Morgunblaðið - 07.12.1980, Side 12
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980
þjóðarinnar, ef gæti ég skipað og
væri mér hlýtt sem einvaldi á
Islandi, þá er svarið í stuttu máli
það, að ég myndi leysa efnahags-
vandann með aðgerðum, sem
þekktar eru meðal flestra sem
kynnt hafa sér hagstjórnaraðferð-
ir, aðgerðum, sem reyndar hafa
verið með ágætum árangri í ná-
grannalöndum okkar, og sem
ræddar hafa verið meðal stjórn-
málamanna hérlendis, en ennþá
hefur enginn haft djörfung né
dug, eða e.t.v. nægileg völd, til að
hrinda þeim í framkvæmd.
Ég er þó ekki þeirrar skoðunar,
að það sé einfalt mál að koma
skikki á stjórn efnahagsmála á
íslandi, og því af og frá að slíkt
verði gert í einu logandi leiftri
með þeim patentlausnahugmynd-
um sem glymja í eyrum þjóðar-
innar á þriggja mánaða fresti og
er því miður gripið til jafn oft með
árangri sem við öll þekkjum.
Þær aðgerðir, sem ég gripi til,
fælust fyrst og fremst í því að
gera ákveðnar grundvallarskipu-
lagsbreytingar á efnahagskerfinu,
sem sköþuðu forsendur fyrir því,
að hér gæti þrifist eðlilegt at-
vinnulíf, sem er grundvöllur þess,
að hér megi lifa heilbrigðara
mannlífi. Slíkar aðgerðir byrjuðu
að hafa áhrif af einhverjum þunga
á 6—12 mánuðum, en hins vegar
tæki 2—4 ár að koma meginhluta
þeirra í framkvæmd.
Þessar grundvallarbreytingar
fælust m.a. í eftirfarandi aðgerð-
um:
• Ríkisvaldið afmarkaði skýrt
hvert væri þess verksvið í
þjóðfélaginu og héldi starfsemi
sinni innan þess ramma. I
verkahring ríkisins væri ekki
þátttaka í eða rekstur á al-
mennum atvinnufyrirtækjum,
því ríkisrekstur atvinnufyrir-
tækja hefur hvergi í heiminum
verið arðbær til lengdar.
• Sjóndeildarhringurinn við gerð
framkvæmda- og fjárhagsáætl-
ana ríkisins verði lengdur í
5—10 ár, þannig að í stórum
dráttum yrði ljóst, hvert við
stefnum, og niðurstöðutölur
fjárlagafrumvarps séu fyrirséð-
ar og komi ekki árlega á óvart
þegar það er lagt fram.
• Skipulag peningamálastofnana
verði endurskoðað frá grunni,
með það fyrir augum, að fjár-
festingalánasjóðir verði að
mestu lagðir niður og fjármagn
þeirra flutt inn í bankakerfið.
Bankar verði alfarið reknir með
arðsemissjónarmið í huga,
þannig að fjárfesting í þjóðfé-
laginu í heild verði skynsam-
legri en nú er.
• íslenskum atvinnufyrirtækjum
verði skapað sambærilegt
starfsumhverfi og fyrirtæki
hafa í nágrannalöndum okkar.
Islensk fyrirtæki verði aðstoðuð
við útflutning á afurðum og
starfsemi á erlendum mörkuð-
um, og erlend fyrirtæki nýtt til
þess að skapa atvinnutækifæri
fyrir íslendinga með starfsemi
sinni hér á landi, þannig að
okkur verði kleift að hirða arð
af ónýttum orkuauðlindum
okkar.
• Kjarasamningar verði alfarið á
ábyrgð vinnuveitenda og laun-
þega en ekki ríkisvalds. Vinnu-
brögð við gerð kjarasamninga
verði endurskipulögð þannig að
til grundvallar launaákvörðun-
um liggi betri staðreyndir um
það sem til skiptanna er hverju
sinni.
