Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
75
Efnahagsvandi íslendinga er nú á
hvers manns vörum og fólk leitar eftir
úrræðum. Morgunblaðið hefur beðið
nokkra hagfræðinga um að svara í
örstuttu máli eftirfarandi spurningu:
Hvað vildir þú gera í efnahagsmálum
þjóðarinnar nú, ef þú hefðir alræðisvald
og þyrftir ekki að taka tillit til stjórn-
málaflokka eða neins annars en eigin
samvisku? Af þeim sem ieitaö var til svöruöu 9
fluttar frá Seðlabankanum til
viðskiptabanka og sparisjóða.
6. Peningamálum verði stjórnað
í samræmi við stefnumið í
verðlagsmálum og gengismál-
um. Verðjöfnunarsjóðir verði
byggðir upp í útflutnings-
framleiðslunni.
7. Fjármagn verði losað úr sjáv-
arútvegi og flutt yfir í aðrar
greinar, þannig að fiskveiði-
flotinn gefi sem mestan arð
með tilliti til takmarkaðra
fiskstofna. Þetta má fram-
kvæma með ýmsum hætti, svo
sem með launaskatti, auð-
lindaskatti, sérstökum tekju-
skatti eða lánareglum. Jafn-
framt verði framkvæmd
tekjujöfnun að vissu marki
innan sjávarútvegs.
8. Dregið verði úr offramleiðslu í
landbúnaði.
9. Ríkisumsvif og skattheimta
verði minnkuð. Markmið um
lífskjarajöfnun milli höfuð-
borgarsvæðis og byggðar verði
ekki sett hærra en fjárhags-
geta þjóðarinnar leyfir, en
þessi spenna kemur glögglega
fram í ríkisfjármálum, land-
búnaði og sjávarútvegi.
10. Orkufrekur iðnaður verði efld-
ur, svo og almennur iðnaður,
en í kjölfar þess munu við-
skipti aukast.
ólafur Björnsson
711. Verðmyndun verði gefin
frjáls í áföngum.
12. Þátttaka almennings í at-
vinnurekstri verði gerð arð-
vænleg. Með því móti má
draga úr ríkisforsjá og þörf
fyrir erlendar lántökur.
Ólafur Björnsson:
Valdið eitt
nægir ekki
Hvaða ráðstafanir myndir þú
vilja gera í efnahagsmálum nú, ef
þú hefðir alræðisvald til þess að
framkvæma þær?
Áður en lengra er haldið, vil ég
leyfa mér að varpa fram annarri
spurningu. Er það fyrst og fremst
vegna þess, hve ríkisvald okkar er
veikt, að svo margt hefur farið
aflaga í stjórn efnahagsmála
okkar um áratuga skeið? Mesta
vandamálið hefur, sem kunnugt
er, verið verðbólgan og verður hún
einkum höfð í huga þegar rætt
verður hér á eftir um efnahags-
vandann.
Er grundvallarorsök þess
hversu illa hefur gengið að leysa
verðbólguvandann þá sú, að ís-
lenzk stjórnvöid hafi skert vald til
þess að framkvæma þau úrræði,
sem til þess hefðu verið fallin að
leysa vandann? Telja má, að sú
skoðun sé ríkjandi að svo sé.
Vandinn hafi ekki fyrst og fremst
verið fólginn í því, að ekki hafi
verið næg úrræði til þess að leysa
hann, heldur hinu, að hagsmuna-
samtökin í þjóðfélaginu og þá
fyrst og fremst launþegasamtökin,
hafi ósjaldan brugðið fæti fyrir
það, að í sjálfu sér góð úrræði hafi
ekki náð tilgangi sínum.
Hvað sem þessu líður og án þess
að því skuli neitað að sannleiks-
kjarni sé í þessari svo almennu
skoðun, þá er hitt varla heldur
álitamál, að alræðisvaid í efna-
hagsmálum nægir ekki til trygg-
ingar góðri og virkri hagstjórn.
Hin miklu efnahagsvandamál,
sem Pólverjar eiga við að etja í
dag og sagt er frá nær daglega í
fréttum fjölmiðla hér og í ná-
grannalöndum okkar, átti að vera
næg sönnun þess, að nær því
takmarkalaust vald ríkisstjórnar í
efnahagsmálum nægir ekki til
lausnar vandanum. Því að þótt
miðstýring efnahagskerfisins hafi
að vísu ekki verið jafn algjör í
Póllandi og í ýmsum öðrum lönd-
um Austur-Evrópu, þá er vald
ríkisstjórnar i efnahagsmálum
þar tvímælalaust meira en nokkra
ríkisstjórn hér á landi hefur
Pétur Eiriksson
dreymt um eða óskað eftir að
öðiast.
