Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 83 Rætt við Þorstein Sæmundsson, stjörnufræðing Sérkennilegar fléttur í einum af hringum Satúrnusar. það efni. Þeir sem hafa vonast til að finna eitthvert líf á Titan hafa eflaust orðið fyrir miklum vonbrigðum. Leit að lífi í sól- kerfinu, og raunar í vetrar- brautinni, hefur enn engan árangur boriö. Á allra síöustu árum hafa margir þeirra, sem talið hafa að vitsmunalíf væri að finna annars staðar í vetrar- brautinni, falliö frá þeirri skoð- un sinni. Ég hygg að þaö sé nú orðin meirihluta skoðun vís- indamanna aö lífiö á jöröu sé eina vitsmunalífið í vetrarbraut- inni. Þetta hefur gerst á ótrú- lega skömmum tíma, — á tveimur síðustu árunum að segja má. Tungl Satúrnusar, eins og raunar tungl Júpiters, eru ger- ólík hvert öðru. Eins og ég minntist á, þá hefur Titan gufu- hvolf. Á Mimas er gífurlega stór gígur, sem hefur myndast við mikinn árekstur. Við sjáum þarna, eins og annars staðar í sólkerfinu, merki um árekstra viö loftsteina og smástirni fyrr á tíð. Menn gera sér nú miklar vonir um ferð Voyager 2. fram- hjá Satúrnusi. Það gefur þarfan samanburð og er mikils vænst af árangrinum. Ferð Voyager gefur aðeins augnabliksmynd ef svo má segja og þaö verður því fróðlegt að fylgjast með upplýsingum frá Voyager 2. eftir 9 mánuði. Þaö er margt óskýrt í sambandi við Satúrnus eins og gefur að skilja, — þá ekki síst innri gerð Satúrnusar. Þetta eru að sjálfsögðu stór- kostlegir tímar fyrir stjörnu- fræöinga. Og ferðir Voyagers og annarra geimflauga hafa nú beint áhuga manna mun meir aftur að sólkerfi okkar. Fyrir daga geimtækninnar voru flest- ir stjörnufræðingar önnum kafnir við rannsóknir fjarlægra vetrarbrauta — sólkerfisrann- sóknir þóttu lítið spennandi og gáfu fremur lítiö í aðra hönd. Og þeir voru ekki margir sem fengust við rannsóknir á tungl- inu, svo dæmi sé nefnt. En viðhorf eru nú gerbreytt. Með auknum upplýsingum um sól- kerfi okkar hafa menn meira að vinna úr og það kæmi mér ekki á óvart þó nýjar kenningar um þróun jarðar kæmu í kjölfarið," sagði Þorsteinn ennfremur. H.Halls. Sir William Herchel vift sjónauka sinn. Árift 1781 fann hann reikistjörnuna Úranus. Súmerar báru fyrst- ir kennsl á Satúrnus Enginn getur sagt til um, hver fyrstur uppgötvaði Satúrnus sem reikistjörnu og aögreindi hana frá fastastjörnum himinhvolfsins. Lík- ur benda þó til, að Súmerar hinir fornu, sem byggðu Mesapótamíu fyrir um fimm þúsund árum, hafi fyrstir oröið til þess aö aögreina Satúrnus frá fastastjörnunum. Kenningar hafa verið settar fram um vitneskju Súmera á Satúrnus og að þeir hafi kallað reikistjörn- una Seg-Ush og tignaö sem frjó- semisguö. Hin mikla menningarþjóð sem bjó í Babýlón kallaöi Satúrnus Kaimanu. Sjálfsagt vegna þess, hve Satúrnus leið hægt yfir himin- Hollenski stjörnufræðingurinn Huygenz. hvolfið. Kaimanu var yfirleitt tengt dauða — þá nautgripa og annarra húsdýra. Grikkir kölluðu Satúrnus Cron- us — í höfuöið á syni himins og jarðar. Cronus var mikill misyndis- guð í grískri