Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 78 OBSERVER Pólverjar eru ennþá undrandi á þeim breyt- ingum, sem hafa orðið í landi þeirra síðan í verkföllunum í sumar, þegar umheimurinn óttaðist átök milli pólskra verkamanna og sovézkra skriðdreka eins og nú. Þótt ástand- ið sé ótryggt á ný hafa orðið breytingar, sem þeir héldu að taka mundu mörg ár. „Ef þú hefðir lýst ástandinu, sem nú ríkir í Póllandi, fyrir sex mánuðum hefði fólk sagt, að þú væri að lýsa sæluríki," sagði pólskur embættismaður. Ein þessara breytinga er útvarpsmessan á hverjum sunnudagsmorgni milli kl. 9 og 10. Wyszynski kardináli bað um slíka útvarpsmessu árum saman. Verkfallsmenn knúðu hana fram fyrir kardinálann á nokkrum dögum í ágúst. Embættismaðurinn og hans líkar hafa óttazt hraða atburðarásarinnar. Menntamenn eru á öðru máli. Óháða verkalýðshreyfingin hefur verið þeim ísbrjótur. Fyrstir til að skipa sér á bak við hana voru virkir andófsmenn, sem gátu ekki leyft sér að hafa of miklar áhyggjur af framtíðinni og kalla sig bjartsýnismenn, en hafa öllu heldur á tilfinningunni að nú geti þeir lagt eitthvað í sölurnar og verði að grípa tækifærið. Ungur hagfræðingur, sem um árabil hefur reynt að fá aldraða yfirmenn til að samþykkja umbótahugmyndir sínar eins og margir starfsbræður, telur að nú geti hann komið einhverju til leiðar. Ef mér tekst það ekki leita ég mér kannski að atvinnu á Vesturlöndum, segir hann. Honum finnst þetta vera áhætta, sem hann verði að taka. Sama máli gegnir með aðrar menntaðar stéttir, sem ritskoðunin var að því komin að kæfa þar til fyrir nokkrum vikum, einkum sagnfræðinga, félagsfræðinga, stjórnvísindamenn og aðra, sem hafa fengizt við stjórnmálalega hættuleg störf að mati gömlu stjórnar- innar. En ástandið hefur verið lítt skárra hjá raunvís- indamönnum. Fyrir nokkrum vikum kom fram tillaga um ályktun á fundi pólsku vísindaakademíunnar frá fyrrver- andi formanni hennar, sem hélt því meðal annars fram, að sífellt drægi úr gildi pólskra vísindarannsókna þrátt fyrir aukna fjárfestingu, að ýmsir þeir sem stunduðu rannsóknarstörf gerðu sig seka um „ritstuld, andlegan óheiðarleika, iðjuleysi og fáfræði," að „hættuleg gengis- felling" hefði orðið á pólskum prófgráðum, að pólsk vísindi gætu státað af fáum stórum nöfnum eða miklum árangri „af því unga fólkinu okkar hefur ekki verið gefið færi á að þroskast sjálfstætt." Trékross. mótmælendakirkja og menningarhöll í miöri Varsjá. Skriðdrekar Rússa Markmiðið með slíkum orðaleikjum er að sýna Rússurti, að Pólverjar skilji þau takmörk, sem eru fyrir frelsi þeirra. Umfram allt verður þannig að viðurkenna formlegt vald Kommúnistaflokksins, jafnvel þótt raun- verulegt vald flokksins hvíli, þegar fokið er í öll skjól, á skriðdrekum Rússa. Hamingjan ein veit hvaða stjórnar- form Pólverjar myndu velja sér í fyrirmyndarheimi. Sennilega ekki vestrænt lýðræði. Areiðanlega ekki kommúnisma að sovézkri fyrirmynd. Flestir Pólverjar reyna að halda óþægilegum sannleika leyndum, að minnsta kosti opinberlega. Menn verða því fyrir þeirri einkennilegu reynslu að heyra fulltrúa kardinála segja, að meginverkefni kirkjunnar um þessar mundir sé að styðja við bakið á flokknum og ríkisstjórn- inni af ótta við hvað gerast kynni ef hún félli. Leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu gerðu nákvæmlega slíkt hið sama. Þegar fundur var nýlega haldinn í Czestochowa til að menn gætu komið á framfæri kvörtunum gegn flokknum og embættis- mönnum stjórnarinnar (honum lauk með því að þeir voru reknir) reyndu leiðtogar Samstöðu í bænum að þagga niður í ungum verkamanni, sem fór að