Ekki skal reynt að kryfja þá
spurningu til mergjar hér, að hve
miklu leyti röng stefna í efna-
hagsmálum valdi vandræðum
Pólverja og að hve miklu leyti
utanaðsteðjandi erfiðleikar séu
orsök vandans. Óhaggað stendur,
að valdið eitt nægir ekki til
lausnar vandanum, en trúin á það,
að skortur á valdi sé meginorsök
þess, hve lítill hefur orðið árangur
af baráttu íslenzkra stjórnvalda
gegn verðbólgunni, ekki sízt síð-
ustu 7—8 árin, á rót sína öðru
fremur að rekja til þeirra úrræða,
sem talin hafa verið þau einu
réttu, ef árangurs væri að vænta.
Og þegar öllu er á botninn hvolft,
hefur ekki verið um svo ýkja
mikinn stefnumun milli stjórn-
málaflokkanna að ræða í þessu
efni, þótt ástæðan til ákveðinna
aðgerða hafi helzt til mikið mótazt
af því hvort einstakir flokkar hafi
átt aðild að ríkisstjórn eða ekki og
stefnumálin því ekki alltaf verið
sjálfum sér samkvæm.
Skipta má þeim úrræðum, sem
til greina koma til lausnar verð-
bólguvandanum í tvennt, beinar
og óbeinar aðgerðir. Með beinum
aðgerðum á ég við beina ihlutun
ríkisvaldsins, um verð vöru og
þjónustu, svo og mikilvægustu
þætti framleiðslukostnaðarins.
einkum kaupgjald. Þetta eru þær
aðgerðir, sem öðru fremur hefir
verið beitt eða reynt að beita hér á
landi, í meginatriðum óháð því
hvaða flokkar hafa staðið að
ríkisstjórn. Ekki skal því neitað,
að ef vísitala framfærslukostnað-
ar er talin einhlítur mælikvarði
verðbólgustigsins og stefnt er að
því að ná tilteknum árangri á
ákveðnum tíma — hér skal ekki
gert upp á milli leiftursóknar og
niðurtalningar — þá verður þetta
virkasta leiðin, ef hún annars er
framkvæmanleg. Þetta er einmitt
sú leið, sem öðrum fremur er hætt
við að leiði til árekstra við hags-
munasamtökin og sé vald þeirra
og samstaðan innan þeirra nægi-
lega mikil, er hætt við því, að þessi
úrræði verði meira eða minna
brotin á bak aftur, og m.a. reynsl-
an hér á landi hefur ótvírætt enn
einu sinni sýnt. Úrræði af þessu
tagi eru það sem á enskri tungu
hefur verið nefnt „Incomer Pol-
icy“, sem þýtt hefur verið á
íslenzku sem tekjustefna. Auk
framkvæmdaörðugleikanna leiðir
tekjustefnan gjarnan til skekkju í
verðmynduninni, sem dregur úr
framleiðni og hindrar hagvöxt.
Ekki er unnt að gera þessu efni
nákvæmari skil hér, en þeim, sem
áhuga kynnu að hafa á því að
kynna sér nánar gagnrýni á tekju-
stefnunni, mætti vísa á rit eftir
Þórður Sverrisson
hinn kunna, brezka hagfræðing,
Samuel Britton, en titill þess er
„The Delusion of Incomer Policy".
Óbeinar aðgerðir gegn verðbólg-
unni eru hinsvegar fólgnar í því að
beita aðgerðum í fjármálum hins
opinbera og peningamálum í þessu
skyni. Slíkar ráðstafanir hafa
jafnan ekki nein áhrif á vísitölu
framfærslukostnaðar og kallast
því óbeinar.
Af þessum tveimur hagstjórn-
artækjum eru peningamálin að
mínum dómi mikilvægari, ekki
sízt miöað við íslenzkar aðstæður,
en svigrúmið til þess að béÍÍ2
fjárlögum í þessu skyni tiltölulega
lítið, þó ekki megi missa sjónar á
því, að forðast ber halla á fjárlög-
um ef árangur á að nást í
viðureigninni við verðbólguna.
Að mínum dómi er stjórn pen-
ingamálanna sá þáttur hagstjórn-
arinnar, sem mest hefur farið
úrskeiðis hér á landi, allt frá því á
heimsstyrjaldarárunum síðari,
þannig að í framkvæmd hefur
stefna í peningamálum brotið í
bág við hina mörkuðu stefnu í
verðlagsmálum.