• Stóraukin verði f^^ösia meðal
Stárismanna fyrirtækja og al-
mennings á því hvaða mark-
miðum er eftirsóknarvert að
stefna að við rekstur fyrirtækja
og stjórn efnahagsmála, þannig
að fólki sé ljóst, hvenær raun-
verulega illa árar og hvenær
góður árangur hefur náðst frá
sjónarhóli þjóðarheildarinnar.
Ekki tel ég ástæðu til að til-
greina fleiri atriði, en ljóst má
vera, að hér eru aðeins nefnd
nokkur þau helstu. Af þessum
hugmyndum má sjá, að heildarað-
gerðir sem þessar verða að vera
itarlega skipulagðar og sam
ræmdar og stjórnendur þeirra
verða að hafa yfirsýn yfir heildar-
áhrif þeirra ef vel á til að takast.
Að lokum vil ég láta í ljós þá
von mína, að áður en við „einræð-
isherrarnir" sjáum okkur knúna
að taka við stjórninni, hafi stjórn-
málamennirnir áttað sig á því, að
efnahagsóreiðan og verðbólgu-
vandinn verður ekki leystur ein-
göngu með boðum og bönnum í
launa- og verðlagsmálum á borð
við þær að skera niður laun
verkamannsins eða að skipa bak-
aranum að gefa vísitölubrauðið.
Slikar „reddingar“ eru aðeins til
að fresta vandamálinu og geta
aldrei orðið annað en hluti af
heildarlausn.
Þráinn Eggertsson:
Betri tíö
Verðbólga er ófögnuður og skað-
valdur vegna þess, að hún er talin
hægja vöxt þjóðartekna og skerða
þannig almenn lífskjör. Verðbólga
á íslandi hefur í 40 ár verið
margfalt meiri en í nálægum
löndum. Astæðan er sú, að við
höfum lifað á því að flytja út eina
vörutegund, en verð þeirrar vöru
erlendis er mjög óstöðugt, rýkur
ýmist upp eða niður. Breytilegt
verð fiskafurða erlendis veldur oft
miklum og óvæntum tekjusveifl-
um í sjávarútvegi og skyldum
greinum, en verðbólgu í öllu hag-
kerfinu. Misjöfn aflabrögð geta
haft svipuð áhrif.
Til úrbóta kemur tvennt til
greina: Að auka fjölbreytni út-
flutnings, en það er verkefni til
langs tíma. Að íslensk stjórnvöld
jafni tekjusveiflur í sjávarútvegi
og beiti til þess sjóðakerfi á borð
við verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðar-
ins. Gerð slíks sjóðakerfis er
vandasöm, meðal annars verður
að spá langtímaþróun verðs á
fiskafurðum erlendis. Þá er póli-
tíski vandinn mikill. Hagsmuna-
aðilar í sjávarútvegi, atvinnurek-
endur og launþegar, gætu talið
(ranglega) að tilraunir til jöfnun-
ar á tekjusveiflum ógnuðu hags-
munum sínum, og komið í veg
fyrir aðgerðir af þessu tagi — eins
og saga verðjöfnunarsjóðs fiskiðn-
aðarins sýnir.
Ég vil iáta reyna til þrautar,
hvort unnt sé að koma á slíku
jöfnunarkerfi. Reynist það óger-
legt vegna tæknilegra eða stjórn-
málalegra vandamála, á forsætis-
ráðherra í beinni útsendingu út-
varps og sjónvarps að lýsa uppgjöf
í verðbólgustríðinu. Hinar gamal-
kunnu „samræmdu heildaraðgerð-
ir“ hafa oft bjargað því, að lokið
ryki af pottinum, en þær duga
ekki til að koma verðbólgunni
niður á svipað stig og hún er í
nálægum löndum. Fjörutíu ára
reynsla nægir til að sannfæra mig
um það. Annaðhvort leiftursókn
eða niðurtalning verðbólgu á
tveimur eða þremur árum (eins og
nú er reynt í Bretlandi) gæti
vissulega snarlækkað verðbólgu-
stigið, en við óbreyttar aðstæður í
útflutningsgreinum mundi verð-
bólgan fljótlega fara geyst á ný.