gagnrýna flokkinn of opinskátt. Hvernig á að stjórna svona landi? í svipinn virðast fyrir hendi þrír möguleikar og enginn þeirra er hættulaus fyrir Pólland og Evrópu. Fyrsti möguleikinn, og sá ólíklegasti, sem stendur að minnsta kosti, er að hverfa aftur til gömlu aðferðarinnar, að stjórna með valdi. Almennt er álitið í Varsjá, að enn sé að finna nokkra valdamikla menn, sem þetta freisti. Þetta gæti líka fallið í kramið hjá mörgum í flokknum og ríkisstjórninni, þar sem atvinnu þeirra og forréttindum er ógnað. En þetta væri ekki hægt án stuðnings Rússa, jafnvel sovézkrar íhlutunar, og enn bendir ekkert til þess að Rússa langi ýkja mikið til þess. Annar möguleikinn er sú stefna, sem Stanislaw Kania, hinn nýi aðalritari pólska kommúnistaflokksins, hefur fylgt. Allir vita nú orðið um nýju fötin flokkskeisarans og þótt harðlínumenn láti sér það sennilega í léttu rúmi liggja eru Kania og umbótamenn hans æstir í að komast í sæmilega góð föt. Þeir tala um „endurnýjun" um endurreisn „flokkslýðræðis", og þegar þeim er mikið niðri fyrir tala þeir um möguleika á því að koma til leiðar „mikilvægasta aðburðinum í Austur-Evrópu síðan rússn- eska byltingin var gerð“. Vandi þeirra er í því fólginn að sannfæra þessa kaþólsku, þjóðhollu þjóð um, að hægt sé að breyta flokknum samkvæmt pólskum smekk án þess að ögra Rússum til íhlutunar. Andófsmenn hafa haldið því fram um nokkurt skeið, að þetta sé ekki hægt. Því er bent á þriðja möguleikann, sambúð þjóðarinnar og valdahóps, sem hún telur glataðan og óforbetranlegan, en hún telur og hættulegt að víkja frá völdum (vegna skriðdreka Rússa). Þetta táknar, að því er andófsmaður nokkur hefur skrifað, Pólverjar biðja um kraftaverk Jagielski ráöherra og Walesa verkalýðsleiötogi bera saman bækur sínar. Þunglyndi Eldra fólk minnist vona og vonbrigða áranna l956 og 1970 og sýnir fulla samúð, en hefur áhyggjur. „Sjáið þið nokkurs staðar vonarglætu? spurði einn úr þessum hópi. Hann er ekki uggandi vegna þess, að hann þykist sjá fram á tafarlausa íhlutun Rússa, heldur vegna þess, að hann metur stöðu og möguleika Pólverja á þunglyndis- legan hátt. Þetta þunglyndi stafar af því að skoðun hans er sú að vonir Pólverja geti ekki orðið að veruleika í fyrirsjáanlegri framtíð. Pólverjar vilja vera sjálfstæðir. Fyrir rúmum 20 árum reyndi Gomulka, hinn látni leiðtogi þeirra, að skýra út fyrir Rússum, að „helzta einkenni pólsku þjóðarinnar væri, eins og saga hennar sýndi, sérstök viðkvæmni hennar fyrir sjálfstæði sínu.“ Líklega átti hann við það, að Rússar yrðu að forðast að láta Pólverja finna of mikið fyrir skorti sínum á sjálfstæði. Og að vissu marki hafa Rússar verið hyggnir. Þeir umbera núverandi smábændabúskap Pólverja, þótt það gangi í berhögg við heilaga ritningu marxismans og lenínismans. Þeir sætta sig við tiltölulega friðsamlega sambúð ríkis og kirkju í Póllandi. Þeir leyfa jafnvel Pólverjum að hafa nokkurt svigrúm í utanríkismálum. En Pólland er auðvitað ekki sjálfstætt og getur ekki valið sitt eigið stjórnarform. Þessi veruleiki hefur ekki orðið Pólverjum til góðs, þótt þeir viðurkenni flestir að þeir neyðist til að búa við hann. Kunnur félagsvísindamaður, þó ekki úr hópi andófs- manna, ritaði þó nokkru áður en verkföllin hófust, að fram að þeim tíma hefðu „hvorki ríkið né kirkjan getað dregið úr ofdrykkju, spillingu, fjársvikum og skyndi- gróðafíkn." Ábyrgðartilfinningu Pólverja er og verður áfátt og þeir munu halda áfram að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um að eiga sökina á því pólitíska böli, sem þeir búa við.