Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.12.1980, Qupperneq 20
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1980 + Bróöir okkar, SIGMUNDUR SIGUROSSON fró Sauöárkróki, sem andaöist 30. nóvember, verður jarösunginn frá Fossvogs- kirkju, þriöjudaginn 9. desember kl. 15.30. Fyrir hönd systkinanna, Guóvaröur Sigurösson. Útför ÓLAFS EINARSSONAR, Sólvöllum Höfnum, fer fram þriöjudaginn 9. desember kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Vandamenn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, sonar, fööur, tengdafööur og afa, LARUSAR GUDBJARTSSONAR, Alftamýri 16. . Kristín Sigfúsdóttir, móöir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og jaröarför STURLU SNORRASONAR, Goöalandí 2. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliös á Borgarspítalanum. Sigrún Jóhannesdóttir, Geir Runólfsson, Björg J. Snorradóttir, Bergþór R. Ólafsson, Kristin Snorradóttir, Þorgeir Tryggvason, Arndís Snorradóttir. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg hef reynt af öllum mætti að fara eftir kenningum Krists. En eg finn. að í mér eru að verki lögmál. sem kippa undan mér fótunum. Hvernig geta menn orðið megnugir þess að fylgja Jesú Kristi af einiægum huga? Það er eins og einhver hefur sagt: „Það ekki aðeins erfitt að lifa Kristi ... það er ekki unnt... án kraftar Krists." Vissulega var til sú persóna, sem lifði ævinlega í samræmi við sannan kristindóm, og það var Jesús Kristur. Nú er sem eg heyri yður segja: Þýðir þá nokkuð fyrir okkur að reyna? Eg vil svara með orðum ritningarinnar: Kristur í yður, von dýrðarinnar. Eg hef lesið um málaranema, sem fór ekki eftir neinum fyrirmyndum meistara síns. Hann reyndi þó að líkja eftir snilli kennara síns, en tókst það ekki. Kennarinn sá, hversu nemandann skorti hæfileika. Einn daginn teygði hann sig yfir öxl hans og stjórnaði pensli hans. Form, litir og lögun tóku þá að birtast fyrir sjónum nemandans, og hann varð furðu lostinn. Innan stundar hafði hann málað frábæra mynd á strigann með hendi sinni, undir leiðsögn meistarans. Líf kristins manns er líkt þessu. Við getum ekki fylgt Jesú Kristi í eigin mætti. Við hljótum að gefast upp, ef við ætlum að láta okkur nægja eigin krafta. En Páll sagði: „Allt megna eg fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir." Þeir eru of margir, sem berjast við það í eigin mætti að lifa sem kristnir menn. Þeir gera sér ekki ljóst, að fyrst verður Kristur að taka sér bústað í hjörtum þeirra, svo að þeir leyfi Guði að taka völdin í lífi þeirra. Þá lifir hann fullkomnu lífi sínu í þeim, en ekki fyrir þeirra tilstilli eða framlag. Guörún Agústa Guðmundsdóttir Bellman — Minning Fædd 29. nóvember 1917. Dáin 12. nóvember 1980. „Yfir hafið helfregn berst himinninn var dimmur." (M.S.) Þegar ég frétti lát Guðrúnar vinkonu minnar, fannst mér ég þurfa að festa nokkur kveðjuorð á blað. Fráfall hennar kom okkur hér heima á óvart vegna þess að við vissum ekki hve sjúk hún var, enda kvartaði hún aldrei. Síðast- liðið sumar hafði hún orðið fyrir þeirri reynzlu að missa mann sinn, Kenneth Bellman, snögglega. Guðrún fæddist 29. nóvember 1917 að Stórólfshvoli á Rangár- völlum, þar sem faðir hennar var héraðslæknir. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Guðfinns- sonar augnlæknis og konu hans Margrétar Lárusdóttur, homo- pata. Er sá frændleggur stór hér. Guðrún var hin þriðja í röðinni af börnum þeirra hjóna. Eldri voru bræðurnir Lárus og Oddur. Þeir eru báðir látnir. Eftir lifir þá aðeins yngsta barnið, Ólöf, sem syrgir nú systur sína úásamt eigin- manni sínum, Andrési Bjarnasyni, gullsmið. Við vorum ellefu ára þegar við kynntumst fyrst og höfum haldið vináttu og sambandi æ siðan, að svo miklu leyti sem hægt var að koma því við, þar sem hún eyddi ævidögum sínum á erlendri grund. Minningar frá æskuárunum hrannast upp. Ég varð fljótt heimagangur á heimili Gunnu, og var talin hennar sjálfsagði fylgi- fiskur. Mér eru enn í minni sunnudagarnir á Mímisveginum, þegar Margrét móðir hennar, sú myndarlega húsmóðir, dúkaði borð og bar fram gómsæta döðlu- köku fyrir heimilisfólkið, börnin og vini þeirra að ógleymdum Jóhönnu mágkonu og Agústu syst- ur. Oddur bróðir hennar hafði smávegis gaman af að stríða okkur. En hann bætti fyrir það allt með að setjast við píanóið og spila fyrir okkur nýjustu dægur- lögin. Eins minnist ég þeirra dásamlegu sumardaga þegar Gunna dvaldist hjá okkur austur í Stuðningur FUJ á Suð- urnesjum MBL. BARST í gær eftirfarandi til birtingar: FUJ á Suðurnesjum skorar á dómsmálaráðherra að standa fast við fyrri ákvörðun um brottvísun Gervasonis úr landi. FUJ á Suður- nesjum varar við því slæma for- dæmi, sem breytt ákvörðunartaka myndi hafa í för með sér. Enn- fremur fordæmir FUJ á Suður- nesjum þau gerræðislegu vinnu- brögð, sem einn þingmanna Al- þýðubandalagsins hefur viðhaft í þessu máli með því að taka þá afstöðu að láta þjóðarhag lönd og leið. 14% fækkun erlendra ferðamanna FJÖGUR þúsund færri íslend- ingar hafa verið á ferðinni milli Islands og annarra landa fyrstu 11 mánuði þessa árs miðað við sama tíma sl. ár, en þá komu 64.500 íslenskir ferðamenn til landsins. Þá hafa 10.500 færri útlendir ferðamenn komið til landsins í ár miðað við sl. ár þegar 74.500 ferðamenn komu til landsins. sumarbústað í ölfusinu. Þar höfð- um við nóg við að vera. Klifra í fjallinu, synda í ánni og fá lánaða hesta á bæjunum. Tíminn leið og áfram var haldið upp í fram- haldsskóla. Þá vorum við orðnar fjórar í hópnum, Ingibjörg Gísla- dóttir (Porter) og Sigríður Ólafs- dóttir (McKenzie). Þegar ég hugsa til þessara ára, þá sé ég, að það var gleðin og ánægjan, sem var þar ríkjandi. Það var ekki sízt Gunna, sem skapaði þá gleði. Hún var hrókur alis fagnaðar hvar sem hún kom. Við lásum saman og eyddum öllum okkar frístundum saman. Við gerðum mikið af því að fara í gönguferðir um nágrennið. Það var ekki mjög títt þá að sjá ungar stúlkur með bakpoka um öxi og gönguskó á fótum arka út úr bænum, enda var horft á eftir þessum furðufuglum. En þar kom að, að þrjár yfirgáfu þær landið og fylgdu sínum mönnum til Eng- lands. Það var mikill missir fyrir mig, sem sat ein heima og saknaði þeirra. En sárabætur fékk ég, það voru mæður þeirra. Til þeirra