Kostnaður við slíkar aðgerðir
mundi nánast engum arði skila.
Misheppnist að jafna sveiflur
útflutningstekna, verðum við að
láta okkur lynda fyrst um sinn að
vera allmikil verðbólguþjóð, en þá
er mikilvægt að koma á skynsam-
legu verðtryggingarkerfi. Verð-
trygging er ekki aðferð til að
draga úr verðbólgu, heldur áo
eyða óæskil^m áhrifum, sem
rniklar verðlagshækkanir hafa á
lífskjör og framfarir.
Laun eru þegar verðtryggð og
þar farið eftir allgóðum reglum.
Mikilsvert skref hefur verið tekið í
þá átt að miða uppgjör fyrirtækja
við fast verðlag, en verðtryggingu
á lánamarkaði er ekki lokið og
eftir er að létta af verðlagshöml-
um, er samrýmast ekki verðtrygg-
ingu. Þarna þarf að fara með gát,
vegna þess að full verðtrygging
lána er nokkurs konar leiftursókn
oggæti riðið að fullu fyrirtækjum,
sem eiga líf sitt undir neikvæðum
raunvöxtum, en lán með slíkum
kjörum eru í raun ígildi styrkja.
Niðurtalning verðlags mundi
einnig setja slík fyrirtæki á haus-
inn, en þau eru afkvæmi verðbólg-
unnar.
Enda þótt verðbólga kunni að
draga úr hagvexti, kom nýliðinn
verðbólguáratugur ekki jafn illa
við pyngju Islendinga og ætla
mætti af látlausum verðhækkun-
um — launin hækkuðu einnig.
Áætlað er, að þjóðartekjur á
mann séu 36% hærri að raungildi
árið 1980, en þær voru árið 1970.
Þetta verður að teljast þokkalegur
árangur, með hliðsjón af því, að
tvær kreppur riðu yfir á þessu
tímabili, árin 1974/75 og 1979/80,
en þá lækkuðu þjóðartekjur.
Þarna var ekki við innlenda verð-
bólgu að sakast, heldur óhagstæð
kjör í utanríkisviðskiptum, eink-
um hátt verð á olíu og lágt
fiskverð.
En þrútnar verðbólguræður
mega ekki leiða huga okkar frá
því, að mikil framleiðsla og góð
lífskjör eru öðru fremur komin
undir duglegu og þjálfuðu starfs-
fólki, gjöfulum auðlindum, öflug-
um atvinnutækjum og hagkvæmri
nýtingu þessara þátta. Athygli
okkar hefur beinst of mikið að
verðbólgu og umræðu um hana, og
nú verður að sækja vasklega fram
á öllum sviðum atvinnulífsins og
varpa fyrir borð síðustu hafta-
druslunum frá heimskreppuárun-
um. Framtíðin verður björt, ef
okkur tekst að forðast sjálfskap-
arvítin.
Eftir nokkur ár, ef gæfan er
hliðholl, munu friðunaraðgerðir á
fiskimiðunum bera ávöxt og unnt
verður að stórauka sóknina. Is-
lenskur iðnaður hefur staðið sig
með ólíkindum vel, þrátt fyrir
erfiðar aðstæður, og þar ber að
hefja mikla framfarasókn. Loks
bjóða ónýttar orkulindir, á öld
orkukreppu, gullið tækifæri, en
þær tæmast aldrei á meðan rignir
á íslandi. Ef við forðumst lágkúru
og pólitíska hjátrú og erum sæmi-
lega heppin, blasir við betri tíð —
með eða án verðbólgu.
Þorvaröur Elíasson:
Lækka
tekjuskatt..
1. Lækka tekjuskatt í 10% af
atvinnutekjum og hagnaði og
taka upp staðgreiðsluskatt.
2. Breyta núverandi 23% sölu-
skatti í 15% virðisaukaskatt.
3. Afnema aðra skatta, þar á
meðal aðflutningsgjöld, en
taka upp 10% toll á aðfluttar
vörur frá löndum utan frí-
verzlunarsvæðisins.