Ekki skal þó mælt því gegn, að
með tilliti til hins háa verðbólgu-
stigs, sem nú ríkir hér á landi, ber
nauðsyn til beinna aðgerða í því
skyni að draga úr víxlhækkunum
kaupgjalds og verðlags. Ekki sé ég
mér þó fært að gera ákveðnar
tillögur um það hvað nauðsynlegt
væri að gera í því efni, enda
krefðist slíkt langrar greinargerð-
ar og viðamikillar upplýsingasöfn-
unar. En meginniðurstaða mín er
sú, að í stað þess að heyja
baráttuna gegn verðbólgunni með
beinni íhlutan um kaupgjald og
verðlag, eigi að beita þeim hag-
stjórnartækjum, sem orka óbeint
á heildareftirspurn og framboð, en
þessi tæki eru fyrst og fremst
peningamálin, en í öðru lagi fjár-
mál hins opinbera. Þannig væru
settar ákveðnar leikreglur, sem
einkaaðilar og opinberir aðilar
yrðu að fylgja, en að öðru leyti
ákvörðuðu öfl markaðarins vöru-
verð, kaupgjald og aðra þætti
framleiðslukostnaðar.
Samkvæmt stjórnskipun okkar
og raunar nær allra ríkja, hefur
ríkisvaldið óskorað vald til þess að
setja slíkar almennar reglur, ef
stjórn efnahagsmála byggist á
slíkri stefnu, þarf ekki frekari
valdbeitingu og „alræðisvaldið"
verður þannig óþarft.
Pétur J. Eiríksson:
Breyta röö
markmiöa
Ég myndi breyta röð markmiða
Þorvarður Elíasson
í efnahagsmálum og raða þeim
þannig;
1. Aukinn hagvöxtur. Auka
þarf framleiðslu þjóðarinnar og
tekjur og því þarf að hraða á
hagvexti þannig, að hann verði
a.m.k. 5—8% árlega.
2. Ná verðbólgu niður, þannig
að hún verði ekki meiri en í
mikilvægustu viðskiptalöndum
okkar.
3. Halda atvinnustigi sem
hæstu.
Þar sem minnkandi framleiðni,
óhagkvæmni og eyðsla umfram
tekjur eru meðal mikilvægustu
orsaka verfbélgunnar, getur góður
árangur við að ná markmiðl
er eitt einnig tryggt umtalsverðan
árangur hvað markmið númer tvö
varðar. Á sama hátt er hraðari
hagvöxtur trygging fyrir því, að
markmið númer þrjú náist.
• Til þess að ná markmiði númer
eitt, þarf að auka framleiðslu
og draga úr eyðslu. Skatta þarf
að lækka verulega, bæði skatta
einstaklinga og atvinnulífsins.
Skattalækkun þarf að haga
þannig, að hún verði fyrst ög
fremst til að auka framleiðslu,
en siður til að auka eftirspurn
og hún þarf sérstaklega að
koma smáum og meðalstórum
fyrirtækjum til góða því þar er
vöxtur hraðastur. Slík skatta-
lækkun er líklegri til að auka
tekjur þjóðfélagsins en ríkis-
útgjöld af samsvarandi upp-
hæð.
• Ríkisútgjöld, sérstaklega þau
sem minnstan arð bera, þarf að
minnka, annaðhvort með bein-
um niðurskurði, eða með því að
auka hagkvæmni innan ríkis-
geirans, t.d. með beitingu
markaðsaðferða í ríkisrekstrin-
um.
• Stuðla þarf að bættri nýtingu
fjármagns og vinnuafls meðal
annars með flutningi úr sjávar-
útvegi og landbúnaði í aðrar
greinar, þar sem afrakstur þess
er meiri.
• Leggja þarf áherslu á að ná
aftur í formi lána eða fjárfest-
inga sem mestu af þvi fé, sem
við greiðum erlendum aðilum
fyrir olíu og nýta það til
fjárfestingar í orkuverum og
stóriðju. Við iðnaðaruppbygg-
ingu þarf að leggja áherslu á
gjaldeyrisaflandi greinar frem-
ur en gjaldeyrissparandi.
• Auka þarf aðhald í peningamál-
um.
• Auka þarf sjálfstæði banka-
stofnana meðal annars til
ákvarðanatöku um vexti og
önnur atriði peningamála. Það
eitt tryggir, að fjármagn rati
þangað, sem arðsemi þess er
mest.
Þetta eru nokkur atriði, sem
stuðla að því að ofangreind efna-
hagsmarkmið náist, en að auki vil
ég setja þrjú atriði á óskalistann;
• Minnkun afskipta ríkisins af
atvinnulífinu.
• Einföldun skattakerfisins.
• Losun einstaklinga undan
skriffinnsku- og eftirlitsbákni
hins opinbera.
Þóröur Sverrisson:
Grund-
val.'ar-
skipulags-
breytingar
á kerfinu
Þegar svo stórt er spurt, verður
að sjálfsögðu ekkert um algild
svör. En þar sem þess er óskað, að
ég tjái mig um hvað ég hugsaði
mér að gera í efnahagsmálum
SJÁ NÆSTU SÍÐU