldir líf sitt undir siglingum norskra og danskra skipstjóra, sem voru í þjónustu ófyrirleitinna fjárplógs- manna. Guðmundi Jakobssyni þótti stórum miður, að enginn skyldi gerast til að semja uppsláttarbók yfir þá menn, sem flutt hafa og flytja þá björg að landi, sem í vaxandi mæli hefur orðið undir- staða velmegunar og framkvæmda á landi hér. Sama máli gegndi um nafna hans og sveitunga, Guð- mund H. Oddsson, sem lengi var sjómaður og skipstjóri, en um skeið hefur unnið að ýmsum nauðsynjamálum sjómanna á Guðmundur Jakohsson þurru landi. Svo varð það þá úr, að þeir nafnar tóku að safna efni í Skipstjóra- og stýrimannatal, og þó að þeir þægju aðstoð frá fjölskyldúm sínum og ýmsum velviljuðum einstaklingum og samtökum, reyndist starfið erfið- ara og meira en þeir höfðu gert sér grein fyrir, þegar það hófst. En áfram var haldið við söfnun æviágripa og mynda, og svo var það í fyrra að út kom á kostnað Ægisútgáfunnar Skipstjóra- og stýrimannatal í þremur bindum í stóru broti. Guðmundur Jakobs- son ritar formála og segir þar, að þeir félagar hefðu aldrei ráðizt í söfnunina, ef þeir hefðu gert sér grein fyrir því, hve miklum vand- kvæðum hún var bundin. Um innihald ritverksins segir Guð- mundur svo, og má af því ráða, hve óskapleg vinna hljóti að liggja í gerð safnsins: „Sú meginregla hefur gilt að taka hér með, eftir því, sem til hefur náðst, alla skipstjórnar- menn frá öndverðu og til þeirra, er prófi luku 1975, þótt einstaka hafi slæðzt með frá 1976.“ Þá segir hann og: „Nú var lengi svo háttað á landi hér, að eingöngu voru gerð út áraskip og litlir vélbátar og í sumum útgerðarstöðvum var svo háttað allt fram eftir fjórða ára- tug þessarar aldar. Formenn þess- ara fleyta voru margir fræknir aflamenn, sjósóknarar og lista- stjórnendur og réðu fyrir skipum og mönnum allt að hálfri öld. Frá mínu sjónarmiði kom aldrei til mála að láta allra þessara manna ógetið, en mér er ljóst, að um þetta eru skiptar skoðanir og þessi háttur litinn illu auga af þeim, sem telja prófin eina gildismatið. Nú á seinni árum hefur þetta gerbreytzt og má telja ógerning að stjórna nýtízku fiskiskipi án til- skildrar menntunar og allt skraf um þessi mál úr sögunni.“ Fleira væri vert að birta úr formála Guðmundar, en hér læt ég staðar numið. En þess ber að geta, að á eftir formála fyrsta bindis er löng og allrækileg ritgerð eftir Gils Guðmundsson um sjómanna- fræðslu á íslandi, en fyrsti sjó- mannaskólinn hóf starf sitt á Isafirði 1855, og var kennarinn Torfi Halldórsson frá Arnarnesi í Dýrafirði, Svo margt nafna vantaði í fyrstu þrjú bindin, að þeir nafnar, Guðmundarnir, og hjálparlið þeirra, héldu áfram störfum og svo kom þá út í haust viðbótar- bindi, sem byrjar á A og endar á Ö. Aftan við æviágripin er svo skrá yfir nemendur Stýrimanna- skólans í Reykjavík árið 1977— 1980 og ennfremur nemendaskrá skólans í Ve^tmannaeyjum 1966 til ársins í ár. Loks eru svo í bindinu leiðréttingar við I,—III. bindi. En þó að hin fjögur bindi hafi að geyma nöfn og æviágrip rúm- lega 2600 skipstjóra og stýri- manna, gengur Guðmundur Jak- obsson þess ekki dulinn, að all- margra er þar vant, og segir hann i stuttum formála viðbótarbindis- ins, að „vissulega hefði mátt betur gera, en hvað sem því líður verður hér staðar numið af minni hálfu“. En þó að honum þyki illt, hve margir sjómenn hafi reynzt hon- um „pennalatir", segir hann svo: „Það kemur heldur ekki á óvart, þótt starfandi sjómenn geri lítið með blekiðju sem þessa, svo hefur lengi verið og láir þeim það enginn. En það er samt svo, að sagan er okkur, lítilli þjóð, mikill styrkur, og án hennar og þeirra manna, sem nennt hafa að festa hana á blöð, værum við svo sem ekki til, þrátt fyrir okkar ágæta þorsk og prjónles." En þó að ýmsu sé ábótavant’ í þessum bindum og þar sakni ég nokkurra vestfirzkra sjósóknara, þá er ég Guðmundunum og starfs- liði þeirra þakklátur. Eg mun vissulega grípa oft til þessara bóka, enda störf þeirra, sem þar getur, mér í blóð borin og kunn og kær frá þvi að ég man fyrst eftir mér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.