4. Fella niður styrki, útflutn-
ingsuppbætur, niðurgreiðslur
og verðjöfnunargreiðslur
vegna hverskonar framleiðslu.
5. Efla sjálfstæði ríkisstofnana
og gefa þeim frjálst að selja
þjónustu sína en draga úr
framlögum til þeirra þar til
jöfnuður næst á ríkisreikn-
ingi.
6. Rýmka ákvæði laga um stétt-
arfélög og vinnudeilur, þannig
að launþegar geti hagað skipu-
lagningu samtaka sinna með
hverjum þeim hætti sem þeir
kjósa sjálfir, en banna vísi-
töluákvæði í kjarasamningum,
og draga fulltrúa ríkisvaldsins
út úr verðlagsráði sjávarút-
vegsins.
7- Qtíz. frámieiðslu og dreifingu
landbúnaðarafurða frjálsa og
afnema öll lög sem veita
einstökum stéttum einkarétt
til ákveðinnar atvinnu eða
vernd á markaði, eða hindra
frjálsa verðmyndun.
8. Gefa almenningi og fyrirtækj-
um frjálst að kaupa og selja
gjaldeyri en halda uppi föstu
gengi með kaupum og sölu
Seðlabankans á frjálsum
gj aldeyrismarkaði.
9. Gefa vexti frjálsa, en hafa
stjórn á vaxtaþróuninni og
peningamálum með kaupum
og sölu á skuldabréfum á
frjálsum markaði og ákvörðun
Seðlabankans á eigin vöxtum.
10. Láta Seðlabankann selja eina
nýkrónu á þúsund gamlar
krónur nú eftir áramótin.
Slgmundur Ó. Steinarsson og
Guðjón Róbert Ágústsson:
ÁSGEIR SIGURVINSSON. 126
bl8. örn og örlygur.
Vestmanneyingurinn Ásgeir
Sigurvinsson er meðal fremstu
knattspyrnumanna heims. Þetta
veit þjóðin öll og er hreykin af,
sem eðlilegt er. Asgeir er stjarna.
Stjörnur eru söluvara. Bækur um
stjörnur eru líka söluvara. Þetta
er bók um stjörnu.
Aðalefni hennar eru ljósmyndir
af Ásgeiri í ýmsum knattspyrnu-
leikjum, með Standard Liege, með
ÍBV, með íslenska landsliðinu.
Auk þess eru margar myndir af
Ásgeiri utan vallar: Ásgeir gerir
við húsþakið, Ásgeir á sjóskíðum,
Ásgeir steikir á útigrilli, Ásgeir
talar við uppstoppaðan lunda og
svo framvegis. Þetta er bara
skemmtilegt.
Þessi bók hlýtur að vera ætluð
knattspyrnuunnendum öðrum
fremur, því í henni er lífið svo
sannarlega fótbolti. í formála
segir m.a.:„Bók þessi er ekki
skrifuð sem ævisaga Ásgeirs,
langt í frá — enda er hann aðeins
Stjarna
25 ára. Hér er aðeins stiklað á
stóru á glæsilegum knattspyrnu-
ferli hans — reynt að gefa mynd
af því hvernig lifið gengur fyrir
sig hjá þekktasta knattspyrnu-
manni íslands.“
Samkvæmt þessu nær bókin
vissulega tilgangi sínum. Þetta er
svona eins konar aukin og endur-
bætt íþróttasíða. Sumir hafa
aldrei séð þá síðu í blaðinu sínu.
Aðrir lesa helst ekki annað. Hinir
síðarnefndu munu ugglaust njóta
Bökmenntir
eftir SVEINBJÖRN
I. BALDVINSSON
þessa 126 síðna íþróttablaðs veru-
lega. Hinir ekki opna það, hvað þá
meir. En báðir hóparnir þekkja og
virða Ásgeir Sigurvinsson engu að
síður sem mikinn íþróttamann.