lágu sporin og var það mér mikils virði. Eftir að til Englands kom, höfðu þær ávallt samband sín á milli. Þær sóttu hver aðra heim og gistu. Gunna kynntist sínum tilvon- andi eiginmanni, Kenneth Bell- man í Reykjavík, þau gengu í hjónaband hér heima áður en þau sigldu út til Englands. Gunna eignaðist fallegt heimili ásamt sínum góða og glæsilega eigin- manni. Naut margur landinn gestrisni þeirra hjóna. Þar á meðal ég og öll mín börn. Börnin urðu þrjú. Elzt er stúlka, Gillian, og tveir synir, Keith og Piers. Þau eru nú öll gift. Börn Gillian voru sólargeislar ömmu og afa, enda einu barnabörnin. Maður hennar hafði ekki gengið heill til skógar í nokkur ár. Einmitt þegar Gunna ætlaði að gera alvöru úr því að heimsækja mig yfir sundið til Danmerkur, þá veiktist Ken. Svo sú ferð var aldrei farin. Árið síðasta var henni erfitt. Hún dvaldi langdvölum á heimili vinkonu sinnar Ingibjargar Porter og hennar góða eiginmanns, Cyril Porter, eftir lát manns síns. Eins er það sárt, að sá draumur Guð- rúnar rættist ekki, að hún kæmi heim á sumri komanda og gengi hér milli ættingja og vina, eins og hún var búin að ákveða. Nú er hún horfin okkur í bili, en gott er að eiga vísa endurfundi. Ég votta börnum Guðrúnar, barnabörnum, systur og öðrum aðstandendum innilegrar samúðar og bið Guð að blessa minningu hennar. Begga Hallgrímskirkju í Saurbæ berst rausnarleg gjöf SYSTKININ í Skorholti í Leirár- og Melahreppi, þau Jóna Ilali- steinsdóttir og Sigurjón Hall- steinsson. hafa nýlega fært Hall- grímskirkju i Saurbæ hálfa millj- ón að gjöf. Þessa rausnarlegu gjöf gefa þau i minningu um ástvini sina, sem í Saurbæjar- kirkjugarði hvíla. en það eru foreldrar þeirra, Hallsteinn Ólafsson og Steinunn Eiriksdótt- ir, og bræðurnir Böðvar, Narfi og ólafur. I gjafarbréfi er sóknarpresti falið að ráðstafa gjöfinni til þeirra hluta, er kirkjunni mega verða til sem mestra nytja. Það kemur ekki á óvart, að systkinin í Skorholti gefi kirkjum gjafir. I þeim efnum hafa þau oft sýnt fórnfýsi sína, kærleika og höfðingsskap áður, ekki sízt til sóknarkirkju sinnar, Leirárkirkju, sem þau oft hafa gefið stórgjafir. Þau systkinin eru sérstaklega kirkjurækin og bera svo mikinn ræktarhug og kærleika til kirkju sinnar, að fágætt er. Fyrir hönd Hallgrímskirkju í Saurbæ þakka ég þeim systkinun- um þessa góðu gjöf og allar þeirra gjafir og fórn í þágu kirkjunnar. Guð blessi þetta góða fólk, heimili þeirra og framtíð. — Guð blessi minningu látinna ástvina. Jón Einarsson. sóknarprestur. Kvöldskemmtun aö Hótel Sögu (Súlnasal), í kvöld, sunnudag, 7. des. kl. 20.30. Kynnir og stjórnandi: Bryndís Schram. Dagskrá: 1. Ávarp: Guðrún Helgadóttir alþingismaður. 2. Söngtríó: John Paul James with Amour. 3. Gamanvísur: Jóhannes Hilmisson. 4. Samleikur á tlautu og gítar: Manuela Wiesler og Snorri A. Snorrason. 5. Model '79 sýna fatnað úr Flónni. 6. 7 ? 7 Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar Málverkahappdrætti Mjög góö málverk eftir þekkta myndlistarmenn. Miöasala Hótel Sögu frá kl. 20. Fjáröllunarnefnd Styrktarfélags vangefinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.