“ Hnípin þjód Þetta eru vandamál hamingjusnauðrar þjóðar, sem að vissu marki er agalaus og rúin siðferðisþreki og félagsanda. Fyrir tveimur árum birtist furðuleg grein í blaði í Varsjá, þar sem sýnt var fram á, að Pólverjar drykkju sjö sinnum meira en þeir gerðu fyrir stríð og þrefalt meira en fyrir tíu árum. Rúmlega 800.000 Pólverjar væru drukknir á hverjum degi. Samkvæmt annarri skýrslu, sem var birt fyrr á þessu ári, drekka „fimm milljónir Pólverja (af um 36 milljónum alls) í óhófi, ein milljón verður að flokkast undir drykkjusjúklinga og hálf milljón þarf á sjúkrahúsvist að halda. Fjörutíu af hundraði allrar áfengisneyzlu fara fram á vinnustöðum." Aukið frelsi hefur þau áhrif, að blöðin eru farin að kafa ofan í þessi og önnur mál, sem þagað var yfir í stjórnartíð Edvard Giereks. Andófsmönnum finnst jafnvel nóg um og þeir óttast jafnvel að missa atvinnuna. Upplýsingarnar eru oft ískyggilegar. Þær gefa til kynna, að hagkerfið lúti stjórn lítils hóps manna, sem sumir hverjir séu óheiðarlegir í meira lagi og margir hinna neiti að hlusta á nokkrar skoðanir, sem stangast á við þeirra eigin skoðanir, jafnvel þótt þær byggi á fullkomnu viti og sérfræðilegu mati. Framkvæmdir, sem hingað til hefur verið hrósað upp í hástert og hafa verið talin þjóðarafrek, eru nú gagnrýndar fyrir að hafa verið vanhugsaðar og oft knúðar fram gegn ráðum hæfustu sérfræðinga (stundum virðist álits þeirra ekki einu sinni hafa verið leitað). Þar á meðal er hin mikla, nýja dráttarvélaverksmiðja Ursus í nágrenni Varsjár. Ursus-dráttarvélarnar eru ekki taldar henta pólskum bændum. Niðurstaða alls þessa er sú, að Pólverjar gera sér þess almennt grein að því líkt ófremdarástand ríki í landinu að margir verði að gera eitthvað, jafnvel þótt þeir séu alls ekki vissir um að það beri árangur. Þrek er fyrir hendi, en napurt háð og aulafyndni líka, og það felur í sér helztu pólitísku hættuna. Samkvæmt núverandi þjóðsögum hins opinbera er nauðsynlegt að margendurtaka fullvissanir um, að það sem sé að gerast í Póllandi beinist ekki „gegn sósíalisma heldur afskræmingu á honum." Jafnframt er það markmið verkamanna og allra annarra, nema „örfárra andsósíalískra afla,“ að byggja upp raunverulegt „sósíal- ískt lýðræði". „hinztu kveðju til draumsins um umbætur á sósíalisma. Við viljum á engan hátt hleypa nýju lífi í núverandi kerfi. Það sem við viljum er að koma okkur í þannig aðstöðu, að við getum neytt yfirvöldin til að framkvæma markmið stjórnarandstöðunnar." Spurningin er sú, hvort hægt er að snúa nýskipulögð- um samtökum verkamanna á sveif með umbótamönnum í flokknum, eða hvort það liggur í hlutarins eðli (en sé ekki á valdi frekar lítils hóps andófsmanna og mennta- manna þrátt fyrir ráðagerðir þeirra), að þau eigi alltaf í útistöðum við yfirvöld og komi fram í hlutverki, sem er ekki ósvipað hlutverki verkalýðshreyfingarinnar í Bret- landi. Enginn hinna þriggja möguleika virðist vægast sagt ákjósanlegur, í landi þar sem efnahagsvandinn er svo ógnþrunginn, að nema því aðeins að allt leiki í lyndi og óstjórn keyri ekki úr hófi getur komið til skorts á matvælum og eldsneyti í vetur. Allt getur þetta boðið heim töluverðum árekstrum, bæði innan Póllands og milli Pólverja og kommúnistastjórna grannþjóðanna. Hið alvarlega ástand í Póllandi er óvenjulegt, því erfitt er að spá því, að almennt samkomulag takist um hvíld frá áróðri, sem í mannlegum stjórnmálum kallast lausn. Sem betur fer eru Pólverjar þolgóð þjóð. Vera má að þeim takist að sætta sig við þetta, ekki sízt vegna þess að þeir ' eiga ekki annarra sómasamlegra kosta völ. - MARK FRANKLAND.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.