Texti þessarar bókar er venju-
legur dagblaðatexti og tæplega
ætlað að vera annað. Uppsetning-
in er í síðdegisblaðastíl, með ótal
römmum og röndum þvers og
kruss um síðurnar og feitletruðum
fyrirsögnum á uþb. annarri hverri
opnu, eins og um stórkostlegar
fréttir væri að ræða. Ein stærsta
Gunilia Bergström: FLÝTTU
þÉR EINAR ÁSKELL, GÓÐA
NÓTT EINAR ÁSKELL, SVEI-
ATTAN EINAR ÁSKELL. Sig-
rún Árnadóttir þýddi. Má! og
menniiig 1380.
Bækurnar um Einar eru ætlað-
ar yngstu lesendunum og þeim
ungum börnum, sem farin eru að
hlusta á sögur. Persónur bókanna
eru tvær. Einar og pabbi hans sem
á að gæta Einars koma honum á
dagheimilið og annast um hann í
háttinn á kvöldin.
Einar er fimm ára og eitt það
skemmtilegasta sem hann veit er
að fá fullorðna til að taka þátt í
leikjum með sér. Pabbi er heldur
latur við slíkt. Morgna og miðjan
Bðkmenntir
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
Ásgeir Sigurvinsson
til sölu
fyrirsögnin er: „Það er byrjað að
gjósa!“ og vísar til eldgossins á
Heimaey í janúar 1973. Þykir mér
nokkuð seint í rassinn gripið að
vera að slá þessu upp núna.
Flestar myndirnar í bókinni eru
svarthvítar, en þó eru einar átta
litmyndasíður til að lífga upp á
grámann. Myndirnar eru verk
Guðjóns Róberts, en Sigmundur
mun hafa séð um textann og
uppsetninguna. Eins og Ásgeir eru
þessir menn báðir atvinnumenn í
íþróttum á sinn átt, þ.e. í íþrótta-
fréttamennsku. Það setur svip
öruggs handbragðs á þetta verk.
Að lokum þetta: Þessari bók
mun ekki ætlað að vekja fólk til
umhugsunar um nokkurn skapað-
an hlut. Þó er í henni klausa sem
mjög er umhugsunarverð, enda
þótt þar séu vissulega engin ný
sannindi á ferðinni. Má segja að
þar komi fram bakhliðin á heimi
íþróttastjörnunnar. Klausan er
svona:„Þess má geta, svo undar-
lega sem það kann að hljóma, að
Ásgeir er eign Standard Liege.
Félagið ákveður hvað það gerir
við hann, hvort það selur hann til
annars félags, og það ákveður
söluverð og ræður öllu um sölu.“
Þótt klausa þessi sé hálf klúð-
urslega orðuð ætti hún svo sann-
arlega að vekja íþróttaunnendur
til umhugsunar um þá þætti
atvinnumennsku í íþróttum sem
ekki eru áberandi í fjölmiðlum; og
bókum sem þessari.
dag reynir hann að lesa blöðin og
er lítið fyrir að láta Einar snúa
sér til eins eða neins.
Einar er samt furðu naskur á að
fá pabba til liðs við sig eins og
pabbi er á hinn bóginn duglegur
við að stjórna Einari með orðum
einum.
En þegar kvöldar hefur Einar
völdin og beitir sér þá óspart.
Sögur þessar eru einstaklega vel
við hæfi lítilla barna, myndirnar
eiga ríkan þátt í því. Auk þess er
þýðingin unnin af skilningi á
yngsta fólkinu.
Bækurnar hafa náð miklum
vinsældum í heimalandi sínu —
e'innig sjónvarpsþættirnir, sem
gerðir voru eftir þeim.
Það er annars umhugsunarvert
að við skulum þurfa að leita til
grannþjóða okkar og lengra, eftir
efni í máli og myndum fyrir
yngstu hlustendur — og lesendur.
Ekki er ég í neinum vafa um að við
eigum höfunda sem eru sam-
keppnishæfir um að gera slíkar
bækur vel úr garði. En hvers
vegna reyna þeir ekki?
Skemmtilegar
smábarnabækur