goöafræöi. Hann gleypti fimm barna sinna, svo þau ógnuöu ekki veldi hans. Þegar loks Zeus fæddist, — sjötta afkvæmi hans, þá blekkti Rhea, kona Cron- usar hann til aö gleypa stein í staö barns síns. Cronus missti síöan krúnuna og Zeus varð konungur guöanna. Cronus hins vegar tók við konungstign annars ríkis og fór af villu síns vegar — kenndi þecinum sínum að sá. I augum Rómverja var Cronus einnig Satúrnus, — guö frjósemis. Árlega héldu Rómverjar mikla há- tíö, sem hófst þann 17. desember. í upphafi stóð sú hátíö aðeins einn dag en aö lokum stóö hátíðin í viku. Gjafir voru gefnar, veizlur miklar voru haldnar og þrælum var gefið frelsi þessa daga. Þaö má með rökum segja, aö með athugunum gríska stjörnu- fræðingsins Ptolemy hafi stjörnu- fræðin orðiö til. Hann kannaði Satúrnus mikið og æösta ósk hans var að geta skýrt hinar sérkenni- legu hreyfingar reikistjarnanna fimm, sem þá voru þekktar, — Merkúr, Venus, Marz, Júpiter og Satúrnus. Hvers vegna til að mynda var Satúrnus fyrir framan Júpiter á himinhvolfinu en svo síðar á eftir. Árið 140 fyrir Krists burð kom Ptolemy fram meö tilgátu sína. Mismunur þessi staf- aði af því, að Satúrnus var í meiri fjarlægö frá jörðu. Aldir liöu og í júlí 1610 skoöaði ítalinn Galileo Galilei Satúrnus í stjörnukíki sínum. Þá uppgötvaöi hann nokkuö sem kom honum mjög á óvart — reikistjarnan Satúrnus virtist hafa „eyru eða handföng". Galileo dró þá ályktun, aö þessi „eyru“ væru tungl Satúrn- usar. Nokkrum mánuöum áöur haföi hann einmitt uppgötvað tungl Júpiters. En undrun hans varð ekki minni þegar hann, nokkrum mánuðum síöar, upp- götvaöi að „tunglin" voru ekki lengur til staöar. Hálf öld leiö þar til skýring fannst á „hvarfi tunglanna". Árið 1669 setti hollenski stjörnufræö- ingurinn Christiaan Huygens fram kenningu sína um „tungl" Satúrn- usar í riti sínu, „Systema Saturni- um“. Hann ályktaði að umhverfis Satúrnus væri hringur og vegna afstöðu jaröar og Satúrnusar „hyrfi“ hann vegna halla síns. Huygens uþþgötvaði einnig Titan, — stærsta tungl Satúrnusar og raunar einnig sólkerfisins. Hann reiknaði út, að það tæki Satúrnus 30 ár aö fara einn hring umhverfis sólu. Huygen skrifaði um líf á Satúrnus: „Líf þeirra hlýtur að vera mjög frábrugðið okkar vegna fimbulkuldans sem á Satúrnus ríkir." Fransk-ítalski stjörnufræðingur- inn Jean Dominique Cassini upp- götvaöi og sagöi til um staösetn- ingu fjögurra tungla Satúrnusar, lapetusar, Rheu, Díönu og Tethy. En þó er ekki síður talið merkilegt, að Cassini varö fyrstur manna til að finna „gapið” í hringum Satúrn- usar en áður var talið, að hringa- myndunin umhverfis Satúrnus væri ein samstæð heild. Síðar uppgötvuðu menn, að hringarnir voru fleiri en einn og fleiri en tveir. Fyrir för Voyagers var talið að þeir væru sex en þegar til kom reynd- ust þeir hundruð — allt aö þús- und. Þá hafa menn fundið fleiri tungl — og Voyager 1. fann þrjú þannig aö nú er vitaö um 15 tungl á brautu umhverfis þessa miklu reikistjörnu — Satúrnus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.